Vísir - 15.01.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 15.01.1955, Blaðsíða 7
!ÍLaugardagmn 15. januar .1955. VlSIR T lega. —: Þessa rýtinga kalla ítalir cinguedea, lávarður minn. Þetta er þægilégt vöþn. Ger.ið nú svo vel og fylgið mér eftir. Hann gekk upp stigann og skaut slagbrandi frá hurð, sem opnaðist út í lítinn gajð. —- Við megum ekki kveikja ljós. Gerið svo vel og haldið í belti mitt og herra Killigrew i belti yðar, svo að þið dettið ekki út af bryggjunni. Þið hinir verðið að vera eftir. Þeir kvöddust í hálfum hljóðum og gengu siðan fram með gluggalausum vegg. Allt í einu nam Trenck staðar. — Gáið að ykkur, sagði hann. Því næst gengu þeir niður þrep og loks var timburpallur undir fótum þeirra. ■— Hér er báturinn, sagði Trenck. — Hann er mannaður fjór- um hásetum frá s;kipinu, sem átti að flyjta yður yfir sundið aðra nótt. Þeir eru traustir og áreiðanlegir og eru vel kunnugir ánhi. En þið skulið sámt ekki spyrja neinna spurninga né svara slíkum og framar öllu skuluð þið hvorki nefna nöfn né nota titla . . . — Francis sagði: — Þér getið ekki farið, lávarður minn! Þér eruð yfirlýstur föðurlandssvikari. — Og þér eruð yfirlýstur sjóræningi sjálfur! Við þurfum þrjá hesta — góða hesta — handa yður, mér og Ambrose, Eg er hræddur um, að þér getið ekki fylgt okkur eftir, herra Blackett. — Satt er það, lávarður minn, sagði einkaritarinn daufur í dálkinn. — En hvernig ætlið þið að komast gegnum hliðin, án þess að vera teknir fastir? — Þess þarf ekki, sagði Trenck. — Eg á bát, og það er hægt að róa upp ána til Windsor og vera fljótari en ríðandi menn að næturlagi. Þar verður að kaupa hesta og ég býst ekki við að geta orðið til nokkurrar hjálpar þar. John tók af sér sverðið og rétti kaupmanninum það. — Mig vantar peninga og gimsteinarnir á hjöltunum eru einhvers virði, jafnvel þótt þér verðið að selja þá í Flandern. Eg þarf líka að fá önnur föt. Eg er of vel klæddur til að komast ferða minna athugasemdalaust .... — Eg hef þjónsbúninginn, sem þér áttuð að fara í til skips, lávarður minn. En um borgun er það að segja .... — Að þér hafið ekki fengið neitt enn þá, greip Francis fram í — Ef lávarðurinn fær yður líka skrautið úr húfunni sinni þá verður það drjúgur skild'ingur, og þér vitið það. Hann getur líka látið hringana af höndum, því að þjónn ber ekki svona dýra hringá. Eg skal bæta við hring úr minni eígu, en ég verð að halda eftir sverði og gimsteini, því að ég ferðast til Gloucestershire sem húsbóndi og ég verð að leika það hlut- verk. Trenck bar. dýrgripina upp að birtunni og rannsakaði þá vandlega. — Yið kaupum þessa, sagði hann og kailaði á þjón- inn, sem hafði vísað þeim inn. Hann gaf honum fyrirskipanir og það var komið með fatnaðinn. John hafði fataskipti með .aðstoð Ambrose’s og innan stundar var hann kominn í dökk- brún föt, sem voru nándar nærri eins fín og þjónsfötin, sem þjónn hans var í. Herra Blackett tók eftir þessu og gerði at- hugasemd. Húsbóndi og þjónn hæfa ekki hvor öðrum. Lávafðurinn er ágætur, en Francis má ekki vera í svona fínum fötum. Við verðum að fá önnur föt handa honum. En eftir fljótlega rann- sókn kom í ljós, að í birgðaskemmu Trencks fundust engin föt, sem hæfðu Francis. — Þá verður Ambrose að verða eftir, sagði John. — Annars verður áhættan of mikil. — Hún er þegar of mikil, sagði herra Blackett. — Francis er auðþekkj anlegur. — Það er ekki fyrri en í Gloucester, sem við verðum að fara varlega, sagði Francis. — Er báturinn tilbúinn eða verðum við að bíða. Gætið yðar vel, herra Blackett og óskið okkur góðrar ferðar. Farið yfir til Frakklands og hittið okkur hjá smiðnum í Rúðuborg, sem ég sendi peningana mína í febrúar. Trenck rétti John poka með peningum í. Hann rétti honum einnig stuttan blaðbreiðan rýting af ítalskri gerð, sem var allt öðruvísi, en langi, mjói rýtingurinn, sem lávarðurinn bar venju- — Það er skilið, sagði Francis. — Eg er herra Harry Horse- field, sém er að fara frá London til að flýja skuldheimtumenn og með mér er þjónn minn, John. — Gott! Þeir munu setja ykkur á land, þar sem þið kjósið sjálfir. Það getur vel verið, að betra sé að lenda í Staines en í Windsor, því að það er nær og þar er ek'kert setulið. En þessu skulið þið ráða sjálfir. Jæja, flýtið ykkur nú í bátinn. Það munaði minnstu, að John færi skakkt að strax í byrjun, en Francis kom í veg fyrir það. Hann ætlaði, af gömlum vana, að stíga í bátinn á undan, eins og hann væri húsbóndinn. Ræðar- arnir lustu þegar árum í vatn, þegar þeir voru seztir. Þeir réru þögulir upp fljótið og Lundúnaljósin dofnuðu í baksýn. í dög- un komu þeir að landi í Staines. XXIII. KAFLI. Smyglararnir voru sérfræðingar i því að þekkja á fljótið. Þeir þekktu bakka þess, strauma, flóð og fjöru. Ræðararnir lentu í ós lítils lækjar. Þar stigu þeir á land, en fannst þeir vera dálítið einmana, þegar báturinn lagði frá aftur. Það bjarmaði fyrir degi þegar þeir gengu in i í borgina. — Það hlýtur að vera veitingahús hér, sagði Francis. Hann gekk á undan niður götuna. Þeir lögðu leið sina að gistihúsi þorpsins, en þar var ekki lífsmark á neinu, að heitið gæti. Fyrir dyrum úti svaf strákur og hvíldi höfuðið á armlegg sér. Francis snuðraði um allt og stjakaði svo við stráksa. — Vakn- aðu, drengur, og náðu í gestgjafann fyrir mig. Drengurinn vaknaði við vondan draum, neri stýrurnar úr augunum, og bandaði frá sér með hendinni, eins og hann bygg- ist við að verða bárinn, en er hann sá, að hann mundi ekki eiga á slíku von, blístraði hann hátt og hvellt, og varð þess þá vart, að einhver hreyfing kæmist á í veitingahúsinu. Hestasveinn rauk út og var greinilegt, að hann bjóst við að vagn myndi standa fyrir dyrum úti, og brá honum sýnilega, er enginn var vagninn þar, og því engir hestar við að taka. Var engu minni furða í andliti hestasveins"ðh stráksins, þess, sem vakinn hafði verið. — Hafið þér séð nokkra hesta á hlaupum hér? spurði Francis lágt af þunga. Það var auðheyrt, að hann reyndi með öllu móti að halda skapsmunum sínum í skefjum. — Auðvitað ekki. Þeir hefðu getað spyrnt hófum í kvið ykkar, án þess þið hefðuð vaknað. Þið erum engu betri en fábjáninn, sem var valdur að því, að við höfum orðið að ganga margar mílur vegar. Náðu í gestgjafann. John átti bágt með að stilla sig, en gat þó haft hemil á tungu sinni. Francis bölvaði og ragnaði og stappaði með fótunum af óþolinmæðL Loks kom sköllóttur náurigi i ljós, skelkaður á svip, með hvíta svuntu framan á sér og var þar kominn gest- gjafinn. . — Eg gæti lánað yður svipu, grerijaði Francis, — til þess að veila ráðningu þessum slæpingjum yðar, og fábjánanum líka, sem kallar sig þjón min.n, — en verður áreiðaniéfa-r«kinn undir eins og' við komumst til Bridgewater. Komið með öl og Á kvoldvökunnl. Sandy fór í golf-félag. Um- sjónarmaður sagði honum, að ef hann ritaði nafn sitt á golf- knétti sína og þeir töpuðust, myndi þeim verða skilað til hans ef þeir fyndist aftur. „Gott,“ sagði hann. „Setjið þá nafn mitt á þenna knött.“ Umsjónarmaðurinn gerði það. „Getið þér ekki sett „læknir“ aftan við það? Eg er nefnilega læknir.“ Umsjónarmaðurinn gerði það. „Og eitt enn. Haldið þér að þér gætið ekki komið þessu tyrir: „Til viðtals frár 10 til 3“?“ • Sóknarnefndin var hneyksl- uð á drykkjuskap Tammasar og eirin a'f þeim tókst á hendur þá erfiðu skyldu að fara heim til hans og vanda um við hann fyrir ofdrykkju. Tammas kannaðist við veik- leiká sinn og hristi höfuðið mjög yfir.sínu syndum spillta eðli. ,Veiztu hvað þú átt að gera, góði minn,“ sagði sóknarnefnd- armaðurinn. ,,í hvert sinn, sem þig langar til að fara inn á knæpu, þá skaltu segja við sjálfan þig, strangur og ákveð- inn: „Snáfaðu aftur fyrir mig, satán.“ Viltu ekki reyna þetta í eina viku eða tvær?“ Jú, Tammas vildi það. En í næstu viku sá sóknarnefndar- maðurinn Tammas koma út úr knæpunni hjá Nancy. Hann. beið ekki eftir því að ráðgjaf- inn segði neitt, en slagaði til háris og sagði: „Það kom að engu gagni ráðið þitt. Hvert sinn sem eg sagði særingaþul- una, fór satan aftur fyrir mig og hratt mér inn í knæpuna.“ ____ • Aðdáandi Talluluh Bauk- head hitti hana í Storkklúbbn- um og sagði: „Tallulah elskan, þú ert eina konan, sem eg hefi hitt á ævi minni og er alger- lega frjálsÁ „Hvaða gagn er að þvi?“ svaraði Tallulah. „Eg er þræll frelsisins.“ • Nýlega var maður einn kall- aður fyrir rétt í Bukarest ásak- aður um að hafa brotizt að næt- urlagi inn í skrifstofu komm- únistaflokksins, og stolið það- an mynd af Malenkov. Söku- dólgurinn játaði innbrotið, en 'afsakaði myndarránið með því, að. sér hefði verið svo dimmt fyrir augum, að hann hefði ekki séð af hverjum myndin var. £ R. Suncuqk&t — TARZAN “ 172H ' :'-v: i Tarzan féll niður úr trénu, er greinin, sem hann var á, brotnaði. Þar þustu að honum mannætur, sem réðust á hann þegar í stað. Enginn má við margnum, og svo fór, að Tarzan var fjötráður. Manga, l'oringi villimannanna. glotti og' lét leiða Tarzan á brott.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.