Vísir - 19.01.1955, Blaðsíða 11

Vísir - 19.01.1955, Blaðsíða 11
VÍSIR TVEiðvikudaginn 19. janúar 1955 n Slysfarir í Borgarfirði fyrir 90 árum, Þann 18. október árið 1866 varð bátstapi í utanverðum Borgarfirði eða á Faxaflóa og fórst þar bátur með tveim mönnum á. Hafði bátur þessi komið inn- an úr Hvítá og haldið út Borg- arfjörð. Sást til hans fram hjá Melum í Borgarfirði um kl. 5 síðdegis, en með því að vindur var mótdrægur var talið víst að hann hafi eigi komizt suður undir Vogana, norðanvert við Skipaskaga fyrr en um sjö- leytið um kvöldið. Daginn eftir fannst svo bát- urinn rekinn í brotum, enn- fremur mestallur farangurinn og annar maðurinn. Hinn maðurinn fannst rekinn daginn eftir þegar leit var hafin og gengið á fjörur. Formaðurinn á bátnum var Þorbjörn Davíðsson frá Spóa- mýri,1 kvongaður maður, ekki gamall og átti mörg börn í æsku. Hásetinn var Jón Snorrason vinnumaður frá Höll í Þverárhlíð. Áður urn sumarið eða níunda dag ágústmánaðar gekk bónd- inn í Neðranesi í Stafholts- tungum, Helgi Jónsson, suður- undir Hvítá. Þegar hann lagði af stað ætlaði fólkið að leggja sig um miðjan daginn, og taldi hann erindi sitt vera að skoða slægjur á engjum suður undir ánni. Kvaðst hann mundu koma strax aftur og hélt hann á orf- inu sínu. Þegar fólkið vaknaði var Helgi ekki kotninn. Hélt það að hann væri farinn að slá suður við ána, og gekk sonur hans, sem Ásmundur heitir, strax suður að ánni Hann sá þá föður sinn hvergi á engjum og hélt því för sinni áfram upp með Hvitá, upp fyrir svokallað Langholtsvað og þangað, sem heita Hörðuhólar. Þar er hylur í Hvítá og hringiða í hylnum. Sér Ásmundur þá orf föður síns í hylnum og hafði orfhæll- inn eða ljárinn fest sig við stein, en föður sinn sá Ásmund- ur hvergi. Töldu menn víst að Helgi hefði farið í þ.enna hyl, enda fannst lík hans, eðá var slætt upp úr ánni, þar skammt frá' eftir ítrekaða leit. Þótti kunnugum mönnum engi lík'- indi til að hann hafi fariztþarna- fyrir slys, heldur fargað sér á þenna hátt í geðveiki eða þung- lyndi, en það hafði ásótt hann mjög er leið á sumarið. Vorið næsta áður var Helgi á ferð sjóveg af Brákarpolli, og kom þá svo hastarlega yfir höfuðið á honum, að hann féll í sjóinn, náðist þó aftur, en var íívo aðþrengdur að menn héldu að hann hafi ekki orðið jafn- góður aftur. Héldu memi að eitthvað svipað hafi aðborið, er Hélgi drukknaði í Hvítá, eða þá öllu heldur að að hönum hafi kpm- . ið: einhver ráðleysa. Ekki vita ménri samt áð harin hafi' sett neitt fyrir sig, enda voru heirri- ilisástæður hans í öllu tilliti hinar æskilegustu, og þann 28. júlí þá um sumarið, kvæntist hann í seinna sinn og var þá glaður og kátur. Helgi sálugi var maður skyn- samur og ráðsettur og stilltur vel, nokkuð dulur og þungbú- inn í skapi, helzt hversdagslega, en gat þó verið glaður og skemmtnn. Hann var dugnað- armaður og var orðinn með efnuðustu bændum í Stafholts- ________________________ maima. Er það til merkis aðj Bílaverksmiðjurnar eru alltaf við og við að búa til bíla hann hafi eitt sinn, svo margir „framtíöarinnar“ og sést hér einn slíkur, sem Lincoln- menn sáu, hlaupið alvotur eða Mercury-verksmiðjur Fords hefur gert og nefnist Futura. — gegndrepa yfir gröf þá, sem er Vagninn er næstum 20 fet á lengd og sjö á breidd, en aðeins að vestanverðu við Keflavik. tæp fjögur á hæð. Menn skulu athuga bað, að myndin hér a<S Þótti það svo vel gert að hlaup- ( ofan er tekin af bílnum aftan frá! ið var mælt og voru réttar 10 álnir. Siimír telja langlífi stafa af neyzlu þess, aörir af bindmdissemi. Fyrir nokkru átti kona ein í smábæ í Westfalen í V.- Þýzkalandi 101. afmælisdag- inn. Eins og venjan er við slík tækifæri, var hún að því spurð, hverju hún þakkaði þenna háa aldur sinn. Hún svaraði meðal annars, að þetta mætti þakka því, að hún hefði frá því að hún hefði frá því að hún varð fullorðin, fengið sér einn eða tvo snapsa á dag. Það er að vísu alltaf grunsamlegt, þegar menn segja „einn til tvo“, en hvað um það, skömmu síðar varð íbúi í Goldaming hjá London 100 ára og fyrir hann var lögð sama spuming. Hans svar var á þá leið, að hann þakkaði hinn háa aldur sinn því, að hann hefði aldrei bragð- að áfengi. Maður veit ekki, hvað maður á að halda, þegar maður fær svo gerólík svör við sömu spurningunni. Hitt er víst, að áfengisneyzlan í Frakklandi, sem nemur 21 lítra af hreinum vínanda á hvert mannsbarn á ári, eða 30,5 1. á ári, þegar að- eins er reiknað með fullorðn- um, er mikið áhyggjuefni, því að geðveiki er hvergi algengari af völdum áfengis. Annars er áfengisneyzla í hinum ýmsu löndum, er næst ganga Frakklandi í þessu, sú, sem hér skal greina: Ítalíu (9,2 eða 14,2), Sviss (9 eða 13), Belgíu (6,3 eða 8,8), Bandaríkjunum (6,2 eða 9,4), Bretlandi (5,9 eða 9,3) og V.- Þýzkalandi (4,2 eða 6,1). Læknar í Frakklandi komust nýlega að þeirri niðurstöðu, að hættulaust væri fyrir skrif- stofumann að drekka hálfah ltr. víns á dag, verkamann þrjá fjórðunga úr lítri og stritvinnu- mann einn lítra. En áhrif áfengisneyzlu á menn virðist velta á ýmsu, svo sem þessi saga getur kannske sannað. Ári 1827 var arlcitekt, sem Wilhem Zahn hét, boðinn að borða hjá Goethe, snillingn- um mikla. Við disk hvers' manns stóð flaska af rau'ðvíni eða hvítvíni. Zahn bætti vatni í vín sitt, til þess að verða ekki ölvaður, og mælti Goethe þá: „Hvar hafið þér lært slíkan dónaskap?“ Goethe varð 82ja Isalög á ísa- firði. ísafirði í gær. Hér liafa verið hörð frost mn skeið en annars yfirleitt gott veður. f gær og nótt snjóaði þó all- mikið og í dag var kominn tals- verður snjór. Pollurinn er sú hemaður að mestur og hefur orsakað að flugvélar geta ekki lengur lent þar, en lenda þess í stað á sundunum fyrir utan. Ekki hafa þessi ísalög samt á nokk- urn hátt orðið til trafala fyrir skipagöngur inn á ísafjarðar- höfn, enda er stöðug umferð um höfnina og veldur vafalaust nokkru um það að renna helzt opin á siglingaleið. ísinn er auk þess þunnur og skipum myndi vafalaust reynast auð- velt að brjótast í gegnum hann. Bátarnir hafa aflað heldur minná síðustu dagana en áður, og aflinn auk þess misjafnari, eða frá 3 og upp í 6 lestir á bát. jwv* .■v^wvw'^-'wuvv- ------ ára og þekktasti Þjóðverji um allan aldur. Zahn varð 71 árs, og gersamlega óþekktur af öðru en bréfum, er hann ritaði til vina sinna, til að segja frá of- angreindri veizlu hjá skáld- jöfrinum. ikil bslakaup vsstan hafs. Fréttabréf frá AI*. Detroit 10. jan. Mikill fjörkipiiur hefur komið í bifreiðaframleiðslu og verzlun. síðan í byrjun desember. Skýra bifreiðaverksmiðjurnar svo frá, að eftirspurn eftir bif- reiðum af gerðinni 1955 hafi ver ið miklu meiri en menn höfðu gert ráá' fyrir, og fyrri hluti des- embermánaðar var til dæmis betri en nokkru sinni síðan fyr- ir strið, fleiri bifreiðar afhentar og fl.eiri pantaðar hjá smiðjun- um. Voru þó ekki allar verk- smiðjurnar búnar að sýna hinar nýju gerðir sínar, en liinar síð- ustu sáu dagsins ljós í byrjun þessa mánaðar. Allir framleiðendur leggja á- Iierzlu á aukinn liestaaflafjölda, en sjálft útlitið er cinnig breytt, hifreiðir nær allar tvílitar og þá litaskiptingin mjög nýstárlég og hjá sumum, en auk þess eru allar línur miklu rennilegri en áður. Hriclge: Sveit VlKhj. Sig. efst me5 6 stsg. Þriðja umferð f sveitakeppn.il meistaraflokks Reykjavíkur í brigde var spiluð í gærkveldi. Leikar fóru þannig að sveit Vilhjálms Sigurðssonár vann sveit Brynjólfs Stefánssonar, sveit Harðar Þórðarsonar vann. sveit Elínar Jónsdótúr, sveit Róbérts Sigmundssonar vanni sveit Jóns Guðmundssonar,, sveit Einai’s B. Guðmundssonar vann sveit Halls Símonarsonar, sveit Hilmars Ólafssonar vann sveit Gunngeirs Péturssonar, en sVei.tir þeirra Kristjáns Mágn- ússonar og Ólafs Einarssonar gerðu jafntefli. Nú er sveit Vilhjálms. Sig- urðssonar sú eina, sem tjl þessá hefur unnið alla'kepþi- nauta sína og er éfst með 6 stig. Næsta umferð, :sem ei’ sÚ, fjorða í röðinni, verður spiíuð á sunnudaginn kemur kl. 1.30 e.h. í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Það*er sjaldgæft, að dýr í dýragörðum eignist afkvæmi, og það þóttu því stórtíðindi á öögun- þegar ljóriynjan i dýragárðírium í Frankfurt gaut og eignáðlst fjófa hvolpa. Hér.sést móð- irin með afkvæmi sín. © Bandaríski flugherinn er reiðubúinn til að gera til- raunir njcð „Sriark“, eld- flaug, sem úrint á, að vera að skjóta alli að 8000 knp vegarlengd. Þessi aldflaug er sögð f yriiTenrtari annarar enn meirl, sem er í smíðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.