Vísir


Vísir - 27.10.1954, Qupperneq 7

Vísir - 27.10.1954, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 27, október 1954 VlSIR H Ævintýramaður segir frá. Hákarlinn kippti honum útbyrðis, WllSiam Wilfis segtr frá 6500 mtlna siglingit vestur um Kyrrahaf. Si« met Koii-Tiki-mann», sem sigldn 4500 inslnr. William Willis, sem af ýmsum er nefndur mesti ævintýra- maður 20. aldarinnar, öðlaðist heimsfrægðina með því að sigla einn á litlum balsa-viðar fleka yfir Kyrrahaf, sagði brezkum blaðamanni, Tom Farrell, frá hinum furðulegu ævintýrum sínum í lok fyrri viku, er fundum þeirra bar saman í Pago Pago. Ævintýramaðurinn, eigandi :flekans, sem hann kallaði „Litlu systurnar sjö“, er fyrr- verandi flakkari, gullleitar- maður og hnefaleikskappi, 61 árs að aldri, sem enn býr yfir metnaði og kappi ungra ofur- Ihuga, eins og bezt má marka •af því, að hann lagði óskelfdur í 10.400 km. siglingu og beið ■ótal hættum byrgin „einn á báti“ í samfleytt 115 daga. Tom Farrell flaug 3800 km. leið til fundar við hann í Pago Pago, sem er höfuðborg Sámoa- eyja, sem Bandaríkjamenn ráða nú yfir, en þar líta hinir innbornu eyjarskeggja á hann sem hálfguð, nefna hann „skip- herra úthafsins“, og mun nafn hans lifa í sögnum þar mann :fram af manni. Eg spurði hann hvers vegna hann hefði lagt út i þetta. Eg - hefði eins vel getað spurt Hillary og Tenzing, hvers vegna þeir hefðu lagt út í það ævin- týri, að klífa Everesttind. Willis svaraði ósköp blátt áfram: Mig langaði til þess. Eg lét kylfu ráða kasti. Og eg er ákaflega hamingjusamur. En það segir sig sjálft, að um aðra ástæðu til er að ræða, óskrifuðu bókina um ævintýra- ferðina frá Perú til Pago Pago. Og eg fékk, ef svo mætti taka 'til orða, að líta á nokkur blöð þessarar óskráðu bókar, á sam- verustund okkar í Pago Pago, og er við flugum til Fiji, fyrsta ^áfanga heimferðar hans. Er eg hlustaði á frásögn hans gleymdist mér næstum, að þessi hetja væri maður á sjö tugs aldri. Hann var sólbrennd- ur og veðurbarinn, með orku og seiglu hins unga manns í hverjum drætti og hverjum ’vöðva. Hákarl á ijnglinum. Og nú sagði hann mér sög- una af því, er hann barðist við hákarl. „Þetta gerðist áður en eg komst upp á lag með að veiða höfrunga. Fimm feta hákarl beit á öngulinn. Eg gat dregið hann inn undir skutinn, en þótt eg neytti allrar orku gat eg ekki innbyrt hann. Eg hallaði mér út yfir borðstokkinn til þess að losa öngulinn úr gini áans, því að krókinn mátti eg ekki missa. Og þá gerist það í 2inni svipan, að eg dett í sjó- Liin og rek aðra höndina í gjn íákarlinum. Eg kippti henni að nér og buslaði seni ákafast og ikrámaðist illa á þuma’íin"'-' >g úlnlið af hvÖssum hákraTs- tönnunum. Flekinn horfinn! Til allrar hamingju hvarf hákarlinn, þrátt fyrir blóðugan sjóinn, en er eg leit í kringum mig var flekinn horfinn. Hann hafði rekið um 40 metra, en eg var, þótt furðulegt þyki, enn í tengslum við flekann. Færið hafði ekki slitnað. Og nú kippti eg í taugina með varúð og notaði hana til þess að fika mig hægt og hægt að flekanum og gat loks komist upp á flekann minn aftur“. Sárin græddi hann með penicillinsmyrslum. Það tók 10 daga, en Ijót ör eru til minja um bardagann. Kötturinn át páfagaukinn. Til þess að verða ekki allt of einmana á ferðalagi tók Willis köttinn sinn, Meekie, með sér, og páfagauk, er hann lét úr höfn í Callao hinn 22. júní. „Þremur dögum áður en eg tók land,“ sagði Willis, „komst páfagaukurinn út úr búrinu, og kötturinn át hann“. Það þarf járnaga til. Ekki gat verið um breytilegt mataræði að ræða í leiðangrin- 'um. Undirstöðumaturinn var einskonar grautur úr hrásýr- ópi og mjöli, og svo var aðal- [ rétturinn tíðast ósoðinn fiskur.. Þegar .hann komst að raun um, að drykkjarvatnsdósirnar, sem eftir voru, voru farnar að ryðga, bjargaði hann sér með því að drekka þrjú glös af sjó á dag, en „það þarf járnaga til“, bætti hann við. Hann telur, að hann geti vanið sig á, að drekka 6 glös af sjó á dag, án þess að verða meint af, svo fremi að hann hafi nóg af hráu höfrungakjöti og grautinn, sem áður var að vikið. En var einveran honum ekki þungbær, er hann var þarna langt úti á hafi? Spurningu um einn á reki mánuðum saman þetta svaraði hann brosandi. Og svarið bar vitni urn þann mun, sem var á ferðalagi hans og Kon-Tiki leiðangursins 1947, en leiðangursmennirnir sex,(Norðmenn og Svíar) gátu á stundum gert sér eitthvað til afþreyingar. Óttaðist aldrei dauðann. „Eg varð stöðugt að gefa flekanum nánar gætur“, sagði Willis. Eg varð að vera á ferð og flugi, hlaupa frá stýrishjól- inu í skyndi til að lagfæra eitt- hvað, og svo að því aftur. Eg var því sem íþróttamaður í stöðugri þjálfun. Eg svaf aldrei nema nokkrar mínútur í senn. Augnaráð þessa sjálfskoðara bar miklu rólyndi og athygli vitni, er hann bætti við: „Eg var aldrei smeykur við dauðann. Eg var alltaf hárviss um, að eg mundi hafa það af.“ Kronometerinn bilaði. En Willis játar, að hann hafi ekki alltaf farið hyggilega að ráði sínu, og það hefði getað orðið einhverjum minni kappa jen honum dýrt. Nokkrum dög- um eftir að hann lét úr höfn stöðvaðist kronometerinn, og Willis lagði hann til hliðar, og notaðist eftir það við ódýrt ,,járnbrautar-vasaúr“ sem sigl- ingatæki. f Pago Pago leiddi einhver athygli hans að því, að ekkert væri að kronometern- um — það þyrfti. bara að setja lykilinn í gatið og draga hann upp. Willis hafði gleymt að setja í lykilinn. Nú gerði hann það. Kronometerinn var í bezta lagi. Og á 115 daga ferðalaginu á- ræddi hann ekki að reyna mót- tökutækið sitt, vegna þess, að hann mundi ekki hvort setja átti eimað vatn í öll götin á öruggur um að vindar og straumar myndu koma fleka hans örugglega á leiðarenda, og afhenti hafnarstjóranum í Pago Pago skilríki sín, eins og ekkert væri um-að vera. „Vit- anlega hafði eg skipsskjölin í lagi“, sagði hann. En þessi ævintýramaður var þó vissulega ógleyminn á margt, svo sem að raka sig daglega, og þegar hann kom til Pago Pago, gleymdi hann ekki að draga að hún alveg nýjan bandarískan stjörnufána. Og eitt hið fyrsta, er hann hafði lagt að í Pago Pago, var að koma kettinum, Meekie, í heil- brigðisskoðun. „Verið góðir við hann,“ sagði hann. Eiginkonan treysti honum. Willis sagði blaðamanninum að hann hefði ávallt verið hug- fanginn af frásögnum um sæ- farendur, hættur1 hafsins, mikl- ar þrekraunir g sjó og þar fram eftir götunum. „Konan mín skilur mig — hún hafði trú á, að mér mundi heppnast þetta.“ Með þetta efst í huga lét hann úr höfn til að gera bet- ur en Kon-Tiki leiðangurs- mennirnir. Honiun tókst það. Hann sigldi 3200 km. lengri leið en þeir og var hálfum mánuði slcemur á leiðinni. í Perú valdi hann úr flugvél balsaviðina sjö, sem felldir voru til að gera úr fleka hans, „Litlu systurnar sjö“. Hann skildi hann eftir í Pago Pago. Kann- ske komu forfeður Samao- manna á slíkum flekum frá Perú endur fyrir löngu? Hann leit sem snöggvast með alvörusvip á flekann ljóta, um leið og við flugum yfir Pago Pago, strauk kettinum og hall- aði aftur augunum hugsi á svip. Hann fór að tala um bókina, sem hann ætlaði að skrifa um ferðina. Minnti á ljóðabók, sem hann gaf út í fyrra og kall- aði „Hell, Hail and hurricanes“ (Helvíti, hagl og hvirfilvindar). og lýsir mér eins og eg er —• ekki broti af mér, heldur nið- ur í kjölinn. Sagan af þessu ferðalagi í heild verður furðu- leg. Eg hefi aldrei getað trúað að neitt þvílíkt gæti gerst og eg hefi upplifað, en þetta verður að bíða, og það getur enginn nema eg, það verður að segjast í mínum stíl.“ A Fiji-eyjum bauð Lowe landstjóri Willis velkominn og bauð honum til dvalar í land- stjórabústaðnum, þar sem hann dvaldist fimm daga. S.l. laug- ardag lagði Willis af stað flug- leiðis til New York, um Hono- lulu og San Francisco. ISIMRDS M.s. Reykjafoss fer héðan mánudaginn 1. nóv. til vestur- og norðurlands. —- Viðkomustaðir: Patr eksf j örður, ísafjörður, [ Siglufjörður, Húsavík, Akureyri H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. O R L O N sloppaefni hvítt Sílonsokkar I svartir FRAM „Þegar eg sem ferðasöguna ,Klapparstíg verður hún í sama stíl, þeim i ■- sími 2937.' stíl, sem gg hefi tileinkað mér,! W.V.VArVWVV.W.V.".V.VWJ\V.' ■.WW.WA'.P.V.V^W geymnum eða aðeins í sum. — Og samt var þessi maður alveg Fleki Willis undir seglum. Hin viöurkenndu Kttiivw' Möhm&€*sm EPLI fáum við í byrjun desember Pantanir óskast sendar okkur hið i'yrsía. ffl. iií.-ví'a”ii fs 1% f o. ie.í. Hafnarbvoli — Sími 1228.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.