Vísir - 27.10.1954, Side 1
12
I *
m
\
44. árg.
Miðvikwdagina 27. október 1954
246. tbl.
argar kjarnorkusprenglngar að
ndanförnu í Ráðstjórnarríkjunum
Frá heimsókn dr. Adenauers kanzlar í gær. Myndin er tekin
á Þingvöllum. Á myndinni miðri er Ólafur Thors forsætisráð-
herra, og á hægri hönd honum dr. Adenauer. Bjarni Guð-
mundsson blaðafulltrúi er að lýsa staðnum og sögu hans. —
(Ljósm.: Pétur Thomsen).
Eftír Parísarsamningana auft-
veidara að semja vii Riíssa.
Dr. Adenauer ræddi við blaðamenn
fyrir brottförina í gærkvddi.
Á sjöunda tímanum í gærkveldi stigu dr. Adenauer, kanzlari
Vestur-Þýzkalands og fylgdarlið hans upp í Skymasterflugvél
frá varnarliðinu, og var þá lokið hinni opinberu heimsókn hins
vestur-þýzka forsæíisráðherra hér í Reykjavík.
Þeir Ólafur Thors forsætisráð-
herra, dr. Kristinn Guðmundsson
utanríkisráðherra og ýmsir starfs
menn ráðuneytanna fylgdu gest-
unum á flugvöllinn og kvöddu þá
þar, og var ekki annað að heyra
á gestunum, en þeir hefðu notið
hinnar skömmu dvalar á íslandi.
Áður höfðu blaðamenn átt þess
kost að ræða við dr. Adenauer i
þýzka sendiráðinu í Valhöll.
Nokkur bið varð á, að gestirn-
ir kæmu ú'r Þingvallaförinni,
sjálfsagt liálf klukkusutnd eða
svo, en um kl. 5.30 var tilkynnt,
að dr. Adenauer vildi gjarna ræða
við fréttamenn. Hafði útvarpið
farið fram á að hann mælti nokk-
ur orð í hljóðnema, sem tekin
yrðu á segulband, og varð Aden-
auer fúslega við þeim tilmælum.
Var þessi óformlega ræða lians
siðan flutt í gærkveldi, eins og
kunugt er.
Dr. Konrad Adenauer er 78 ára
Aflasala í Pýzkalandll.
Togarinn Þorsteinn Ingólfsson
seldi afla sinn í Þýzkalandi í gær.
Aflamagn hans nam 219 tonn-
um og seldi hann fyrir 128 þús.
mörk eða 499.200 ísl. krónur.
Jón foraseti átti ð selja afla sinn
í Þýzkalandi n.k. laugardag en
vegna þess að hann hefur hreppt
storina og illveður á leiðinni, er
óvíst að hann nái þangað á til-
settum tíma og mun því landa n.
k. mánudag. Ráðgert er að Skúli
Magnússon landi þar á mánudag.
Ingólfur Ariwirson og Egill
Skallagrímsson munu leggja af
stað til Þýzkalands með afla sinn
n.k. þriðjudag eða miðvikudag.
gamall, eins og sagt var frá í gær,
en hann ber aldurinn vel, og -
flestum fannst frétamönnunum, i
að hann gæti, útlits vegna, verið
um sextugt eða svo, og þó mun
hann hafa verið þreyttur eftir
strangan dag og mikið ferðalag.
Dr. Adenauer reis á fætur, er
blaðamenn komu inn, tók vin-
gjarnlega í höndina á þeim, og
bað menn setjast. — Hann virð-
ist ákveðinn, en ekki kuldalegur,
eins og myndir yfirleitt bera með
sér. Á veggnum fyrir aftan Aden-
auer var mynd af dr. Tlieodor
Heuss, forseta hins vestur-þýzka
sambandslýðveldis.
Bjarni Guðmundsson blaðafull-
trúi túlkaði fyrir þá, er þess ósk-
uðu, skjótur og öruggur.
Lögðu blaðamenn ýmsar spurn-
ingar fyrir kanzlarann, en hann
svaraði þeim viðstöðulaust. Það
vakti atliygli fréttamanna, að svo
virtist, sem hann þyrfti aldrei að
leita að orðum eða endurtaka
sig til þess að gefa svörum sínum
þann búning, er hann óskaði. Að
vísu er oftast nær ekki mikið á
slikum viðtölum að græða, stjórn-
málamenn eru orðvarir og vita,
að auðvelt er að leggja aðra merk
ingu i ummæli þeirra en þeir ætl-
uðust til. En þó verður ekki ann-
að sagt, en að kanzlarinn hafi
gefið skýr svör við því, sem
spurt var um, hiklaust og af
þeirri festu, sem einkennir þenna
forystumann hins uuga lýðveldis
V estur-Þýzkalands.
Fréttamaður Visis spurði kanzl
arann að því, hver áhrif Parísar-
samkomulagið kynni að hafa á
sameiningu Þýzkalands. Kanzl-
Framh. á 11. síðu.
upp
konungsstyttu.
í nótt féll ölvaður maður af
landgöngubrú skips hér í Reykja
víkurhöfn og slasaðist.
Maðurin hlaut sár á hnakka og
var fluttur til læknis til aðgerð-
Konungsstytta ónáðuð.
í nótt var lögreglunni tilkynnt
frá stjórnarráðshúsinu, að þar á
lóðinni væru menn að klifra
upp aðra styttuna. Þegar lögregl-
an kom á staðinn voru þar fyrir
fjórir menn, sem voru að reyna
að klífa styttu Kristjáns konungs.
Var einn garpanna svo ölvaður
að lögreglan varð að setja hann
i fangageymslu. Hinum þremur
var sleppt.
Drengir kveikja í.
Siðdegis í gær urðu drengir
valdir að enn einni ikveikjunni
hér í bæjarlandinu og var það
hjá Jófríðarstöðum. Eldurinn var
strax slökktur og áður en hann1
ylli nokkurum skemmdum.
Krisita Mehnon víffi samkomulag um að
ónýla þegar allar kjarnorkinsprengjur, s&si
framieiddar hafa verilL
Vonlítia um kosn-
ingu Vaktnnars ?
Demokratar í Minnesota-fylki
í Bandaríkjunum eru sagðir bjart
sýnir mjög vegna kosninganna,
sem fram eiga að fara í byrjun
næsta mánaðar.
Telja þeir öruggt, að Hubert
H. Humphrey öldungadeildar-
þingmaður verði endurkjörinn,
en hins vegar segja republikanar,
að Valdimar Björnsson, þing-
mannsefni þeirra, hafi unnið á
upp á síðkastið.
Þá segja demokratar, að mikl-
ar líkur séu til, að þeir vinni tvö
ef ekki þrjú þingsæti (til full-
trúadeildarinnar) af republik-
önum. Loks telja þeir, að vel
geti verið, að frambjóðandi þeirra
í kosningunum um embætti fylk-
isstjóra (governor), Orville L.
Freeman, sigri C. Elmer Ander-
son, núverandi fylkisstjóra, sem
er republikani.
Einkaskeyti frá A.P.
Washington, í morgun.
Kjarnorkuráð Bandaríkjanna
hefir tilkynnt, að nokkrar
kjarnorkusprengingar hafi átt
sér stað í Ráðstjórnarríkjun-
um að undanförnu. Þess hefir
fundizt vottur, að geislavirkt
ryk Jhafi fallið til jarðar í
Bandaríkjunum.
í tilkynningunni segir, að
fyrsta sprengingin hafi átt sér
stað um miðbik fyrra mánaðar
og því næst aðrar með nokkru
millibili. Sé augljóst, að hér
sé um að ræða prófanir á
kjamorkuvopnum, sem fari
fram í Ráðstjórnarríkjunum
við og við eins og í Bandaríkj-
unum. Ekki er getið um neinar
afleiðingar hins geislavirka
ryks, sem minnst er á, enda
tekið fram, að aðeins hafi vott-
að fyrir því.
f Moskvu hefir ekkert verið
tilkynnt um þessar sprenging-
ar.
Krishna Mehnon
vill ónýta allar
k j arnorkusprengjur.
Krishna Mehnon, fulltrúi
Indlands hefir lagt til, að gert
verði einskonar „vopnahlé“ á
sviði framleiðslu kjarnorku-
vopna — slíkri framleiðslu
verði hætt, og allar sprengjur,
einnig vetnissprengjur, sem
verið er að framleiða í tilrauna
skyni, verði teknar sundur, og
framleiðaíla ki arnorkuvopna
ekki hafin aftur o. s. frv. Rök-
styður hann þetta með því, að
ef þeim yrði beitt í styrjöld,
ætti mannkynið ekki viðreisnar
von. Fulltrúar Breta, Frakka,
Bandaríkjamanna og Kanada-
manna hafa rætt allar fram
komnar tillögur, og m. a. til-.
lögu Krishna Mehnons, og orð-.
ið ásáttir um, að leggjast gegn
því, að hún verði tekin til um-
ræðu og atkvæðagreiðslu, en
Vishinsky er sagður hafa fall-
izt á, að taka sömu afstöðu. —.
Umræðum um afvopnunarmál-
in í stjórnmálanefndmni er na
lokið.
IViinnkandi
tungl ?
Þjóðviljinn sagði í gær, ai¥
það væri „stærsti bókmennta-
viðburður ársins“, að út erus
komnar 7 bækur á foriagi Máls
og menningar.
Áður hafði þetta sama blað
lýst yfir því, að útkoma „Silf-
urtunglsins“, væri „stærsti.
bókmenntaviðburður ársins“.
Nú spyrja menn: Er „Silfur-
tunglið“ ekki lengur sama
snilldarverkið og kommúnistar
vildu vera láta og auglýst var
með svo miklu brambolti fyrir
fáum vikum?
Um 42.000 hafnarverkamenn
eiga nú í verkfalli í átta hafn ■
arborgum Bretlands.
Dómsmálaráðherra Banda-
rikjanna hefir veitt 22
pólskum sjómönnum land-
vistarleyfi sem pólitískum
flóttamönnum. Þeir eru af
tveim pólskum skipum, sem
kyrrsett voru á Formósu.
Sex sækja um embætti
skattstjóra í Hafnarfirói
Umsóknarfrestur um em-
bætti skattstjóra í Hafnarfirði
er út runninn og eru mnsækj-
endur þessir:
Árni Halldórsson, starfs-
maður í Skattstofunni í Reykja-
vík, Eirikur Pálsson lögfr.', full-
trúi í Félagsmálaráðuneytinu,
Erlendur Þorsteinsson fyrrv.
alþm., Jón Hallvarðsson fyrrv.
sýslumaður, Kjartan Jóhannes-
son starfsmaður í Skattstof-
unni og Ragnar Ólafsson starfs-
maður í Skattstofunni í Rvík.
Uppboó á litgafybókum
GuÓrn. Gamalíelssoitar.
Þann 14. október síðastliðinn.
var haldið uppboð á leifum af út-
gáfubókum Guðmundar heitins
Gamalíelssonar bóksala.
Meðal annars voru þar boðiir.
upp 430 eintök af Ævintýrum H.
C. Andersens og' fóru þau á 17000
krónur. Hvcrt eintak er þrjú
bindi.
; Þá voru boðin upp 450 eintök
I af bókinni Hver er maðurinn?
eftir Brynleif Tobíasson og voru
þau seld á 4700 krónur.
Enn fremur voru seld um 650
eintök af Nýársnóttinni eftiv
Indriða Einarsson.
Þeir drukku súpuna.
Hin árlega keppni veitinga-
þjóna í Glasgow fór fram í
fyryi viku.
í keppni þessari ber hver
keppandi disk með heitri súpu..
Veður var óhagstætt og gáfust
12 af 48 keppendum upp, sett-
ust á gangstéttina, og yljuðu:
sér með því að svolgra í sig
súpuna.