Vísir - 19.10.1954, Side 8

Vísir - 19.10.1954, Side 8
VÍSIR er ódýrasta blaðiS og þó þaS fjöl- > ' * ■ — **»■ breyttasta. — Hringið í síma 1660 og __________i# gerist áskrifendur. wlsxm Þeir, sem gerast kaupendur VlSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Þriðjudaginn 19. október 1954. Véf heppnaður fundur um menningarhlutverk útvarpsms. MJörvar gagnrvnir liharpsfrétiir en nivarpsstjóri kvað menningarskci'l' iitvarpsins niikinn. Stúdentafélag Reykjavíkur kennari tók næstur til máls. Hann .gekkst í gær fyrir öðrurn um- iræðufundi sínum á þessum vetri, ®g var að þessu sinni rætt um iinenningarhlutverk útvarpsins. Fundurinn var fjölsóttur og fór jhið bezta fram, eins og títt er um umræðufundi þesaa félags. Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri idvarpsráðs, flutti framsöguræðu, langt mál, kom víða við, eins og /hans var von og vísa, þótti fróð- legur og skemmtilegur, djarf- xnæltur á köflum. Helgi deildi á ýmislegt, er ihann taldi betur mætti fara í rekstri útvarpsins. Einkum var liann harðorður um innheimtu- íyrirkomulag útvarpsins, er hann taldi ekki ná nokkurri átt. Hann taldi höfuðhlutverk út- varpsins vera verndun íslenzkrar ■tungu, og yrðu þeir, sem kæmu tfram þar, að vanda málfar sitt svo vel, sem unnt væri, en á þessu ■taldi hann mikinn brest. Þá gagn- rýndi hann útvarpsfréttirnar og "taldi máli á þeim ábótavant. Næstur talaði Auðunn Her- mannsson skipstjóri. Hann sagði æn. a., að frá sinu sjónarmiði væri •dagskrá útvarpsins of þunglama- leg, og að þar vantaði tilfinnan- lega efni, sem hugstætt væri ungu fólki. Hvað Helga Hjörvar snerti, leit Auðunn svo á, að Helgi kæmi ekki nógu oft fram í útvarpinu. Vilhj. Þ. Gíslason útvarps- stjóri tók næstur til máls. Út- varpsstjóri taldi ádeilur á menn- ingarstarf útvarpsins vafasamar, ■og benti m. a. á, að erindi þau, •er flutt væru i útvarpið á einu Ári, svöruðu til 25 binda af Skírni, og væri það all-nokkuð. Ýmsar fleiri tölur nefndi hann, ináli sínu til sönnunar. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir leit svo á, að í fréttum útvarpsins gætti um of frásagna af liryðju- verkutn, „vellieppnaðra loftárása“ og þess konar, sem vafasanit menningargildi væri að. Þá taldi Siún, að ekki kæmu fram nægilega margar óháðar skoðanir í dag- skrá útvarpsins. Björn Th. Björnsson listfræð- ingur talaði næstur. Björn sagði m. a., að sér fyndist, að í starf- semi útvarpsins vantaði tilfinnan- leg sérstaka deild, er liefði það verkefni með höndum að tilreiða ■ -útvarpsefni. Einar Magnússon menntáskóla- Hoover boðið til Bonn. t Bandaríkjunum hefur flogið fyrir, að Herbert Hoover, fv. forseti muni bráðlega heim- sækja Konrad Adenauer, kansl ara Vestur-Þýzkalands. Fer hann þangað í boði Aden - auers. Eisenhower og Duiles hafa hvatt Hoover til að þiggja fcoðið. Hoover er áttræður, en -Adenauer 78. ræddi m. a. um útvarpsmessur, og lýsti yfir því, að morgunmess- urnar væru afleitar, enda lítið á þær hlustað vegna anna og ýmis- legs. Bæri að breyta þessu fyrir- komulagi. Þá gagnrýndi hann leikritaval útvarpsins. Sagði Ein- ar, að leikritin væru oft léleg, og bókstafleg skaðleg unglingum, ljót og stundum klámfengin. Væru slik leikrit síður en svo þrosk- andi og líkleg til menningarauka. Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóri talaði siðastur. Tók hann undir þau ummæli frú Aðalbjarg- ar, að frjálsræði skorti i útvarp- inu. Þá lagði Lúðvíg á það á- herzlu, að áhrifa hlustenda á út- varpið gætti allt of lítið. Helgi Hjörvar flutti lokaræð- un, og svaraði ýmsu, er fram hafði komið í ræðum. Þetta var annar umræðufundur Slúdentafélags Reykjavikur á þessum vetri, eins og fyrr segir, og þótti takast ágætlega. Næst- komandi föstudag gengst félagið fyrir kvöldvöku, og verður þá m. a. fitjað upp á nýmæli, vísnasam- keppni, sem Bolli Thoroddsen bæjarverkfræðingur stjórnar. Emar iónsson mrndiiöggvai'i lézt í gær. Prófessor Einar Jónsson myndhöggvari andaðist í Landakotsspítala í gær, rösk- Iega áttræður að aldri. Einar Jónsson var braut- ryðjandi á sviði' íslenzkrar myndlistar, éinn mikilhæfasti listamaður, sem hin íslenzka þjóð hefir átt, og vafalaust bezt þekktur út um heim allra nú- lifndi listamanna landsins. Hann nam höggmyndalist í Kaupmánnahöfn fyrir aldamót- in, ferðaðist síðan til Suður- landa og dvaldi um skeið vest- an hafs, en heim kom hann árið 1920, og bjó hér alla tíð síðan al Hnitbjörgum á Skólavörðu- holti. Einar Jónsson var kvænt- ur Önnu Maríu, f. Jörgensen, danskri konu, er lifir mann sinn. Bandaríkjadeild SAS, nor- rænu flugfélagasamsteyp- unnar, tekur í vor í notkun nýtt húsnæði í borgarhlut- anum Queens í New Yorls, en húsið, sem SAS hefur látið reisa, kostar um 16 milljónir ísl. króna, og er um það bil miðja vegu Ýfingar meÓ Dulles og Rhee. Það er sagt orðið grunt á því góða milli John Foster Dulles utanríkisriáðherra Bandaríkj- anna og Syngman Rhee’s for- seta Suður-Kóreu. Rhee er lítt samvinnuþýður orðinn og Dulles hótar að sjá um, að allt bandarískt herlið verði kvatt frá Kóreu, en Banda ríkjamönnum sé engin lífsnauð syn að hafa þar herstöðvar með an þeir hafi herstöðvar á Jap- anseyjum, Filippseyjum og sam vinnu við þjóðernissinna á For- mósu. milli Idlewild- og Guardia-flugvalla. La Rak lengra en Kon-Tiki. Tók laitd eítir 115 daga oj* 6500 iii. rek. Landsbankinn hefur útgáfu fjármálatímarits. Hagliræðideildíii gefur það ót, og nefnist það ..FjárEnálatíðindi'*.' í síðustu viku bárust þær fregnir frá Kyrrahafi, að mað- ur nokkur hefði hnekkt fleka- siglingarmeti Heyerdahls og félaga hans. Heyerdahl sigldi 4300 mílna leið vestur yfir Kyrrahaf frá Peru árið 1947, og tók sú sigl- ing 102 daga. Þeir voru sex á flekanum, en sá, sem betur gerði, var einn síns liðs, hafði aðeins kött og páfagauk sér til afþreyingar og át páfagaukinn tveim dögum áður en hann tók land. Það var Bandaríkjamaður, William Willis, sem þetta gerði, sigldi meira en 2200 mílum lengra en Heyerdahl og félagar hans og var þó aðeins 13 dögum lengur. Hann er af léttasta skeiði, því að hann er 61 árs, og beið kona hans milli vonar og ótta heima í New York, er ekkert fréttist til hans, því að hann lét undir höfuð leggjást að nota sendistöð sína. Sagði hún er hún frétti, að hann væri kominn fram, að ef hann ætlaði sér að fara í slík- an leiðangur áftur, iiiundi húH verðá háseti hjá honum. Nýtt tímarit hefur hafið göngu sína, Fjármálatíðindi, og er það gefið út af hagfræðideild Lands- banka íslands. Ritstjóri er Jó- hannes Nordal, hagfræðingur. Ráðgert er að timrit þetta komi út fjórum sinnum á ári. Söluum- boð hefur ísafoldarprentsmiðja h.f. í inngángsorðum segir að ekkert tímarit sé til hér á landi, scm hafi það hlutverk, að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um efnhag þjóðarinnar og fjármál, en mikil nauðsyn, að ahnenningur geri sér Ijóst eðli slikra vandamála. Einnig hafi vantað vettvang fyrir ritgerðir og umræður um hagfræðileg efni, og úr þessu vilji stjórn Lands- bankans bæta með útgáfu Fjár- málatíðinda. Áform um þetta hafa verið lengi á döfinni, og í maí 1947 stóð til að hefjast handa, en af þvi varð þó eigi þá, en nú hef- ur ritinu verið hleypt af stokk- unum, og þó með nokkuð öðru sniði en upphaflega var ætlað. í þessu fyrsta hefti eru birtar hinar merku tillögur Landsbank- ans í peningamálunum, sem Vísir hefur fengið leyfi til að kynna lesendum sínum með þvi að birta þær í heild, þá er grein um láns- féð og skipting þess, utanríkis- viðskipti 1953, fréttaþættir, töflur Averill Harriman er fylkis- stjóraefni demokdata í New York. Hann kom ný- lega til Harlem, blökku- mannahverfisins í New York, á kosningaferðalagi, og vakti það eigi litla at- liygli, að hann hafði Marga- ret Truman, einkadóttir Trumans fyrrv. forseta, sér við hlið. o. fl. Oft er talað um liinn mikla fjölda blaða og timarita hér á landi, en þetta er vissulega þörf útgáfa, sem bætir úr brýnni þörf, og ber að fagna því, að Lands- bankinn hefur nú hrundið í fram kvæmd gamalli og góðri hug- mynd. Frá Flugféiagi islands: Péstflutningar þrefölduJust. Farþegaílutnngar Flugfé- lags íslands hafa aukizt um 20% í septembermánuði, mið- að við sama mánuð í íyrra, vöruilutningar aukizt um 82% og póstflutningar innanlands hafa þrefaldazt. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi íslands fluttu flug- vélar félagsins 5944 farþega í s.1. mánuði, þar af 4910 innan- lands, en 1034 milli landa. — Aukningin nemur 20% frá sama mánuði í fyrra, því þá voru 5005 farþegar fluttir. Enn meiri aukning varð þó í vöruflutningunum, eða sem nemur 82%. í s.l. september voru fluttar 131.679 kg af vör- um, en í sama mánuði í fyrra 72.640 kg. Póstflutningar innanlands hafa aukizt ur 2270 kg. í sept. i fyrra í 6919 kg nú. Hala þeir þvi rösklega þrefaldazt. Félagið fór fjórar ferðir til Grænlands í mánuðinum með farþega og flutning, þar af 2 ferðir til Meist ara vikur, 1 ferð til Ellaeyjar og 1 ferð til Ang- magsalik. Um 40 ljósmyndarar sýna samt. um 100 Ijósmyndir. Sýningln verður væntanlega opnuð í viku- lokin í þj’óðmmjasafnlnu. Ljósmyndafélag Reykjavíkur efnir til fyrstu aimennu ljós- myndasýningar sinnar í viku- lokin og er ráðgert að hún verði opnuð n.k. föstudag í Þjóðmin jasafnshúsinu. Nær 40 atvinnu- og áhuga- ljósmyndarar sýna þarna myndir og eru myndirnar um 100 talsins. Fyrir réttu ári var það sam- þykkt á fundi í Ljósmynda- félagi Reykjavíkur — en það er félag áhugaljósmyndara — að efna til almennrar ljósmynda- sýningar hér í Reykjavík og skyldi öllum heimil þátttaka, en auk þess var Ljósmyndara- félagi íslands, sem er félag at- vinnuljósmyndara, sérstaklega boðin þátttaka og boðin sam- virtna um undirbúning og myndaval á sýninguna. Var sérstök dómnefnd skip- uð til þess að velja myndir úr á sýningunna af þeim myndum sem bærust. Þrír nefndar- manna voru frá áhugamönnum, þeir Páll Sigurðsson, Óttar Kjartansson og Ralph Hannam, en tveir frá atvinnuljósmynd- urum, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Hannesson. Niðurstaða dómnefndar var sú að alls voru valdar úr um 100 myndir og hafa sumir aldrei sýnt áður. Nöfn þátt- takenda verða birt hér í blaðinu á morgun. Sýningin verður opin eitt- hvað fram yfir n.k. mánaða- mót. Ráðgert er að í sambandi við hana verði flutt fræðandi erindi um ljósmyndagerð og tækni og kvikmyndir sýndar. t

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.