Vísir - 29.11.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 29.11.1954, Blaðsíða 10
18 VTSIK Mánudaginn 29. nóvember 1954 að vita þetta bezt sjálfur, en mér finnst þetta of mikið í sölur lagt fyrir kenjótta stelpu. — Hún er þess virði og meira en það. — Má vera, lávarður minn. En gáið þess, að henni er í lófa lagið að komast hjá þeirri hættu, sem þér segið, að sé þessu .samfara. í vikunni. sem leið kom herra Hugh Lavering til mín, lil þess að biðja dóttur minnar fyrir hönd sonar síns. — Hvað segið þér? — Þetta getur ekki talizt göfugt gjaforð, en hann er henni samboðinn. Hafið þér hugsað yður hana, lávarður minn? — Hvað sagði hún? — Hverju skiptir það? Eruð þér eins óeigingjarn og þér álítið? Elestar stúlkur eru giftar, þegar þær eru sextán ára. Hún er nú orðin tvítug og fólk er farið að stinga saman nefjum. Þér eruð göfugt gjaforð, lávarður minn, en þér eruð ekki einráður um valið. — Þetta eru þung rök, sagð hann — svo þung, að eg verð að taka ákveðna afstöðu til þeirra. Lofið mér nú að hugsa málið í næði. Herra Hilary hóstaði lítið eitt. — Viljið þér ekki heyra, hverju Anna svaraði, þegar hún heyrði bónorð herra Hughs. — Er það nauðsynlegt? — Hún vildi hvorki heyra hann né sjá, og þegar eg ávítaði hana fyrir óhlýðni, svaraði hún mér fullum hálsi. Eg þurfti því ekki að vera í neinum vafa um hug hennar. Hann skalf af hlátri og lagði sinaberan handlegginn yfir herð- ar lávarðarins. — Horfið ekki svona grimmdarléga á mig. Eg sagði þetta aðeins til að heyra yður. Eg sagði herra Hugh, að þessi ráða- hagur kæmi ekki til álita. Auk þess er sonur hans mesti mömmudrengur, sem kann hvorki að veiða né drekka. Og ef jþið hafið fellt hugi saman, ætla eg ekki að skilja ykkur að. John horfði á hann. eins og hann hefði horft á kastalahöf- ■uðsmanninn nóttina. sem hann var látinn laus. — Þér samþykkið þá? — Eg er að reyna að koma yður í skilning um það. En eitt vil eg samt ráðleggja yður. Bíðið þangað til drottningunni er runnin reiðin og Ráðið hefir tekið afstöðu. Við verðum að beita hyggindum til að koma málum okkar fram. Dainn eftir kom Francis og bað um að fá að tala einlega við John. Hann færði þær fréttir, að Carew-arnir væru að safna liði í Devon fyfir Courtenay. XV. kafli. — Hvað hafa þeir í hyggju? spurði John og ornaði sér fyrir íraman arininn og drakk volgt öl. — Carew-arnir? Ekkert nema koma af' stað glundroða, sem þeir gætu hagnazt á. Afsökunin er andstaðan vegna spænska ráðahagsins, sem drottningin hefir vakið máls á opinberlega. Hann hafnaði stólnum, sem John ýtti til hans. — Ef eg sézt ]þá sofna eg. Eg er steinuppegfinn eftir ferðalagið. Það er Jleira í sambandi við þetta en maður kemur auga á við fyrstu sýn, lávafður minn. Og auk þess er eg ekki viss um, að eg geti talað opinskátt við þig. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess. að eg hneigíst miklu meira að skoðun Rogers en þinni. Spænski ráðahagurinn getur orðið stórhættulegur .... — Það er ósk og ráðagerð drottningarinnar sjálfrar. — Satt er það, og þess vegna verð eg nú að halda á spöð- unum. John sagði ekkert. Þessi þrekvaxni maður, sem stóð fyrir framan hann, var vinur hans, þótt hann færði honum uggvæn- legar fréttir utan úr stoi'masamri nóttinni. Ef Francis vildi ekki leysa frá skjóðunni af frjálsum vilja, hafði hann enga löngun til að knýja hann til þess. Jarlinn kallaði á herra Willi- am og bað hann að koma með meira öl. Francis svalg stórum og spýtti í eldinn. Leirsletturnar voru að þorna á andliti hans og hann reyndi að þurrka þær framan úr sér, en árangurinn var sá, að hann dreifði þeim aðeins meira út um andlitið. — Á eg að heimsækja Roger aftur? spurði hann og brosti lítið eitt, en gretti sig um leið, eins og það ylli honum þján- ingum að brosa. — Er svo langt komið, að brýn þörf sé á því? Francis svaraði ekki. John fór að ganga um gólf. Átti hann að aðvara drottning- una og Ráðið? Átti hann að virða bannið að vettugi og fara til London og gera aðvart? Nauðsynlegt var að hafa sannanir fyrir uppreistinni, en þær sannanir hafði hannn ekki. Það var erfitt að taka ákvörðun í þessu efni. Það var því erfiðara, sem bróðir hans og vinur voru í andstöðuflokknum, treystu honumi og þótti vænt um hann. Hann var því í miklum vanda staddur, en að lokum sagði hann: — Hlustaðu á mig, herra Killigrew! Þú og Rogers virðist báðir mjög andvígir áformum drottningarinnar. Og þó að þið vitið, að eg er löghlýðinn þegn drottningarinnar,. segið þið mér frá hlutum, sem ættu að berast til eyrna hennar, eða að minnsta. kosti Ráðsins. sem ber ábyrgð á öryggi drottningar- innar. Hvers vegna ætti eg ekki að segja til ykkar svo að komið verði í veg fyrir brölt ykkar? 4 kvöldviökunni. Maður kernur á trygginga- skrifstofu og ætlar að kaupa sér líftryggingu. „Akið þér bifreið?" spyr tryggingamaðurinn. ,,Nei,“ svaraði umsækjand- inn. „Fljúgið þér?“ „Nei, heldur ekki,“ svaraði maðurinn aftur. „Það þykir mér leitt. Sé því svona farið get eg ekki selt yð- ur líftryggingu. Fótgangandi fólk er nú alveg útilokað frá tryggingu.“ Það var flugsýning á Eng- landi og átti að sýna hinav hraðfleygu þrýstiloftsflugvél- ar. Þar var meðal annara út- lendur sendiráðsfulltrúi, sem boðinn var og hafði hann ensk- an flugmann sér til fylgdar. — „Segið mér,“ sagði hann dálít- ið hikandi við flugmanninn, „fyrst þær eru svona hrað- fleygar, þessar flugvélai', hvernig er þá hægt að sjá af hvaða gerð þær eru?“ „Ef þér bara getið komið auga á þær,“ anzaði flugmaður- inn, „þá má reiða sig á að þær eru úreltar.“ Francis brá ekki vitund. Hann drakk vænan teig af öli. — Hvers vegna? Vegna þess, í fyrsta lagi, að þú vilt ekki svíkja bróður þinn og í öðru lagi vegna þess, að eg er ekki meira flæktur í þetta samsæri en þú. Fáðu þér dropa af þessu öli lávarður minn, og lofaðu mér að útlista málið. Við, þú og eg, höfum staðið utan við þetta mál. Þú vegna þess, að þú ert andvígur því og eg vegna þess. að mér finnst það illa skipulagt og heimskulegt og því stjórna fá- vitar (að undanteknum Thomas Wyatt). En báðir vitum við samt nægilega mikið til að verða hengdir, ef við föllum í ónáð hjá Ráðinu, sem við reyndar erum. Hættu að tvístíga í þessu máli. Þegar uppreistin byrjar, muntu fara í herklæðin og stíga á hestbak og eg mun fylgja þér. En við eigum meira sameigin- legt með þessum tilvonandi uppreistarmönnum en þeim hirð- gæðingum, sem Ráðið hefir í vasanum. John hlassaði sér niður á hægindastól og bölvaði sáran. Francis glotti og tæmdi annan bikarinn. — Lávarður minn, sagði hann. — Hafðu mín ráð og gerðu ekkert í málinu. Það kom í Ijós tveimur kvöldum seinna, að þessi ráðlegging var ekki að ófyrirsynju. Þá kom sendiboði ríðandi. á harða- spretti og barði að dyrum. Anthony fór til dyra og sendimaður fekk honum skjal, sem hann sagði að væri til jarlsins. Því næst rak hann sporana í síður hestsins og hleypti á brotti í kafalds- muggunni. Þegar búið var að opna bréfið, stóðu aðeins þrjú orð á því: „Haltu kyrru fyrir“, en rithöndin var Rogers. Morguninn eftir sendi John herra Blackett til Bristol með mikið gull í, pyngjunni til að kaupa ávísun á banka í Rúðu- borg. Það var mjög freistandi nú að giftast Önnu og flýja til Frakk- lands. Það mundi losa hann úr öllum hættum, en hann mundi um‘leið missa alla sjálfsvirðingu og öll tækifæri til að hjálpa Prestur einn í Skotlandi tók að vanda um við safnaðarbarn sitt fyrir drykkjuskap, en manninum þótti það óþarfi. — „Heyrið þér prestur góðui',“ sagði hann „Eg heyri sagt að þér fáið yður glas eftir mið-. degisverðinn. Er það satt?“ „Jú, víst er það rétt,“ sagði prestur „Og þér fáið yður toddyglas áður en þér farið að sofa. Er það ekki satt?“ „Já eg játa að mér þykir gott að fá mér toddy áður en eg fer að sofa Þá sef eg betur en hvað hefir það með drykkjuskap yð- ar að gera?“ „Bara þetta! Þér fáið yður sopa tvisvar á dag Það er 14 sinnum á viku og 60 sinnum á mánuði. Eg drekk mig fullan bara einu sinni í mánuði, þegar eg fæ kaupið mitt. Ef eg drykki eins mikið og þér. væri eg staurblindur heila viku í einu. Munurinn á okkur er sá, að þér drekkið miklu meira viský en eg, en þér skiptið því bara bet- ur niður!“ c Suttfufki: — TARZAN 1703 V.ARDLYA&LE TO &ELIEVE THE SUPPEN CHAN&E IN EVENT&TARZAN'S ERi ENQS RUSHEí? TO CQN&RATULATE H!M-~ 5-5/ Vinir Tarzans ætluðu varla. að • trúa sínum eigin augum, þegar þeir sáu Lazar hníga í valinn. Þeir þutu til hans til þess að óska honum til hamingju með sigurinn, en . . . . BUT PAN6ER. STILLTHREATENEC} FOR WHEN LAZAR'S MEN SAW THEIR. MASTER CRUMPLEPIN PEATH, THEY SILENTLY ENCIRCLEP THE GROUPl Copr 1551. Edf-ft! nici Burrougln Inc,—Tm fleg U 3 Pat OíT. DistrbyUnited Feature Syndicate, Inc -3630- Hættan var ekki liðin hjá því þegar menn Lazars sáu foringja sinn liggja dauðann á jörðinni blossaði hefndin upp í þeim. Þeir girpu um vopn sín og mynd- uðu hring sem stöðugt þrengdist utan um Tarzan og vini hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.