Vísir


Vísir - 24.11.1954, Qupperneq 10

Vísir - 24.11.1954, Qupperneq 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 24. nóvember 1954? Hann dró fram úr erminni ofurlítið klæðisplagg. — Þetta hefur sýnilega verið fest við söðulboga, en hefur dottið af í flýtinum, þegar þeir flýðu. — Þetta er mjög þýð- ingarmikið plagg, lávarður minn. John tók utan af klæðinu og skoðaði það. Það var rauður Jakki úr góðu efni, sýnilega af þjóni hjá háttsettum aðalsmanni. A öxlinni var merki Courtenays. Courtenay! Þetta hefði honum sízt af öllu dottið í hug vegna síðasta samtals hans og Rogers, þegar Roger hafði játað, að •Courtenay væri sá maðurinn, sem mest mundi hagnast á sam- særi Wyatts, ef það heppnaðist og'var, að því er hann áleit, að- almaðurinn bak við samsærið. Hvað gat Courtenay gengið til að ráðast á sendiboða hans eigin flokks? Hann hlustaði varla á það, sem eftir var af sögu Francis. — Því næst keypti eg hest af varningsmönnunum, aflóga dróg, sém dugði mér þó til að komast til Gillingham Reach, þar . sem gamall vinur minn, Edmund Drake, býr. Eg dvaldist hjá honum, þangað til eg gat gengið, því að eg fann mjög mikið til í síðunni. Hann spurði mig einskis. Því næst .sendi hann yngsta son sinn, Francis Drake, til Rochester, til að kaupa mér þennan klæðnað, sem eg er í. Síðan gekk eg til Lundúna og teymdi drógina undir reiðingi, svo að ferðalag xnitt væri nú sem bezt undirbúið. Hér eru peningarnir, sem þú •fekkst mér handa Roger, því að hann vildi ekki taka við þeim. Það vantar aðeins það, sem fór upp í kostnað vegna árásarinn- •ar, sem eg varð fyrir. Francis var ljóst, að þær fréttir, sem hann hafði komið með, Jiöfðu fengið mjög á lávarðinn. Hann hélt því áfram að borða, en John fór að rifja upp kynni sín af skapgerð frænda síns. Særð hégómagirni og hefnigirni voru aðalþættirnir í skapgerð hans. Ef Courtenay hefði getað náð í leynibréf, sem farið hefði milli Rogérs og Johns, sem komið hefði upp um eitthvert hneyksi, hefði hann óðar lagt það fyrir Ráðið, og John hefði ‘þegar í stað verið settur aftur í kastalann. Ætlaði Courtenay síðan að koma upp um flokksmenn sína? John efaðist um það. Roger var meðal flokksmanna Courtenay sjálfs. Ef hann segði þeim fyrirætlanir Courtenays, myndu þeir þegar í stað koma Tiipp um hann. Francis hafði nú tæmt bikarinn sinn og var þreytulegur á svipinn. — Kallið á herra William, sagði John. — Segið honum að Ikoma með heitt vatn og yfirleitt allt, sem Francis vantar. Farðu að hátta, Francis, því að á morgun er brúðkaupsdagur Anthony’s og þú verður að heiðra hann með návist þinni og Roma þar fram með þínum alkunna glæsibrag. — En hvað um Courtenay? spurði Anthony. — Eg skal reyna að sjá um Courtenay lávarð. Hjónavígsla Anthony’s og Margaretar fór fram í kirkju St. Mary-le-Bow. Og þó að varðmenn lávarðarins af Bristol reyndu að halda óboðnum gestum í fjarlægð, var fjöldi slíkra náunga bæði í kirkjunni og þá ekki síður þar, sem von var á öli og kræsingum; sem var útbýtt til allra, sem báru síg éftir þaí. Allt lið Johns var viðstatt veizluhöldin að undanteknum Am- brose, sem hafði verið sendur til spænska sendiherranns með skilaboð þess efnis, að lávarðurinn frá Bristol hefði nú fundið ástæðu til þess að heyja einvígi við Courtenay og minnti hann á að standa við það, sem hann hafði lofað. Það var rigning þegar þau vöknuðu, en gestirnir,, sem voru að fara, voru vel út búnir. Curtis óðalsbóndi og kona hans ætluðu til Lincöln, en Sir Hilary og Anna, ásamt Antony og Margaret ætluðu til Glouchesetershire, hin síðarnefndu tvö til þess að koma sér þar fyrir, en síðan ætluðu þau að hverfa aftur í þjónustu lávarðarins. John hafði hvatt Francis til að fara með þeim og skoða landið, sem John hafði gefið honum, en Francis hafði neitað því og sagðist vilja venja sig smám saman við það að vera efnamaður. — Skapið fór eftir veðráttunni og fátt var sagt. John lyfti Önnu í söðulinn og lézt vera að laga gjörðina. — Eg reyni að brjóta múrana, sem milli okkar standa, sagði hann, þegar hann hafði gengið úr skugga um, að enginn heyrði til hans nema Anna. — Þetta getur orðið langur aðskilnaður og verið getur, að eg þurfi til útlanda, áður en eg get komið til þín aftur, en aftur kem eg, svo framarlega sem eg get dregið andann. — Þú veizt, að eg bíð. Hann tók hönd hennar og kyssti hana. — Farðu varlega! Vertu varkár, hvíslaði hún. Því næst reið hún á brott. Hún sat álút í söðlinum og leit ékki um öxl. Hófa- dynurinn glumdi í eyrum Johns. John kallaði Abrose til sín aftur. ’ ■ — Courtenay lávarður hefir sótt knæpur undanfarið. Farðu og útvegaðu vitneskju um það, hvar hann er. Þegar Ambrose var farinn, tók John til við búreikninga sína ásamt herra Blackett. Því næst fór hann til herbergis síns og klæddi sig í sömu gráu fötin, sem hann hafði verið í, þegar hann hafði farið að heimsækja Önnu í fyrsta sinn. Hann skipaði herra William að sækja fjárhirzlu sína og því næst fyllti hann pyngju sína af gullpeningum. Því næst girti hann sig sínu þyngsta sverði og tók sér rýting í hörid. í sama bili kom Francis inn og kinkaði kolli samþykkjandi. — Þung og skrautlaus vopn eru bezt til alvarlegra verka. Eg þykist vita, að við eigum að heimsækja frænda þinn, Cour- tenay. -— Já, en það er engin ástæða til, að þú sért viðstaddur. — Kæri lávarður minn! Verið ekki alltaf að tilkynna mér, hvað eg eigi að gera og hvað eg eigi ekki að gera. Á eg að fara á mis við að horfa á fyrstu reynslu yðar í þessum efnum, og þér sem eruð að sumu lejdi nemandi minn í þessari grein. Raunar ætti eg .að vinna þetta verk fyrir þig! Það er dálítið, sem eg þarf að gera upp við frænda þinn. — Þú veizt, að einungis aðalsmaður má heyja einvígi við aðalsmann. -— Satt er það, en það getur skeð, að fleiri fái að taka þátt í bardaganum, og þá gæti svo farið. að sverð mi.tt slæmdist í ógáti í áttina til lávarðarins. Jæja, hvíldu þig nú og drekktu ofurlítið af víni, en ekki of mikið, því að það er betra að koll- urinn sé í lagi við framkvæmdir af þessai tegund. Þeir röbbuðu um hitt og þetta um stund og regnið buldi á rúðunum. — Ambrose ætti nú að fara að koma, sagði Francis að lok- um. — Það er að segja, ef Courtenay lávarður hefir farið á knæpu í svona vondu veðri. Mætti eg spyrja, lávarður minn, hvað þú hefir hugsað þér að taka til bragðs, eftir að þú ert búinn að heyja einvígi við hann? — Það er allt undirbúið. Eg fer til Spánar. -— Það er land, sem mig 'hefir lengi langað til að kynnast, en loftslagið þar mun ékki vera hollt fyrir mig, að því er mér , býður í grun. — Þú getur alls ekki farið með mér til Spánar. í ríki Spánar- konungs verðurðu óðara hengdur fyrir sjórán. Á kvíijldvokuiiiii. Sú saga er sögð í Berlín, að lítill drengur hafi verið á gangi með föður sínum í Stalínsgötu í Austur-Berlín og drundi þá þruma mikil álengdar. „Æ, pabbi, hvað er þetta?“ sagði drengurinn skelkaður. „Hafðu enger áhyggjur af því,“ sagði faðirinn. „Það heyr- ast alltaf svona drunur þegar einhver lýgur.“ Skömmu síðar heyrðust drunur af nýju. „Nú hefir einhver aftur verið að ljúga,“ sagði drengurinn. „Já, vitanlega,“ sagði faðir- inn. — Þá heyrðust viðstöðu- lausar drunur góða stund. „Æ, pabbi, voða eru þetta miklar drunur,“ sagði drengur- inn. „Já, sagði faðirinn. „Hann Ulbricht er líklega að halda ræðu, drengur minn.“ „Hvernig ætlar þú að vera og hvað ætlar þú að gera,“ sagði móðurbróðir Siggu stór- ráðu, þegar þú ert orðin eins stór og hún mamma þín?“ Sigga stórráða er aðeins átta ára og svarar: „Eg ætla fyrst og fremst að hætta að reykja.“ Barraba§..„ Frh. af 9. síðu. afstaða Barrabasar til K ists sú sama og Lagerkvists sjálfs. Hann er kristinn trúleysingi eða trúleysingi, sem langar að trúa á Krist. Flestallar bækur hans sanna þetta. Stíllinn á sögunni um Barrabas er ekki listrænn, hnökróttur og jafn- vel staglsamur á köflum. Bygging skáldverksins er einn- ig gölluð, eins og fyrr var bent á. Samt er þetta áhrifamikii saga, þrungin inriri spennu, sem aldrei slaknar á, meistaraleg túlkun á áttavilltri smásál, sem fáheyrð reynsla lyftir að lok- um upp í hæðir harmrænnar tignar. Hallgrímur LúSvígsson lögg. skjalaþýðandi og dóm- túlkur í ensku og þýzku. — Hafnarstræti 19 kl., 10—12, sími 7266 og kl. 2—4 í síma 60164. SOON THE TIMEKEEPER'S VOICE &OOMED OUT.'ONE!" TARZAN TOOKHI5 STATION CONFIDENTLY-HIS SKILL AS AN ARCHER. A1ATCHEP AGAIN5T LAZAR’S AOíLITY , . WITH A REVOLVER. íf Copr Ií5l,Edg«rRlcíBurrouEhs.Inc.-*Tm Rcg.U S.Ptt Ofl Distr by United Fcature Syndicate, Inc. - JAUIAM eum 'WHEtV MYA!DE COUNTS 'ONE'WE 60 TO OUR POSmONS—'TWO' t WE SEIZE OUR WEAPONS- 'THREE'WEFIRE!" , PACES.OURWEA- PONS ON THE &ROUNP" EKPLAINE9 LAZAR. THEN HE POINTED TO ONE OF HIS MEN. Síðan hélt Lazar áfram: „Fjar- lægðin milli okkar verða þrjátíu .ekref. Vopn skulu liggja á jörðunni." Því næst snéri hann sér að einum jnanna sinna og sagði: „Þegar aðstoðarmaður minn segir einn, þá förum við á okkar ákveðna stað, tveir, seilumst við eftir vopn- unum, þrír, skjótum við!“ Brátt kvað við há og hvell rödd tímavarðarins. „Einn“ og Tarzan tók sér öruggur stöðu. Á meðan starfaði hinn skarpi heili hans hratt við að vega og meta skot- hæfileika Lazars,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.