Vísir - 15.11.1954, Side 1

Vísir - 15.11.1954, Side 1
12 44. árg. Mánucs, i 15. hovember 1954 261. tbL, Þau tíðindi gerðust hér í bænum í fyrrinótt að maður gekk í svefni út um glugga á þriðju hæð og slasaðist nokkuð. Um fjögur leytið í fyrrinótt var lögreglunni lilkynnt að maður hafi dottið ú.t um glugga á húsi einu hér í bænum og meitt sig. Bæði lögregla og sjúkralið fóru á staðinn og var sá slas- aði fluttur á sjúkrahús. Hafði hann farið út um glugga á þriðju hæð hússins, og var þarna um 8 metra hátt fall að ræða. Maðurinn hlaut mikinn skurð á handlegg og blæddi mjög úr. Móðir mannsins skýrði lög- reglunni svo frá að hann ætti vanda til þess að ganga í svefni og myndi hann hafa gengið sofandi út um gluggnn. Innbrot. í nótt var innbrot framið í verzlun Hans Petersen í Banka- stræti og stolið þaðan þremur rifflum og tveimur skeiðar- hnífum. Árla dags í gær var lög- reglunni tilkynnt frá Langholts vegi að þaðan sæist til tveggja drengja, sem væru að reyna að komast inn um glugga á verzl- un Kron, sem er til húsa á Lang holtsvegi 24. Lög'reglari hand- samaði báða drengina, sem eru á aldrinum 9 og 11 ára og við yfirheyrzlu kom í ljós, að þeir höfðu brotizt þarna inn áður. Ölvun. TÖluverð brögð vpru að ölv- un í bænum og m. a. brutu ■ . v aðir menn rúður á uokkrum stöðum, ýmist ‘viijandi eoa ó- viljandí og þar á méðál bæði rúðu í veitingahúsi o:_ verzlun. í fyrrinótt gerði náungi sig sekan um það, að aka ölva’ður móti allri umferð um Lauga- veginn, imz hann lenti í á- rekstri og var þá tekinn fastur. Var maður þessi mjög drúkk- inn og olli talsverðum skemmd- um á farartækjunurn, er árekst- urinn varð. í fyrrinótt tók lögreglan mann, sem lá ofurölvi í dái fyrir framan dyr eins veitinga- hússins hér í bænum. Lögrégl- an fekk lækni til þess að at- huga manninn til frekara ör- yggis, en læknirinn taldi ekki annað að manninum en ölvun. létta öllu amstri af SlasaÖist á skíliem. í gær slasaðist maður, sem var á skíðum skammt frá Lög- bergi. Þetta var útlendingur, sem farið hafði í skíðaíerð lipp fyr- ir Lögberg, en hlaut siæm. byltu í námunda við Se.lfla!!. Mun maðurinn annað hvort hafa mjaðmarbrotnað eða farið úr liði á mjöðm og var Guð- mundur Jónasson bifreiðarstjóri fenginn til þess að sækja hann og flytja í sjúkrahús. IMaguib forseti Egypfa var hatidfekinn i gær. Verður leicldur fyrir rétt. Fær ekki eð fara í útlegð. Einkaskeyti frá AP. — Kairo í morgun. Tilkynnt Ihefir verið af hálfu Byltingarráðsins, að til þess komi ekki, að Naguib forseti fái að fara úr land; í útlegð. í opinberri tilkynningu er einnig gefið í skyn, að Naguib kunni að verða leiddur fyrir rétt. Fregnir í gær hermdu, að hann hefði verið settur í stofu- fangelsi, en í fréttatilkynning- um í morgun er talað um „handtöku" ‘hans, en Naguib hafi verið tekinn höndum eftir að Bræðralagsforsprakkar, sem nýlega voru handteknir, ját- uðu, að Bræðralagið hefði haft samstarf við Naguib. Við rétt- arhöldin . yfir tilræðismanni Nassers báru vitni það einnig, að Naguib hefði átt að ávarpa þjóðina og biðja hana að gæta stillingar, ef morðtilraunin við Nasser hefði heppnazt. Um handtöku Naguibs er nokkuð rætt í brezkum blöð- um, sem virðast hafa rennt grun í hvert krókurinn beygðist, eftir að sendiherra Egyptalands var kvaddur heim, en hann er bróðir Naguibs forseta. Margir Bræðralagsmenn hafa flúið frá Egyptalandi til Sýrlands og á- róður þeirra hefir spillt svo góðri sambúð Sýrlendinga og Egypta, að ríkisstjórn Sýrlands hefir beðið Bræðralagsmenn þar í landi að hatta öllum „árásum á Egyptaland“. Brezku blöðin ræða í sam- bandi við þessi mál, að reynsl- an af hemaðarlegum stjórnum sé ofast sú, að þær verði sjálf- um sér að falli. Maðurinn í myndinni heitir Laggeberger og er sænskur. Hann virðist hafa talsvert fé til umráða, því að hann langar til þess að kaupa hluta af hinni frægu Nýhöfn í Kaupmanna- höfn. Þar hyggst hann láta reisa stórt sænskt gistihús og gildaskála. Kaupverðið, ef um semst, mun vera um 5 millj. d. kr. De Gaulle „sérlepr sendi- fierra“ í Moskvu ? De Gaulle hershöfðingi kann að fara til Moskvu innan skamms sem sérlegur sendi- herra frönsku stjórnarinnar, til þess að ræða bætta sambúð þjóðanna í austri og vestri. Frá þessu er sagt í banda- ríska vikuritinu NewsweeE, sem telur að Mendes-France hafi þetta til „alvarlegrar at- hugunar". Vopnasmygli stjórnað í París. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Franska Iögreglan í Mar- okkó hefir haft hendur í hári vopnasmyglara, sem hafa um langt skeið smyglað miklu af vopnum og skot- færum til spellvirkja frá Spænska Marokkó. Hefir rannsókn málsins leitt í [jós, að smyglararnir hafa staðið í sambandi við menn í Frakklandi, sem Iiafa út- vegað þeim vopnin, og eru aðalstöðvaú samtakanna hér í París. Vilji eða viljaleysi ræður úrsíítum í baráttu við kommúnismann. A.fIíBirdífi-!SEBj©Il ræða <*ífifiiiifi»rs slí.ál®Is tÍBBiBnarssoBíar á Sffeiin«Iaflarfiiiidl í gær. Sjálfstæðishúsið var þéttsetið tilheyrendum, er Gunnar skálcf Gunnarsson flutti framsöguræðu sína á umræðufundi Heim-< dalíar, sem þar var haldinn í gær. Ræða Gunnars Gunnarssonar var afburða snjöll, leiftrandi af speki og skarplegum athugun- um, eins og vænta mátti af svo mikilhæfum manni. Þess er enginn kostur að gera ræðu Gunnars nokkur viðhlít- andi-skil í stuttri blaðafrásögn, en hér verður þó reynt að geta nokkurra atriða úr henni. Skáldið hóf ræðu sína með því að segja dæmisögu, er hann hefði lesið í svissnesku blaði, er byggðist á hinni ódauð legu sögu Grimms-bræðra um Rauðhettu. Nú væri mörgum líkt farið og Rauðhettu, sem full trúnaðartrausts hætti sér inn í myrkviðinn, þrátt fyrir aðvaranir og holl ráð, og vand- séð um afdrif þeirra. Ekki end- uðu öll ævintýri jafn vel og sagan um Rauðhettu og ömmu hennar, sem losnuðu úr kvið villidýrsins. Óvíst væri, hvort þeir losnuðu úr kviði hins póli- tíska villidýrs, sem þangað væru komnir. Vellíðan austan tjalds. Síðan brá skáldið upp snjallri mynd af sæluríkjunum ausfan tjalds, þessu Gósenlandi, þar sem stjórnarvöldin létu þegn- um sínum líða svo vel, að þau hefðu jafnvel iétt af þeim öllu amstri í sambandi við lands- stjórn og kosningar, t. d. hefðu A.-Þjóðverjar fyrir skemmstu kosið eftir hinum nýja sið og greitt Valdhöfunum atkvæði, og hlutu þeir hvorki meira né minna en 99.3% greiddra at- kvæða. Hins kann mörgum að þykja skrítið, að Austurríkis-- menn kunna ekki að meta þessa stjórnarháttu, því að í kosn- á hernámssvæði Rússa ekki nema 8.6% atkvæða, en annars staðar í landinu 5% atkvæða. Geta menn dregið sínar álykt- anir af því. Skáldið sagði, að vestræn menning ætti nú í vök að verj- ast. Kommúnistar og fylgifisk- ar þeirra leitast við að tor- tryggja samstarf frelsisunnandi þjóða. Atlantshafsbandalagið var rökrétt afleiðing af endur- vígbúnaði Rússa eftir styrjöld- ina. Kommúnistar ætla að ær- ast, ef þeim er ekki leyft að einoka vopnabúnað’ heimsins. Vilji eða viljaleysi. Nú er það vilji eða viljaleysi hins frjálsa heims, sem ræður úrslitum í baráttunni milli vest rænnar menningar og komm- únismans. Ræðumaður minntist þess, að þrátt fyrir ýmis víxlspor vestrænna þjóða, væri vestræn menning engin aukvisi. í þeim efnum eru við íslendingar einn ig ábyrgir. Hlutskipti okkar í sögu vorri hefur stundum ver- ið þungbært, en aldrei neitt í líkingu- við áþján þá, er ýmsar þjóðir eiga nú við að búa af völdum kommúnismans. Allt of margir hafa verið sviptir hin- um sjálfsögðustu mannréttind- um. Stundum væri sagt, sagði ræðumaður, að menntamenn og Eramhald á 7. síðu. Eldur kæfður með snjó. Husi bjargai á þann hátt frá efdsvoða. Frá fréttaritara Vísis. -— Akureyri í morgun. Fyrir nokkru kom upp eldur í einum bæjanna í Grímsey — bænum Miðgörðum. Hafði eldurinn kviknað út frá olíukyndingu, sem er í kjall ara hússins. Slökkvistarf var allmiklum vanda bundið þar á bænum, því ekkert vatn var þar tiltækilegt. Slökkvitæki eru heldur ekki önnur til, en tæki sem flug- völlurinn hefur nýlega fengið, én þenna dag var .stórhríð og niikill snjór kominn svo ekki var hægt um vik að koma tækj- unum. Var því gripið til þess ráðs að bera snjó á eldinn og unnu að því bæði heimamenn og aðrir sem komu á vettvang til hjálpar. Verulegar skemmdir urðu á kjallara hússins, en fyrir at- orku þeirra, sem unnu að slökkvistarfinu tókst að bjarga húsinu að öðru leyti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.