Vísir - 24.11.1954, Blaðsíða 12
r
VtSIK er ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
breyttasta. — Hringið í síma 1660 og
gerist áskrifendur.
Miðvikudaginn 24. nóvember 1954
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
Fjögur falleg verk komin
út á vegum Lithoprents.
Þar á meéa! erti „Gömtil bíö57/ eftlr Kjarval
og „Bsland farsæfda Frón" .
Lithoprent heíur sent frá sér 1
fjðgur verk, sem fyrirtæki hefur
að fullu gengið frá, og eru til-
valin til gjafa.
Hefur fyrirtækið fengið nýja
vél, sem notuð hefur vérið við
prentun á bókum þessum, og
kemur það greinilega í ijós af
prentuninni, að þetta er undra-
tæki hið mesta, því að svo falleg-
ar eru bækurnar og vel gerðar.
Ekki er þó rétt að tala um bók
í einu tilfellinu, því að þar eru
um möppu með gömlum lista-
verkum eftir Kjarval að ræða —
„Gömul blöð“ eftir hann. þessi
„gömlu blöð“ eftir hinn viður-
kennda snilling, eru 16 manna-
myndir, sem listamaðurinn hef-
ur sjálfur valið. Myndirnar eru
Ijösprentaðar í þrem mismun-
andi litbrigðum, eftir því sem
bezt þótti fara við fyrirmyndirn-
ar, og eru myndirnar prentaðar
á vandaðan, þykkan pappír, en
lisgja- lausar í fallegri og vand-
aðri möppu. Af safui þessu eru
aðeins gefin út 750 eintök, töiu-
sett og árituð af listamanninum,
sjálfum, sem gerir verk þetta
hvort tveggja í senn, persónu-
legra og eftirsókriarverðara
Hin gullfallega og vandaða
bók „ísland farsælda frón‘f íneð
Jjósmyndum af landi og þjóð eft-
ír Hjábnar R. Bárðarson er nú
komin út í annarri útgáfu, en
fyrsta útgáfa gekk með öilu fil
þurrðar snemma á þessu ári, svo
eftirsótt var bókin. Nú er bókin
í vönduðu og smekklegu bandi,
með fallegi'i hlífðarkápu og er ó-
dýrari í bóka'búðum en hún var
i fyiTa. Óhætt mun að fullyrða að
þetta sé ein bin aílra fegursta
jólagjöf ó bókamarkáðinum, sem
vq! er á, og er hún alveg sér-
staklega hentug til gjafa út úr
Jandinu, þar sem allir mynda-
og skýringatextar eru á G tungu-
málum. þessi önnur útgáfa af
„ísland farsælda frón“ er aðeins
prentuð í takmörkuðu upplagi.
Sagan af Dimmalimm.
Hin yndislega barnabók Muggs
-— Guðmundar Tborsteinssonar
— sem undanfarin ár hefur ver-
ið áfáanleg, er nú loksins komin
aftur á markaðinn — í fyrsta
sinni prentuð á Islandi — í ijós-
prentun frá Litboprenti. Ekki
mun leika tíbkkur efi á því að
Dimiriálimm verður kærkomin
jólabók yngstu kynslóðarinnar,,
ekki livað sízt þar sem þjóðleik-
búsið ætlar að sýna „ballet“ við
ævintýrið um Dimmalimm núna
um jólin.
Loks er „Töfratréð", lítil barna
toók, sem kóstar 10 kr. í bóka-
búðum, prentuð í 4 litum með
léttum lesmálstetxa í bundnu
máli. Ætti þessi litla bók að geta
aflað sér almennra vinsældir
barnanna.
Sjórekið lík finnst
á Akureyri.
Akureyri í morgun.
Sjórekið lík fannst á Odd-
eyrartanga í gær og hefur það
reynzt vera af Jóhannesi Sig-
urðssyni frá Húsavík, en hann
hvarf á Akureyri 17. júni í
sumar.
Menn sem voru að vinnu
fremst á Oddeyrartanganum í
gær urðu liksins varir og gerðu
lögreglunni strax aðvart.
Reyndist líkið, eins og áður
getur, vera af Jóhannesi Sig-
urðssyni sjómanni frá Húsavík.
Hafði hann ráðið sig á Akur-
eyrartogarann Jörund, en 17.
júni í sumar eða daginn sem
Jóhannesar var saknað, lá Jör-
undur við bryggju á tangan-
um.
Jóhannesar var mikið leitað,
en sú leit bar ekki árangur.
Prestnr ver&i ráðinn til að
annazt sálgæzlu í Reykjavík.
Frá famdi Eirkjuráðsi.
Kirkjuráð kom saman til
funda nýlega undir forsæti
Isiskíos, en í því eiga sæti auk
Iians séra Jón Þorvarðsson og
séra Þorgrímur Sigurðsson
kjörnir af prestum og Gissur
Bergsteinsson hæstaréttardóm-
og Gísli Sveinsson fyrrv.
sendiherra kjörnir af héraðs-
fundum, og er Gísli varafor-
seti ráðsins.
Að þessu sinni ræddi ráðið
mörg mál varðandi kirkju og
kristnihald. Má þar nefna m. a.:
RáðiS mælti með því, að ráð-
inn verðr prestur til þess að
gegna þjónustu í forföllum
sóknarpresta og þar sem brauð
cru prestlaus um stundarsakir.
Ráðið tjáði sig hlynnt því, að
fenginn verði prestur til þess
að annast sálgæzlustörf í
Reykjavík í samvinnu við
lækna, einkum meðal sjúkra
manna, gamalmenna, fanga og
þeirra annarra, er þarfnast
hugarstyrkingar og hollra ráða.
Ráðið taldi óviðunandi, að
prestar og aðrir guðfræðingar
hefðu ekki að lögum fullkomin
kennsluréttindi í kristnum
fræðum í barna- og unglinga-
skólum landsins. Bæri að því
að stefna, að guðfræðilærðir
menn hefðu þessa kennslu með
höndum í skólunum, þar sem
því yrði við komið.
Biskup las skýrslu Skálholts-
nefndar og áætlanir um fram-
kvæmdir í Skálholti. Urðu um
hana nokkrar umræður, en
engar ályktanir gjörðar.
Óvesijugéö kabarott-
söngk'ona a5 Röðli-
Samkomuhúsið Röðull hefur
fengið hingað óvenjulegan
skemmtikraft en hað er danska
kabarettsöngkonan Inga Völ-
mart. Hún mun dvelja hér um
mánaðartíma og koma fram á
Röðli tvisvar á hverju kvöldi og
syngja m. a. lög frá ýmsum
löndum, klædd viðeigandi þjóð-
búningum. Söngkonan syngur
bæði dægurlög og klassisk lög.
Blaðamönnum gafst kostur á
að hlýða á söngkonuna í gær,
og kom í ljós að hún hefur
óvenju háa og hljómþýða rödd
af kabarettsöngkonu að vera.
Framkoma hennar er mjög lát-
laus og aðlaðandi.
Frk. Völmart hefur getið sér
góðan orðstír í Danmörku, fyr-
ir söng sinn svo sem úr danska
útvarpinu, frá National-Scala,
og Atlantic-Palace og fleiri
stöðum.
Þegar söngkonan fer héðan
að lokinni dvöl sinni fer hún í
söngför um Danmörku, sem
mun standa yfir allt fram að
páskum.
Hljómsveit Árna ísleifs mun
annast allan undirleik aúk þess
sem hún leikur. fyrir dansin-
um.
Ólafur Ólafsson eigandi Röð-
uls er sá fyrsti, sem býður gest-
um sínum upp á ókeypis-
skemmtikrafta á kvÖldin og
hefur hann í huga að fá hingað
fleiri erlenda skemmtikrafta í
vetur auk innlendra skemmti-
krafta.
Miklir vatnavextir
á Englandi.
Vatnið yfir metri á
dýpt í mörgum hæjum.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Mikil flóð eru nú á Englandi.
Hafa margar ár flæft yfir bakka
sína og stór landsvæði éru und-
ir vatni.
1 Hampton og fleiri bæjum var
vatnið nokkuð á annan metra á
<lýpt í gær á götunum- en liorfur
á, að það muni fara að sjatna.
Yfir 40 þjóðvegir voru í gær
ófærir á köflum, vegna þess að
vatn hafði flætt yfir þá. Úr-
komusamt hefur verið mjög síð-
an um helgina og tjón orðið af
iivassviðri og vatnavöxtum um
gervallt landið.
Iimbrot í nótt — rán í gær.
Sltvs viö liöfnina i gær.
Innbrot var í nótt framið í
vörugeymslur Helga Magnús-
sonar & Co. bak við verzlun
fyrirtækisins 1 Hafnarstræti.
Mál þetta var í rannsókn í
morgun og ekki upplýst hveiju
stolið hafði verið þégar blaðið
fór í prentun.
Slys varð við höfnina í gær-
morgun er vírstroffa slóst í fót
manns á útlendu skipi, sem
liggur hér í höfninni. Maður-
inn meiddist nokkuð og var
fluttur í sjúkrabifreið á Land-
spítalann.
Telpur rændar.
Tvær ungar telpur, 7 og 8
ára gamlar, voru rændar í.gær,
er þær voru á leið í banka til
Bridge:
Sveitir Eggrunar og
irynjóífs efstar-
þess að leggja inn 900 krónur
sem þær höfðu meðferðis.
Hittu þær mann að máli í
Austurstræti og spurðu hann
vegar í Útvegsbankann, en
þangað var ferðinni heitið með
peningana. Maðurinn visaði
þeim leiðina, en innti telp-
urnar jafnframt um erindið í
bankann og sögðu þær allt af
létta. Kvaðst maðurinn þá vera
starfsmaður bankans, tók af
þeim peningaan og þegar þau
voru öll komin að bankadyr-
unum ýtti hann telpunum inn.
fyrir en tók sjálfur til fótanna
yfir í Hainarstræti og þaðan £
Tryggvagötu og hvarf þar sýn-
um. Maðurinn var dökkhærður,
berhöfðaður, í gráurn fötum og
plastkápu og eru vegfarendur,
sem kunna að hafa séð til ferða
hans eða gefið get.a aðrar upp-:
lýsingar um óþokka þenna að
gera lögreglunni aðvart.
Þriða umferð í sveitakeppni 1.
flokks í bridge var spiluð í gær-
kveldi og fóru leikar þannig:
Eggrún vann Kristján Þor-
steinsson, Ólafur Hannesson og
Ólafur Þorsteinsson gerðu jafn-
tefli, Gunnlaugur vann Mar-
gréti Jensdóttur, Vigdís vann
Hersvein, Hallur vann Ólaf Ein-
arsson, Jón vann Þorstein,
Kristján Magnússon vann Bjarna,
Zophonías vann Margréti Ásgeirs
dóttúr, Jens vann Gísla, Iiaf-
steinn vann Ingibjörgu og Elín
vann Helga.
Eftir þessar þrjár umferðir
eru sveitir Eggrúnar Arnórsdótt-
ur og Brynjólfs Stefánssonar
efstar með 6 stig hvor og næst-
ar koma sveitir Ólafs Hannes-
sonar, Ólafs Þorsteinssonar og
Vigdísar Guðjónsdóttur nieð 5
stig hvor.
Fjórða umferð verður spiluð
n.k. sunnudag.
Svíar hækka.
Einkaskeyti til Vísis. —
Stokkhólmi í gær.
Meðalhæð manna í Svíþjóð
eykst stöðugt. A árunorn.
1841—45 var meðalhæð 167,4
cm., en 100 árum seinna var
meðalhæðin 174,5 cm. og hafði
aukizt um 7,1 cm.
Á tímabilinu 1925 til 1953
hafði meðalhæð aukizt frá.
172,7 cm. upp í 175,7 cm-
Börn verða líka að jafnaði:
hærri en foreldrarnir.
M.-France á heimleíð.
Mendes-France forsætisráð-
herra er nú á leið heim tíl
Frakklands loftleiðis.
Hann sagði við burtförina, að
Frakkland vildi byggja upp
Evrópu.
Var dæmdur dauður, en sann-
aði, að hann væri á lífi.
Övenjulegt mál fyrir rétts í §koiIandi
Einkaskeyti frá A.P. —
Edinborg 19. nóv.
Þrjátíu og níu ára gamall
.maður sór fyrir rétti hér í gær
og reyndi að sanna, að hann
væri á lífi.
Hann gerði grein fyrir máli
sínu, en engin lausn fékkst.
Bæði rétturinn og málafærslu-
menn voru í vafa!
Maðurinn heitir James
Martin og hvarf árið 1944, eft-
ir að heimili hans hafði verið
eyðilagt þrisvar sinnum í
sprengjuárásum.
— Ég hef kannski verið dá-
lítið ruglaður á sinninu, sagði
hann — og taugar mínar voru
í hræðiíegu ólagi. Hann ákvað
að yfirgefa allt, bæði konu og
börn, og fekk vinnu í amerísk-
um herbúðum.
Kona hans, Annie Jane
Martin, beið árum saman eftir
því, að hann kæmi aftur, en
að lokum fékk hún dómsúr-
skurð fyrir því að mega líta
á sig sem ekkju. Á þann hátt
öðlaðist hún rétt til þess að
taka út peninga af bankainn-
eign manns síns sem hún hafði
„dóm“ fyrir að væri dauður.
En þegar hún kom í bankann,
var henni sagt, að Martin hefði
komið sjálfur og tekið út pen-
ingana og á þeim forsendum
var frú Martin synjað Um
ekkjulífeyri. Því næst höfðu
yfirvöldin uppi á manninum.
Frú Martin tilkynnti eigin-
manninum, að sér væri ómögu-
legt að hefja sambúð með hon-
um að nýju eftir svona langan
skilnað.
Réttarhöldin í gær staðfestu
að maðurinn væri á lífi, en áður
hafði verið gefinn út dómur
fyrir því, að hann væri dauður
og vita nú hinir lögspöku
menn ekki sitt rjúkandi ráð.