Vísir - 21.01.1955, Qupperneq 10
10
vism
Föstudaginn 21. janúar 1955
IIIRÐ-
hlœk
JERE WHEELWRIGHT
Jþetta gæti svo sem vel verið upphafið á sögunni, og svo prjónar
J)ú neðan við um leið og þú fikar þig áfram. Þeir munu varla
^neyða þig til að opna töskuna og þar af leiðandi ekki verða þess
varir, að innsiglin hafa verið rofin. Þú verður að nota þína
æigin dómgreind um hvernig þú hagar þér hverju sinni. Og nú
.skulum við koma okkur á bak og halda áfram ferðinni.
— En hvað eigum við að gera við hann, spurði John og benti
á manninn, sem hafði velt sér um til þess að geta betur virt
-þá fyrir sér og betur heyrt til þeirra. Hefnigirnin brann í aug-
-um hans, en hann hvorki gat aðhafst neitt né heldur mundi
Tliann hafa þorað það.
— Hægan, maður minn, þú eut ekki svo ramlega bundinn,
-að þú getir losað þig' á nokkrum klukkustundum, og ekki hefi
eg mýlt þig, svo að þú getur æpt. En mundu það, að ef þú
gerir það meðan eg heyri til þín, mun eg koma aftur og reka
Jþig í gegn.
Þeir John og Francis stigu nú á bak og teymdi John auka-
Ihestinn. Francis, sem reið fyrir sneri sér í hnakknum og sagði
við John:
•— Við högum okkur eins og bjálfar, lávarður minn, en eg
verð að játa hreinskilnislega, að eg get ekki fengið af mér að
bana honum. Eg sé á öllu, að menn leggja títt leið sína um
þennan stíg og kann honum því að berast hjálp fljótt — og
«kki er hann svo fjarri þjóðveginum, að menn geti ekki heyrt
"til hans. Það væri úti um allt fyrir okkur, ef einhver rækist
á hann, áður en við komumst langt. Við skulum því hafa hrað-
-an á.
Þeir voru nú komnir í jaðar kjarrsins og sáu þjóðveginn
framundan.
— Við verður að losna við þennan aukahest. Hraðboði
■drottningarinnar getur ekki látið neinn sjá til ferða sinna með
hest í taumi.
— Þjónninn fer að þreytast á nöldrinu í þér, sagði John
jhlæjandi. Segðu þeim, að þjónn þinn hafi riðið hestinum, ótt-
wast hegningu þína og hlaupið til skógar. Þú gætir skemmt ein-
hverjum með sögunni í næstu ölstofu.
— Orð þín sanna, að þú getur átt til, að vera ekki vandur að
meðulum, en nú er bezt eg athugi, hvort þjóðvegurinn er
:mannlaus, því að vitanlega mun það vekja grunsemd, ef- hrað-
boði drottningar kemur á harða stökki út úr skóginum. Láttu
mig fá tauminn á jálkinum.
Francis reið nú út úr kjarrinu og gaf John brátt merki um að
koma á eftir sér. í fyrstu ölstofunni, sem þeir komu að, skrapp
JFrancis inn og tóku menn frásögn hans trúanlega, og var það
„hraðboða drottningar“ til mikils léttis, er hann kom aftur.
JEftir það riðu þeir eins hratt og hestarnir komust.
— Þeir gleyptu við sögunni, eða hvað?
— Eg hefði nú haldið það. Frá Reading verður ferðalag
okkar erfitt en við verðum að fara eins hratt yfir og við getum.
Við beygjum af Bristolveginum hjá Marlborough, og hestarnir,
sem við fáum þar, munu duga okkur heim. Mundu hvað náung-
inn sagði um gistihúsið King’s Head og póstmeistarann þar og
gættu þess að fara ekki of nálægt Antelope, þar sem við kom-
um við á leiðinni til Lundúna.
Brátt bar þá að bænum og riðu þeir inn í hann. Það virtist
ekki vekja furðu neins að sjá hraðboða drottningar ríða þar um
stræti, þótt með honum væri ferðalangur.
— Leiktu nú vel hlutverk þitt, lávarður minn, og þegar þú
hefur skipt um hest, skaltu fara Newbury-veginn. Ríddu hægt
út úr borginni qg láttu mig um að ná þér.
Skildi þar með þeim í bili og hélt John áfraná til gistihússins,
til þess að finna póstmeistarann og gestgjafann að máli. Mikill1
beygur var í huga Johns, að hann mundi ekki geta leikið hlut-
verk sitt nógu vel. Hann steig af baki í steinum lögðum húsa-
garðinum, og hestasveinn kom þegar hlaupandi og tók við
hestinum. Fyrir tæpum sex vikum hafði hann riðið inn í
Reading fyrir flokki manna sinna til þess að berjast fyrir
drottninguna, og allra augu höfðu mænt á jarlinn af Bristol,
en hann hugsaði ekki út í það, að þá hafði hann verið klæddur
brynju og riðið stríðsfáki sínum, en að baki hans reið fánaberi
hans. Þeir mundu aldrei hafa þekkt hann eins og hann nú var
útlítandi, slæptur og þreytulegur. Og sannarlega var hann
þreyttur. Það var engin uppgerð. Hann hafði róið duglega
nóttina áður og svo var þar á ofan tuttugu mílna ferðalag frá
Staines.
— Eg er á vesturleið með mikilvæg skjöl, sagði hann í svip-
uðum tón og hraðboðinn.
:— Ekkert til okkar? Reyndu að standa á fótunum maður. Þú
kiknar í knjáliðum, maður, sagði gestgjafinn.
— Ekkert fyrir ykkur. Aðeins mikilvæg skilaboð til fógetans
í Bristol.
— Leystu frá skjóðunni, maður, sagði gestgjafinn dálftið
kuldalega, en hann var að eðlisfari maður ræðinn og glað-
lyndur, og mælti nú í vinsamlegri tón:
— Eg sé, að þú ert þreyttur, piltur minn. Hér er öl og matur
og rúm bíður þín. Seztu niður og eg mun draga skó af fót-
um þér.
— Nei, þökk fyrir. Eg verð að halda áfam ferð minni.. ..
— Liggur svona mikið á? Eg sé, að þú ert nýr hraðboði.
Þegar þú ert búinn að stunda þetta lengur kemstu upp á að
hafa það eins og hinir, njóta matar og hvíldar í næði. Tveggja
klukkustunda hvíld mun ekki verða þér til ills, né heldur
drottningunni. Drottinn blessi hana. Hvað gengur að Nat
Thirwell?
John fékk sér vænan teig af ölinu og tók svo skeið í hönd
til þess að bragða á súpunni, en skál með brennheitri súpu
hafði verið lögð fyrir hann. Hann var í vafa um hvað segja
skyldi, en Nat Thirlwell hlaut að vera hraðboðinn, sem senni-
lega hafði oft lagt leið sína þarna um.
— Hann var handtekinn, sagði hann og laug þar engu.
— Guð sé oss næstur! Hvað hafði hann gert af sér?
— Eg veit það ekki — og ekki gat eg spurt. Þeir sendu eftir
mér, hvers vegna veit eg ekki, nældu á mig einkennismerki,
og sendu mig af stað.
Gistihúseigandinn virtist láta sér nægja þessar upplýsingar
og John hámaði í sig súpuna, þar til tréskálin var tóm. John
bað um meira, ekki vegna þess, að hann væri ekki búinn að
fá nægju sína, heldur vegna þess, að hann vildi að Francis
hefði nógan tíma til þess, er hann ætlaðist fyrir. Honum spratt
kaldur sviti í enni, í hvert skipti, sem einhver birtist í gættinni,
en jafnan voru það viðskiptavinir, sem komu inn til þess að fá
sér glas af öli eða eitthvað matarkyns. Gestgjafinn hjálpaði til
þess að afgreiða gestina, en þegar hann sá að John hafði matast,
kom hann aftur og var nú enn ræðnari en fyrr.
— Hvaða erindi er það, sem þér hefur verið falið að reka?
Það hlýtur að vera eitthvað mikilvægt, fyrst þú verður að ana
áfram eins og sjálfur Belzebub væri á hælum þér?
— Eg veit það ekki, svaraði John og það var eins og gest-
gjafanum svelgdist á.
— Þeir hafa skotið þér skelk í bringu, þegar þeir fengu þér
töskuna, sagði hann. Eg held eg fari nærri um það, því að eg
var hraðboði og í póstflutningum árum saman, þar til eg var
Á kvöldvökunni.
Mat- og veitingastofa ein í
París gerir sér ljóst að „fljót-
andi freistingar" eru miklar í
höfuðborg Frakklands. Gefur
hún því gestum sínum kost á
sérstökum morgunverði. „Gest-
ir geta fengið tómatsafa, tvö
hrá egg, svart kaffi, tvo aspir-
inskammta og samúð vora“.
•
Doris Day: „Eg skil það ekki
enn hvers vegna þeir hafa val-
ið þig. Hvers vegna tóku þeir
ekki heldur reglulegan karl-
mann, eins og Gary Cooper?“
Bob Hope: „Þú átt við mann-
inn, sem er alveg eins og kláru-
skaft í laginu?“
Doris: „Gary er alls ekki svo
horaður“.
Hope: „Jú, það er hann.
Þegar hann var lítill var hann
alveg eins og knattborðsstöng
og mamma hans greiddi honum
ekki, heldur krítaði hún haus-
inn á honum.“
„Hvenær fer þú á fætur á
sumrin?“
„,Undir eins og fyrstu geisl-
ar sólarinnar gægjast inn um
svefnherbergisgluggann minn“.
„Er það ekki nokkuð
snemmt,“
„Nei, svefnherbergið mitt er
á móti vestri.“
Eftirmæli eftir auðugan
kaupmann, sem var tvíkvænt-
ur: „Velgengni sína átti hami
fyrri konu sinni að þákka. En
síðari konu sína átti hann vel-
gengninni að þakka.“
•
—■ Hvað kom fyrir hann
Kristján?
— Hann var rekinn úr vinn-
unni.
—• Hver kemur þá í staðinn
fyrir hann.
— Það þarf engan í staðinn
fyrir hann.
•
„Konan mín er orðin alveg
óþolandi ráðrík," sagði maður-
inn alveg eyðilagður við vin
sinn. „Hún er svo uppástönd-
ug og hraðmælt, að eg kemst
ekki að fyrir henni.“
„Láttu það ekki á þig fá,
gamli vin,“ sagði hann. „Hún
kemst ekki í hálfkvisti við mína
konu. Hún mótmælir þulnum í
útvarpinu og skammar hann.“
C. & SuncucfkAi
- TAHZAIM -
1733
Þeir Tarzan og Storb hlustuðu úr
kofanum á trumburnar, sem barðar
yoru æðislega.
Allt í einu ruddust tveir vopnaðir
villimenn inn til þeirra og ráku þá
upp.
Fyrir utan stóð undirbúningurinn
sem hæst. Barin var trumbá og æst-
ist hljómfallið.
Aðrir báru hrís að fórnarstólpum,
sem reistir höfðu verið. Stundin
nálgaðist.