Vísir - 26.11.1954, Side 9
Föstudaginvi 26. núvember 1954
VÍSIR
ffiœkor, §em borizt hafa
Undir SvÖrtuloftum.
iivæSi' eftir Braga
Sigurjénsson, Akur-
eyri, 1954.
Heill þér skáld allra skálda!
— Bragi er frumsmiður brag-í
ar. — Bragi orti fyrstu ljóð.
Hann er frumkvöðull þess,
sem fegurst er sagt með
frægustu söguþjóð, því að
hann hefur yndi af að anda í
eyra, sem góðvinur ljær
vængjuðum orðum með veldi
og spekt, sem valda aðdáun
.fjær og nær. Hann er elzti son-
ur hins æðsta goðs, orðið, sem
heyrðist fyrst, kölluð fram
hugsun í krafti ljóðs, kristölluð
speki, saga og list. Bragi er
bókmennta drottinn, Braga var
ísland vígt. Fyrir hann stendur
landið uppi enn einart, fagurt
og ríkt.
Og Bragi hinn ungi Sigur-
jónsson sendir nú út þriðju
ljóðabók sína og það svo góð
ljóð, að eigi fer að verða aúð-
velt að láta lengur sem hann
sé ekki til. Auðsýnt er, að hann
stpfnir að því að komast í hina
glæstu sveit meistarans mikla,
sem hér var fyrr nefndur og
sem hann er að líkindum heit-
inn eftir. Halda þar til margir
hlutir að svo megi verða. Til-
finning hans er þróttmikil.
Skapið er mikið og þó stillt.
Hann yrkir af einlægri hjart-
ans þrá, sem bæði er sár og
ljúft, svo ljúft og sár, að hann
verður að yrkja. Og eigi vantar
málið, hagmælska hans er frá-
bær. Þekkingu vantar hann
ekki, því að hann er lærður vel.
En þrátt fyrir allt þetta getur
þó eitthvað á skort til þess að
gera höfund að góðu skáldi. Og
þetta ,,eitthvað“ er það, sem
andi meistarans mikla hvíslar
að skáldinu, góðvini sínum á
góðri stund. Það er þeirra
leyndarmál og verður aldrei
kennt.
Margar stuttar, en stórbrotn-
ar smásögur eru í þessum
kvæðum, vel sagðar. Bragi
kann þá íþrótt að segja frá
miklum atburðum í stuttu
kvaéði, er segir meira en marg-
ar blaðsíður fullar af mærð.
Mannlýsingar hans í stuttum
kvæðum eru fullkomnar og
með snilldarbrag eins og í
kvæðunum Sonur götunnar og
Sámur í Urðarkoti. Skemmti-
legt er kvæðið Fyrr og nú um
gömul og ný viðskipti prest-
anna og kölska.
Talsverð ádeila felst oft í
kveðskap Braga og þótt sum-
um virðist hún helzti hjásögul
eða vafasöm, verður samt að
dæma hana eftir því :eingöngu
hversu mikill kraftur í henni
er og hversu vel hún er sögð.
Það er skömm og svívirða að
dæma skáld eftir stjórnmála-
skoðunum, hvort sem það
heitir Gunnar Gunnarsson eða
Halldór Laxnes. Mönnum
gléymist þá í augnablikinu, að
höfundur getur verið gott
skáld þótt honum skjöplist í
búmennskunni eða í stjórn-
málum og að listin er öllu
æðra og fagrar bókmenntir eru
æðsta listin. En hún verður
að vera frjáls, því að annars
deyr hún og um leið verður
þjóðin andvana.
í ádeilum Braga er margt
snilldarvel sagt eins og þessar
víðfrægu setningar, enda fengu
þær vængi:
Nú er Helga Haraldsdóttir
hermannsskækja í Keflavík.
Það er ekki hægt að segja
þessa ádeilu betur. Hvort hún
er sanngjörn eða hvort eigi er
ofsagt er annað mál. En varaðu
þig Bragi, þarna ríður „pólitík-
in“ næstu götu, alveg grenjandi
vond eins og hennar er vandi.
Lofum henni að þusa. Hún er
eigi þess verð að virða hana
svars. Meira er um hitt vert
að heyra meistarans orð og
grípa það.
Bragi kallar þetta kvæða-
safn sitt: Undir Svörtuloftum.
Það er veraldarskarnið, sem
nú fær þessa nafngiftina. Þó er
veröldin stundum fögur, fynd-
in og skemmtileg, jafnvel undir
Svörtuloftum, og lýsir Bragi
því oft vel og skáldlega eins og
í kvæði, sem heitir: Það sem
leyfist Júpiter, leyfist ekki
nautinu. Þessi fyrirsögn ,er
fínni á latínu. Með leyfi rit-
stjórans vil ég setja vísunrar
hér sem lítið sýnishorn:
Af fundi hinzta júlídags í fjólublárri skikkju
kom fyrsta nótt í ágúst svo hýr og rjóð á vangann,
um mittið dreymnu brosi hún linda brá í lykkju,
lagaði á sér hárið og gekk í hvarf við tangann.
En rétt í sama vetfangi lcom Sigga litla í Sundi
sunnan fyrir túngarð með skrefum fjaðurléttum,
því hún var líka að koma af ungrar ástar fundi
með engjamosa á kápu og berjalyng í fléttum.
I nýslægjunni í mýrinni var náttfiðrildasveimur,
nettur meyjahópur og kátur sveinaskari,
og unaðsbikar lífsins var tæmdur þar af tveimur
og tíminn látinn hverfa í engjarósar vari.
En áin læddist hægstreym og hugsi milli bakka
og hneyksluð velti því fyrir sér, hvað drottinn myndi segja,
ef aðrir væru að leika það að espa slíka krakka
upp í það að njótast — og láta þá siðan deyja.
Þakka þér fyrir bókina, Bragi. Mér þykir vænt um hana.
Sigurjón Jónsson.
B6k um drauma.
Komin er á markaðinn bók
um drauma, allmiklu ítarlegri
og með nokkuð öðbu sniði, en
þær draumabækur sem áður
hafa verið gefnar út hér á landi.
Bókn heitir „Draumabókin“,
hefur Guðm. Jón Jónsson tekið
hana saman of þýtt að nokkuru
leyti en bókaútgáfan Leiftur h.f.
gefið út.
Bókin hefst á einskonar
rabbi um drauma almemit og
trú fólks á þá og þýðingu
þeirra. Þá kemur kafli um
draumalífið þar sem rætt er
ýmislegt um drauma, orsakir
drauma, draumaráðningar,
nokkur merkileg dæmi o. fl.
Meginkafli bókarinnar — og
er sá kafli um 90 bls. að stærð
—• fjallar um merkilega
drauma. Hefst sá kafli á inn-
gangsorðum, en að því búnu er
rætt um fjarskynjunar og hug-
skeyta drauma, drauma ýmis-
legs eðlis, um framliðna menn
er sagt hafa til sín og um sann-
anir fyrir framhaldslífi, um
snásagnadrauma, íslenzka
drauma, svefng'öngur, vöku-
drauma o. fl.
Annar stærsti kafli bókar-
innar eru draumaráðningar og
aftast orðalykill, sem fylgir
þeim.
Bókin er jöfnum höndum
frumsamin, endursögð og
þýdd. Hún er um margt
skemmtilega og greindarlega
skrifuð og flestallir eða allir
sem hugsa um draumfarir eða
taka mark á draumum mun
þykja gaman að þessari bók og
hún hafi betur verið lesin én
ólesin.
Ný bók eftír Ármann
Kr. Einarsson-
Ármann Kr. Einarsson rit-
höfundur hefur nú sent á
markaðinn 10. hókina sína og
nefnir hana „Týnda flugvélin“.
„Týnda flugvélin“ er saga
ætluðum börnum og ungling-
um, einkum þó drengjum og
er einskönar framhald af síð-
ustu bók hans „Falinn fjársjóð-
ur“ sem kom út í fyrra. Koma
sömu persónur við sögu í báð-
um bókunum, en að öðru leyti
er hvor um sig sjálfstæð.
Þessi nýja bók Ármanns seg-
ir frá brösum Árna í Hraun-
koti við Svarta-Pétur og Gussa
á Hrauni. En hápunktur ævin-
týra og afreka Árna er það
þegar hann finnur flak gamall-
ar flugvélar uppi á jökli. Bók-
in er ævintýraleg og heldur
lesendunum hugföngnum frá
upphafi.
Útgerðarmenn í Reykjavík
sem ætla sér að sækja um verbúð og ekki þegar hafa sent
umsókn, sendi hana til hafnarskrifstofunnar fyrir 4. des.
n. k.
Æíafnarsijóri
Krem
Púður
Varalitur
Skintonic
Naglalakk
nýkomið.
‘fys/Ajavík
Aðalfundur
Málfundafélagið Oðinn heldur aðalfund sinn í
Sjálfstæðishúsinu n. k. sunnudag 28.
kl. 5 e.h. stundvíslega.
FUNDAREFNÍ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Félagsmál.
Félagsmenn eru minntir á að hafa skírteini sín með sér.
STJÓRN ÓÐINS.
LAMPAR - SKERMAR
Sending af erlendum lömpum og skermum
tekin upp nýlega.
Glæsilegt úrval.
Shermabúöim
Laugavegi 15. — Sími 82635.
Coventrynefndin, sem nú er
í Stalingrad, og móttöku-
nefndin í Stalingrad hafa
undirritað áskorun saniT
eiginlega um bann við
framleiðslu kjarhorku-
vopna ög vetnissprengna.
STANLEYj
N ý k o m i ð :
Skápalæsingar
Skápahöldur
Skápalamir*
yfirf.
Pantanir óskast
sóttar.
LUDVIG STORR & CO
í i