Vísir - 10.11.1954, Qupperneq 10
10
að öðlast hylli er frá liði, var hann nú áhrifalaus. En nú bar svo
við að Blackett lét sér um munn fara nokkur orð, sem hann
veitti sérstaka athygli, en þetta var um leið og hann afhenti
honum skýrslu frá umsjónarmanni jarðeigna hans i Gloucest-
ershire. -
-— Eg borðaði í gær í Lincolns Inn, lávarður minn, og þar
komst eg að því, að Otterbridge lávarður hefði verið tilnefndur
í Ráðið.
John lagði frá sér skrána með hinum flóknu reikningsskilum.
— Það er þá satt, sagði hann og gætti sín ekki.
— Lávarður minn?
— Allt í lagi. Eg trúi yður. Hann gleymdi skjölunum og
hugsaði sig um. — Sendið Ambrose til min. Þegar Ambrose
kom, sagði hann honum að biðja Otterbridge lávarð að veita sér
‘ móttöku.
Svarið var jákvætt og hann reið til Woolsack og þar tók á
móti honum hinn bugtandi Breti og hinn þöguli Michael. Þeir
gengu inn hinn langa gang og inn í stóra forsalinn. Otterbrdge
sat á sama stað og þegar John kom í fyrra skiptið, en nú hafði
hann bunka af skjölum fyrir framan sig á borðshorninu og var
maður í ljósrauðum búningi að lesa upp af þessum skjölum.
— Eftirstöðvar af kostnaðinum við Calais-herdeildina, tuttugu
og eitt þúsund pund að viðbættum sjötíu þúsund pundum ....
Michael hóstáði. Otterbridge drap högg á borðið og einka-
ritarinn hætti að iesa.
— Jarlinn af Bristol, einsamall, sagði Michael með sinni
tilbreytingarlausu rödd. Blindi maðurinn kinkaði kolli og gaf
einkaritaranum merki, en hann hneigði sig fyrir jarlinum og
lávarðurinn gekk út. ,
— Þér óskuðuð eftir að tala við mig, sagði Otterbridge. Þetta
Var staðhæfing, en ekki spuming.
— Já, lávarður minn, sagði John og honum leið óþægilega.
Otterbridge spennti greipar og leit á hann blindum augum.
— Er það gamalt eða nýtt málefni, sem þér viljið ræða við
mig? Spurði hann. Það var spumingarhreimur í röddinni.
— Það er nýtt mál, lávarður minn.
— Einmitt! Þér hafið ef tíl vill frétt um útnefningu mína í
Ráð Hennar Hátignar?
John gat aðeins tautað eitthvað um samfögnuð sinn og honum
leið eins og skóladreng, sem verið er að yfirheyra.
— Fáið yður sæti og segið mér erindi yðar, en verið stutt-
orður, eg hefi mikið að gera. Michael, gætið dyranna að utan-
verðu.
Otterbridge beið og John tók af sér húfuna og fingraði við
gimsteininn, sem hún var skreytt með. Hann óskaði þess nú
af öllu hjarta, að Roger væri kominn. Þögnin var honum óbæri-
legri en Otterbridge.
— Um þetta gamla mál er það að segja, sagði hann — að eg
er ennþá ákveðinn.
Otterbridge svaraði ekki, en hendur hans titruðu^kki lengur.
— Það em ekki aðrir en við þrír, sem vitum um þetta, og
því skal verða haldið leyndu. Eg lofaði yður því, og Roger hefh'
lofað mér því, að minnast ekki á það við nokkurn mann.
vlsm
Miðvikudaginn 10. nóvember 1054
Otterbridge strauk skegg sitt og brosti háðslega.
— Þér lofið mér mikilli leynd um það, sem aldrei skeði.
— Aldrei skeði! John var svo undrandi, að hann starði framan
í andlit blinda mannsins. Þá áttaði hann sig.
— Eg skil, lávarður minn.
Otterbridge hallaði sér aftur á bak í stólnum.
— Emð þér einn á ferð í dag? Nú var kuldinn horfinn úr
röddinni. Orðin voru hjartanleg. John var svo undrandi, að
hann missti húfuna.
— Já, lávarður minn, stamaði hann. — Roger er ekki lengur
í fylgd minni.
— Jæja, þið hafið þó vonandi ekki orðið missáttir?
—- Nei, nei. Hann þurfti að sinna sínum eigin málefnum.
— í Kent?
Herklpkkuhljómar hljómuðu í huga Johns. Hann hafði heyrt,
að þessi maður væri útsmoginn bragðarefur og gæti lokkað upp
úr mönnum leyndarmál með blíðum orðum. Hann mun leika
á mig, ef hann getur, hugsaði hann.
— Eg veit ekki, lávarður minn. Hann þurfti víst að heim-
sækja ....
— Æ, John, þér haldið áfram að vera óeinlægur við mig, en
eg skal ekki móðgast af því. Það er aðeins af áhuga á velferð
sonar míns gamla vinar, að eg spyr. Hann seildist eftir sætinda-
öskju úr gulli, opnaði hana og rétti John. — Eg skal segja yður
leyndarmál. Þjónninn setur þessar öskjur alltaf á sama stað
á borðinu, svo að eg veit upp á hár hvar þær eru. Þetta er
sykraður appelsínubörkur. Eg bbagðaði hann fyrst við hirð
Hinriks konungs og þótti hann góður. Viljið þér ekki bragða?
John tók eina sneið og þakkaði fyrir. Hinn blindi lávarður
tók aðra og stakk henni upp í sig og fór að tyggja hana. Tann-
garðurinn var skörðóttur, en tennurnar hvítburstaðar. Meðan
hann borðaði, sagði hann sögu frá liðnum tímum, og hann sagði
svo skemmtilega frá, að John hló, þótt honum væri ekki hlátur
í hug. Því næst lét Otterbridge aftur Öskjurnar og hélt áfram,
þar sem frá var horfið.
— Þér sögðust þurfa að ræða við mig um sérstakt málefni.
Það væi'i gaman, að fá að rabba við yður í góðu tómi, en eg
á annríkt. Viljið þér ekki segja mér, hvert erindið er?
John ætlaði fyrst að reyna að fara krókaleið að efninu, en
vafðist tunga um tönn og kom seinast bejnt að efninu.
— Eg þarf að eiga vin í Ráðinu.
— Jæja, þér eigið mig að þar.
— Mig langar til að vita, hvað Ráðið hefir í hyggju að gera
gagnvart mér ....
— Því er auðsvarað, það hefir ekki í hyggju að gera neitt
sem stendur. Við höfum önnur mál að afgreiða, sem meira
liggur á.
Hafið þið nokkrar ráðagerðir á prjónunum í sambandi
við hjónaband mitt?
Lávarðurinn brosti við lítið eitt. — Engar. Það ætti að létta
af yður áhyggjum, svo að þér gætuð lagt stund á að gera hosur
yðar grænar. fyirr ungfrú Önnu Hudson.
John varð undrandi og Ótterbridge hló, hlátri hins þaulvana
hirðmanns, stuttum og ekki of hjartanlegum. — Holben hefði
ekki þótt bráðónýtt að mála yður svona, gera málverk af jarl-
inum af Bristol með undrunarsvip. Eg sá yður aðeins með aug-
um hugans. En eg heyrði yður grípa andann á lofti og þá gerði
eg mér í hugarlund, hvernig þér munduð vera á svipinn. Vitið
þér ekki, kjáninn yðar, að allir Lúndúnabúar vita, að þér eruð
hrifinn af ungfrúnni? Maður í yðar stöðu getur ekki hreyft sig,
án þess að allir viti og tali um það. Þér ættuð að koma ofan
úr fílabeinsturni yðar og stíga til jarðar.
— Viljið þér, lávarður minn, vera mér hliðhollur í þessu
máli?
— Ætlið þér að kvænast henni?
Já, ef það er mögulegt og jafnvel líka þótt það sé ómögulegt.
í stað þess að svara, lagði Otterbridge frá sér sætindaöskj-
urnar og hringdi ofurlítilli silfurkrklukku, sem stóð við hlið
hans. Þegar í stað birtist Michael í dyrunum.
— Brgundarvín, sagði blindi maðuirinn. Hvorugur þeirra
sagði orð fyrri en bikararnir stóðu á borðinu fyrir framan þá.
Á kvöldvökunni.
Borgarstjóri í smábæ í Kan-
ada fór í sumarfrí, lokaði skrif-
stofunni og setti þessa auglýs-
ingu á dyrnar:
Þeir sem þufra að skrásetja.
fæðingar eða dauðsföll tali við
dr. Barr. — Þeir sem ætla að
skrásetja bifreiðar eða fá öku-
leyfi fái það gert í næsta bæ.
— Þeir sem ætla að gifta sig
taki sér dálítinn umhugsunar—
frest. — Verð kominn aftur eft~
ir 14 daga.
•
Fyrir nokkru var Breti einn.
á ferð í Skotlandi. Hann stöðv-
aði bifreið sína við benzínstöð
og bað þar um flösku af soðnu.
vatni.
— Hvert er svo ferðinni
heitið? spurði hinn skozki ben—
•zínsali vingjarnlega.
— Það er ætlunin að fara til
Loch Ness.
— Hm, já, sagði Skotinn. —
En þér sjáið aldrei skrímslið
ef þér hafið ekki annað eni
þetta í flöskunni.
•
Hundur hafði ráðizt á Grétu
Weiser og bitið hana. Vitanlega
heimtaði hún skaðabætur af
eigandanum og vinkona henn-
ar kom nokkru síðar til þess að
spyrja hvernig gengið hefði
málið. „Já, hugsaðu þér,“ sagði
Gréta. „Hann er svo sem á báð-
um buxunum, verjandinn.
Hann ætlar að taka sér fyrir:
hendur að sanna, að eg haff.
fyrst bitið hundinn.“
•
Frúin ekur bílnum og ekur
of hratt. Umferðarlögreglans
stöðvar hana og heimtar að fá
að sjá ökuskírteini hennar*
„Ökuskírteinið?“ segir hún.
„Hvernig á eg að vita hvar það
er. Þér eruð víst fróðari um
það en eg. Þér tókuð það sjálfur
af mér fyrir 2 mánuðum!“
•
Bóndi einn kom með konu
sína í hallargarðinn við Schön-
brunn og stóðu þau þar og
skoðuðu rándýrin . x búrunum.
Konan var svo heilluð af að
horfa á dýrin, að hún missti
alveg málið. Þegar hún loksi
var búin að jafna sig dálítið
sagði hún við bónda sinn:
„HeýrðU góði, hvað heldurðu
að tígrisdýrið myndi segja, ef
það gæti talað? „Bóndinn setti
upp merkilegheitasvip og
svaraði: „Mér þykir sennilegt,
að það myndi fyrst af öllu
segja ao það væri ekki tígris-
dýr, heldur hlébarði.“
€. & Butrcuqk*:
TARZAM
mntt
ropr.l»B1 K'lpsr RiceHurrourhí.lnf —Tm.lko* P.B.rM.O*.
Distr. by United Feature Syndicate, Inc.
En á meðan hljóp Lucía skelfingu
lostin í fang Holts.
grimmilega bardaga sem fram fór
á milli villidýrsins og þessa risavaxna
Tarzan barðist jafnvel af ennþá
meiri heift en villidýrið sjálft.
Um leið og villidýrið stökk á
Tarzan greip hann með heljartaki um
Jiqakka þess.