Vísir - 19.01.1955, Blaðsíða 2
2
VÍSIR
Miðvikudaginn 19. janúar 1955
w,^.vjvwsAruv
vww«-* . __
WVWW O /I? ¥ A F| JWWVW*WW
lí'wvw* 8$ /Ji, 1 |4 s» /í wwwww-wvw
iUXXáiFXJLll. // rwwuww-jw'
!rwv«»WiW«stfW'
rfVWWr-a WV.VW
sVWUWAV-W
ÁVUWAWW
5550- S^vvvv%^m^^íwy,’wvww0vsA^w»'vuvcr»wvi«vi«,:vírfB»*
?wvwvvwvv^r^w*wvwvv ^/v^jvypwvvrviwvBvv-v,vviv%JVVi,wi,vv*w*w^>«,^a»ww
WWW'WS.
yvww^-ii
wwwv^
WWeAV*
ftétUr.
Úívarpið x kvöld:
20.30 Erindi: Börnin og tízk-
an (Arngrímur Kristjánsson
skólastjóri). 20.50 Tónleikar
og plötur. 21.05 ,,Já eða nei“.
— Sveinn Ásgeirsson hagfræð-
ingur stjórnar þættinum. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Upplestur: Smásaga (Baldur
Pálmason þýðir og les). 22.35
Harmonikan hljómar — Karl
Jónatansson kynnir harmoniku-
lög — til kl. 33,10.
Stjórn Dýrfirðingafélagsins
minnir á, að fjársöfnuninni
innan félagsins lýkur laugar-
daginn 23. þ. m.
Styrktarsjóður
munaðarlausra barna. — Sími
7967.
Hekla,
millilandaflugvél Loftleiða,
var væntanleg til Reykjavíkur
kl. 7.00 í morgun frá New York.
Gert var ráð fyrir, að flugvélin
færi kl. 8.30 til Stafangurs,
K.hafnar og Hamborgar.
Kvenfélag Hallgrímskirkju.
Skemmtifundur í kvöld að
Röðli (miðvikudag) kl. 8.30.
Félagsmál, einsöngur og upp-
lestur. Takið spil með ykkur.
V 5
í IVflnnisblað \
í almennings. j
Miðvikudagur,
19. janúar — 19. dagur árs-
ins.
Flóð
var í Reykjavík kl. 2.12.
e. h.
Ljósatími
bifreiða og annarra ökutækja
í lögsagnarumdæmi Reykja-
víkur er kl. 15.40—9.35.
Næturlæknir
er í Slysavarðstofunn. Sími
5030.
Næturvörður
er í Laugavegs Apóteki,
sími 1616. Ennfremur eru
Apótek Austurbæjar og Holts-
apótek opin til kl. 8 daglega,
nema laugardaga, þá til kl. 4
síðdegis, en auk þess er Holts-
apótek opið alla sunnndaga frá
kl. 1—4'síðdegis.
Lögregluvarðstofan
hefir síma 1166.
Slökkvistöðin
hefir ^íma 1100.
K. F. U. M.
Biblíulestrarefni: Mt. 7,
24—29. Kenning með valdi.
Söfnin:
I»jóðminjasafnið er opið kl.
13.00—16.00 á sunnudögiun og
kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum
og fimmtudögum.
Landsbókasafnið er opið kl.
10—12, 13.30—19.00 og 20.00—
22.00 alla virka daga nema
laugardaga kl. 10—12 og 13.00
—19.00.
Náttúrugripasafnið er opið
sunnudaga kl. 13.30—15.00 og
á þriðjudögum og fimmtudög-
um kl. 11.00—15.00.
Listasafn Einars Jónssonar
verður í vetur opið frá kl.
13.30—15.30. á sunnudögum ein-
ungis. — Gengið inn frá Skóla-
vörðutorgi.
1
A. Gregory Nowakoski
hefir verið veitt bráðabirgða-
viðurkenning sem vararæðis-
maður Bandaríkjanna í Reykja-
vík.
Heilbrigðismálaráðuneytið
hefir framlengt ráðningu
Harðar Þorleifssonar cand. med.
& chir sem héraðslæknisins í
Hvammstangahéraði til 15.
þ. m.
Fríkirkjan.
Fermngarbörn þetta ár eru
beðin að koma til viðtals í
kirkjuna fimmtudag kl. 6,30.
Presturinn.
Hjúskapur.
Fyrir skömmu voru gefin
saman í hjónaband af síra Þor-
steini Björnssyni Hrafnhildur
Guðbrandsdóttir, Mosgerði 10,
og Gunnar Richardsson sima-
maður, sama stað. Heimilisfang
þeirra er Mosgerði 10.
Farsóttir í Keykjavík
vikuna 26. des. til 1. jan. 1955,
samkvæmt skýrslum 18 (20)
starfandilækna:
Kverkabólga 50 (29). Kvef-
sótt 163 (192). Gigtsótt 1 (0).
Iðrakvef 20 (10). Mislingar 16
(18). Hettusótt 107 (113).
Kveflungnabólga 16 (17). Tak-
sótt 1 (2). Rauðir hundar 71
(79). Munnangur 6 (11). Kik-
hósti 2 (0). Hlaupabóla 6 (10).
Hvar eru skipin?
Eimskip: Brúarfoss fór frá
Akureyri í fyrardag til Siglu-
fjarðar, Skagastrandar, Hólma-
víkur, Drangsness, Isafjarðar,
Patreksfjarðar og Breiðafjarð-
ar. Dettifoss fór frá Ventspils
sl. sunnudag til Kotka. Fjall-
foss fer frá Hamborg á morgun
iil Antwerpen, Rotterdam,
Hull og Rvk. Goðafoss er í Rvk.
Gullfoss fer frá Rvk. í dag til
Leith og K.hafnar. Lagarfoss
fór frá Rvk. sl. laugardag til
New York. Reykjafoss fór frá
Hull sl. laugai’dag til Rvk. Seí-
foss kom til K.hafnar 8. jan.
frá Falkenberg. Tröllafoss fór
frá New York 7. jan. til Rvk.
Tungufoss fór frá Néw York
13. jan. til Rvk. Katla fór frá
London sl. laugardag til Danzig,
Rostock, Gautaborgar og
Kristiansand.
Skip S.Í.S.: Fjallfoss fór frá
Túborg í gær áleiðis til Gran-
gemouth. Arnarfell fór frá Rvk.
10. þ. m„ áleiðis til Brazilíu.
Jökulfell fór ;frá, Rvk.; í gær: á-
leiðis til Hamborgar og Vent-
spils. Dísarfell er í Keflgvík.
Litlafell, er , á leið frá Norður-
iandi til Faxaflóáhafna. Helga-
fell er í New York.
í boði Fi-ænku Charleys.
Aústurbæjarbíó var svo hug-
ulsamt, að bjóða leikendúm
Frænku Charleys hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur og stjórn fé-
lagsins til þess að sjá kvik-
myndina með sama nafni, sem
bíóið sýnir nú samtímis sjón-
leiknum í Iðnó. Þetta góða boð
var þakksamlega þegið í fyrra-
kvöld og skenmtu menn sér hið
bezta. Kvikmyndin víkur í
verulegum atriðum frá leikrit-
inu og. var ekki laust við ,að
leikendum fyndist eins og þeir
vera meira heima hjá sér, er
þeir léku „frænkuna“ í gær-
kvöldi í Iðnó í 62. sinn— og
auðvitað fyrir troðfullu húsi
áhorfenda. — L. S.
Krmssfjút** 230!)
Lárétt: 1 hvet áfram, 3 fúgl,'
5 verzl.mál, 6 fæddi, 7 loga, 8
kall, 10 leðju, 12 fæða, 14 skrif,
15 forföðui’, 17 frumefni, 18
gjafmilds.
Lóðrétt: 1 iðnfyrirtæki, 2 o.g
þó, 3 á sjó (flt.), 4. af eldi, 6
gælunafns, -9 menn elta þær
stundum, 11 uppkast, 13 mátt,
16 fangamark.
Lausn á krossgáíu nr. 2398.
Lárétt: 1 Gor, 3 SÍS, 5 af,
6 HN, 7 Búa, 8 la, 10 stóð, 12
inn, 14 Ali, 15 dós, 17 in, 18
kinnin.
Lóðrétt: 1 Galli 2 OF, 3
Snata, 4 skíðin, 6 hús, 9 andi,
11 ólin, 13 nón, 16 SN.
Veðrið.
Kl. 8 í morgun var veðurfar
á ýmsum stöðum á landinu sem
hér segir: Reykjavik S 3, 1.
Stykkishólmur SA 5, 0. Galtar-
vit ASA 4, 1. Blönduós ANA 3,
-r-4. Akureyri VNV 2, -e-10.
Grímsstaðir SA 4, -4-11. Gríms-
ey S 5, -4-7. Vopnafjörður S 3,
-4-7. Dalatangi SSA 3, -4-6. Horn
í Hornafirði NA 1, -4-7. Stór-
höfði í Vestm.eyjum S 5, -4-1.
Þingvellir SSA 2, -4-3. Kefla-
vík SSV 4, 3. — Veðurhorfur.
Suðvesturland til Breiðafjarð-
ar Allhvass sunnan og suðaust-
an. Snjókoma eða slydda. Hiti
um frostmark.
Þykkbæingar
vestan heiðar hafa kyrming-
arkvöld í Edduhúsinu við Lind-
argötu laugardaginn 22. jan. kl.
814 stundvíslega. — Skemmti-
atriði.
Höfnin.
Geir kom af veiðum í morg-
un. Hallveig Fróðadóttir fór á
veiðar í gær. Mogens, lítið,
danskt fisktökuskip er hér;
lestar saltfisk. Olíuskip, sem
í gær lá við Laugarnes, fór ár-
degis í dag.
Stjörnubíó
hefir Undangengin kvöld sýnt
kvikmyndina „1. apríl árið
2000“. Kvikmyndin gerist, eins
og safnið bendir til. 1, apríl
árið 2000“. Kvikmyndin er. um
margt. nýstárjeg og fjölbreyti-
leg mjög.og hefir þann boðskap
að flytja frá lit)u hersetnu landi
til þjóðar, eða réttara sagt frá
glaðlyndri smáþjpð, sém yill fá
að una glöð við stt, en fær það
ekki vegna tog'streitu stórveíd-
anna. — í myndinni eru atriði
úr fjölda mörgum þekkturn óp-
erum, sem brugðið er fyrír leift-
ursnöggti Aðalhlutverk leika
Hans Moser, Hilde Krahl og
Josef Meinrad.
Stóika Óskast
til afgreiðslustarfa, nú
þegar eða um mánaðamótin.
Veitingastofan
VEGA
Skólavörðustíg 3,' sími 2423.
Kjötíars, íislilars, svlS,
rjúpur, rauekáí, hvítkál,
rauSróíur, appelsinur,
epH, grapelruit, sítróu-
ur og vmber.
Verzlun
Axels Sigus'gelrssonai
Barmahlíð 8. Sími 7709.
Háteigsvegi 20. Sími 6817.
Kjötfars, hakkað salt-
kjct, Ir/ítkál.
-JJjöt (jrœnmeii
Snorrabraut 5G, Sími 2853
og 80253. — Nesvegi 33,
Sími 82653 — Melhaga 2,
Sími 82936.
8RYLCREEM
Snyrfimenni vilfa helst
BRYLCREEM
Hvílikur munur á hári sem er líflegt, með
fallegum gljáa, og þvi hári, sem er klesst
niður með mikilli feiti eða olíu. Gætið þess
að hár yðar sé snyrtilegt og vel greitt með
Brylcreem hinu fullkomna hárkremi. Með
Brylcreem greiðist hárið vel, án of mikillar
feiti, vegna þess að í Brylcreem er fitu-efnið
í uppleystu ástandi. Með Brylcreem fer hár-
ið vel og gljáir daglangt. Nuddið Brylcreem
vel inn í hársvörðinn, það styrkir hann,
minnkar flösu og gerir þurt hár liflegt og
mjúkt. Notið ávallt Brylcreem og hár
verður gljáandi, mjúkt og fallegt.
Hið fullkoinna hár^*
Konan mín,
■ LtgÝcídn r .1 ólia be nsdíó^tiv'
andaSist í nótt að heimili sínu Klapparstíg 13
Magnús Björnsson.
Jarðarför hjartkærs eiginmanns og föður,
Gottsveins Oddssonar,
úrsmíðameistara,
fer fram frá Fossvogskapellu, föstudagiim 21.
þ.m. kl. iy2 e.m. Blóm afbeðin, en þeim, sem
vildu minnast hans, er vinsamlega bent á
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Athöfninni verður útvarpað.
Ingibjörg Guðmundsdóitir,
Unnur Gottsveinsdóttir.