Vísir - 03.12.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 03.12.1954, Blaðsíða 12
; VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. ^aui c Þeir, seín gerast kaupendur VÍSIS eftix 10. hvers mánaðar, lá blaðið ókeypis til inánaðamóía. — Sími 1660. WMSr Föstudagmn 3. desember 1954. ístenéingum gefnar mikrofiimur af íslenzkuna fornskjölum erlená's * Tvæi* Islandskvikiiijndir, sessa filiss tók í sumar, firaaaBisýBsdar laóa.*. Sendiherra Þjóðverja á íslandi mun í dag afhenda merka gjöf þriggja þýzkra borga til handa íslendingum. Er þar um að ræða mikro- lilmur af íslenzkum fornskjöl- tmi og bréfum, sem fundizt itafa í söfnum þessara þriggja borga, en þær eru Hamborg, Bremen og 'Oldenborg. Er þetta liin merkastagjöf og verður hún afhent menntamála- ráðherra íslands kl. 5 í dag við opnun þýzkrar. listmunasýningar, sem verður næstu 10 daga opin almenningi í Listaniannaskál- anum. Listiðnaðarsýning þessi er þáttur úr þýzkri kynningarviku, sem nú fer í hönd og félagið Eermanía gengst fyrir. Sýningin er undirbúin og sett saman úti í Þýzkalandi af hálfu list- eða menningarráði, sem nefnist Deutsclier Kunstrat, þýzknr maður, dr. Thiele kom með sýningarmunina hingað til lands og setur þá hér upp. Eru þarna sýndir fjölmargir listiðnaðarmunir, þ. á m. postu- lín.leirmunir.glermunir, bast- og reyrvörur, gobelin- og veggteppi vefnaðarvara, lampar, borðbún- aður, silfur- og gullvörur. M. a. er þarna gullskraut eftir einn fremsta gullsmið Þjóðverja. Mun- irnir verða flestir seldir að sýn- ingunni lokinni. Sýningin verður opnuð kl. 5 síðdegis í dag með viðhöfn og taláþar m. a.formaður Germaníu, dr. Jón Vestdal, dr. Kristinn •Guðmundsson og' Bjarni Bene- diktsson ráðherrar og dr. Oppler sendiherra. Mun sendiherrann afhenda við Jþað tækifæri, auk framan- greindrar gjafar, gjöf þýzku þjóðarinnar til Rauða kross ís- lands í þakklætisskyn fyrir lijálp íslendinga. Þjóðverjum til handa í stríðslókin. Gjöfin er svartlistarmynd eftir þekktan listamann. Á þýzku kynningarvikunni, sem nú fer í hönd koma fram þýzkir listakraftar sem fengnir hafa verið hingað lil lands og men n i n ga r k v ikm y n d i r v er ða sýndar, m. a. verða frumsýnd.ar þar tvær þeirra íslandskvik- mynda, sem Roto-film tók í sum- ar. Stúka endurvakin á Húsavík. Frá fréttaritara Vísis. — Húsavík í gær. í gær — 1. descmber — var stúkan Þingey nr. 102- endur- vakin á Húsavík. Hefur Guðmundur G. Haga- lín rithöfundur dvalið um skeið á Húsavík á vegum Stórstúku íslands og unnið að því að endurvekja stúkuna. Alls gengu 70 manns í stúk- una í gær og var síra Friðrik A. Friðriksson templar. kjörinn æðsti Ættlsafa Thors Jðnsens, sátt af Valtý Stefánsspi. Girnilcg bnk íil fróMeiks: Út er komin^ á forlagi Bók- fellsútgáfunnar gagnmerk bók, „Minningar“, eftirl Thor heitinn Jensen, hinn landskunna at- en' Jhaf namann. Þetta er fyrra bindið af tveim, sem Valtýr ritstjóri Stefánsson hefir skrásett, og er undirtitill bókarinnar Reynslu- ár. Það var vitað, að hin síðustu æviár Thor Jensen vann Valtýr Stefánsson að því að skrásetja sögu hans, og menn hafa eðli- lega beðið með nokkurri eftir- væntingu útkomu bókar, sem fjallaði um viðburðaríka ævi þessa kunna framfara- og at- hafnamanns, sem markað hef- ir djúp spor í atvinnulíf þjóð- arinnar, bæði til sjávar og sveita. Nú er fyrri hluti bókar þess- arar kominn út, og verður ugg- laust mörgum tilhlökkunarefni að lesa hann. Hann skiptist í aðalkafla, sem nefnast: í for- eldrahúsum, í heimavistarskól- anum „Dfet- kongelige Opfost- ringshus“, Islandsferð og upp- haf Borðeyrarvistar, Um kyrrt á Borðeyri, — fyrsta utanför, Leit að fótfestu, Verzlunar- stjóri í Borgarnesi, Heimilis- hagir og búskapur í Borgar- nesi, Erfið ár á Akranesi, Vída- línsútgerðin, og lýkur þar með þessu fyrsta bindi ritverksins. Eins og að líkum lætur er þetta girnileg bók til fróðleiks, og í raun réttri kafli úr at- vinnusögu íslendinga á þessu tímabili. Thor Jensen var óvenju stór- huga og sá glögglega, að íslands biði glæst framtíð með breytt- um atvinnuháttum og nútíma tækni. Það er og næsta fróðlegt að kynnast sögu þessa efnalitla útlendings, sem hér brýzt áfram til velsældar og virðinga, og má vafalítið telja, að bókin verði mörgum kærkomið lesefni. Bókin er 246 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Odda. Margar myndir prýða þessa merku bók. Stúdentafélag Suðurlands minntist 1. des. f gær, 1. des., hélt Stúdenta- félag Suðurlands aðalfund sinn að Selfossi. Félagið er stofnað 7. janúar 1953 af Lúðvík Nordal, fyrrum héraðslækni og var hann jafn- iramt fyrsti formaður þess. — Félagar eru 32. Fundurinn hófst með venju- . legum aðalfundarstörfum en síðan var kosið í stjórn félags-1 ins. Hana skipa þessir menn: Hjalti Gestsson, ráðnautur, formaður, en Snorri Árnason, -sýsluskrifari og Jón Gunn- laugsson, læknir meðstjórnend- ur. Varaformaður var endur- kjörinn, en hann er Björn Sig- urbjarnarson, gjaldkeri. Vara- stjórn skipa Björn Björnsson, sýslumaður og séra Sigurður Einarsson í Holti. Þá flutti séra Sigurður Páls- son í Hraungerði mjög mérki- legt erindi er hann nefndi „Ríkið og einstaklingurinn". Einnig tóku til máls séra Gunn- ar Jóhannesson, Skarði og Hjalti Gestsson. Fundurinn samþykkti að senda fyrsta formanni félagsins kveðjur og árnaðaróskir en hann liggur sjúkur í Reykjavík. Um kvöldið var haldið veg- legt hóf í Tryggvaskála og var þar fjöldi manns saman kom- inn. Fyrrverandi formaður fé- lagsins, Páll Jónsson, tann- læknir stjórnaði hófinu. Meðan setið var að snæðingi ílutti Björn Björnsson, sýslumaður skörulegt erindi en Magnús Ágústsson, læknir, stjórnaði al- mennum söng. Þá fór fram spurningaþáttur undir stjórn séra Gunnars Jóhannsonar. — Að loknum var stiginn dans fram eftir nóttu. Bók um Finnland. Nýtt bindi er komið út safninu „Lönd og lýðir“, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur út. Fjallar það um Finn- land og er samið af Baldri Bjarnasyni sagnfræðingi. Bókin skiptist í 3 megin- kafla, er nefnast Landið, Þjóðin og Einstakir landshlutar og merkisstaðir. Hún er 112 bls. að stærð og prýdd 53 myndum. Samkvæmt óskum margra félagsmanna verður reynt að hraða útgáfu bókaflokksins Lönd og lýðir. Tvær bækur, Finnland og Bandaríkin, koma því út í ár. Að sjálfsögðu varð að háfa aðra bókina sem auka- félagsbók, þar sem engin leið er að láta félagsmenn hafa meira en 5 bækur fyrir 60 kr. félagsgjald. Minni bókin var valin sem aukabók, svo að fé- lagsmenn þyrftu að greiða sem minnst til viðbótar, enda er fé- lagsverð Finnlandsbókarinnar aðeins kr. 23.00. Sjö bindi eru nú alls komin út í safninu „Lönd og lýðir“. Þorsteinn Hannesson syngur í éperu við Þjllle&lisll. Þorsteinn Hannesson, óperu- söngvari, er nýlega kominn hingað til lands og mun syngja hér Canio í óperunni Pagliacci (Bajazzo) eftir Leoncavallo, er sýnd verður í Þjóðleikhúsinu um jólin. Blaðamenn ræddu við Þjóð- leikhússtjóra og söngvarann og skýrði Þjóðleikhússtjóri frá því, að það væri mjög ánægju-.. legt, að Þorsteinn hefði getað komið því við, að koma hingað heim og syngja í óperu við Þjóðleikhúsið svo landar hans fái tækifæri til þess að njóta söngkunnáttu hans. Þorsteirin hefir verið fast- ráðinn söngvari hjá Cövent Garden óperunni í London síð- an 1948, og hefir sungið aðal- hlutverk í 15 óperum þar, og einnig hefir hann sungið í flest- um stórborgum Englands. Hann er líka eini útlendingurinn,. sem fastráðinn er hjá Covent Garden, en flestir færustu söngvarar heims hafa sungið þar sem gestir um lengri eða skemmri tíma. Óperan Pagliacci er önnur af tveim óperum, sem Þjóðleik- húsið mun sýna um jólin og mun sænska óperusöngkonan Stina-Britta Melander fara með aðalkvenhlutverkið eða hlutverk Neddu og Guðmundur Jónsson fer með hlutverk Tonios. Leikstjóri er Símon Edvard- sen. Þorsteinn hefir í hyggju að sækja Norðurland heim og Salka Valka frum- sýnd á morgun. Kvikmyndin Salka Valka, sem Nordisk Tonfilm og Edda- Film hafa gert, eftir sam- nefndrí sögn Halldórs Kiljan Laxness, verður frumsýnd á morgun í Austurbæjar-bíói og Nýja-bíói. Mestur hluti kvikmyndar- innar Var gerður hér á landi í sumar, sem kunnugt er. Kvik- myndastjóri er hinn þelckti sænski leikstjóri Arne Matts- son. Aðalleikarar eru Gunnel Broström, Folke Sundquist, Birgitta Pettersson og Erik Strandmark. Eina af hinum þekktari persónum sögunnar, Beintein í Króknum, leikur Lárus Pálsson. Þar sem tal kvikmyndarinnar er á sænsku hefir íslenzkur texti verið sett- ur í hana, svo allir geti fylgzt með samtölunum. Ný Ijóðabék. „Hið töfrandi land“, nefnist nýkomin ljóðabók eftir Baldur Ólafsson frá Akranesi. í bókinni eru 63 kvæði og fæst hún í öllum bókaverzlun- um. Hún er prentuð í prent- smiðjunni Rún h.f. halda söngskemmtanir á Siglu- firði og líklega Akúreyri, Þjóðleikhússtjóri gat þess að sú’aðferð hefði verið tekin upp við aðgöngumiðasölu Þjóðleik- hússins, að strax og hann hefði getið þeirra viðfangsefna Þjóð- leikhússins, opinberlega, sem sýna ætti, hæfist forsala á að- göngumiðum á frumsýningar. Nýít slvarlegt deilio- • efsíl f V.-Asísi. Nýtt, alvarlegt deiluefni er komið upp í Vesíur-Asíu, á landsvæði, sem er hernaðarlega mikilvægt samtökum frjálsu þjóðanna. Afghanistan hefur fengið 39.5 millj. dollara lán frá Export- Importbankanum bandaríska til virkjunar Helmand-árinnar. íranska stjórnin telur að með framkvæmdunum sé brotið í bág við lög og. hefðbundnar venjur, þar sem íran verði af miklu vatnsmagni vegna þess- ■ara framkvæmda. íransstjórn hefur hótað að taka málið upp á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Landhelgisbrot. Samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæzlunni var brezkur togari tekinn í landhelgi í gær. Klukkan rúmlega 12 i gærdag tók varðskipið Þór togarann Burke GY 285 i landhelgi út af Mjóafirði en togarinn var a'S veiðum í’úma sjómílu innan við fiskveiðitakmörkin. Skipstjórinn liefur játað brot sitt og munu réttarhöldin liefjast í máli þessu í dag. • Seinkaðl vegna veðurs og verkfalla, Tröllafoss er væntanlegur hingað þann 9. þ. m., og hefur m. a. meðferðis 4500 lestir a£ sementi. Sementsfarminn tók skipið í Wismar, og var iippliaflega ráð- gert að hann yrði hingað kom- inn síðat-i hluta nóvetnbermán- aðar. Skipið hefur tafizt um 10 daga eða svo vegna aftaka veðra, sem geysað hafa, eins og kunnugt er af fréttum, svo og verkfalla i Englandi. Amerísk félog vílja breskar flugvélar. London í morgun. Vickers Armstrong flugfélag- ið tilkynnti í gær, að verksmiðj- ur þess hefðu fengið pöntun frá bandarísku flugfélagi, Capital Airlines, á 20 Vickers Viscount flugvélunt. Áður hefttr sama félag fengið 40 flugvélar hjá verksmiðjuntmi af þessari gerð. Kanadiska flug- félagið Trans-Canada Airlines hefur fengið 20 flugvélar af þess- ari sömu gerð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.