Vísir - 09.03.1955, Blaðsíða 12

Vísir - 09.03.1955, Blaðsíða 12
VtSIR er ódýrasta blaðiS og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. VISIR. Miðvikudaginn 9. marz 1955. Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Simi 1660. Grnndai^fiörðíui* Meiri afli í febrúar en dæmi eru til áður. Búnaðarþingi slitið í gær. Sljórn B. ÚL Sjö báfar öfludu 1525 í febrúarmánuði barst meiri afli á Iand á Grafarnesi í Grundarfirði en dæmi eru til áður í einum mánuði, og enn er mokafli hjá bátunum. Samkvæmt upplýsingum er Vísi fékk í gær hjá fréttaritara .sínuin í Grafarnesi öfluðu 7 bátar . samtals 1525 lestir i fébrúarmánuði í alls 146 sjó- ferðum. Hæsti báturinn eftir mánuðinn var „Geysir“ með 275 lestir. Fimm bátanna eru frá Grundarfirði og tveir eru gerðir þar út að auki, annar frá ísafirði og hinn frá Siglu- firði. Fyrst framan af vertíð-. inni lagði einnig upp á Grafar- nesi bátur frá Hellissandi, en hann er nú kominn til heim- kynna sinna og er gerður út frá Rifi. , i , Loðna hefur enn ekki gengið á Breiðafjarðarmið, en útgerð- armenn hafa reynt að fá beitu að sunnan en ekki tekist það ennþá. Þrátt fyrir það er meðal afli Grundarfjarðarbátanna 8 -—11 lestir þessa dagana. Fiskaflinn sem borizt hefur á land hefur ýmist verið frystur eða hertur, n saltskip €r væntanlegt á Grundarfjörð eftir nokkra daga, og verður fiskurinn þá einnig saltaður. Geysi mikil atvinna hefur verið í Grafarnesi í sambandi við þennan mikla afla og stundum erfitt að koma aflan- um undan, en allir hafa unnið að því, sem vettlingi gátu vald- ið, og tíðum hefur verið unnið þar dag og nótt. Hraðfrystihús Grundarfjarð- ar er nú að fá bræðslutæki frá Landssmiðunni í Reykjavík, og eru menn frá smiðjunni nú vestra, að setja tækin niður. Afli Stykkishólmsbáta hefur einnig verið mjög góður und- Qnfarið þó mun hann hafa verið lieldur minni en afli Grundar- fjarðarbátanna. í Stykkishólmi eru nú gerðir út sex bátar. lestir í mánuðinum. Hjalti og Zakarías efstir í tvímeniii ingskeppninni. Onnrn* umferð hjá Tafl- og bridgeklúbbnum í tvímenn- ingskeppni var spiluð á mið- vikudag. Eftir eru Hjalti og Zak- arías með 182y2, 2. Jörgen og Magnús 178%, 3. Bjarni og Sölvi 178, 4. Agnar og Guðrún 171%, 5. Ingólfur og Guðni 171, 6. Þorvaldur og Sigurður 17014, 7. Ingvar og Kristján 167, 8.Sólmundur og Gísli 164, 9. Tryggvi og Jón 163, 10. Páll og Egill 162V2, 11. Aðalsteinn og Gylfi 161%, 12. Zophonías og Klemens 160%, 13. Agnar og Jón 159, 14. Guðmundur og Friðrik 158%. ---*---- Stundum tvíróiS frá HornafirSi. Hornafjarðarbátar veiddu allmikla loðnu um helgina, og beittu bátar henni í fyrradag. Var afli þeirra bá að meðaltali 10—11 Iestir. Annars eru Hornafjarðarbát- arnir flestir á netjum, og var ekki nema einn með línu í gæi'dag. Nokkur hluti af loðn- unni, sem veiddist um helgina, var fluttur til Vestmannaeyja. Aflabrögð hafa yfii'leitt verið fi-emur góð á Hornafirði að undanfömu, enda er mjög stutt sótt, og róa bátarnir stundum tvisvar á dag. Þá hefur og verið töluverð handfæraveiði hjá smærri bátum. Einmuna veðurblíða er nú eystra og rennur þar allt sund- ur í sólbráð, ne þar er þíða og hefur verið svo undanfarna daga. endurkiöriii. Bunaðarþingi var slitið í gær. Stjórn Búnaðarfélagsins (aðalmenn) var endui-kjörin. 57 mál fengu afgreiðslu á þinginu. Stjónx félagsins skipa næstu 4 ár: Þorsteinn Sigurðsson bóndi, Vatnsleysu, formaður, Pétur Ottesen alþingismaður, Gunnar , Þórðarson, fyrrv. bóndi í Grænumýrartungu, nú starfsmaður Sauðfjársjúk- dómanefndar. — Varamenn: Kristján Karlsson skólastjóri, Hólum, Ásgeir Bjarnason alþm. og Jón Guðmundsson, Hvítár- bakka. Eins og að ofan getur voru 57 mál afgreidd á þingi, en 3—4 náðu ekki afgreiðslu. —| Til umræðu var m. a. breyt- ingar á jarðræktarlögunum, og var samþ. að leggja til, að jai'ð- ræktai'styi'kui'inn yrði hækkað- ur um 20%. Meðal annara! merkra rnála má telja innflutn- ing nautgripa af holdakyni, innflutning erlends verkafólks til landbúnaðarstarfa o. fl. — Skoðanir voru allmjög skiptar um innflutning nautgripa, en þó var samþykkt tillaga um að mæla með slíkum innflutningi (11:8, en 3 fulltrúar sátu hjá). Vegna erfiðleika á að fá fólk til landbúnaðarstarfa er mikill áhugi xneðal bænda, að fá verkafólk frá Þýzkalandi, og hafa borizt margar beiðnir þar aí lútandi frá bændum, eins og getið var í fregn í blaðinu í fyrradag. Inflúenzan á Akureyri Gagnfræðaskólan- um lokað til mán- ' udags. Frá fréttarifara V'ísis. Akureyri í morgun. Fólk leggst nú unnvörpum i inflúenzu hér, og hefur gagn- Ágætur afli í gær á Akranesbáta. Veiðarfæratjóii í Sandgerði í gær. Ágætur afli var í gær á Akra- nesbáta, en í Keflavík og Sand- gerði var afli misjafnari og hafa togarar spillt veiði fyrir Sand- gerðingum. Hafnarfjörður. Afli Hafnarfjarðarbáta var mis jafn í gær, eða allt frá 3—-11 lest- um. í dag eru allir bátar þaðan á sjó. Tpgarinn Agúst kom til Hafnarfjurðar í gær með um 200 lestir. Reykjavík. . .Agætur afli var hjá Reykjavík- urbátum í gær eða allt frá 8—11 lestir á bát. Þá var og afli smá- bátanna er róa liér rétt út fyrir Gróttu óvenjugóður og fengu sumir allt upp i 8 lestir. Útilegu- báUirinn „Ai'inbjöm“ konx inn í gær með sæmilegan afla. Keflavík. Veiði Keflavikurbáta var enn frennu' treg i gær, þrátt fyrir það þótt allir beittu loðnu. Hæstu bátarnir niunu þó hafa verið með um 10 lestir, en sumir líka allt niður i 3 lestir. Sandgerði. Afli var misjáfn hjá Sandgerð- isbátum i gær. Eru togarar komn ir þar á miðin og hafa spillt veiði og nokkrir bátar jnisstu línur sínar. Úti fyrir er strekk- ingur, en allir bátar á sjó. Fremur tregur alll Isa- fjarðarbáta. Veiði hefur verið fremur treg hjá ísafjarðarbátum und- anfarið, betta frá 3—4 tonn á bát í róðri. í gær var veiðin þó heldur betri og aflaði hæsti báturinn „Ásbjörn“, 6 lestir en aðrir voru með 3—4 lestir. Engin loðna hefur enn veiðst vestra, og ekki heldur verið f lutt þangað að sunnan ennþá. — Gæftir ei'u góðar, en þó er nú forst og kuldi. Akranes. Nitján Akrancsbátar voru á sjó i gær og var heíldaraflinn 266 smálestir eða 14 smálestir að meðaltali á bát. Heimaskagi var hæstur með 17 smál. 820 kg. Lág- mark 11 smál. Allir bcita loðnu. Bátamir eru á venjulegum vetr- armiðjnn og hafa ekki orðið fyr- ir neinu veiðorfæratjóni. Allix* bátar eru á sjó í dag, nema eiim, vegna viðgerðar. B.v. Bjarni Ólafsson er vænt- anlegur af veiðuni á morgun me'ð fullfermi. Grindavík. í gær voru 18 bátar á sjó frá Grindavík og öfluðu 245% lest: Af linubátum var hæstur Hráfn Sveinbjörnsson með 17 lestir, en af netabátum Guðný með 28 lestir. 6 loðnubátar lönduðu 575 tunnum af loðnu í Grindavík í gær. Hæstir voru Ver frá ísa- firði og' Tjaldur frá Keflavík me'ð 150—160 tunnur hvor. í dag er rok í Grindavik, en flestir bátar á sjó. ----★----- Borgarafundur á Ólafsfirði. Frá fréttaritara Yísis. Akureyri í morgun. Almennur borgarafundur var haldinn í Ólafsfirði í gær vegná togaramálsins. Hefur verið ákveðið að festá kaup á togaranum Yilborgu Herjólfsdóttur ásamt Húsvíking- um og Sauðkræklingum. Kjörin var nefnd til þess að vinna að hiutafjársöfnun og leita styrks almennings og fyrirtækja til kaupanna. Samþykkt var að fara þess á leit við Útgerðarfélag Ak- ureyringa, a'ð hún taki að sér rckstur togarans. ----ét---- © Konrad Adenauer, kanzlari V.-Þýzkalands, liggur í in-' flúcnzu. Nýtt og veglegt Atíantshafsfar Nerðmanna é smíðunr. Bergen$f|ocd lElerpí al stojkkiiKiiiam R jiilí n.k. Norska Ameríku-skipáfélag- ið (N.A.L.) hefir nú í smíðum xiýtt AthmííJaafsfar. sexn á að lieita ,,Bergensfjord“. Skip þetta er í smíðum hjá fyrirtækinu Swan, Hunter & Wigham Richardson í Walls- end-on-Tyne, og verður 18.500 Æmál. að stærð. Skipið verður 577 feta langt (175 metrar). Það verður knúið tveim diesei- vélum, 11,500 hestöfl hvorri. Hraði skipsins vei’ður 20 sjó- mílur í venjulegum ferðum, en það á að geta farið með 22,5 sjómíhia hraða; ef þörf krefur. Yfirbygging skipsins, svo og 'þi'jú efstu þilförin, verða ú.: i alúminíum. Bergensfjord verð- ur að sjá nær því systurskip Oslofjord, jafnstórt að smá- lestatölu, en xægna þéss, að al- úminíum er notað, er unnt að háfa yfirbyggingu skipsins all- miklu lengri, en hún vegur ekki rneira. Bei'gensfjord á að taka 890 fai’þega, þar af 130 á 1. far- í’ými og 760 á „ferðalangafar- rými“ (turistklasse). Áhöfn skipsins verður 315 manns. Níu þilför verða í skipinu, ,sem væntanlega verður hleypt af stokkunum í júlí í sumar. fræðaskólanum verið lokað til mánudags til að byrja með. Menntaskólinn hefur yerið lok- aður undanfarið vegna f af völdunx faraldursins, en ur opnaður aftur á morgiin. Hins vegar hefur barnaskóianuni .ekki verið lokað ennþá, en þar hafa fjarvistir verið um 11%. Yeikin virðist leggjast þýngst á stálpaða krakka. vestan hafs. N. York (AP). — Charlie C'haplin mun ætla að selja eignir sínar í Bandaríkjunuin smám saman. Hann ei* þegar búimi að selja þann fjórðung, sem hann átti I í United-Artists-félaginu, en hann var meðal stofnenda þess. Félagar Chaplins í fyrirtæk- inu keyptu hlut hans. Danir hafa nýlega lokið við kvikmynd um Grænland og sjúst hér systkini, sem leika helztu hlutverkin — Hannibal og Friðrika.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.