Vísir - 09.12.1954, Blaðsíða 8
VÍSnt er ddýrasta blaðið og þó það fjol-
breyttasta. — Hringið I címa 1660 «g
gerist áskrifendur.
w-
WXSllt
V
Fimmtudaginn 9. desember 1954
Þeir, sexn geiust kaupendur VÍSIS eftir
10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis tU
mánaðamóta. — Sími 1660.
Sundmóí fi*a in Iialtl ssktVla :
Sveitir Gagnfræ6askóla Kefla-
víkur og Iðnskófans sigruðu.
Symtu báðar á betri tíma, en áður hefur
náðzt.
í Ftyrasi sundmót framhalds-
t&ólanna í Reykjavík og ná-
grenni var háð í Sundhöll
jReykjavíkur í gærkvöldi.
Keppt var í boðsundi karla og
hvenna og var hvorttveggja
'foringusund.
1 bringusundinu syntu 10
ætulkur frá hverjum skóla og
yegarlengdin sem hver stúlka
synti var 33% metri. í karla-
isundi kepptu 20 piltar frá
Jrverjum skóla, en vegarlengd
yar sú sama sem hver piltur
S>ynti, eða 33 % metri.
í kvennasundinu tóku 9 lið
l>átt frá 8 skólum (Gagnfræða-
skóli Austurbæjar sendi 2 lið),
en í karlasundinu kepptu 8 lið
írá jafnmörgum skólum.
Báðum sigurvegurunum tókst
að synda vegarlengdina á
skemmri tíma en áður hefur
joáðst í hvoru sundinu fyrir sig.
í kvennasundinu var keppt
<om farandbikar sem fram-
kvæmdarstjórn S.Í.S. gaf fyrir
Siokkurum árum. Hafa alls 4
skólar unnið hann, en handhaf-
ar frá síðustu keppni voru
stúlkur úr Gagnfræðaskóla
Keflavíkur.
Nú fóru leikar þannig að
aveit Gagnfræðaskóla Keflavík-
or vann hann aftur á 4:58,7
minútum eftir mjög harða
jkeppni við A-sveit Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, sem var að-
<eins broti úr sekúndu á eftir og
gyntu á 4:59,3 mín. Þriðja varð
sveit Kvennaskólans í Rvík, 4.
iGagnfræðadeild Laugarnes-
skóla. 5. Kennaraskólinn, 6.
Gagnfræðaskólinn við Lindar-
jgötu, 7. Gagnfræðaskóli Vestur-
'fcæjar, 8. Menntaskólinn og 9.
B-sveit Gagnfræðaskóla Aust-
orbæjar. .
I karlakeppninni var keppt
j&m keramiksel einn mikinn,
sem einnig er farandgripur og
feefur hann til þessa farið alls
til þriggja skóla. Handhafi var
Bienntaskólinn.
; Að þessu sinni bar sveit Iðn-
Skólans sigur úr býtum á 8:09.9
mín og næstur varð Mennta-
Nýr setudomari \
sonar.
Með dómi Hæstaréttar, upp-
byeðnum 7. þ. m., var Gunnar
A. Pálsson, dómari samkvæmt
lömboðsskrúm, dæmdur til að
ylkja úr dómara'sæti í málinu:
Akæruvaldið gegn Helga Bene-
diktssyni, kaupmanni í Vest
æaannaeyjum.
I dag hefir dómsmálaráðu-
æeytið skipað Einar Arnalds,
Tborgardómara, til þess sem um-
Iboðsdóipara að halda áfram og
Ijúka meðferð málsins og kveða
wpp dóm í því. — (Fréttatilk.
Irá dómsmálaráðuneytinu, 8.
ÍSes. J954).
skólinn á 8:42.2 mín. 3. varð
Gagnfræðaskóli Aausturbæjar,
4. Sjómannaskólinn ( Vélstjóra-
og stýrimannanemar). 5. Kenn-
araskólinn, 6. Gagnfræðadeild
Laugarnesskóla, 7. Gagnfræða.
skólinn við Lindargötu og 8.
Gagnfræðaskóli Keflavíkur.
Seinna sundmót skólanna fer
fram í n. k. marzmánuði ög
verður þá keppt í einmennings-
sundgreinum og skrið-boð-
sundi.
Húsavík kýs fyrsta
fteföursborgarann.
Frá fréttritara Vísis.
Húsavík í fyrradag.
í gær kaus Húsavíkurbær
fyrsta heiðursborgara siiui, en
það var Karl Einarsson útvegs-
bóndi, sem sæmdur var þessum
heiðri í tilefni áttræðisafmælis
hans.
Var samþykkt tekin um þetta
á fundi bæjarstjómar Húsavík-
ur í gær. Seinna um daginn fór
svo bæjarstjórn heim til Karls
og við það tækifæri flutti for-
seti bæjaxstjórnar Karli ræðu
og afhenti honum kjörskjal,
sem heiðursborgara Húsavíkur-
bæjar.
Mjög fjölmennt var á heimili
Karls í gær.
#
Góður afli hefir verið á Húsa-
vík að iradanförnu og gæftir
allgóðai’ um skeið.
í gæi- breyttist veður til hins
verra og gekk upp í snjókomu
og hríðarveður. Jörð er þar nú
alhvít orðin.
Ný lltprentub kort
koma á ntarkaðinn.
Ný Mtprentað landslagsmynda-
kort af íslandi koma hér á
markaðinm á næstunni.
Það er Ferðaskrif.stofa ríkisins
sem hefur séð um útgáfuna og
um nokkurt skeið að undanförnu
staðið í samningum um prentun
kortanna við þýzkt fyrirtæki.
Nú eru þessi kort senn tilbú-
in og að því að talið er, eins vel
úr garði gerð og frekast er unnt.
Munu þau fyllilega standast
samanburð við þau landslags-
myndakori sem íegurst þykja að
allri gerð erlendis.
Kort þessi eru af ýmsum
helztu ferðainannastöðum hér á
íandi, fyrst og fremst þeim stöð-
um sem erlendir gestir sækja.
Kortín eru, sem áður segir,
þrentuð i litum.
Framleíðshuiukning í
Frakklaiidi í október var
12% meiri en í sama mán-
uði I fyrra. — Stjómin hef-
ir boðað, að skattar verði
ekki hækkaðir, né frankinn
stýfðuF,
Pomona, goð gjöf
frá dönskum
listunnanda.
Síðdegis í gær afhenti frú
Bodil Begtrup, sendiherra
Dana, Reykjavíkurbæ formlega
styttuna „Pomona“, gyðju á-
vaxta og grósku.
Styttunni hefir verið komið
fyrir á hinum ákjósanlegasta
stað, í skrúðgarði sunnan við
Gróðrai-stöðina á skákinni milli
Laufásvegar og Hringbrautar.
Frú Bodil Begtrup flutti
ræðu við þetta tækifæri, og gat
þess, að styttan væri gjörð af
myndhöggvaranum .Johannes
Bjerg, forstjóra Hins konung-
lega háskóla fyrir magrar listir
í Kaupmannahöfn, en gefandinn
er Louis Foght stórkaupmaður,
mikill listunnandi. Áður hafði
áami maður gefið Listasafni rík
isins veglegt safn danskrá nú-
tíma málverka.
Gunnar Thoroddsen þakkaði
gjöfina með snjallri ræðu, og
þakkaði vinarhug þann, sem í
henni fælist, en styttan mun
verða bæjarbúum augnayndi á
hinum'fagra stað.
Styttan snýr móti suðri, mót
sól og vori, íturvaxin kona, sem
heldur á epli í annari hendi, en
grein í hinni. Er vissulega mik-
il prýði að þessari höfðinglégu
gjöf.
Síðusfu symfoníutóu-
leikar fyrir jól.
Síðustu tónleikar Symfóníu-
hljómsveitarinnar fyrir jól
verða í Þjóðleikhúsinu kl. 7.15
í kvöld, fimmtudag.
Þess skal getið, að einleik-
arinn Gerhard Taschner fiðlu-
leikari, hefir óskað þess að
leika heldur Fiðlukonsert Beet
hovens í D-dúr en konsert Moz-
arts, eins og áður hafði verið
auglýst, og verður það gert.
Þessi fiðlukonsert Beethovens
þykir einn merkasti sinnar teg-
undar og mun tónlistarvini
vafalaust fýsa ' að heyra hann
fluttan hér af afbragðs lista-
manni.
Hljómsveitarstjóri er Róbert
A. Ottósson, eins og áður hefir
verið auglýst.
Finnar heiðra
Eirík Leifsson.
Á þjóðhátíðardegi Finna 6.
des. s.l. heimsóttu Finnar bú-
settir í Reykjavík, Eirík Leifs-
son fyrrv. aðalræðismann og
frú hans, og færðu Iþeim að
gjöf stóra forkunnarfagra
finnska kristalskál í viður-
kenningai-skyni fyrir þau marg-
þættu störf og vináttu, sem
þau hjónin hafa sýnt þeim.
Ennfemur færði stjórn Finn-
landsvinafélagsins Suomi þeim
að gjöf málverk frá Finnlandi
eftir Guðm. Einarsson frá Mið-
dal, með áletruðum silfurskildi,
en eins og kunnugt ér var Eir-
íkur Leifsson frumkvöðull að
stofnun þess. Á s.l. sumri sæmdi
BíH fdr 3 veltur út af vegi.
Kærandmn lenti sjálfur þar, sem
þeim kærða var ætlað að lenda.
í gærkveldi varð bifreiðar-
stjóri nokkur fyrir hví óhappi
í akstri á Suðurlandsvegimun
að missa bíl sinn út a£ veginum
móts við Baldurshaga með
þeim afleiðingur að bíllinn fór
þrjár veltur.
Maður sem átti þarna leið
um seint í gærkveldi, skýrði
lögreglunni frá því að hann
hafi séð bifreið á hliðinni við
veginn móts við Baldurshaga,
en hvergi neinn mann sjáan-
legan.
L-ögreglan náði í bifreiða-
stjóra viðkomandi bifreiðar og
skýrði hann frá því að hann
hafi misst bílinn út af vegin-
um sökum hálku. Fór bíllinn
þrjár veltur, en sjálfan sakaði
bílstjórann ekki.
Öðrum bíl var ekið út af
vegi í gærkveldi og skeði það
móts við Fossvogskirkjugarð á
Reykjanesbraut. Við athugun
kom í Ijós að ökuþórinn var
undir áhrifum áfengis.
Óróaseggur handtekinn.
I gærkveldi handtók lög-
reglan ölvaðan mann, er brot-
ið hafði rúðu í Sjómannastof-
unni í Tryggvagötu og síðan
veitzt að starfsstúlku þar í
húsinu.
Var vísað á dyr.
f nótt komu tvær stúlkur á
lögreglustöðina til að kæra
kunningjakonu þeirra, sem þær
höfðu verið gestkomandi hjá
um nóttina. Sögðu þær að hún
hefði vísað þeim á dyr og í
sambandi við það beitt hnífi
til þess að koma þeim út.
En sjálfar voru þessar
istúlkur svo ölóðar og illar viður
skiptis að lögreglan sá sig
knúða til þess að setja þær í
fangageymsluna.
VerkfaSI hjá benzín-
afgreiðslumonnunt ?
Benzínafgreiðslumenn hér í
bænum leggja niður vinnu frá og
með laugardegi n.k., ef ekki
hafa náðzt samningar um kaup
og kjör þeirra fyrir þann tíma.
Benzínafgreiðslumenn, sem eru
30 hér í bænum, haf a boðað verk-
fall frá miðnætti n.k. föstudag,
en sáttasemjari ríkisins, Torfi
Hjartarson, hefur málið til með-
ferðar. Mun hann eiga fund með
aðilum i dag.
Er farið fram á 25% kauphækk
ún, auk ýmissa hlunninda, þ. á.
m. matarhlés, 30 mínútur á
hverri vakt. Þá er farið fram á
mistalningargreiðslu, 2 litra á
hverja 1000 (var áður 1 1. á
hverja 1000), enn fremur að benz-
ínafgreiðslumönnum verði lögð
til yinnuföt að kostnaðarlausu.
Fundurinn hjá sáttasemjara á að
hefjást kl. 2 i dag.
Einræðisherra
í Hondúras.
London (AP). — Ný stjórn
hefur tekið völdin í Honduras —
einræðisstjórn.
Einræðisherrann er kaupsýslu-
maður, Lozano að nafni, er var
áður varaforseti, en síðan for-
setakjör fór fram i október hafa
þingflokkarnir ekki getað orðið
ásáttir um forsetann, en enginn
fékk meirihluta i kosningunuxn.
Óvenjuleg orusta
á Malakkaskaga.
London (AP). — Brezku
blöðin segja frá óvenjulegri
,orustu, sem staðið hefur dög-
um saman ekki langt frá Kuala
Lumpur á Malakkaskaga. —
Berjast þar þúsundir maura,
sem eru óvenjulega stórir,
sumir um tvo sentimetra á
lengd, og hefur „mannfall“
verið mikið. Bauðir maurar
eru bornir á brott jafnharðan
og grafnir, en alltaf koma nýj-
ar hersveitir á vettvang. Víg-
völlurinn fer aðeins 20 fer-
metrar.
Paasikvivi Finnlandsforseti
Eirík Leifsson heiðursmerki,
fyrir hin margþættu störf í
þágu finnsku þjóðarinnar.
Rússar miklir
á lofti.
Dornier-félagið þýzka
framleiðir ffugvélar
á Spáni.
London í morgun.
f Jane’s flugmálaárbókinni.
sem gefin er út í London, segir,
að Rússar eigi nú 360 flugvéla-
verksmiðjur.
Enn fremur, að þeir séu að
koma sér upp 40.000 flugvéla
loftflota og verðí helmingurinn
þrýstiloftsorustuflugvélar.
Á Spáni hafa Þjóðverjar, sem
hefur verið bannað að framleiða
0
flugvélar, komið upp flugvéla-
verksmiðju. Er það Dornier-fé-
lagið .sem lieimskunnugt er, sem
að þvi stendur, og eru fyrstir-
flugvélarnar fullgerðar.
JéSasælgæfi og
jéSahorð.
Undanfarna daga hafa nem-
endur Húsmæðrakennaraskóla
fslands unnið að undirbúningi
jólarétta og á morgun og laugar-
dag verður efnt til sýningar í
húsakynnum skólans á réttum
þessum.
Þar verður m. a. til sýnis-
skreytt jólaborð og auk þess
margvíslegt jólagóðgæti. — Hús-
mæðrum Reykjavikur er bent á
að notfæra sér þetta einstæða
tækifæri og kynna sér skreytingu
jólaborða.
Nánar verður skýrt frá sýn-
ingu þessari og öðram jólaund-
irbúningi síðar.