Vísir - 07.11.1955, Blaðsíða 6
VtSIJ
D A G B L A Ð
Ritstjóti: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson,
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F
Lausasala 1 króna
FélagsprentsmiSjan h.f.
iMWUWWWWWWW^VWVWWWWVVÍVWWWIftWIJWmjUWWÍ
Ljós hehnsins.
Undanfarna daga má segja, að ljós heimsins hafi beinzt að
íslandi, venju fremur, og klukka íslands glumdi í hjörtum
tslendinga þegar Nóbelsverðlaunahöfundurinn Halldór Kiljan
Laxness steig á land hér í höfuðstað landsins hinn bjarta en
nepjulega föstudagsmorgun fjórða nóvember.
Óhikað má fuliyrða, a® það hafi vakið mikinn og almennan
fögnuð íslendinga, er það vitnaðist, að sænska akademían hefði
ókveðið að sæma Laxness mestu bókmenntaverðlaunum heims,
æðstu viðurkenningu, sem uimt er að veita skáldi í þessum
heimi. Fögnuðurinn var um fram ailt almennur og í honum tóku
þátt menn af öllum flokkum og með hinar ólíkustu skoðanir.
Þessi sigur listamannsins Laxness var ekki aðeins persónulegur
^igur hans, heldur og íslands, sem ól hann og bjó honum verk-
efnin í hendur. Af hálfu hins opinbera var þetta að sjálfsögðu
viðurkennt með því, að forseti íslands og menntamálráðherra
„sendu skáldinu þegar í stað heillaóskir sínar, er vitneskja barst
' hingað um hinn mikla frama hans.
Halídór Kiljan Laxness hefur alla tíð verið umdeildur
'jnaður, — um, hann hefur staðið styrr allt frá fyrstu tíð, eins
eg oft vill verða um þá, sem fara sinar eigin götur. TJm stjórn-
málamanninn Laxness, ef svo mætti að orði kveða, eru mjög
skiptar skoðanir, — en um hitt eru flestir sammála, að hann
er orðs.ins snillingur, meistari tungunnar. Menn geta líka verið
.ósammála um margar bækur hans, — slíkt hefui- oftast verið
hlutskipti mikilla skálda, en það, sem hann hefur gert bezt,
stendur ofar gagnrýni í hugum fólksins.
í»að er engin tilviljun, að Halldór Kiljan Laxness hlotnást
nu Nóbelsvérðlaunin. Hánn hefur lengi staðið þeim svo nærri,
•bg okkur íslendingum hefur sjálfsagt fundizt, að yrði það ekki
á þessu ári, þá á því næsta, og þannig hefur þetta verið undan-
farin ár. Veigamestu verk Laxness, „Salka Valka“, „Sjálfstætt
fólk“, „Ljósvíkingurinn“ og „íslandsklukkan“ eru perlur á borð
við það bezta, sem heimsbókmenntimar eigá til, og nú hefur
honum hlotnazzt sá frami, sem honum bar.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hafnarbakkanum til
þess að bjóða lárviðarskáldið velkomið heim. Það fór vel á því.
Halldór Laxness hefur vafalaust fundið þann yl fólksins, sem
fellur þeim i skaut, sem varpa ljóma á land sitt með afreks-
verkum sínum. Og hann hefur sjálfsagt gei't sér í hugarlund,
að þarna á hafnarbakkanum var ekki einlit, hjörð, „Þórsgötu-
þjóðin“, sem fagnaði honum, heldur íslendingar almennt sem
kunna að meta afreksverk hans á sviði bókmennta. Einmitt
þess vegna hljóta honum að verða minnisstæðar móttökurnar.
Þegar á allt þetta er litið, finnst mörgum undarlegt að lesa
í „Þjóðviljanum“ í niðurlagi greinar eftir Kristin E. Andrésson
um Laxness heimkominn, orðin: „í nafni þjóðarinnar býð eg
þig velkominn heim.“ Það er flestum hulin ráðgáta, hvaðan
Kristni E. Andréssyni kemur umboð til þess að bjóða einn eða
iieinn velkominn heim í nafni þjóðarinnar. Öll tökum við undir
bað af heilum hug, að Halldór Kilján Laxness sé velkominn
heim, en óneitanlega er það dálítið gikkslegt af Kr. E. A. að
taka þannig til orða.
Sóini sá, sem Halldóri Laxness hefur réttilega verið sýndur,
n vitánléga um leið sómi hinnar íslenzku þjóðarinnar. ísland
hefur frara til þessa skipað virðulegan sess meðal menningar-
þjÓSa^-héims sakir bólcmenntaafreka, og.Halldór Laxness hefur
rheð verkum sínum lagt stein í hina miklu bókmenntabyggingu,
sem- forféðurnir rpistu.:;Pyrir það ber honum þökk, og fyrir það
fögnum 'við þónþm og'oskum hjaftanlega til hamingju.
ial<
T-^að hefur að sjálfsögðu vakið athygli, að bátagjaldeyririnn
-*■ hefur verið hækkaður í verði, og menn hafa spurt, hvort
útvegsmenn sem það valda í landinu að þeir geti gert slíkt á eigin
, pítur. Þeir ættu að vita, eins og aðrir, að styrkjakerfið er allt
i athugun hjá hinu opinbera, og þess er að ákveða um framtíð
bátagjaJdeyris,; verðlag hans ög anjiað. í því efni eru þeir eins
og aðrir þegnar þjóðfélagsins skyldir til að lúta vilja meiri-
Mutans. Veiti hann, eða opinberir fulltrúar hans, þeim meiri
sjaldeyrisfríðindi, þá verður svo að vera, en ef ekki, þá verður
sð snúa aftm- með þessa breytingu. Á sitt eindæmi ættu útvegs-
menn ekki að gera þetta.
.;»« sr.
Rógurinn um Flugfélag
íslauds.
Svar frá framkvædarstjóra F.í.
Þann 31. október s.l. birtist í
dagblaðinu Vísi grein með fyr-
irsögninni: „Það átti að ganga
af Loítleiðum dauðum“. Grein
þessi, sem að aðalefni er ádeila
á skandinavíska flugfélagið
S.A.S., er þýdd úr Oslóarblaðinu
Morgenbladet.
Auk ádeilunnar á S.A.S. er i
grein þessari lævíslegur róg-
burður um Flugfélag íslands, en
þar er komizt svo að orði:
„Ástæða er til að ætla að hér
hefði ætlunin verið sú, ef til-
lagan hefði náð samþykki, að
ganga milli bols og höfuðs á
Loftleiðum með aðstoð hins ís-
lenzka flugfélags (F. í.), sem
er í nánu sambandi við SA.S.“
Ég vil hér með, fyrir hönd
.Flugfélags íslands, lýsa því yf-
ir, að hér er um algerlega til-
hæfulaus ósannindi að ræða,
og að engar viðræður hafa far-
ið fram milli F. í. og S.A.S. um
þau málefni, sem hér eru nefnd.
Róggrein þessi í hinu norska
blaði er annars svo furðuleg,
og um leið svívirðileg, að hjá
oss íslending'um hlýtur að
vakna sú spurning Irvort hér sé
að verki einhver sá erlendur
aðili er telji sig hafa hag af þvl
að rægja Flugfélag íslands.
Hver sá aðili sé, er að sjálf-
sögðu ekki hægt að fullyrða
með neinni vissu, en margir
telja að hér sé að verki hinn
auðugi norski skipaeigandi, sem
á undanförnum árum hefur.
verið að hreiðra um sig í ís-
lenzkum f'lugmálum. Væntan-
lega hefur hið norska blað að-
stöðu til að gefa upp heimildar-
mann sinn að umræddúm rógi,
og fæst þá úr því skorið, hver
hér er að verki, en áð sinni
verður ekki komizt hjá að á-
lykta að hér sé um norskan að-
ila að ræða.
Við íslendingar viljum góða
samvinnu við allar þjóðir og þá
ekki sízt nágranna okkar og
helztu viðskiptaþjóðir. Sam~
starf okkar við Norðmenn hefur
yfirleitt verið með ágætum og'
norska þjóðin c-r hér vinsæl
með afbrigðum. Það er því
áreiðanlega í óþökk hennar, að
þessari góðu vináttu verði spillt
með róggreinum í norskum blöð
um um íslenzk þjóðarfyrirtæki,
jafnvel - þótt slíkt þjónaði í
| augnablikinu tilgangi einhvers
einstaklings í Noregi. Vilji því
Morgenbladet í Osló vinna að
áframhaldandi góðri sambúð
Norðmanna og íslendinga, er
þess að vænta að það Ijái ekki
aftur dálka sína til slikra saur-
skrifa og það gerði þann 29.
október s.l.
Rvík, 5. nóvember 1955.
Örn Ó. Johnson,
framkv.stjóri
Flugfél. íslands h.f.
„Salka-Valka“,
sænska stórmyndin, sem
Arne Matsson stjórnaði, og
byggð er á sögu Laxness, verð-
ur sýnd í Nýjabíó í dag kl. 5.
Spegillinn,
nóvemberhefti, er kominn út
með mikinn fjölda skopmynda
og' greina að vanda.
Kafambíó
sýnir kvikmyndina „íþrótta-
kappinn“, sení er gerð í Banda-
ríkjunum. Aðalhlutverk leika
Tony Curtis og Lory Nelson.
Kvikmyndin er létt og hressi-
leg. Meðal smámynda er teikni-
myndasafn og skopmyndir. .
Veðrið í morgun.
Reykjavík, logn 4. Síðumúli
A 1, 1. StykkishóJmur A 1, 2.
Galtarviti ANA 1, 4. Blönduós
NA 1, 0. Sauðárkrókur SSV 2, 1.
Akureyri, logn, -j-1. Grímsey
SSA 2, 4. Grímsstáðir á fjöll-
ura A 1, 0. Raufai’höfn A 1, 5.
Fagridalur í Vopnafirði, logn, 3.
Dalátangi NA 3, 5. Horn í
Hornafirði A 4, 7. Vestm.eyjar
NA 1, 5. Þingvellir NNV 1, 1.
Keflavíkurflugvöllur NNV 2, 3.
— Veðurhorfur, Faxaflói: Norð-
austan gola; skýjað.
Eru allir hlutgengir í utan-
H^ífises »I4siss«si félagsfræHingnr
versltir semðirállsritari ú llonn.
í»að mun nú fullráðið, að
Hannes félagsfræðingur Jóns-
son verði skipaður sendifull-
trúi íslánds í Bonn.
Vísi þó-ttu tíðindi þessi með
slíkum ólíkindum, að hann ætl-
aði ekki að trúa þessu, en blað-
ið telur rig þó hafa gildan saiin-
anir fýrír því, að þettá sé fétt,-
Að því -ef íblaðið bezt •Véitj; er:
þegar búíð að taka á leigu íbúð
handa Ilannesi í Godesberg, og
mun hann innan skamms taka
við þessu nýja embætti sínu,.
Þá hefir Vísir frétt, að dr. Iíelgi
P. Briem, esndiherra íslands í
Bonn, hafi varað við þessú
háttalagi, en ekki verið sinht,
— Hannes skal til Bonn.
Eins og kunnugt er, héfir
Hárínes þessi Jónsspn .vgrið
riííákif fhdníáinElMk Éiámsokii-
arfiokksin.s og eins konar
„Kópavogsstjóri“ flokksins, en
getið sér þar misjafnan orðs-
tír.
Þeir, sem kunnugir eru í
stjórnarráðinu vita, að Hannes
skortir með öllu þá menntun
}og þá hæfileika, sein hið vandaV
jsama stlaijf. Jseijdiráðsfitára '. f
Bonn útheimtir, en Hannes
hyggst þó bæta úr þessu, því
aö Vísir hefir frétt, að hann
lesi kennslubók Jóns Ófeigs-
sonar kappsamlega til þess að
búa sig sem bezt undir starf-
ann.
Hjá því verður ekki komizt,
að víta þessa ráðabreytni, því
að vitað er, áð íslendingar eiga
mörgum afbragðsmönnum á að
j^kipa, vel lúenhtuðum inönn-
ittm, sem unnið hafa í ráðuneyt-
Mánudaginn 7. nóvember 1955
Það hefiir áður veriS gerl að
umtalscfni i dálki þessiim hversu
inerkileg tilraun er gerð raeð
sparifjársöfnun barna í barna-
skólum. Talið cr að s.l. ár hafi
náíega 13,500 börn tekið þátt í
sparifjársöfnuhinni í skólunúrn
og má það teljast mjög göður á-
rángur. Talið er að Um 70 krón-
ur liafi safnast á hvert barn og
er það ekki lítið fé samanlagt, sem
þannig er lajgt á vöxtu. Lands-
bankinn gefur liverju barni 10
krónur, sem leggjast inn á banka
eða sparisjóð til langs tíma, en
síðan kaupir barnið sparifjár-
merki’ iil þess að auka við spari-
, fjáreign sína.
Bezta leiðin.
Árangurinn, sem þégar er orð-
inn merkilega góður, verður von-
andi enn þá betri, þegar frá líð-
ur. Sá árangur verður mestur með
tiliti til þeirra góðu uppeldislegu
áhrifa, sem spárifjársöfnunin er
hverju barni og reyndar fulltíða
; fólki líka. Sjálfsagt má rekja
eyðslusemi íslendingá ýfirleitt
til þess, að lítið liefur verið gert
einmitt til þcss að gefa þeim kost
á þvi að spara. Margir hafa þurft
að spara, en sparnaðarlnigsjónin
á sér ótrúlega grunnar rætur hjá
' flestum ísiendingum, svo timi var
til kominn, að gert væri eitthvað
til þess að kenna fólki sparnað.
Þegar tímar líða.
Þegar timar líða verður sparii-
aður í skólum sjáli'sagður, og
hvert barn, sem vanisl hefur
honum, heyrt um hann talað frá
því það fór að skiljá tal manna,
, gerir ósjálfrátt ráð fyrir hoiuun
' sem sjálfsögðum lið í skólagöng-
uimi. Þessi iippeldislégu áhrif eru
.ónictanleg, og á það óefað eftir
að.sýna' sig betur, þegar frá líð-
ur. En það þárf lika fleira tii.
Almenningur liefur haft nokkura
ástæðu ti.l þess að vantreýsta því
að leggja. fé 'á vöxtu vcgna þess
hve gildi peninga liei'ur farið
minnlcandi seinustu áratugi. Það
ier fyrir öllu að trú manna á ís-
| lenzkn krónuna vakni á ný, en
til þess þarl' viturlegá fjármála-
stjórn.
Gengislækkun.
| Margir urðu forviða, þegar þeir
heyrðu um það, að gripið hefði
verið til þess ráðs á ný, að fella
gengi lcrónunnar með þvi að
hækka álagið á bátagjaldeyrinn.
Póíti flestum sem nóg befði ver-
ið aðgert í því, og álagið ii þær
vörur, sem aðeins fást innflutt-
ar orðið það liátt, að varla væri
von að þær teldust scljanlégar,
ef lengra væri gengið. Nú heyrir
maður, að þetta muni vera að
kenna nýrri stétt i okkar litla
þjóðfélagi, gjaldeyriseigendum.
Yæntanlega varla hönkunum, sem
j eru þeir einu aðilar, sem hal'a
eiga erlendan gjaldeyri, þar sem
' lög gera ráð fyrir, að aðrir megi
ekki eiga liann. Að öðru leyti er
þetta nýja heiti líka villandi, þar
sem varla getuj; npkkur stétt frek
áf, apmiyri 'taJiKt afla gjaldeyris,
því þá% ; gerá alíir landsménn
jafnt með vinnu sinni, af þeirri
einföldú ástæðu, að eirj stétt
stendur völtúm fótum, njóti lnm
ekki stuðnings annarra. — kr.
unum árum saman og er, þesS
vegna óhæfa að sniðganga þá
til þess að koma Hannesi Jóns-
syni að, hversu duglegur sem
hann kann að vera í augum
ráðamanna niðri í Sambands-
húsi.