Vísir - 10.11.1954, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 10. nóvember l95í
4
VlSIR
§m§
Ááalfundur Varðaríélagsins verður haldínn í Sjálístæíishúsinu í kvöId lO. {j.m.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnarinnar. 2. Lagðir fram reikningar félagsins. 3. Sfcjórnarkjör.
4. Rieða: Ölafur Thors Horsælisráðherra
'Stj<órnarsam#tarHð — Hrað hnfur genst'?
Mírað er framuntUtn? ■
STJÖRN VARÐAR.
„Sfáifur leið þú sfáifan þig<
Hvemig ú aS viöhntMin
bggg& í sveitwmt Sandsiwsm
Sjálfstæðismenn hélclu héraðsmót víða í sumar um laiul, og
m. a. í Húnavatnssýslum. Þar flutti sr. Sigurður Norland,
prestur í Hindisvík, ræðu þá, er hér fer á eftir.
Þegar menn heyra talað um
sjálfstæði, þá ér það önnur
hugsun, sem liggur ákaflega
'nærri, því hún er svo skyld, en
það er hugsjón frelsisins eða
þrá mannsins eftir frelsi. Sú
þrá er ein hin sterkásta þrá
mannsins og eigi aðeins manns-
ins heldur og líka skepnanna
svo sem allir vita.
Frelsið virðist vera ein hin
dýrmsetasta eign alls, sem lifir.
En það ér þó nokkuð misjafnt’
hvað menn gera miklar kröfur
til fi’elsisins eða eru viðkvæm-
ir fyrir skerðirigu þess. Fer það
fyrst o’g fremst eftir upplagi og
skapgerð hvers eins. Og það
er einmitt þetta, upplag og
skápgerð, sem skiptir mönnum
í stjórnmálaflokka það er að
segja í þeim löndum, þar sem
slík flokkaskipting er leyfileg,
svo sem hjá okkur, þótt hitt
geti borið við, að menn telji
sig einhverra hluta vegna til
annars flokks en þeir hafa eðli
til, og hlýtur það að vera vond
klípa.
Sjálfur leið þú sjálfan þig
er fomnorrænt spakmæli. Sú
hugsun, sem í því felst, er sagt
að hafi orðið orsök þess, að
okkar land byggðist. Þegar
þröngva átti einstaklingsfrelsi
marina í Noregi „þá bygðust
auðnir víða“, segir Egils sögu,
og þar á meðal ísland. Hugsjón
sjálfstæðisíns er orsök Islands
býggðar og sæmir því vel þessu
landi. Menn, sem höfðu þessa
hugsjón sterkasta í skapgerð
sinni, völdust úr í Noregi til að
fara hingað og svo sterk hefir
þrá etfir frelsi og sjálfstæði
verið í kynstofninum hér á
landi gegnum allar aldir und-
irokunar, að hann greip fyrsta
tækifærið til að stofna hér
sjálfstætt ríki á ný, og það
undir svo óvanalegum kring-
umstæðum, að við erum fá-
mennasta ríki heimsins, að frá-
teknum örfáum kotríkjum, sem
lítið eru meira en nafnið tómt.
En hvað er nú orðið úr hin-
um norræna bændalýð, sem
hingað fluttist á landnámstíð
og reisti sér byggðir og bú í
blómguðu dalanna skrauti, eins
og Jónas komst að orði? Á
mestu áþjánar öldinni var
bændalýðuirnn orðinn aðeins
rúmar 40 þúsundir, þegar leggja
átti landið í eyði og flytja íbú-
ana burtu. En hvernig standa
sakir nú í þessu efni á mestn
framfaratímanum? Bændalýð-
urinn frægi frá Noregi er nú
kominn niður í ca. 22 þúsund
manns, sé reiknað með 5 til 6
þús. jörðum í byggð og fjórum
í heimili að meðaltai, sem mun
láta nærri. Landið, sem í 1000
ár var næstum eingöngu byggt
bændalýð, sem líka reri til
fiskjar, þar sem þvj varð við
komið, telur nú allt í einu ca.
aðeins sjötta hluta íbúa sinna
til bændalýðs.
Samfara þessari miklu breyt-
ingu hefir önnur breyting, sem
ékki er betri, átt sér stað inn-
an bændastéttarinnar sjálfrar:
Bændur eru nú flestri einyrkj-
ar og búa við svo örðug kjör,
að þau þykja alls ekkr eftir-
sóknar verð yfirleitt. Nú er
ekki hægt að benda á bænda-
höfðingja með svipuðum kjör-
um og voru hér fram um síð-
ustu aldamót. Bændur og búa-
lið hefir yfirgefið sveitina mitt
í framförunum, af því að það
fann þar ekki lengur fullnæg-
ing óska sinna og þrár. En
sj álfstæðisþráin, ættararfurinn
forni, segir enn glöggt til sín.
Bændur gera verkfall og leggja
heldur í eyði heila sveit en búa
við þau kjör, sem þeim finnst
sér ekki samboðið. Og nú er
svo komið, að litið er til út-
kjálkanna, þótt þeir væru lengi
og séu víða enn settir á hak-
3nn. En það er bara nokkuð
seint, því hægra er að styðja
en reisa,
Nú er farið að tala um jafn-
vægi í byggð landsins, þegar
menn sjá alvöruna. Nú er far-
ið að byggja-nýbýli, sem aldrei
geta orðið annað en einyrkja-
kot, en eru þó þegar í byrjun
dýrari flestum höfuðbólum.
Hér er ekki farin þróunarleið-
in frá því smáa til hins stóra,
svo sem farið var, þá er lönd
voru numin í Vesturheimi svo
sem mörgum íslendingum er
kunnugt. Nýbýlin hér hafa
naumast við að tölunni því, sem
fer í eyði. Það er eins og að ausa
bát í ósjó, þar sem ef til vill
gefur meira á en ausið er, svo
allt ætlar að fara í kaf.
Góðir menn, sem sjá þenna
ófarnað, vilja hér rönd við
reisa. En ráðin eru misjöfn.
Bezt trúi eg Sjálfstæðisflokkn-
um til að leysa þenna vanda,
því eg hygg, að hann skilji
bezt þær sálrænu orsakir, sem
hér liggja á bak við. Ráðið er
ekki það t. d. í Aðalvík að
kaupa þar jarðir, ef til vill að
eigendum sárnauðugum, og
gefa þær nýbýlingum og hlaðá
;undir þá á annan hátt stórfé.
Heldur virðist ráðið það að tala
til sjálfbjargarviðleitni manns-
!ns sjálfs. Landinu verður
ekki haldið í byggð með flókn-
um lögum og reglum, heldur
með því að fækka lögum og
reglum, ekki með því að setja
hreppsnefndir og. búnaðarfé-
lagsstjórnir til höfuðs bændum,
heldur með því að gefa hverj-
um kost á að bjarga sér eins
og hann sjálfur álítur bezt.
Hér verður ekki farið áð eins
og í Sovét forðum, þegar' lands-
lýðurinn streymdi tii Moskva,
þá skipaði Stalin fólkinu bara
að vera kyrru í sveitinni og
það varð að hlýða. Eihhver
önnur ráð verður að hafa hér.
SVeitalífið verður í meðvitund
fólksins sjálfs að hafa eitthvað
verulega mikið fram yfir kaup-
staðalífiö til þess að flóttinn
verði stöðvaður, annars tekur
fólk ekld mark á orðúih þeirra
manna, sem sjalfir eru búsett-
ir í Reykjavík, en þykjast sí-
fellt bera hag sveitanna fyrir
brjósti. Öðru máli væri hér að
gegna, ef það t. d. væri flestu
öðru gróðavænlegra að vera
bóndi í sveit. En það er nú eitt-
hvað annað en að svo sé.
Skattalögin leyfa ekki bónd-
anum að vera nema kotbónda
eða í mesta lagi bjargálna. Það
sem annars gerði bóndann stór-
bónda eða að ríkum manni,
að kostnaði frádregnum, mun
að mestu leyti fara í opinber
gjöld. Hér er því ekki eftir
miklu að keppa. En ef um
virkilega gróðavon er að ræða,
þá er það alveg ótrúlega mikið,
sem menn vilja leggja á sig til
þess að ná í auðinn. Menn fara
út í auðnir og óbyggðir í gulls-
leit og duglegir menn ganga
þar flestra gæða á mis til þess
að geta orðið ríkir menn og
þar byggjast víða blómleg hér-
uð og jafnvel borgir, af því
menn fá að vera sjálfráðir og
sitja að eigin feng.
Hér eru að vísu ekki gull-
námur, en mikið er gumað áf
frjómagni móðurmoldarinnar
og það líklega með réttu.
Hvernig væri nú að láta bórid-
ann vera sjálfráðari og létta
af honum oki skattstigans, ef.
hann bæri gæfu til að komast í
álnir við það að afla þjóðinni
lífsnauðsynja fjarri memúngu
borganna, eða þá að gera hann
skattfrjálsan með öllu? Það
væri ekki meira en milljóna-
mæringar geta nú orðið skatt-
frjálsir með öllu, ef þeir leggja
allt sitt í sparisjóð. Bóndiim
hefir líka lagt kaupstöðum -til
allmikið fé, sem fólk hefir flutt
með- sér úr sveitinni og svo
æskulýðinn, sem ekki Verður
virtur til króna.
Þess eru nokkur dæmi bæði
fyrr og síðar, þá er þjóðhöfð-
ingjar hafa 'viljað láta fólk
setjast að á vissum stað eða
byggja þar borgir, að þá hafa
þeir heitið því fólki, sem þar
vildi setjast að, skattfrelsi um
svo og svo langan tímæ Raun-
in hefir orðið sú, að nú er hægt
að benda á borgir, sem þannig
hafa byggzt.
Nú er talað um það, að búin
'þurfi að stækka almennt, ekki
til þess, að bændur verði rík-
ari, heldur til þess, að þeir geti
selt framleiðslu sína ódýrar.
Þetta virðist vera í ætt við það
að skipa bændum á þann bekk,
sem þeir hafa lengi setið •• í
flestum löndum Evrópu nema
á íslandi, að vera nokkurskon-
ar þrælar himra stéttanna. En
á íslandi einu hefir bóndanafn-
ið j.afnan verið tignarheiti á
sinn máta eins og bændakirkj-
urnar hafa á íslandi einu hald-
izt sem slíkar, þó þeim sé nú!
því naiður að fækka. Þær minna.
enn, þar sem þær eru, á hof-
goðana, bændahöfðingjana og
tign þeirra. Þessi merking í
orðinu bóndi kemur skemmti-
lega í ljós í kveðskap Jóns bisk-
ups Arasonar, þar sem hann.
minnist á viðskipti þeirra Mar-
teins biskups, sem að áhti Jóns
var ekki annað en villutrúar:-
maður í trúarefnum, en þó
höfðingi á veraldar vísu. Jón
biskup er hér aðeiris stafkarl
gagnvart. höfðingjanum, bónd-
anum. Kennir hér og ef til vill.
glettni 'Jóns biskups.
Vísurnar eru þessar:
Bóndi nokkur bar sig að
biskupsstólnum stýra
þeim dýra,.
en honum f ór' illa það
öllu var honum betra á Stað
heima að hýra.
■ - . , ... - ,i
Stendur í móti stafkarl einn,
stirður í öllum hætti
og mættn
Sendi hann sína. sonu tvo
að sækja hann og fanga svo, 1
nema bóndinn bætti.
Signrgeir Sigurjónsion
hœstaréttarlögviathir.
Skrifstofutími 10—1S og 1—8
ABalstr. 8. Síml 1043 og 809»
HÚSMÆÐUR, hafiS þé.r reynt okkar ný-
brennda og nýmalaSa kaffi?
HundruS húsmæðra kaupa ávallt kaffið hjá
okkar vilja ekki annað.
Kaffið okkar þekkist á bragðinu.
Reynið einn pakka af Clausenskaffi nú
strax í dag.
Ilmandi kaffi allan daginn.
Einu sinni reynt — aldrei gleymt.
Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn.
Ctausensbúð
Laugavegi 19, sími 5899.
<i«?
óskast í bifreiðina R-1737 (Chevrolet), sem er til sýnis í
bifreiðaverkstæði Álialdahúss bæjarins, Skúlatúni 1, næstu
daga. — Tilboð óskast send til skrifstofu bæjárverkfræð-
ings, Ingólfsstræti 5', og verða þau opnuð þar n.k. föstudag
12. þ.m. kl. 10 f.h. að viðstöddum bjóðendum.