Vísir - 23.11.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 23.11.1954, Blaðsíða 7
HÞíiðjudaginn 23. nóvember 1954 VlSIR • f Hann þagnaði, saup aftur á víninu og horfði á John yfir bik- arsbrúnina. Jarlinn hristi höfuðið. — Eg geri engar frekari ráðstafanir en eg hef þegar gert gagnvart Ráðinu. Eg hef sagt því, að hann væri í Kent án míns leyfis. Eg kæri hann ekki. — Eg þóttist vita það, sagði Francis og setti frá sér bikarinn. — En eg er ekki viss um, að hann hafi verið öruggur. Samsæris- ráðabrugg gerir menn taugaæsta. Samt er honum fullkomin alvara með það, sem hann segir. Honum var ljóst. að eg hafði samúð með þeim og því, sem þeir voru að ráðgera, en í sann- leika sagt hef eg aldrei vitað samsæri eins illa imdirbúið og' þetta. — Þú segir það, sagði John. — En á hvern hátt hefur þeim mistekizt? — Það sér hver heilvita maður. Ráðið hefur þá þegar grun- aða og það er njósnað um sendiboða Wyatts, að eg ekki segi meira. Eða hvers vegna hefði annars verið ráðizt á mig á Rochest- erveginum í morgun og skotið á mig. — Ertu viss um, að það hafi ekki verið stigamenn? — Hlustaðu á mig til enda. Þetta var í dögun og eg var þreytt- ur. Eg.var svo heimskur, að eg áleit, að af því eg var ekki á alfaraleið og mér hafði gengið auðveldlega að komast inn í Kent, gengi mér álíka auðveldlega að komast burt þaðan sömu , leið. Þá heyrði eg allt í einu skothvell úr runna, reykur stígur upp og hesturinn fellur dauður undir mér. Þegar eg hrökk af hestinum, reið af annað skot og kúlan hæfði mig í handlegginn, en þó ekk alvarlega. Hesturinn lá á fætinum á mér og sverðið var undir mér. Eg var að brjóta heilann um. hvort eg væri mjaðmarbrotinn eða ekki, en þá heyrði eg þrusk í runnanum, svo að eg beit. á jaxlinn og lézt vera dauður. Tveir þeirra komu til mín og lutu yfir mig. Eg lézt vera steindauður og átti von á á hverir stundu að fá hnífsstungu svona til frekara öryggis um að eg væri dauður, en þeir voru ekki eins blóðþyrstir og eg hafði álitið. Þriðji maðurinn stóð á bak við þá og hann var for- ingi þeirra og sagði með rödd, sem eg hef áreiðanlega heyrt áður: „Þið megið hirða verðmætin, en ef þið finnið eitthvað skrifað á honum, þá fáið mér það.“ Hann var eins rólegur og hann hefði verið að skipa veiðimönnum að aflífa veiðidýr. Annar maðurinn þreif af mér húfuna til að hirða úr henni gim- steininn, en hinn velti mér við til að geta leitáð í vösum mín- um. Eg átti von á dauða mínum og tókst að ná taki á rýtingn- um mínum og ætlaði að minnsta kosti að taka einn með mér inn í eilífðina, en þá heyrði eg allt í einu hróp og í sama bili hlupu þeir burtu og inn í runnann aftur. Rétt á eftir komu varn- ingsmerin, sem af tilviljun höfðu átt leið um veginn, allra þægi- iegustu náungar, og þeir losuðu mig undan hestinum. Varn- ingsmennirnir höfðu ekki hugrekki til að elta þrjótana, fyrri en eg sýndi þeim tvær byssur, sem þorpararnir höfðu skilið eftir í flýtinum, þegar þeir flýðu. Því næst fórum við inn i runnann og sáum hvar þeir höfðu bundið hesta sína, en þeir voru allir á bak og burt. En samt sem áður fundu varningsmennimir mín- ir þetta....... Beztu úrin hjá Bartels Lækjatíorgi. Sími 6419. Drene Shempoo veitir hárinu hina eBliðegu fegurð/# — seg'ir kvikmyndastjarnan KAY KENDALL Kvikmyndastjörnur verða að hafa fallegt gljáandi hár. Þess vegna er það, að svo margar leikkonur nota Drene Shampoo, sem veitir hári þeirra sína eðlilegu fegurð. Einnig þér munuð uppgötva að Drenc gerir hár yðar silkimjúkt og gljáandi. Með því að nota Drene, verður hár yðar fjm TONIC-ACTI meðfærilegra og' það veitir því angandi ilman. T ONIC-ACTI rene * HEDLIY QUALITY PRODl Dt er komin stór ný DAUMABÖK, sem Guðm. Jón Jónsson hefur tekiS saman. Efni bókarinnar er skipt í þrjá kafla: Draumalífíð almennt, Merki- legir draumar og loks eru 400 draumaráðningar. Kenmr margra grasa í þessari skemmtilegu bók og munu flestir geta fengið þar ráSningar á draumum Bókin kostar kr. 22.50. Aðalútsala hjá: sinum. A kvoldvbkunnl. Hún var smástjarna í Holly-. wood, ung og ljóshærð og bjóst við að hún gæti átt góða fram- íð. En nú ætlaði hún að skilja við fyrsta manninn sinn og þurfti því að tala við lögfræð- ing. Það fyrsta sem hún spurði um hikandi, var þetta: „Hvað haldið þér að þér takið mikið fyrir að færa málið fyrir mig?‘* „Kæra frú,“ sagði hinn snjalli lagamaður, „ef þér gerið vií“ mig samning um að eg skuli færa öll skilnaðarmál yðar næstu 10 árin, þá skal þettst mál verða mjög ódýrt.“ • Kona í Los Angeles heimtaði skilnað frá manni sínum sök» um „andlegrar grimmdar“hans.. Hann hafði þann sið að nota falskar tennur, sem hún átti. til þess að bíta oddinn af vindl- um sínum. En konan reykti ekki sjálf og þótti óþolandi tó- kakslyktin af tönnunum. —■ Hún fekk skilnað. Oóýrí — Odýrí Crepe nylon sokkar do. herra — Sængurveradamask Dakrongabardine Púður frá 2,00 Varalitur frá 8,00 V örumarkaðurinn Hverfisgötu 74. BEZT AÐAUGLYSAIVISI «.í. LEIFTU/S SKIPAUTGCRB RIKfiSiNS /pEsja" vestur um Iand í hringfei# hinn 26. þ.m. Tekið á mót§ flutningi til áætlunarhafns* vestan Akureyrar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudaginn. „Skaftfellingur" fer til Vestmannaeyja í kvöld, Vörumóttaka í dag. C. d. Stíwcugks WWEN TARZAW ACCEPTED LAZAR'S CHALLEW6E TO A DÚEL/THEV MET A FElN HOURS LATER AT THE PESI6NATEP 5POT. -aaxr- THE FÁTMAN \ \ ©RINNEP."/^ &LA.P 70 SEE YOU UAVE 5PQRT/M6 3LOOP, SENOP'" Tarzan hafði tekið hólmgöngu- áskorun Lazars og ,þeir hittust nokkrum stundum síðar á hinum ákveðna stað. Feiti maðurinn sagði glottandi; „Mér þykir ánaegjulegt að vita að þú ert slíkur sportmaður. THEN LAZAR SCOWLEP.'WeEE ARE MYTERMS. YOU'EEA SAVA6E,SO YOU'LL F/&HT W/TH PEIMITIVE JA/EAFÐNS-A BOW ANP AFROW. I W/LL USEA GUN! AGREEP?" Ccpr 1951. Eds»rIUceBurroui;li5,ínc.—Tm.Hí(t.tT8. Píl.Ofl. Distr. by United Feature Syndicnte, Inc. mm Síðan sagði hann hranalega: j,Hér koma mínir skilmálar.“ „Þú ert viilimaður og vilt þess vegna berjast með frumstæðum vopnumh, svo sem boga og örvum^ en eg — eg. ætla að nota byssug Samþykkt?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.