Vísir - 14.01.1955, Blaðsíða 10
10
vism
Föstudaginn 14. janúar 1955.
IIIKÐ-
hlmkir
■ >*■ -' • - '
65
• JERE WKEELWR16HT •
um augum. Francis sagði við hann nokkur orð og því næst var
Jþeim vísað inn í klefa, sem var eins og heilir í laginu, með
steinveggi og steinhvelfingu. Hann bað þá vera eins og heima
•hjá sér, meðan hann sækti húsbóndann. Þeir þurftu ekki að
bíða lengi. Nicholas Trencker kom inn, rólegur og virðulegur,
•eins og það væri daglegt brauð fyrir honum að hjálpa hættu-
legum flóttamönnum til að flýja úr landi.
Trenck var gagnólíkur þjóni sínum. Hann var feitlaginn og
ríðvaxinn. Hann var syfjulegur í framan og heimskulegur á
svipinn. John varð fyrir vonbrigðum, þegar hann sá hann, og
herra Blackett starði á hann undrandi.
— Þér ætlið að fara til Dunkirk, lávarður minn?
— Svo virðist, sem mér sé nauðugur einn kostur, sagði John.
— Jæja? Það er fyrr en við var búizt. Ef til vill stendur það
í einhverju sambandi við þennan hávaða, sem hefur dunið í eyr-
unum á mér síðustu tuttugu mínúturnar. Eg sendi hinn þjón-
inn minn til að vita, hvað um væri að vera. Hann ætti að vera
kominn.
Herra Blackett varð nú fullur áhuga.
— Þér getið siglt annað kvöld, sagði Trenck með sinni þægi-
legu rödd. — Á meðan getið þér látið fara vel um yður hér.
Sýnið þeim vistarveruna, John, sagði hann við þjóninn.
Þjónninn glotti og greip í eitthvað í veggnum á bak við sig
og tók fast í. Hann ýtti öxlinni í vegginn og lagðist á af öllum
sínum þunga og komu þá í ljós leynidyr á veggnum. Þar fyrir
innan var klefi og var varningi híaðið upp við þrjá veggi, en
við fjórða vegginn voru jiokkur rúm.
— Hér er vörugeymsla mín og jafnframt gestaherbergi. Það
er að vísu fátæklega búið, en þar geta menn verið öruggir og
þar liggja aðrar dyr út að fljótinu. Við höfum verið lengi að
koma okkur hér fyrir, því að við erurn ekki vinsælir af Eng-
Jendingum. Og í Steelyard eru margar slíkar vistarverur, til-
þúnar af kaupmönnum, mann fram af manni, þangað til þeir
ýoru svo heppnir að geta komizt til Flandern eða borgannaí
Voru svo heppnir að geta komizt til Flandern eða borganna í
jminn, en ég er ekki hræddur um, að þér kærið mig fyrir drottn-
ingunni.
Þeir horfðu með viðbjóði inn í klefann, en gerðu þó enga
athugasemd, því að þetta var hin eina leið þeirra til undan-
komu,
— Gangið inn, lávarður minn, sagði Trenck. — Nei, bíðið
andartak og heyrið fréttirnar, því ég heyri, að hann er að koma,
TDorparinn, sem ég sendi út áðan, til að vita, hvað um væri
að vera.
Ann'ar þjónn kom inn, klæddur sem hver annar verkamaður.
Hann hneigði sig og talaði hraðmæltur við húsbónda sinn á ein-
hverju máli, sem þeir héldu að væri flæmska. Trenck spurði
riokkurra spurninga á sama tungumáli.
— Afsakið, herra mínir! Þjónninn talar ensku eins vel og
eg, en ég hef vanið hann á að nota móðurmál okkar, þegar
okunnugrr eru viðstaddir. Hann segir, lávarður minn, að Ráðið
Tiafi samþykkt, og lýst yfir um borgina, ákæru á hendur yður
fyrir föðurlandssvik og samsæri gegn drottningunni, sem þér
hafið verið þátttakandi í. Þér hafið farið frá eignum yðar og
til London gegn skipun hennar. Þér hafið safnað liði í hennar
nafni, en ætlað að nota það til stuðnings Sir Thomas Wyatt og
það hafi aðeins verið vegna misskilnings, að þér komuð ekki
til liðs við hann við Ludgate, og að bróðir yðar hafi verið full-
trúi yðar í ráði Wyatts.....
— Þetta er ekki annað en það, sem ég var ásakaður fyrir r
Ráðinu á fyrsta fundi þess, hrópaði John.
— Dagsatt, sagði herra Blackett, — en þá, lávarður minn,
höfðu þeir enga skipun um það frá drottningunni að taka yður
fastan. En nú eru þeir sennilega búnir að fá skipun hennar.
— Það er meira, lávarður minn, hélt Trenck áfram, eins og
ekkert væri. -— Þér eruð ákærður fyrir mjög ósvífna framkomu
við drottninguna, þegar þér sóttuð um náðun fyrir bróður yðar
og hótuðuð henni uppreisn, ef þér fengjuð ekki máli yðar fram-
gengt. Þér hafið í fylgd yðar þekkta þorpara, innbrotsþjófa og
morðingja, sérstaklega er einn nafngreindur, sjóræninginn
Francis Killigrew ....
— Er ég nú orðinn sjóræningi aftur! hrópaði Francis reiður.
— Og ég, sem eyddi mínum spænska gróða í að fylla lófa þess-
ara sömu Ráðsmanna!
— Verið rólegur og lofið honum að ljúka við.
— Hann er sagður hafa 1 þjónustu sinni lögfræðing, hinn
mesta þorpara, sem reyndi að verja Roger.
— Þetta er til yðar, herra Blackett! Hvernig stendur á því,
að þeir hafa gleymt Anthony og Ambrose? Eða eru þeir undir
númerinu innbrotsþjófar og morðingjar.
— Þei, þei, Francis. Er nokkuð fleira? ....
— Og að lokum hafið þér reynt að kvongast án leyfis Ráðs-
ins og þvert ofan í bann þess.
— Bölvaðir þorpararnir! Bölvaðir hundarnir! hrópaði John
og var nú búinn að missa þolinmæðina.
— Þannig er það, lávarður minn, að þér eruð ákærður fyrir
föðurlandssvik, og allir, sem leggja yður lið, verða ákærðif og
dæmdir fyrir að hjálpa svikara. Og allt er þetta gert í nafni
drottningarinnar.
— Þér eigið við, að þeir séu búnir að gefa út yfirlýsingu?
— Já, lávarður minn. Þess vegna var þjónninn minn svona
lengi, að hann var að hlusta á tilkynninguna. Þegar þeir náðu
yður ekki heima, las kallarinn yfirlýsinguna.
— Það er gott, að við skulum vera að fara frá Englandi! hróp-
aði herra Blackett. — Sumir hafa falið sig lengi, eftir að búið
var að gefa út um þá svona yfirlýsingu, en það er mjög erfitt.
Jafnvel gamlir og þrautreyndir vinir verða gripnir ótta og
skelfingu, þegar svona er komið.
— Annað kvöld, sagðd Trenck. — Hvað er nú? Þjónninn tal-
aði aftur við hann á flæmsku. Trenck hlustaði og þýddi síðan
í flýti.
—• Sir Hilery Hunsdon og ungfrú Anna Hunsdon hafa líka
verið yfirlýstir svikarar, þar eð þau hafi stuðlað að því, að
lávarðurinn hefði skipun Ráðsins að engu.
— Bölvaðir óþokkarnir!
— John sneri sér að Trenck. — Getið þér flutt þau til
Frakklands?
—■ Kaupmaðurinn fylltist áhuga, þrátt fyrir rólyndi sitt. —
Vissulega, sagði hann — svo framarlega, sem hægt er að koma
þeim til London.
— Þess þarf ekki, sagði Francis. —Ef við getum komið þeim
til Devonshire, get ég á einum klukkutíma fengið tíu sjómenn
til að flytja þau yfir. Útvegið mér hest og lofið mér að fara.
— Hvað segið þér! Ætlið þér að ná þeim úr höndum lög-
reglustjórans einsamall. Hættið að tala eins og fábjáni.
— Verið rólegur, herra einkaritari. Sendiböði drottningar-
innar er ekki enn þá lagður af stað, því að þeir leggja ekki af
stað undir nótt. Ef ég ríð hart get ég veiúð búinn að koma
Hunsdon-feðginunum undan, áður en sendiboðinn kemur til
lögreglustjórans.
— Þetta er rétt, herra Blackett! Hvar getum við fengið hesta?
Á kvöldvokuniti.
Fjallabúi í Virginíu kom einu
sinni að leita læknis og hafði
langa veiðimannabyssu með-
ferðis.
,,Þér eruð læknirinn?“ sagði
hann jafnskjótt og hann kom
inn.
,;Já, það er eg. Hvað get eg
liðsinnt yður? •
„Það er ekki eg, sem þarf á
hjálp yðar að halda heldur
tengdasonur minn.“
„Og hvað er að honum?“
„Ja — það er nú eiginlega
ekkert að honum, en eg neydd-
ist til að skjóta hann.“
„Þér ættuð að skammast yð-
ar, —- þér fullorðinn maður og'
viti borinn að skjóta tengdason
yðar.“
„Hann var nefnilega ekki
tengdasonur minn, þegar eg
skaut hann!“
•
Nýr prédikunarstóll hafði
verið settur upp í skozkri kirkju
og presturinn og meðhjálpar-
inn voru að prófa hversu vel
töluð orð bærist þaðan.
„Standð þér þama utarlega
og hlustið á hvernig heyrst til
mín,“ sagði prestur og las síð-
an ritningargrein.
„Agætlega, prestur minn,
ágætlega,“ sagði meðhjálpar-
inn.
„Farið þér nú upp í prédik-
unarstólinn og segið það sem
þér viljið, en ég ætla að hlusta,
hér utan til.“
Meðhjálparinn sté í stólimi.
„Eg hefi ekki fengið launa-
hækkun í þrjú ár. Hvemig'
hljómar þetta, prestur minn?“
•
Hugulsamur þjónn. Gestur-
'inn var rauður í andliti og ó-
venjulega gildvaxinn. Hann
kallaði á yfirþjóninn og bað
um: „Gæsalifur, humar, ham-
borgarhrygg með rauðkáli og
sykurbrúnuðum kartöflum,
og ábæti.“
Þjónninn hneigði sig með
mestu lotningu og spurði: „Ætti
eg ekki að færa yður sóda-
púlvef á eftir?“
•
Kennarinn horfir á piltinn
Iitla strangur á svip: „Segðu
sannleikann karl minn. Hver
hefir skrifað stílinn þinn?“
PiltUrinn: Hann pabbi minn.
Kennarinn: Allan stílinn?
Pilturimi: Nei, eg hjálpaði
j honum dálítið.
. Wrt^WWlrtíWWW^^ÍWWWAW-WVWW-
€, & SurrcuqhA
1727
Tarzan fór iangar lciðir, án þess
■að fjnna dýr, cn allt í einu nam hann
,-staðar, því að þorp mannætnanna var
beint framundan.
Hann stökk upp á grein á liáu
tré, en greinin var of veik og brotn-
aði, og Tarzan steyptist niður.
Hann hafnaði beint niðri á einu
stræti þorpsins og var þegar í stað
umkringdur villimönnum.
Þeir voru allir vopnaðir spjót og
létu dólgslega.---Grípið hann, æpti
Manga, foringi villimannanna.