Vísir - 23.11.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 23.11.1954, Blaðsíða 1
ti árg. Þriðjudaginn 23. nóvember 1954 268. tbl. Rauðliði enn í felum. Sakaður um að hvei|a til saurlifnaðar. Einkaskeyti frá AP. Rómaborg í gœr. Öflugur vörður er hafður í landamærastöðvum, höfnum og (flugvöllum, til þess að koma í veg fyrir, að kommúnistalög- fraeðingnum Sotgiu og konu hans lakist að flýja land. Þau eru sem fyrr liefur verið getið i fregnum flækt inn í liið nýja kynferðis-hneykslismál, sem komið er á dagskrá, og ekki er minna rætt nú en Wilmu Montesi-hneykslismálið. Lögð hefur verið fram formleg ákæra á hendur lögfræðingnum fyrir að hvetja lil saurlifnaðar og að leiða unglinga á glapstigu. — Kommúnistar hafa leyst Sotgiu ffrá flokksstörfum til þess að hann „geti verndað heiður sinn.“ Hannibal forseti ASÍ. Stórnarkosningu lauk í nótt á þingi Alþýðusambands ís- lands og var Hanibal Valdi- marsson kjörinn forseti sam- bandsins. Hlaut Hannibal 175 at- kvæði gegn 146 atkvæðum, er Jón Sigurðsson hlaut. Varaforseti var Eðvarð Sígurðsson kjörinn með 16661 atkvæði. Óskar Hallgrímsson hlaut 159. Ritari var kjörinn Magnús Bjarnason með 161 atkvæði. Magnús Ástmarsson hlaut 160 atkvæði. Hafa kommúnistar og hálf- feommúnistar því tekið hönd- um saman, eins og vænta mátti. Tvær flotaflugvélar brezkar eru týndar. Þær sáust seinast nálægt eynni Mön. f hvorri var einn maður. Skóslit fór mjög í vöxt í Londom fyrir nokkru — almennings- vagnar stöðvuðust nefnilega wn skeið, um Iíkt Ieyti og hafnar- verkfallið stóð yfir. Gerðu 12,000 ökumenn verkfall, og fjöldi manna varð að ganga frá og til vinnu. Þannig var umhorfs við Lundúna-ferú um þær mundir. Vélbátur sekkur Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Nýlega sökk vélbáturinn Gunnar Hámundarson á Hauga- nesi. Gerði mikið óveður þar fyrir nokkurum dögum og í því veðri sökk v.b. Gunnar Hámundar- son, en seinna rak hann upp í fjöru og var þá mikið brotinn. Eigandi bátsins Kjartan Valdimarsson, hefur ákveðið að kaupa eða láta smíða nýjan bát í stað þessa, sem eyðílagð- ist. M.-France vitl 4-vddafuitdL Tillagan er áaliaa varhngaverð. Einkaskeyti frá AP. New York í gær. Mendes-France flutti ræðu allsherjarþinginu í gær og lagði til, að í maí næstkomandi yrði kvödd saman Fjórveldaráðstefna, til þess að ræða Evrópumálin. Taldi hann ekki tímabært að koma saman til að ræða þessi mál fyrr, enda ætti þá fullgild- ing Parísarsamninganna að vera um'garð gengin fyrir nokk- uru. Hann hafði ekkert að athuga við það, sem Molotov hafði i hót- unum um, að löndin i austur- hluta álfunnar gerðu með sér hernaðarbandalag, ef Parísar- samningarnir væru staðfestir. — Hann kvaðst fagna því, ef það yrði á 'sama grundvelli og varn- a arbandlag vestrænu þjóðanna, og eftirlit jafnstrangt. Misjafnar undirtektir. Ræðan fær nokkuð misjafnar úndirtektir. Stjórnmálafréttarit- arar Daily Telegraph og Times telja óhyggilegt af honum, að til- taka tíma á þessu stigi, tíma, er fjórveldaráðstefna kæmi saman. Mancliester Guardian telur M.- Fr. hafa snúið á Molotov með ummælum sínum um hinar dul- búnu liótanir um varnarbanda- lag þjóðanna i austri. Nýja fhigvel FÍ tefst til jóla. Ekki er talið sennilegt, að hin nýja Skymaster-flugvél Ftagfélags íslands, komi hingað fyrr en laust fyrir jólin. Hefir orðið töf á komu flug- vélarinnar vegna anna á verk- stæði SAS á Kastrup-velli. en þar átti að taka vélina til eftir- lits og breytinga, eins og Vísir hefir áður greint frá. Ekkert hefir verið ákveðio um nafn flugvélarinnar. Síð- ast. er flugvél hjá F.í. var valið nafn, var sá háttur hafður á, að starfsmenn félagsins fengu lista með Faxa-nöfnum, en síðan greiddu menn atkvæði um þau, og fekk þá Snæfaxi flest atkvæði. Dé af meiðsluni DreuEurinn, sem Vísir skýrði frá í gær að hefði slasast á mót- um Vífilsstaða- og Reykjanes- brautar, lézt af meiðslum sínum í fyrrakvöld. Pilturimn, Björn Jóhann Karls- son, var sonur hjónanna Jón- bjargar Jónsdóttur og Karls Sölvasonar í Hafnarfirði, en þau voru nýflutt þangað frá Siglu- firði. 3 stúlkur slasast í árekstri. Alls urðu 3 bílslys í nóft. Umferðarslys varð í nótt við bifreiðastöð Hreyfils á mótum Hverfisgötu og Kalkofnsvegar, er þrjár stúlkur slösuðust í bif- reiðaárekstri. Slysið varð um liálfeitt í nótt, er vörubifreið og fólksbifreið skúllu saman þarna á gatnamót- unum með svo miklu afli, að fólksbifreiðin stórskemmdist og' þrjár stúlkur sem vortt farþeg- ar í henni, slösuðust. Ein þeirra mun þó hafa meiðst miklu mest, en hinar hlutu smávægilegar sk-rámur. Þær voru fluttar í Landsspítalann. Annað umferðarslys varð á Sundlaugaveginum í gær, er veg- farandi klemmdist milli tveggja bifreiða. Stóð önnur kyrr á göt- unni og stóð maðurinn hjá henni er hina bifreiðina bar að og var ekið svo nálægt manninum að hann klemmdist milli bifreið- anna. Hann var fluttur á Lands- spítalann til athugunar. Seinni hluta nætur, eða um 5 leytið í nótt var lögreglunni til- kynnt um þriðja slysið. en það hafði orðið í Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunni að Kletti við Kleppsveg. Atvikaðist það þann- igað maður sem var að vinna uppi á palli í verksmiðjunni varð fyrir rafmagnslosti og féll við það niður af pallinum. Mað- urinn meiddist eitthvað, en ekki vitað hve mikið og var hann fluttur í sjúkrabifreið á Lands- spítalann. BifreiS hvolfir. Snemma í gærmorgun, eða á attunda timanum, tilkynnti strætisvagnsstjórinn á Lögbergs- leiðinni lögreglunni frá því, að bifreið væri á hvolfi og illa far- in við veginn hjá Rauðavatni. Var þetta sendiferðabifreiðin R- 1984 og hafði hún skemmst all- mikið við veltuna. Skömmu eftir að lögreg'luni barst þessi tilkynning kom eig- Flogið tiS Gríms- eyjar. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Flugfélag fslands hefur í ^yggju að efna til tveggja flugferða til Grímseyja fyrir jólin. Verður ferðunum hagað eftir tíðarfari og öðrum aðstæðum, m. a. lendingarskilyrðum í Grímseyj arf lugvelli. Er gert ráð fyrir því að í fyrri ferðinni verði fólk sótt, sem komast. vill til megin- landsins fyrir jólin, bæði til innkaupa og annarra erinda, en í seinni ferðinni verði fólkið svo flutt heim til sín aftur. Veður er hið ákjósanlegasta þar nyrðra um þessar mundir og auð jörð. andi bifreiðarinnar að máli við lögregluna og kvað henni hafa verið stolið um nóttina. Hefur rann.sóknarlögreglan nú mál þeta til frekari meðferðar. Olvun urn helgina. ■Um síðustu helgi var töltiveríl ölvun hér i bænum og hafði lög- reglan ærið að starfa af þeim sökum. Um mikla atburði var þó ekki að ræða, en hins vegar smástymp ingar o. fl. Aðfaranótt sunnudagsins gerðu einhverjir náungar sér leik að því að ýta bíl, sem stóð á bíla- stæðinu á Hótel íslandsgrunn- imiin, á kjallaraglugga í verzl- unarhúsi Brynjólfs H. Bjarnasoii og buðu með þessu tiltæki sinu rúðu i glugganum. Um helgina tók lögreglan bíl- stjóra sem ölvaður var við stýr- ið og allmarga bilstjóra, sem hún stóð að því að aka of hratt eftir götum bæjarins. Bifhjóli stolið. í nót’t var bifhjólinu R-1150 stolið, þar sem það stóð við Eski- hlið 16 hér i bænum. Þeir sem kynnu að hafa orðið þessa farar- tækis varir i nótt eða í morgun eru beðnir að gera lögreglunni aðvart. Peron aðvarar klerkana. Einkaskeyti frá AP. Buenos Aires. Peron forseti hefur varað klerkastétt Argentínu við af- skiptum af stjórnmálum. Hafa leiðtogar rómversk-ka- þólsku kirkjunnar tekið þessari aðvörun fálega og krefjast þess, að Peron beri frarn rökstuddar ásakanir á liendur kirkjunnar mönnum, ef nokkrar séu. Tilefni aðvöruninnar er m. a. talið, að prcstur nokkur hafi blakað eitthvað við Peronstjórn- inni í stólræðu, en það leiddi til þess að kirkjugestir fóru i hár saman og komst allt i nppnám. Ekkert spyrst til skip- verjans af Seífossi. Engar spurnir hafa ennþá bor- izt af Flosa Einarssyni. skip- verjanum, sem hvarf af Selfossi í Gautaborg föstudaginn 12, þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsingum er Visir hefur fengið hjá Eimskipa- félaginu, er stöðugt haldið á- fram eftirgrenslunum um mann- inn. Það síðasta sem frézt hefur af honum, er það að talið er að hann hafi sézt í einu verzlunar- hverfi síðdegis umræddan föstu- rfag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.