Vísir - 29.11.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 29.11.1954, Blaðsíða 12
| VlSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- I breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS éftir 10. hvers mánaöar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. i Mánudagmn 29. nóvember 1854 Moskvuráistefiiaii kefst í da@. fi IiÍeiieíi! írjálsu lönsluiia er lidiH! á fliana sem kommniustiska áróðisrs- stefnu. Ur5u fyrir árásum 09 hlutu áverka á Reykjavíkurgdtinn. Telpa detíiir af viamiipalli ©g slasast Einkaskeyti frá AP. í dag hefst í Moskvu ráðstefna, sem ráðstjórnin rússneska hef- nr boðið til um öryggismál Ev- rópu, en hana sitja aðeins hinar fylgispökustu meðal þeirra þjóða, sem aðhyllast kommúnístiska stefnu,eða 7 talsins, en 23 þjóð- 111 var boðin þátttaka. Svarorðsending Þriveldanna við orðsendingu ráðstjórnarinn- ar um þessa ráðsiefnu verður þó ekki afhent fyrr en í dag, en vitað er að þátttöku er hafnað. Það var vegna nokkurra breytinga, sem Mendes-France óskaði eftir á seinustu stundu, að afhending orðsendingarinnar tafðist. Mann flutti útvarpsræðu í fyrralcvöld og kvað það efst í htiga allra stjórnmálamanna vestrænna landa, að bæta sambúðina milli austurs og vesturs, og ætti sam- komulag að geta náðst um Þýzkaland, ef rétt væri að farið og byrjað að gera friðarsattm- ing' við Austurríki. Það eru kommúnistaríkin í Austur-Evrópu, sem þátt taka i Moskvu-ráðstefnunni, Ungverja- land, Pólland, Rúmenia, Búlgaría og Albanía, Ráðstjórnarrikin og Kína (þ. e. Pekingstjórnin, sem sendir áheyrnarfulltrúa). Sendinefndirnar eru komnar til Ný kjarnorkustöð í Tatrafjöllum. Fregnir frá Vínarborg herma, að Rússar séu að homa nýrri kjamorkurannsóknarstöð í Tatrafjöllum * Tékkoslóvakíu. Auðvitað liggur ekkert fyrir um þetta opinberlega, en sam- kvæmt upplýsingum frá leyni- legum andspyrnufélögum, er stöð þessi um 50 km. vega- lengd frá „neðanjarðar kjarn- orkubænum“ á þessum sömu slóðum, þar sem 900 vísinda- menn og MVD-menn (rúss- neskir leynilögreglumenn) haf- ast við í sjö neðanjarðarefna- rannsóknastöðvum. "* Einkaskeyti frá AP. London í morgun. j gær fóru fram þingkosningar í Bayern og Hessen og bætti ffohkur kristilegra lýðræðis- sinna, flokkur Adenauers. að- sföðu sína í báðum héruðunum. j Hessén hefur hann fengið 24 þingsæti og Frjálsir lýðræðis- sfnnar 21, eða einu fleiri eii jafnaðarmenn, og Flóttamanna- Cokkurinn 7 þingsæti. í Bayern eru tölúr ekki fyrir hendi, en flokknr Adertaúers hefur unnið á. Urslifin í Héssen og Bayern Moskvu, Grotewohl forsætisráð- herra Austur-Þýzkalands er for- maður austur-þýzku sendinefnd- arinnar. Ráðstefnuna í Moskvu sækir einlit hjörð og er í vestrænum löndum litið á Iiana sem þátt í skipulögðum áróðri kommún- ista til þess að reýna að afstýra fullgildingu Parísarsámninganna. Þingkosningar fara fram í Iöndum tveggja þjóða, sem ráð- stefnúná sitja, Ungverja og Tékka. Þær fara frarn með sama hætti og venjulega í hinum komm únistisku einræðislöndum, — að eins einn listi er lagður fram með fulltrúum, völdum af hinum kommúnistisku valdhöfum. Á slíkt kosningafyrirkomulag er litið sem skrípaleik meðal hinna frjálsu þjóða. Nöhru gagnrýnir kommúnista. Einkaskeyti frá AP. Nýju Dehli í gær. Nehru forsætisráðherra Ind- lands hélt hér ræðu í gær og var beiskyrtur í garð indverskra kommúnista. Kvað hann þá sverta föður- Iand sitt erlendis, cn heima fyrir miða allt við að ota sínum tota í flokkshagsmunaskyni, en þjóð- arvelferð létu þeir sig engu skipta. Nehru kvað þeim hafa orðið sú skyssa á í áróðri sínum, að kalla Indland leppriki Bretlands óg Bandarikjamanna, en í Ráðstjórn arríkjunum nyti Indland virð- ingar og væri viðurkennt mikil- vægi aðstöðu þess í þágu friðar i heiminum. • Knowland öldungadeildar- þingmaður í Washington og leiðtogi republikana í deild- inni Ihefir stungið upp á, að Bandaríkin leggi hafnbann á Kína, þar til flugmönnun- um, sem dæmir voru fyrir njósnir, verði sleppt úá haldi. eru mjög mikilvæg með til- liti til aðstöðu Adenauers í efri deild sambandsþingsins í Bonn, þar sem hann á nú vís- an stuðning % þingmanna, en ef þau hlutföll breytast hon- um í óhag vegna fylkiskosn- inganna, er stjórn hans og stefna, m. a. að því er varðar Parísarsamningna, í mikilli hættu. I vestræpim blöðum var jafn- vel svo áð orði kömist i gær, að framtið Parisarsamningaiina gæti reynzt úndir úrslitunum í Bayern komin. „Komposition“, ein myndanna á sýningu Þorsteins Þorsteins- sonar í Listasafni ríkisins. Frá handknattíeSksinót' inu. í handknattleiksmeistaramóti Reykjavíkur urðu úrslit í gær sem hér segir: í 3. flokki B-riðli sigraði Valur Fram, 8:4 og K.R. sigraði Í.R., 9:8. 1 3. fl. A-riðli sigraði K.R. Ármann, 15:3, Í.R. sigraði Vál, 11:10 og Fram sigraði Þrótt, 15:6. í meistaraflokki kvenna vann Valur K.R., 6:5, en í 1. flokki karla gerðu Ármann og Valur jafntefli, 10:10 en K.R. vann Þrótt, 15:8. í kvöld heldur mótið áfram. Þá keppa Ármann og K.R. í 2. fl. kvenna, en Fram og Þróttur í meistaraflokki kvenna. í 3. fl. karla A-riðli keppa Valur og K. R. en í 2. flokki karla eigast við K.R. og Haukar, Valur og Fram, Ármann og Þróttur. áttrælisafmælí Cburchilfs. Mesta mikilmenni Englands á þessari öld Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Daily Mirror, sem ráðist hef- ir allhvasslega á Churchill und- angengna daga, fyrir ræðu hans á dögunum, sagði í ritstjórnar- grein í morgun, að um þessi mál mætti ræða síðar, en nú myndu allar deilur detta nið- ur í bili. Churchill verður áttræður á morgun og segir Daily Mirror, auk þess sem að ofan er getið, að Churchill sé, óumdeilanlega mesti Englendingur, sem uppi hefir verið á þessari öld. Ágætir jazzmið- næturtónleikar. Hljómsveit varnarliðsins hélt fyrri hljómleika sína í Austur- bæjarbíói í gærkveldi. Húsfyllir var áheyrenda og undirtektir hinar beztu, enda valinn maður í hverju rúmi í hljómsveitinni. Næstu tónleikar hennar verða annað kvÖld, en ágóðinn rennur til barnaspítalasjóðs Hringsins, eins og kunnusgt er. Aðfaranótt sunnudagsins komu þrjár manneskjur á lög- regiustöðina, sitt í hvoru lagi þó og með nokkru millibili og kærðu allar, undan árásum og meiðslum sem þær höfðu orðið fyrir. Að vísu var því þannig hátt- að um fyrsía aðilann, sem á iögreglustöðina kom — um mið nætti í fyrrinóít — að ekki var með fullu ljóst, hvort um árás hafði verið að ræða eða ekki, því að maðurinn sem meiðzt hafði var svo ölvaður, að hann gat ekki gert grein fyrir orsök- unum. Hins vegar var hann með hrottalegt glóðarauga og var hann fluttur til læknis, en að því búnu heim til sín. Laust eftir kl. hálf þrjú í fyrrinótt kom stúlka á lögreglu stöðina og kvaðst rétt áður hafa orðið fyrir árás manns nokkurs, sem veitti henní áverka. Stúlk-' an var flutt á læknavarðstof- una, þar sem gert var að meiðsl um hennar, en árásarmaðurinn var handtekinn. Seint í fyrrinótt kom þriðji aðilinn á lögregluvarðstofuna, maður, sem kvaðst hafa orðið fyrir árás ákveðins manns, sem hann tilgreindi, og var hann meiddur í andliti. Einnig hann var fluttur á læknavarðstofuna til aðgerðar. Landsmálafélagið Vörður efnir til umræðufundar í Sjálf- stæðishúsinu kl. 8.30 í kvöld. og verður til umræðu „Bærinn okkar“. Stjórn Varðar heldur hér á- fram fyrri stefnu sinni að efná öðru hverju til umræðufunda um ýms málefni, sem á döfinni eru og nauðsyn er að taka til umræðu. Að þessu sinni er sú nýlunda höfð á, að enginn fram söguinaður verður, heldur vænta menn þess, að margir taki til máls, flytji stuttar ræð- ur, 5—10 mínútur hver, um ýmislegt, sem vai'ðar höfuð- staðinn. Umræðuefnið gefur tilefni til ýmissa athugana. Þarna verður væntanlega rætt um uppbygging gamla bæjarins, ný íbúðahverfi, húsnæðismálin al- mennt, bygging menntaskóla, kirkjur, strætisvagna bæjarins, ráðhús og sitthvað fleira. Borgarstjóra, bæjarfulltrú- Gísfi Sveksson sæmdui stérkrossl. Forseti íslands sæmdi nýlega, að tillögu orðunefndar. Gísla Sveinsson fyrrum sendiherra og alþingisforseta, stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. — (Frá orðurítara). Slys. Tíu ára gömul telpa, Sigrún Hermannsdóttir að nafni, var að leika sér að því á laugardaginn að klifra upp vinnupall á Ás- vallagötu 62, en féll af pallin- iim, er hún var komin á fjórðu liæð og meiddist nokkuð, eink- um á höfði, en þó minna en efni stóðu til. Hún mun einnig hafa fengið heilahristing og var hún flutt í sjúkrabifreið á Land spítalann. KlifraSi nian í Ingólfsgarði. Á laugardaginn var lögregl- unni tilkynnt, að maður væri að klifra utan í Ingólfsgarði í Reykjavíkurhöfn og var talið að maðurinn væri ölvaður. Lögreglan fór á staðinn og náði í manninn, sem var að vísu lítið eða ekkert undir á- hrifum áfengis, og kvaðst hann vera að leita að netakúlum. Fannst lögreglunni ekki á- stæða til þess að leggja líf sitt í hættu, þótt netakúlur væru í boði og vísuðu manninum brott. Skarst á hendi. í nótt var lögreglunni til- kynnt að ölvaður maður hafi skorizt á hendi er hann rak hnefann í gegnum rúðu á úti- dyrahurð eins samkomuhússins hér í bænum. Maðurinn var fluttur til læknis. um Sjálfstæðisflokksins, for- ráðamönnum bæjarstofnana og fleirum er boðið á fundinn, og munu þeir væntanlega svara fyrirspurnum, sem fram kunna að verða bornar. Vafalaust verður fundurinn fjölsóettur, og er því öruggara að tryggja sér sæti í tíma. Skagabátar afla betur en í fyrra. Srá fréttaritara Vísis. — Akúanesi í morgun. Bátar réru í gærkvöldi. Hafa þeir aflað ágætlega að nndan- förnu, þegar gæftir hafa verið sæmilegar. Einn bátur, sem var með net, fékk 8 lestir í seinasta róðri, en bátar, sem voru með linu 3—7 lestir. Litlir bátar (trillur) fá um 2 lestir á dag. — Þetta er ágætur afli miðað við það, sem vanalega hefir verið á þessum tíma árs (3—4 1.) og má vafa- laust þakka friðuninni. — Margir bátar búa sig nú á veiðar. B.v. Bjami Ólafsson er á heim leið frá Þýzkalandi, en Akurey er á veiðum. Þingkosningar í Bay- ern og Hessen. FKokkur Adenauers vann á. Kositingaársfötin hin imkfivæpst&t. Bæjarmál rædd á Varðarfundi, sem hefst kl. 8,30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.