Vísir - 07.01.1955, Page 10

Vísir - 07.01.1955, Page 10
1» vism Föstudaginn 7. janúar 1955' IIIRÐ- ktœk ir 59 • JERE WHEELWRIGHT • — Hverjum þjónuðuS þér, áður en þér komuð í mína þjón- ustu? spurði jarlinn í venjulegum samræðutón. Herra William horfði undrandi á John og svaraði: — Her- toganum af Northumberland. — Hvers vegna fóruð þér úr þjónustu hans? — Þér eruð vissulega að gera að gamni yðar, lávarður minn. Hann var tekinn af lífi. — Áttuð þér ekki sök á því? Rýtingsoddurinn stóð í gegnum toláa frakkann og jarlinn herti takið með vinstri hendinni. Herra William varð óttasleginn á svipinn. — Var það ekki vegna þess, að þér svikuð hann, eins og þér liafið svikið mig? Ambrose blótaði hroðalega og hætti að róa, svo báturinn sner- dst upp í strauminn^ — Haldið í horfinu, hreytti John út úr sér. — Róið áfram þangað til við sjáum brúna, haldið þá við, þangað til eg segi ykkur. Hann hélt herra William heljartökum. — Ætlið þér að neita því, að þér hafði sent upplýsingar til óvina minna, að þér hafið látið í té upplýsingar um ferðalag herra Killigrews til Kent og að þér hafið sagt til okkar, þegar við reyndum að uá bróður mínum úr fangelsinu í Canterbury? — Eg neita öllu, lávarður minn! Eg er tryggasti þjónn i lieimi. „ — Þér ætlið að reyna að telja mér trú um það — og með jþennan rauða klút um hálsinn? , Herra William rak upp óp og greip um fingur handarinnar, sem hélt undir kverkar honum, en sleppti, þegar hann fann rýtinginn borast inn í síðuna á sér. — Hver er húsbóndi yðar — hinn raunverulegi húsbóndi? Hver er það, sem borgar yður fyrir að hnýsast í leyndarmál mín, eins og yður hefir verið iborgað fyrir að' njósna um Northumberland, þangað til þér gætuð séð svo um, að eg yrði að fara sömu leið og hann — í gálgann? Svarið mér! Nánuginn gafst upp og stundi. — Eg er í þjónustu Otterbridge lávarðar. — Svei! Þér hefðuð nú getað logið einhverju sennilegra-'en Jþessu..... En herra William barðist um og kjökraði, — Þetta er satt, lávarður minn! Þetta er satt! Hann hefur alltaf borgað mér, í ihvers þjónustu, sem eg hef verið. Hann sendi mig til bróður yðar, til þess að hann kæmi mér í þjónustu yðar. Eg sendi í fyrstu meiri skýrslur um hann, en yður, en seinna fékk eg orð frá Otterbridge með þjóni hans, Michael, um að senda upp- lýsingar um ykkur báða. Eg veit ekki hvers vegna hann hefur breytt um áætlun, en hann borgaði vel. Otterbridge! John losaði takið og ræðararnir voru fullir eftir- ■væntingar og lögðu eyrun við. Sagan virtist skemmtileg, þótt William segði ruglingslega frá. John kom nú auga á bryggjuna -og Kallaði til Ambrose og- Dicons að stinga við. —• Hann borgaði mér tvö hundruð pund fyrir bróður yðar, lávarður minn, og eg átti'að fá fjögur hundruð í viðbót, ef þér yrðuð tekinn. Eg stóðst það ekki — þér skiljið. En eg skal njósna run hann, ef þér viljið..... John svipti honum út á borðstokkinn og tróð upp í hann frakkalafinu. — Róið undir brúna! hrópaði hann. Báturinn rann undir brúna og straumurinn brotnaði á brúarstólpunum með miklum gný. Hann stakk William tvisvar á milli rifjanna og fleygði honum síðan útbyrðs. Eftir andartak voru þeir komnir undan brúnni á ný og það glampaði á rýtinginn, þegar lávarð- urinn þvoði hann í ánni. Þeir sáu stefni á kaupskipi, sem lá fyrir akkeri. John skip- aði þem að róa í áttina til lands. Hann eyddi engum tíma í að biðja menn sína að þegja. Þess þurfti ekki. Það, sem þeir höfðu orðið sjónarvottar að, var nægilegt til þess að þeir vissu, að hér var um leyndarmál að ræða. Þegar þeir komu að Billings- gate Hithe, stóð John á fætur og sagði: „Hann féll fyrir borð“ og þeir samþykktu að skýra málið þannig. Þegar í land var komið, gekk hann heim til Rose og langaði einungis til að hvíla sig. Hann var bæði þreyttur og fullur hugarangurs. Herra Blackett sá svip hans og spurði hann engra spurninga, en leiddi hann til herbergis hans. Þegar hann kom inn í her- bergi sitt, stóð Francis á fætur, en hann hafði setið við arininn, og' rétt honum bikar víns. — Drekkið, sagði hann. — Eg geri ráð fyrir, að allt hafi gengið vel, en þér lítið út eins og tómur poki. Eg hefi drepið mann, einn eða tvo, um dagana, og mér hefir liðið svona á eftir. Eg vildi að eg hefði verið hér til að spara yður þetta ómak. Ef þér hefðuð þyrmt honum, hefði eg drepið hann. Herra Blackett hefir sagt mér, að hann hafi njósnað um okkur. Hann hefir valdið dauða eins manns úr okkar hópi og munaði minnstu, að hann yrði öðrum að bana. — Er það Anthony? spurði John. — Já. Hann fekk sverðsstungu í vinstri öxlina. Ef það hefði verið svo sem einum þumlungi neðar, hefði illa farið, Vínið var sterkt og John hresstist, — Hvernig komust þér hingað svona fljótt? spurði hann. — í sannleika sagt hefi eg verið í London allan tímann og látið fyrir berast í knæpu nálægt St. Paul’s. Mér datt í hug, að þér kynnuð að þurfa á mér að halda og kom sjálfur með bréfið frá Reading og hitti náunga á götu hér fyrir utan og sendi hann inn með það og gaf honum nokkra skildinga fyrir. Eg vissi að þér munduð svara og beið hér úti á götunni og stöðv- aði sendiboða yðar, þegar hann var að fara út. Þegar eg hafði lesið bréf yðar, var mér ljóst, að eg hafði enga ástæðu til að fara huldu höfði lengur, svo að eg gaf mig fram við herra Blackett og hjá honum fekk eg að vita, hvert þér hefðuð farið og í hvaða erindagerðum. — Mér þykir vænt um, að þér skulið vera kominn, sagði jarlinn í fullkominni einlægni. — Gefið mér meira vín, Fran- cis, en ekki of sterkt, því að eg gæti auðveldléga orðið drukk- inn, og eg hefi einkennilegar fréttir að flytja. Herra Blackett, sem hafði brugðið sér frá, kom inn í tæka tíð til að heyra síðustu orðin. — Jæja, lávarður minn, sagði hann. — Þér vitið þá fyrir víst, að það er Otterbridge lávarð- ur. — Já, en eg ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum, þegar eg heyrði það. — Eg hefi meiri sannanir, lávarður minn. Þeir voru orðnir óvarkárir og þóttust hafa unnið leikinn. Maðurinn, sem var svo þjónustusamlegur að hjálpa yður niður stigann að bryggjunni, hafði verið sendur þangað til að taka við skilaboðum frá William. Og þegar þrjóturinn varð var við gimsteinaskrínið í körfunni, hefir hann þótzt viss um, að þér væruð að flýja. Um leið og þér stiguð út í bátinn, tólc hann til fótanna, en eg elti hann. Skammt þaðan frá beið hinn þöguli Michael ásamt nokkrum vopnuðum mönnum. Náunginn sagði Miehael söguna, en sá þorpari fór að skellihlæja. Síðan hlupu þeir niður á byggju og um borð í báta, sem biðu þar, en eg fór heim. — Þér munið eftir því, þegar eg var skotinn niður á Kent- veginum, sagði Francis. Eg' kannaðist við málróm fyrirliðans. en kom honum samt ekki fyrir mig. Eg átta mig á-því nú, að Á kvöldvftkuiinl. Kona kom inn í hattadeild- ina í stórverzlun Harolds í Minneapolis. Hún setti upp alla þá hatta, sem undarlegastir voru og fáránlegastir. Að lok- um kom til hennar innkaupa- kona deildarinnar og spurði hana hvort hún hefði ekki fundið neitt, sem henni hefði geðjast að. „Eg kom ekki til að kaupa,“ sagði konan. „Eg kom bara tii að hlægja“. í Hi'einskilni. — Eg var á fæðingarstofnun. Ung kona bjó í sama herbergi og átti hún að útskrifast degi fyrr en eg. Hjúkrunarkonan hjálpaði henní til að leggja niður föt sín og komst þá að því, að hún hafði haft meðferðis marga inndæla náttkjóla, sem hún hafði aldrei notað. Hjúkrunarkonan varð reglulega hrifin af þessum fínu flíkum og sagði: „Nei, hvað er þetta! Hvers vegna fóruð þér aldrei í þessa náttkjóla meðan þér voruð hér. Þér hefðuð átt að skarta svolítið fyrir okkur. Nú farið þér heim með þetta og enginn sér það!“ „Enginn sér það!“ sagði frú- in. „Það er þó skrítið. Eg ætla að skarta fyrir manninum mín- um!“ Hjúkrunarkonan hristi höf- uðið og sagði ákveðin: „Já, og svo komið þér hingað aftur áð- ur en árið er liðið!“ Margir hafa haft gaman a£ frímerkjasöfnun og þar á meðal Georg V. Bretakonung- ur. Þegar hann var prins af Wales var hann þegar farinn að safna frímerkjum. Sir Frið- rik Ponsonby var honum vel kunnugur og talaði daglega við hann í síma. Dag nokkurn sagði Sir Friðrik við prinsinn. „Þér hafð svo gaman af frímerkjum, Hafð þér séð fregnina um það í dag í blöðunum að einhver bölv. fábjáni hefir keypt eitt frímerki fyrir 28 þús. kr.?“ — „Já sagði prinsinn og hló. „Fábjáninn var eg. Þetta var Bohama frímerki á 2V2 eyri, og það freistaði mín. C (%. SumuykAs - TARZAIM - 1721 Mig langar til þess að heyra sögu þína í fyrramálið,“ sagði Tarzan. ».Nú þarfnast þú hvíldar, eftir svo erfiðan og hættulegan flótta frá mannætunum.“ „Mannætunum?“ sagði stúlkan agndofa. „Já,“ svaraði Tarzan. „Villi- mönnunum sem þú straukst frá.“ Stúlkan lagðist fyrir í laufþykknið, örmagna af þreytu og sofnaði von bráðar en Tarzan hélt vörð á meðan. Hann vissi það, að ef hann sofnaði ofurlitla stund yrðu þau bæði fangar mannætanna þegar hann vaknaði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.