Vísir - 14.01.1955, Blaðsíða 4
'4
VlSIÉ
inn 14. janúar
Nói með fjölskyldiumi.
Leikfélag .. i . eftir A.
Reykjavíktvrs UQ| Obey.
I»að er orðið næsta algengt
nú á dögum, að höfundar sæki
sér yrkiefni í Biblíuna, en
flestir leita bá til sögu Krists
eða samtíðar hans.
Óvenjulegra er, að farið sé
alla leið til Nóa, enda þótt hann
hljóti á margan hátt að hafa
verið sérkennilegur maður,
þótt ekki væri fyrir annarra
hluta sakir en þær, að Biblían
segir frá því, að hann hafi verið
500 ára þegar hann gat Sem,
Kam og Jafet. Slíkt leika menn
vart nú á dögum, þótt öllu
hafi fleygt fram síðan á hans
dögum. Og Biblían segir enn-
fremur, að hann hafi verið
húndrað árum eldri, þegar hann
tók til við smíði arkarinnar,
svo að þeir feðgar hafa allir
verið komnir nokkuð til ára
sinna á mælikvaröa nútíma-
manna, þegar örlagastund
þeirra rann upp.
Nói og börnin
En höfundur Nóa, André
Obey — leikritsins, sem Leik-
félag Reykjavíkur frumsýndi á
miðvikudagskvöld undir stjórn
Lárusar Pálssonar — skiptir
sér ekki af aldri karls og fjöl-
skyldu hans. Hann lætur sér
nægja að taka sögnina af til-
drögum arkarsmíðinnar, synda-
flóðið, siglinguna í örkinni og
margvísleg vandamál, sem
gætu alveg eins gei’zt á voriun
tímum við svipaðar aðstæður,
endt hefur mannkindin breytzt
ósköp lítið um aldirnar — hvat-
ir og kenndir eru ævinlega
samar við sig. Höfundur hag-
ræðir líka efninu að ýmsu leyti,
lætur sýninguna t. d. tala um,
að Nói sé að athuga sjókortið.
Og hann bindur sig heidur ekki
við Biblíuna að því leyti, að
hann láti Nóa vera fullan und-
irgefni og lotningar gagnvart
Guði, sem hefur valið hann til
að viðhalda lifinu á jörðinni,
þegar hann vill tortíma mönn-
um, af því að þeir eru vondir.
Nói er jafnvel glaðgosalegur í
tali við Guð á stundum.
Höfundur samdi Nóa fyrir
aldarfjórðungi, en - fyrir sex
árum kom út heildarútgáfu af
leikritum hans. í formála segist
höfundur hafa fengið mörg
bréf, þar sem talað sé um spá-
sagnargáfu hans, því að menn
litu syo á, að hann hefði með
leikriti þessu um Syndaflóðið
verið að spá hinni sviðnu jörð
heimsstyrjaídarinnar. En hann
segir, að það hafi aldrei flögrað
að sér, er hann samdi leikritið,
að Norðurálfan riðaði á barmi
gltunarinnar, énda hefur hann
fyrst og fremst verið að lýsa
mannlífinu eins ög það gehgúr.
Nói ér að mörgu leyti
skemmtilegt leikrit, t. d. atriðið
í örkinni, þar sem það rennur
upp fyrir sonum hans og vin-
stúlkum, að af þeim verði nýtt
mannkyn að fæðast. Þá finnst
stúlkunum illt, hve úrvalið er
lítið — og lélegt. En hinu er
heldur ekki að leyna, að leík-
ritið er langdregið á köflum,
og hefur ekki ævinlega jafn-
mikil tök á áhorfendum.
Leikurinn byggist fyrst og
fremst á Nóa, Brynjólfi Jó-
hannessyni, því að hann er
nær öllum stundum á sviðinu,
og þá snýst allt um hann. Leik-
ur Brynjólfs er á köflum með
miklum ágætum, og hlutverkið
krefst mikilla tilbrigða, sem
hinn reyndi leikari var heldur
ekki í vandræðum með að sýna.
Þetta var einskonar afmælis-
sýning, að því er Brynjólf
snerti, og var hann ákaft
hylltur, en lófatakið hefði ekki
orðið rniklu minna, þótt ekki
hefði verið um afmæli að ræða.
Af öðrum leikurum mæddi
mest á Jóni Sigurbjörnssyni,
sem leikur Kam, trúleysingjann
og uppreistarmanninn. Kam er
ofsamaður í aðra röndina, en
hræðist þó föður sinn undir
niðri. Jón Sigurbjörnsson leik-
ur það hlutverk af þeim krafti,
sem til þarf.
Önnur hlutverk eru yfirleitt
vel leikin, en þó nokkuð mis-
jafnlega, en þau eru þessi:
Kona Nóa (Emilía Jónasdóttir),
Sem (Einar Þ. Emarsson),
Jafet (Steindór Hjörleifssón),
Sella (Sigríður Hagalin),
Naómí (Hólmfríður Pálsdóttir),
Ada (Anna Stína Þórar-
insdóttir), og maðurinn (Þor-
steinn Ö. ’ Stephensen). Éru þá
ótalin dýrin, sem voru meðal
farþega og vina Nóa, en í þeim
hópi eru björn (Árni Tryggva-
son), Ijón, (Einar Ingi Sigurðs-
son, api (Birgir Brynjólfsson),
kýr (Nína Sveinsdóttir) og
tígrisdýr (Jóhann Pálsson).
1 Leikstjórmha hefúr 'Lárús
Pálssón leyst vel af Kéhidi, og'
Tómas Gúðmundssön þýðing-
una. Leiksviðsútbúnaður ér
eftir Lothar Grund, sem er
mikill hagleilcsmaður, þótt það
hafi oft komið betur fram.
h. p:
rgt er shritið
Hafði ofsatekjur, en fékk
sér vinnu í verksmiðju.
ForfsSur hans voru við blrð Elisabetar 1
Kona Nóa, Sem og Jafet
Hvemig skyldu þeir menn
haga lífinu, sem hafa næstum
200,000 kr. árstekjur af lénd-
um sínum og eigum?
Hætt er við að ýmsir mundu
fara sér hægt, vera ekki að
ofreyna sig við vinnu, reyna
að skemmta sér sém bezt, „fá
eitthvað út úr lífinu“, eins og
það er kallað. Þó erú ekki allir
eins í þessu efni, og fyrir
nokki-u dó Englöndingur, sem
hafði svo miklar tekjur, en vildi
þó ekki sitja auðum höndum.
Maður þessi hét Marmaduke
Wyvill. Hann átti miklar lend-
ur í Jóvíkurskíri með 25 bú-
görðum, auk stórhýsis með 20
herbergjum, og þetta færði
honum rúmlega 4000 sterlings-
punda tekjpr á ári. En hann
vildi ekki vera iðjulaus, svo að
hann fékk sér vinnu í verk-
smiðju í borginni Cheltenham.
Verksmiðjati framleiðir m. a.
flugvélaskrúfúr, og Wyvill stóð
alltaf við rennibekkinn sinn,
en fyrir vinnu sína hafði hann
10 sterlingspunda laun á viku.
Enginn starfsbræðra hans
hafði hugmynd um, að hann
væri svona efnaður, og enginn
vissi heldur, að hann var af
fornum, þekktum ættum, því
að forfeðui* hans höfðu t. d.
verið meðal hirðmanna Elísa-
betar drottningar á 16. öld. En
þeim fannst hann eitthvað svo
dularfullur, að hann var kall-
aður „Hertoginn“ méðal þeirra
5000 manna, sém Unnu við
sömu verksmiöju og hann.
Wyvill keypti sér aldrei bif-
reið, og hann hafði heldur ekki
síma i íbúð sinni. En hann
kvæntist þfívegis, skildi við
tvær fyrstu konurnar og kost-
aði það ærinn skilding. Hann
átti þess vegna „aðeins‘! rúm-
lega 114 þús. pund (rúmlega 5
miRj. kr.), þegar hanti anaað-
ist á síðasta ári, aðeins 42ja
ára. Hann var bráðkvaddur í
krá þeirri, sem hann kom jafn-
an við í, þegar hann Var á
heimleið úr vinnú.
Áður en Wyvill fékk starfið í
verksmiðjunni, hafði hann ver-
ið lögregluþjónn, sjóliði og
garðyrkjumaður.
Stér-Stokkbolniir
1 itittj. iisáa.
Frá fréttaritará Vísis. —
Stokkhólmi í jamúar.
íbúar Stokkhólms, án út-
borga, voru um áramótin síð-
ustu samtals 777.038 maúns.
Að meðtöidum útfaorgum
Stokkhólms, sem mega heita
samvaxnar áðalbörgœriú érú
íbúar „Stór-Stökkhó’lms“ yfir
1 milljón. Æ fleiri Stokkhólms-
búar flytja nú búferlum frá
miðborgarinnar um 8500, en
alls fjölgaði íbúuni Stokk-
hólms um 7324.
Næst stærsta borg Svíþjóðar
er Gautaborg (376.628), þriðja
Málmey (205.770), þriðja er
Nori’köping (88.400), fjórða
Helsingjaborg (73.279) og
fimmta Örebro (70.477), Borás,
sem er sjöunda í röðinni hefur
61.528 íbúa, og er því á stærð
við Reykjavík.
• Fordstofmunin. (Forá Foun-
dation) hefir útlilutað
styrkjum til fjögurra Ibanda-
rískra háskóía a® upphæð
4% millj. óíoUara.
spurnir um yður. Komi það í
ljós við rannsóknirnar, að þér
munuð verða góður borgari, fá
ið þér vegabréf.“
Mario virti fyrir sér skýrslu-
eyðublöðin. „Hvernig getið þér
vænzt þess, að ég geti fengið
virðingarvert fólk til áð ábyrgj
ast skapferli mitt eða gott
mannorð? Eg þékki ekkert
virðingarvert fólk. Sþyrjið mig
þeirrá spurninga, sém þér vilj-
ið bera fram og ég skal svara
sannléikanum samkvæmt —
undir eiðstilboð. En ég eyði
ekki tíma mínum í Öll þessi
skjöl.“
Mario skrifaði Auguste og
.sendi honum svarbréf, loft-
leiðis:
Eg hefði átt að benda þér
á að vera ekki að gera ræð-
"'ismönnum neitt óhæði. Það
er rétt sem þú segir, það
eru allt of mörg eyðiblöð og
of margar spurningar. Enn
fremur eru öll svör skrá-
sett, svo að yfitvöldin vita
allt, ef maður verður eitt-
hvað óheppinn. Það er betfa
að koma án þess að hafa
nokkur skilríki. Þá eru menn
ekki til í augum embættis-
mannanna. Hvemig getur
lögreglan fundið mann, sem
ekki er til? Farðu til hans
Pietro’s frænda þíns í Genúa.
Hann veit hvað hann á að
ráðleggja þér. Ameríka er
gott land, en það væri holl-
ára ef umbættismenn væri
færri, — þeir eyða aðeins
tímanum fyrir fólki með öll-
um sínuin prerituðu eyðu-
blöðum.
Mario kvaddi Gisellu á dal-
brúninni. „Eftir þrjú ár, þeg-
ar ég hef auðgázt, ætla ég að
koma aftur og kvænast þér,“
sagði hann.
„Eg bíð þín,“ sagði hún með
ekka.
Skilnaðurinn var erfiðastur
af öllu. Gisella horfði á eftir
Mario þangað til hann hvarf
bak við háa fjallsöxl og hélt
sem leið liggur til Torino.
— Um kvöldið var hann
kominn til Genúa og' mataðist
þar síðla mjög með Pietro
frænda.
Pietro Gastaldi fór til Vest-
urheims árið 1914. Kringum
1920 græddi hann allmikið á
leynilegri vínsölu og hvarf aft-
ur til Ítalíu. í æsku átti hann
heima í Brague og hafði hann
litla þolinmæði með skrif-
finnsku-ástríðu og skýrslugjöf-
um.
„Þetta er eins og köngulóar-
vefur,“ sagði hann við Mario.
„Frjálsir mehn hánga þarna
fastir eins og þrælar og
drukkna loks í bleki. Eg þekkti
einu sinni ræðismann. Þegar
hann dó fór hánn í gröfina með
stimpilinn með sér. Hann náð-
ist ekki úr hendi hans — hann
hélt honum rígföstum.“
Mario lét í haf frá olíuhöfn-
inni Savóna, í olíuskipi og var
yfirþjónninn á skipinu kvænt-
ur konu af Gastaldi-ætt. Skip-
ið ætlaði til Tampico. Þár átti
bróðir Pietros kaffihús. Sonur
hans ók langferðabifreið frá
México City til Ciudad Juárez.
Nálægt E1 Paso var frændi
háns, sem ók vörubíl á stórum
búgarði og voru lándamerki bú
garðsins alyeg á landamærun-
um í suðri. Og' nákvæmléga 16
dögum eftir að Mario fór frá
Savona, snæddi hann fyrstu
máltíð sína í Bandaríkj unum.
Frændinn, sem síðasfc vár nefnd
ur var í þann veginn að’ fara í
sumarleyfi og að finna móður
sína, sem bjó í Mobile. Autt
sæti var í bifreiðinni. Á Missi-
sippiströnd, þar sém ráekjum
var skipað á land, bjó mágur
þessa frænda. Hann átti kæli-
vagn, ók rækjuförmuni til Ne'vv
York, og var það ihjög arð-
samt fyrirtæki. Með því að
sitja við stýrið 18 kíst. áf 24
— sem var ekki aðeins þrey.t-
andi heldur og algerlega ólög-
legt — gat hann flutt Mario í
fiýti til Nevv York og kýnnt
hann þar kaffihúseiganáa, sem
bjó í grennd yið fiskmárkað-
inn. Fór bílstjórinn síðán í
gistihús sitt og svaf fram úr.
KlukkUstundU síðai* var Marió
búinn að há saman við æsku-
Frh.