Vísir - 20.11.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1954, Blaðsíða 4
Tlsm Laugardaginn 20. nóvember 1954. irSsisg. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Rristján Jónsson. Skrifstoíur: Ingólfsstræti 3. Otgefandi: BLA©AÚTGArAN VlSIE H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Þing Alþýöusambandsins. Afimmtudaginn kom 24. þing Alþýðusambands íslands sam- an hér í Reykjavík og mun sitja á rökstólum fram yfir helgina. Eru þingfulltrúar milli 250 og 300, og hafa þeir í höndum umboð fyrir um 130 félög um land allt. Mun þetta vera fjölmennasta þing, sem Alþýðusambandið hefur efnt til, og tvímælalaust jafnframt eitt fjölmennasta ef ekki allra fjöl- mennasta þing, sem nokkur hagsmunahópur eða samtök hér á landi hafa efnt til fyrr og síðar. Að undanförnu hefur meira verið um þetta væntanlega þing skrifað en jafnan áður, því að nokkurra tíðinda hefur þótt þaðan að vænta. Áróður hefur verið mikill við kosningar til þingsins, ekki sizt af því, að kommúnistar hafa verið utangarðs um all-langt skeið, en gera sér vonir um að einhver breyting kunni á því að verða að þessu sinni, enda hefur þeim verið gefið nokkuð undir fótinn. Það er kunnara cn frá þurfi að segja, að nokkur hluti Al- þýðuflokksins hefur hug á að ganga til bandalags við komm- únista, og er fyrrverandi formaður flokksins, Hannibal Valdi- marsson, foringi þess arms. Vann hann dyggilega fyrir komm- únista að ýmsu leyti, meðan hann hafði völd og aðstöðu til innan Alþýðuflokksins, og hefur hug á að halda þeirri iðju áfram, þótt hann hafi nú ekki lengur sömu völd og áður, en viljinn dregur hálft hlass í þessu sem öðru. Ef Hannibal og fylgismenn hans — en hann mun ráða nokkru um afstöðu þingfulltrúa af Vestfjörðum — ganga til samvinnu við kommúnista, verður þar að eins um samvinnu að ræða að nafninu til. Kommúnistar munu raunverulega ráða öllu í Alþýðusambandinu, þótt svo eigi að heita, að hinir hafi þar hönd í bagga. Ef svo fer, að kommúnistar verða þar öllu ráðandi, geta menn gert sér í hugarlund, hverjar afleiðingarnar muni vérða. Vinnufriður mun vera ótryggur í landinu, gera má ráð fyrir tíðum verkföllum, sem sennilega hafa þá í för með sér einhverja hækkun á kaupgjaldi, og í kjölfarið mun fylgja verðhækkun á mörgum sviðum. Kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds mun þá hefjast á nýjan leik, en afleiðingum slíkrar þróunar ætti ekki að þurfa að lýsa fyrir almenningi. Eins og byltingin etur börnin sín, etur verðhækkunin jafn- óðum þann hagnað, sem menn hafa að því að fá laun sín hækk- uð að krónutölu. Og þar sem nú er talin talsverð verðbólgu- hætta yegna starfsemi varnarliðsins hér, er enn meiri ástæða til að fara varlega í kaupgjaldsmálum og launadeilum. Rétta leiðin er sú, sem ríkisstjórnin benti á í upphafi deilunnar fyrir tveim árum, og farin var um síðir, en hún miðaði að því að auka kaupmátt launa. Þá reyndu kommúnistar fram á síðustu stund að spilla sam- komulagi, og léið ekki á löngu, er friður hafði komizt á, er þeir kváðu upp úr með það, að samkomulagið hefði verið hin herfilegustu svik við verkalýðinn. Þó hefur svo farið, að til- | tölulega kyrrt hefur verið í atvinnulífi þjóðarinnar síðan og er vafalaust, að það má ekki sízt þakka þeirri lausn, er þá var fundin. Þótt ekki væri á fleira litið, — en af nógu er að taka, ef litið er yfir feril kommúnista fyrr og siðar — ætti verkalýð- urinn að varast að láta þá ná valdaafstöðu í þessum öflugu samtökurh. Vitanlega munu kommúnistar iáta það -í veðri vaka, að þeir hafi heill verkalýðsins í huga í öllum athöfnum sínum, en endanlegt markmið er þó aðeins eitt, að þjóna þeim erlendu öflum, sem þeir hafa unnið hollustueiða. Meðan hags- munir íslenzks verkalýðs og hinna erlendu húsbænda fara samafty-getur allt gengið vel,: en jafnskjótt og þeirra vegir liggja ekki saman lengur, hirðir kommúnístinn aðeins um það, sem er hinum erlendu yfirboðurum kærkomið. Þannig er þetta í öllum löndum, og þannig er það hér. Það væri fáum íslendingum til góðs, ef kommúnistar næðu völdum í Alþýðusambandi íslands, og gæti orðið örlagaríkara á margan hátt er flesta grunar. Kommúnistar og meðreiðar- sveinar þeirra tala mikið um nauðsynina á því, að verka- lýðurinn sé einhuga, en sú „eining“, sem kommúnistar hugsa sér getur orðið dýrkeypt, því að hún mun ekki verða notuð fyrst og fremst í þágu verkalýðsins sjálfs — henni verður aðeins beitt fyrir vagn ,(þjóðarinnar á Þórsgötu 1“, og getur þá hver sagt sér sjálfur, hverjir ávextirnir verða* ... Drengja blússur Drengja peysur með myndum Drengja skyrtur Drengja buxur Drengja húfur Drengja sokkar Drengja vettlingar Drengja náttföt Vandaðar vörur faliegt úrval .MEYSiR^ JQT.JF. Fatadeildin. |MVVUVVWVVMAAftVVVV^^A^IWJVWVWVUVWUVWVi%WU i H ú s ff ö gj n . . Barnakojur og barnarúm, margar tegundir fyrirliggjandi. Húsgugnaven&iun Gnöwnnndar Guðmundssonar Laugavegi 166. 'WWVWWWWWUVUWW^AWVftftWWWWAVVWWWtfSft VVlM/WWWWVWWW/WVWAAVVWWIMWVVWA/UW 'BtZTA HÚSHJÁLPIN HHtlNSAK OG FAGAK ALLT vuwvuvuvuwvvwvwwvuwwyvuwwuwwvtfuwwwvvvi * BEZT AD ALfíLYSA I VISI * Beztu úrin hjá Bartels Lækjartorgi. Simi «41». Eins og skýrt var frá i Berg- máli i gær varð niðurlag bréfs „Borgara" að bíða dagsins í dag vegna þess hve langt það var. Og ræðir „Borgari“ þar um blöðin og' blaðamenn. Það er á þessa leið: „Ekki batnar blöðum enn. Það er tóm endileysa, sem jafn- vel menntamenn láta sér um munn fara, lika í útvarpi, að ís- lenzkukunnáttu hafi ekki farið aftur, áalmannafæri, síðustu ára- tugina. Ástandið er nærri hörmu- I legt. Jafnvel stúdentar, embætt- ' is- og stöðumenn, virðast marg- ir næsta fákunnandi í íslenzku máli, ef dæma má eftir þvi, sem birtist frá þeim. Hvaða blöð nú á tímum þola samanburð við blöð fyrri tíma, síðari hluta liðinnar aldar og fram að þessu, i meðferð móðurmálsins, svo sem ísafold í höndum Björns Jónssonar, Þjóð- ólf frá byrjun, Fjallkonuna hjá Valdimar Ásmundssyni, Lögréttu hjá Þorsteini Gislasyni, eða blöð Jóns Ólafssonar og Ingólf hjá Benedikt Sveinssyni o. s. frv.2 Eru upp og niður. Sum eru að vísu óhæfari en önnur, og það svo, að ekki tjáir lengur að tina úr þeim dæmi, ekki sízt í þýðingu erlends máls, sem þó ekki getur afsakað bögu- bósaháttinn. Ekki einu sinni geta nú sumir „lærðir“ blaða- menn táknað réttu heiti hug- takið: fyrir norðan — og kalla það „niðra" (skrifa það svo)! — Og á dögunum sást i listdómi í blaði einu, að eigi var gerður greinarmunur á orðunum hng- fangið og hugleikið; mönnum getur verið eitthvað hugleikið og þeir geta líka verið liugfangn- ir af einhverju, en ekki öfugt. Einnig gat að líta svohljóðandi frétt: „24 ær flæða“(!). Hvað flæddi úr þeim? Er óþolandi. Og mætti svo lengi telja, sem ært gæti óstöðugan. En hve lengi á að þola svona gagngera fá- fræði, á þessari skólaöld, þar sem reyndar þykir nauðsynlegt að auglýsa eftir bréfberum með „gagnfræðaprófi", líklega til þess að tryggt sé, að þeir megni að lesa utanáskrift bréfanna? Væri betur, að barnaskólum sé að- fara fram i þessum efnum allra síðustu árin, eins og sumir vilja ætla? En það mun sýna sig, er til kemur. — Litli tíminn „Dag- legt mál“ í útvarpinu i vökulok er því miður ennþá hvorki fugl né fiskur. Betur má, ef duga sltal. Veðurstofan. Og að lokum er það Veðurstof- an. Sumir lesárar þar eru ekki sem bezt fallnir til þularstarfs,. og hefur víst áður verið fundið að því. Það ætti að vera kleift að- Þj:\lfa þá lítið eitt í þessu skyni, svo vandasamt er það ekki né heldur langur lestur (stúlkurn- ar eru þó alla jafna betri en pilt- arnir). Nóg um þetta að sinni“ Hármoníkan hljómar. 'Og svo ér hér stutt orðsend- ing frá Jóséf: „Harmoníkan hljómar“ heitir úlvarpsþáttur, sem Karl Jónatansson sér um. Harmoníkuspil er skemmtileg liljómlist, þegar vel er spilað, eins og Jóhannes Jóhannesson gerði á miðvikudagskvöldið 17. þ. m. Eg held að Jóhannes sé snillingur á þetta hljóðfæri, smekkvís og yfirlætislaus. Það er ekki ofmælt að minu viti að hann leiki „flottara" en nokkur annar landi hans á þetta hljóð- færi. Og hefur mér oft fundizt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.