Vísir - 19.01.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 19.01.1955, Blaðsíða 4
VfSIR Miðvikudaginn 19. jariúar 1955 Andsvar frá Nýfa rnynd- listafélaginu. Greinargerð yarðandi Rómaborgar- sýninguna og afstöðu FÍM. Eins og Ijóst kemur fram í greinargerð Félags íslenzkra myndlistarmamia hafa félag- inu með bréfi frá Stokkhólmi dags. 17. febr. 1954 borizt fyrstu boðin um Rómarsýning- una, þá „ófullburða hugmynd“, eins og komist er að orði. Þó stendur á öðrum stað í grein- argerðinni að tilboði ítölsku ríkisstjórnarinnar vhafi verið svarað játandi 13. júlí í sumar og staðfest skömmu síðar af Félagi íslenzkra myndlistar- manna. Gæti þetta bent til þess að nefnt Stokkhólmsbréf hafi verið veigameira en látið er í veðri vaka. Er því augljóst og staðfest að Ásgrímur Jónsson hefur hvergi hallað réttu máli, og mátti öllum vera það ljóst. „Endanlegt boð um samnorræna listsýningu í Róm lá þó ekki fyrir fyrr en um miðjan nóv- ember s.l.“, segir ennfremur í greinargerð Félags íslenzkra myndlistarmanna, en áður er sagt að tilboði ítölsku ríkis- stjórnarinnar hafi verið svarað játandi 13. júlí. Er þetta ekki dálítið einkennileg röksemdar- færsla og bending um að hér sé verið að æfa sig í orðaleik, sem ekki er að skaplyndi manna eins og Ásgríms Jóns- sonar? Bréf um sýninguna barst Nýja myndlistafélaginu ekki fyrr en 6. des. s.l. eins og áður er vikið að, og engar formlegar umræður áttu sér stað milli félaganna. Norræna listbandalagið hefur víðtæku menningarhlutverki að- gegna á Norðurlöndum með samsýningum, sýningum ein- stakra málara, fræðslustarfsemi o.-fl. Stjórnir þess voru 1947 er-eg þekkti til, skipaður einum manni, auk starfandi málara, erí var fulltrúi í menntamála- ráðuneytum landanna, opinber- um. safnvörðum, eða öðrum fuíltrúum hins opinbera, og sýnir það mjög greinilega að gert er ráð fyrir samstarfi við stjórnarvöld landanna. Jafn- '? ljóst er af lögum félaganna að ’almenn þátttaka er hugsuð þar í samsýningum, enda deildirnar þannig upp byggðar, að gert er ráð fyrir almennu samstarfi hinna ýmsu félaga, og er mér ekki kunnugt um að útnefning fulitrúa í einstökum félögum fari þar eftir almennri höfða- tölureglu, enda erfitt að koma slíkum ,,lýðræðishugmyndum“ á framfæri í listum; þar sem margir eru kallaðir en fáir út- valdir, Ekki er mér kunnugt um hvort stjórn Norræna list- bandalagsins veit hvernig mál- um er hér háttað, þær breyt- ingar sem orðið hafa í samtök- um málaranna hér frá því að bandalagið var stofnað. Eru það tilmæli okkar að stjórn Félags íslenzkra myndlistarmanna upplýsi hvort svo er. Að öðru leyti leyfi eg mér að vísa til bréfs okkar til menntamála- ráðherra dags. 28. apríl 1953, og samrit var sent af til F.Í.M., sem er of langt til að birta hér, þar sem varað er við því að það félag færi eitt með um- boð Norræna listabandalagsins, og gagnstætt væri því sem er á hinum Norðurlöndunum og lögum bandalagsins, Félag íslenzkra myndlistar- manna flaggar mjög með fjölda meðlima sinna, enda vekur Ás- grímur Jónsson athygli á því í bréfi sínu að það félag sé fjöl- mennara. Nýja myndlistafélag- ið hefur átt kost á að fjölga meðlimum sínum, en félagið er stofnað með því markmiði að meðlimir þess taki, helzt árlega, þátt í samsýningum þess með nýjum myndum, er sanni að félagsmenn séu í raun og veru starfandi málarar, er óhikað leggi verk sín undir dóm al- mennings. Þetta hlýtur líka að vera skilyrði fyrir inntöku í félagið, auk þess að allir með- limir félagsins samþykki inn- tökubeiðnina. Nýja myndlista- félagið hefur birt opinberlega nöfn meðlima sinna og mun halda því áfram. Væri æskilegt að Félag ísl. myndlistarmanna gerði slíkt hið sama, og er það eina sönnun þess að í félögun- um séu ekki „gerfimeðlimir.“ Félag ísl. myndlistarmanna virðist telja óheppilegt að þessi mál séu rædd opinberlega. En þar sem leitað hefur verið til Alþingis um opinberan fjár- styrk til þess að standa undir kostnaði við þátttöku íslands í sýningunni, er hún ekki lengur einkamál málaranna. Almenn- ingur í þessu landi sem féð leggur fram á kröfu á að fá að fylgjast með málunum. Og raunar hvort sem kostuð er af opinberu fé eða ekki. Frá hendi Nýja myndlistafélagsins fer hér ekkert á milli mála, sem óæskilegt er að íslenzkir blaðalesendur fylgist með. — Þessi mál eru engan veginn komin á þann vettvang að þau séu orðin ,,viðkvæm“. Drengi- legar og hreinskilnar umræður ! eru rétta leiðin. Þeir aðilar | sem hér ræða saman eru marg- ir hverjir persónulegir vinir og félagar, og því ástæðulaúst að óttast að út af þesgum nauð- synlegu umræðum spinnist fjandsamlegar deilur, ef báðir aðilar gæta hófs eins og Ás- grímur Jónsson gerði í sínu bréfi. Nýja myndlistafélagið gerði með áðurnefndu bréfi til menntamálaráðherra, dags. 28. apríl 1953, tilraun til þess að leysa eitt af höfuðvandamál- um þessara tveggja félaga, nefnilega þátttöku þeirra í Norræna listbandalaginu. Það mun tæplega orka tvímælis í augum réttsýnna manna og greinargóða um listmál, að ó- viðunandi sé að tveir úr hópi stærstu málara okkar, Ásgrím- ur Jónsson og Jón Stefánsson, séu útilokaðir frá afskiptum um þátttöku í opinberum sýning- um erlendis á íslenzkri mál- aralist, fyrir það eitt að hafa kosið að ganga úr félagi því, sem þó fer áfram með um- boð Norræna listabandalagsins, og ólíklegt að á meðan svo stendur, að Alþingi veiti styrk til sýninganna á vegum Félags ísl. myndlistarmanna án sér- stakra skilyrði, eins og líka hefur komið mjög greinilega í ljós með samþykktinni um styrk til sýningarinnar í Róma- borg. Það er engin framtíðar- lausn þó að stjórn Félags ísl. myndlistarmanna séu í svipinn ýmsir drengilegir menn, sem sýnt hafa það lítillæti að telja, sig fúsa til að skipa sjálfir einn fulltrúa frá okkar félagi í sýningarnefnd,- sem varla virð- ist þó einu sinni löglegt eftir því sem fram kemur í greinar- gerð félagsins. Samskonar hátt- vísi hafa þeir og sýnt gagnvart einum utanfélagsmanni og er vonandi að ekki verði tekið hart á því, enda fara þeir ekki dult með ábyrgðartilfinningu sína gagnvart umbjóðendunum ytra, og finnst ýmsum að hún mætti ölíum. að skaðlausu einnig ná nokkru nánar til eldri [ félaga þeirra hér heima. Eina hugsanlega framtíðar- lausnin, sem viðunandi er fyrir þjóðina, sem kemur til með að bera kostnaðinn við allar meiri háttar sýningar erlendis, er að fulltrúar viðurkenndra, starf- andi málara og hins opinbera, fari með umboð Norræna list- bandalagsins og skipi sýningar-' nefndir, eins og tíðkast hjá! hinum Norðurlandaþjóðunum. Hvort þeir 10 menn sem nú' skipa Nýja myndlistafélagið bg félagið Óháðir listamenn, ættu þar 3 á móti 12 frá Félagi ísl. myndlistarmanna skal ekki deilt hér. Ef til vill verður , hægara að átta sig á því er birt hefir verið opinberlega með- limaskrá Félags ísl. mynd- listarmanna eins og hin félögin hafa gert. Frá því er sagt að Jóhannés Kjai-val og lómas Guðmundss., form. Bandalags íslenzkra listarmanna, hafi brugðist vel við málaleitunum um meðmæli með umsókn um styrk til sýn- ingarinnar. Er það vaiia meira en hver og einn annar mundi hafa gert, gerandi ráð fyrir að samkomulag yrði um val myndanna, eins og þessir menn ■munu vafalaust hafa treyst, þar sem þá hafði ekkert komið fram opinberlega um deilur félag- anna. Um val mannanna í sýning- arnefndina er ástæðulaust að vera langorður þar. sem Þor- valdur Skúlason, Gunnlaugur, Scheving og Svavar- Guðnason eru allir þekktir málarar, og sem, eins og réttilega er bent á, í greinargerð Félags isl. myndlistarmanna, að við höf- um oft leitað til sjálfir til að aðstoða okkur við myndaval og annað. Hitt ér jafnótvírætt að tveir þeirra af þremur og tveir af fjórum, ef undirritaður hefði tekið þátt í néfndinni eins og ráð var fyrir gert, eru full- trúar „abstraktmálara", og viljum við alls ekki fallast á að yfirlitssýning síðustu fimm- tíu ára eigi að minnsta kosti helmingur myndanna að túlka þá stefnu í myndlist okkar, eins og val nefndarmannanna gefur ákveðið til kynna. Á það er bent óþarflega há- tíðlega, að Félag ísl. myndlist- armanna hafi kostað sýningu þeirra Jóns Stefánssonar, Jóhannesar Kjarval og Ás- gríms Jónssonar á sínum tíma til Stokkhólms. Þetta boð frá Svíþjóð um að sænska deildin sæi um sýningu verka þessara þremenninga er í fullu sam- ræmi við lög bandalagsins, og mun Félag ísl. myndlistar- manna ekki hafa átt frum- kvæði um þá sýningu heldur Svíarnir sjálfir. Er næsta ó- viðfeldið að minna elzta málara landsins, brautryðjendami í ís- lenzkri málarlist og um félags- mál íslenzkra málara, á, að félag það er hann hefur öðr- um fremur komið á öruggan fjárhagsgrundvöll, telji eftir að greiða kostnað við sendingu á myndum hans til Svíþjóðar, kostnað sem félaginu mistókst að fá greiddan af opinberu fé, eins og eðlilegast hefði verið. Að sinni skal ekki um það rætt hve brýn nauðsyn hafi verið fyrir núverandi meðlimi Nýja myndlistafélagsins að grípa til þess ráðs að hverfá’ frá öllum eignum síhhm í Fé- lagi isl. myndlistarmanna og aðstöðu í Norræna listbanda- laginu og stofna nýtt félag. En er lesin eru niðuríagsorð Framh á 9. síðu. Grímsstaðahoft íbúar á Grímsstaðarholti og þar í grend þurfa ekki að fara lengra en í SVEINSBÚÐ Fálkagötu 2 til að koma smáauglýs- ingu í Vísi. Þar er blaðið einnig til sölu. Smáauglýsingar Vísis borga sig bezt. þangað til þeir voru komnir út úr borginni. „Nei,“ sagði Mario. „En svarti riddarinn situr um kóng- inn minn.“ „Eg held þú sért geggjaður.“ Mario fór burt ólöglega, eins og hann hafði komið. Hann fór aftur yfir Rio Grande og niður til Tampico og þar bauð frændi hans hann velkominn. Stór- laxinn hafði einu sinni látið hknn hafa falsað vegabréf, en þyí brenndi Mario þegar í New York. Hann ætlaði ekki að varða ferð sína með því og síulja þannig eftir feril. Mario var einkennilega næmur gagnvart hættum. Það var eins og hann fyndi þefinn af þeim. Frá barnæsku hafði hann verið var um sig, eins og dýr merkurinnar. Þetta hafði kómið honum að góðu gagni á einmanalegum fjallagötum og nú þegar lífið var margfalt hættulegra myndi þetta enn reynast honum vel. Þó að Mario hefði í marga mánuði haft náinn félagsskap við Stór- laxinn, hafði hann aldrei verið vottur að ofbeldi, en augljóst var að skilyrðislaust ofbeldi var á bak við skipanir þær er foringinn gaf með sinni hrana- legu rödd. Hver maður í þess- um félagsskap, sem starfaði svona liðugt og hljóðlaust, vissi án þess að það væri orðað, að umsvifalaust og grimilegt of- beldi beið þess manns, sem leyfði sér að brjóta eða jafnvel efa óskráð lög bófafélagsins. Þó að Mario væri kominn til Mexíkós fann hann ekki til neinnar öryggiskenndar. Og verið gat að hana væri ekki að finna heldur í Evrópu, fyrr en hann væri kominn til Braque, þar sem allt væri honum kunn- ugt og fjallafaðmurinn um- vefði hann og útilokaði hinn ytri heim. Mario fór því sömu leið aft- ur og hann hafði komið og fékk til þess aðstoð frænda síns. Hann þræddi leiðina eftir ströndinni vestur á bóginn og upp hinn þrönga dal Og svo troðningana sem lágu til Gis- ellu. Þegar hún vafði hann örmum fannst honum, sem hann hefði aldrei að heiman farið og allt það, sem fyrir hafði komið undanfarið, var eins og draumur. Nokkra daga biðu þau eftir því að vera gefin saman og á meðan sagði Mario Gisellu sögu sína og dró ekkert undan, en hún gat ekki skilið það til fullnustu. Það illa, sem hún skildi, var svo smátt í sniðum að maður eins og Stórlaxinn gat ekki orðið raunverulegur í hennar augum. Og hún freist- aðist jafnvel stundum til að halda að þetta væri skröksögur einar, sem Mario var að segja hennL En 10 þúsund dalirnir voru r*unverulegir og ef til vill eini veruleikinn sem til var. „Ef þessi maður er svona mikið illmenni og eins ríkur og voldugur eins og þá segir, þá erum við heldur ekki óhult hérna,“ sagði hún. „Ef við erum ekki óhult hérna,“ svaraði Mario, „þá væri þó heimskulegt að hlaup- ast héðan á brott. Ókunnir menn: koma hingað sjkldan og ef einhver kemur, er hann auðkenndur þegár —- og“ 'sagði hann með þótta — „engum skal takast að hræða mig burt frá heimili mínu.“ Lauffall var komið og snjór var í lofti daginn, sem þau Mai’io og Gisella voru gefin saman. Allir dalbúar komu til að árna þeim heilla. Þegar brúðkaupsvígslunni var lokið fór Mario með brúði sína heim í steinhúsið litla þar sem 5 kynslóðir Gastaldi-ættarinnar höfðu fæðst. Komandi dagar voru sælir og hamingjuríkii*, en Gisellu var þó ekki rótt, því að nú var Stórlaxinn að taka á sig mynd veruleikans í hennar augum. Hann gnæfði hátt á baksviði vitunar hennar og var eins og blóðþyrst villidýr, búið til stökks. Mario hafði aldrei skilið Ameríku, því að hann hafði aldrei skyggnst undir yfirborð lífsins. Þyí nær ; allir ■ félagar höfðu verið glæpamenn, sjálf- ur hafði hann alltaf verið lög- brjótur án þess að það kæmi að sök, svo að hann gat ekki litið rétt á aðstöðuna. Stórlax- inn — Mario vissi aldrei hvað hann hét — hafði virzt almátt- ugur í Ameríku, en var nú óðum að verða dvergur í huga hans. Eftir fáa mánuði í Braque fannst honum óskiljanlegt áð Stórlaxinn værimokkurs megn- ugur. Hann hafði vitáð áð Mario var frá landamæradal og Framhald.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.