Vísir - 03.06.1955, Side 6
8
VtSlR
Föstudaginn 3. júní 1955.
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hérsteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgm&sla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur),
mgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.P.
Lausasala 1 króna.
Féiagsprentsmiðjan h.f.
Þegar Krusdiev og Riddlebergar
leiddu saman hesta sína —
í hvítu höllinni í Belgrad.
Húsnæðismálin.
'IT'ins og skýrt hefur verið frá í dagblöðum bæjarins, hefur
ríkisstjórn íslands skipað fimm manna nefnd til þess að
hafa yfirstjórn húsnæðismálanna með höndum, en verkefni
nefndarinnar verður m. a. það að beita sér fyrir umbótum í
byggingarmálum, hafa umsjón með lánsfjáröflun og lánsveit-
jngum til íbúðabygginga. Sýnist vel til fallið, að sérstakri nefnd,
húsnæðismálastjórn, sé falin umsjón og fyrirgreiðsla í þessum
xnálum, sem vissulega er eitt alvarlegasta viðfangsefnið, sem
Wasir við íslenzkum stjórnarvöldum.
1 málefnasamningi ríkisstjórnarinnar var það veigamikið
atriði, að unnið yrði að því að ráða bót á geigvænlegri húsnæð-
iseklu í höfuðstaðnum og annars staðar á landinu. Þá hafa
Sjálfstæðismenn í bæjarstjárn sýnt málum þessum fullan skiln-
ing og áorkað miklu, þótt enn sé langt í land, að bót hafi
fengizt á .þessum málum. Á þinginu í vetur voru isamþykkt
lcg, sem miða að því að útvega mönnum lán til íbúðabygginga,
en með setningu þeirra var stigið heilladrjúgt spor til varan-
legrar lausnar þessum málum.
í nefndina hafa valizt gegnir menn, sem fyllsta ástæða er
tíi að bera traust til, þeir Gunnar Viðar bankastjóri, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson lögfræðingur, Ragnar Lárusson, forstjóri
Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Hannes Pálsson fulltrúi og
Jchannes Elíasson lögfræðingur. Má vænta góðs af starfi þess-
arar húsnæðismálastjórnar. Má gera ráð fyrir, að í sumar
hefjist framkvæmdir samkvæmt hinu nýja lánakerfi sem lögin
írá í vetur gera ráð fyrir og má þá á þessu sumri vænta góðs
árangurs af setningu laganna og starfi húsnæðismálastjórnar-
innar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að húsnæðisvandræðin
hér í höfuðstaðnum eru eitt alvarlegasta vandamálið, isem yfir-
völd bæjarins og almenningm’ allur á við að stríða. Reykjavík
er þegar komin talsvert á sjöunda tuginn að íbúðatölu, bæði
vegna aðstreymis fólks úr öðrum landshlutum, en einkum þó
vegna eðlilegrar fólksfjölgunar í bænum sjálfum. Ný heimili
hætast árlega við, atvinna er mikil og góð í bænum sem betur
íer, afkoma almennings yfirleitt sæmileg, og þess vegna stofna
margir til hjónabands í trausti þess, að innan tíðar batni horf-
umar í húsnæðismálunum. Allt of margir, ekki sízt ung hjón,
verða nú að sætta sig við að búa hjá foreldrum sínum eða öðrum
vandamönnum, til bráðabirgða, og enn aðrir verða að gera sér
að góðu braggaíbúðir, vistarverur í slæmum kjöllurum o. s. frv.
Bæjaryfirvöldin. reyna eftir föngum að greiða úr þessu,
fyrst og fremst með miklum byggingarframkvæmdum, bæði í
smáíbúðahverfinu og eins með húsasámstæðum, sem ýmist
hafa verið teknar í notkun eða verið er að smíða. En betur má
ef duga skal, og ef traust samvinna er með bæjarstjórn og
ríkisvaldinu, má vænta þess, að innan tíðar verði vel séð fyrir
þessum málum, en skipan hinnar nýju húsnæðismálastjórnar
spáir góðu.
iSaðamannastéttin.
T^ins og sagt er frá annars staðar í blaðinu í dag, hyggjast
blaðamenn efna til skemmtidagskrár í Tivoli-garðinum á
laugardag. í fljótu bragði mætti virðast, að slíkt sé ekki í
Jorystugrein í dagblaði, en þó vill Vísir fyrir sitt leyti, með
þessum hætti, stuðla að því, að hátíðahöld þessi takist vel.
Þau eru til ágóða fyrir Menningarsjóð Blaðamannafélags íslands,
en hlutverk hans er m. a. það, að styrkja blaðamenn til utan-
færða og gefa þeim á þann hátt tækifæri til þess að víkka
.sjónhring sinn og öðlast meira hæfi í starfi og yfirsýn um menn
cg málefni. Það hefur löngum tíðkazt hér, að ýmis félagssam-
tök hafi efnt til skemmtunar í Tivoli til ágóða fyrir starfsemi
sína, en nú fara blaðamenn af stað í fyrsta sinn með slíka
tilraun.
í blaðamaniiasféttinni eru margir dugmiklir og vel færir
menn, sem hafa kosið sér blaðamennsku að ævistarfi, enda
þótt ýmis atvinna sé betur borguð. Þei-r hafa jafnan lagt á það
mikið kapp að ferðast og kynnast fólki og ólíkum skoðunum,
en allt miðar það að því ao gera þó hæfari í starfi, hæfari til
þess að gegna mikilvægu hlutverki, en það er að skýra frá
atburðum líðandi stu.ndar, greina frá erlendum atburðum og
jnnlendum, skrifa greinar um hinn margvíslegustu mál og. þar
með að nokkru móta almenningsálitið í landinu. Vonandi tekst-
þessi tilraun BIaða.mannaféiags Íslands á laugardaginn vei, og
yerði stétt þeirra tíl gengisauka og áhorfendum til ánægju.
Fregnir frá Belgrad herma,
að fyrir skömmu hafi þeir
Kruschev framkvæmdastjóri
Kommúnistaflokksins rúss-
neska og Riddleberger, sendi-
herra Bandaríkjanna í Belgrad,
skipst á allhvössum orðum, en
þetta gerðist, er þeir voru
isessunautar í veizlu í Hvítu
höllinni í Belgrad.
Báðir reyndu þó, að mæla í
þeim tón, sem hafi á > sér vel-
vildar og góðsemisbrag, þótt
mikil g'agnrýni kæmi fram í
því, sem þeir sögðu. Það var
Kruschev, sem byrjaði með því
að ræða um sitt kærasta áhuga-
mál og umræðuefni, kornyrkju-
tilraunirnar á hinum þurrlendu
sléttum Ráðstjórnarríkjanna.
Gat Krushev þess, að óréttmæt
gagnrýni hefði komið fram á
þessu nýja, miklu áform, og
væri hún af pólitískum toga
spunnin. Riddleberger isagði að
Kruschev mundi hafa fengið
um þetta skakkar upplýsingar,
— gagnrýnin væri alls ekki af
pólitískum rótum runnin, en á
hinn bóginn hefði Bandaríkja-
menn mikla reynslu í korn-
rækt, einnig á þurrlendum
sléttum, og hefði hér verið um
gagnrýni að ræða, er væri af
tæknilegum rótum runnin.
Lífslcjör
almennings.
Meðan þeir ræddust við vék
Riddleberger að góðri afkomu
verkamanna í Bandaríkjunum.
i Kruschev sagði blátt áfram, að
j sendiherrann vissi ekki hvað
‘ „verkamannastétt“ væri og
væri ekki í neinum tengslum
við hana. Þá sagði Riddleberg-
er, að hann væri verkamönnum
kunnugri en ráðstjórnarleið-
toginn, því að hann hefði verið
í sveit sem strákur, múrari og
málari.
McCarthy, Beria.
Aðstaða hins sterka.
Kruschev kunni því illa, að
vera sleginn þannig af laginu
og lét í ljós furðu yfii’, að
Bandaríkjamenn létu mann
eins og McCarthy vaða uppi, og
svaraði sendiherrann þá, að
hann hefði heyrt alloft rninnzt
á mann nokkurn, sem Beria var
nefndur. — Nú snerist viðræður
þeirra um ,,socialisma“ og
„kapitalisma“. Sakaði Kruschev
l Bandaríkin um að hafa notað
• sterka aðstöðu sína til Þess að
ota sínum tota viðskiptalega
I og stjómmálalega, en Riddle-
berger minnti þá á, að er hann
j var í Berlín hefði Rússar ætlað
að nota sterka aðstöðu sína, til
að knýja sitt fram með því að
hindra alla flutninga þangað
og einangra Berlín, en banda-
menn bjargað með loftbrúnni.
Nefndi hann og mörg önnur
dæmi, urn hvernig Rússar not-
uðu aðstöðu sína isér til fram-
dráttar á sviði utanríkismála.
Ræða Kruschevs.
Sendiherrann vék því næst
að ræðu þeirri, sem Kruschev
flutti við komuna, til þess að
bjóða Júgóslava í opinn faðm
Kominícrm að nýju. Þá hefði
vei’ið deginum ljósara, að sá
hefði verið tilgangurinn.
Kruschev svaraði, að ráðstjórn-
arleiðtogar hefðu litið á hina
góðu sambúð Júgóslava með
velþóknun.
Síðasta vertíð...........
Framh. a 6. síðu
655 smál. í 175 róðrum. „Ægir“
varð aflahæstur með 325 smál.
í 61 róðri.
Þorlákshafnarbátar öfluðu
4390 smál. í 466 róðrum, en í
fyrra nam vei’tíðaraflinn 3078
smál. í 412 róðrum. Aflahæstur
vai'ð „ísleifur" með 788 smál.
(óslægt) í 85 í’óðrum.
Bátar frá Grindavík öfluðu
um 8600 smál. í 1274 róðrum,
en í fyi’ra öfluðu þeir 8481
smál. í 1239 róðrum.
í Sandgerði öfluðu bátar
11.483 smál. í 1609 róði’um, en í
fyi’ra ekki nema 7977 smál. í
962 róðrum. Mestan afla hafði
„Muninn II,“ 930 smál. í 104
róðrum.
Keflavíkurbátar öfluðu á
vertíðinni um 28 þús. smál. í
3700 róðrum. í fyrra öfluðu þeir
18.779 smál. í 2496 róðrum.
Aflahæsti bátur í vetur var
Hilmir með 862 smál. í 102
róðrum.
Heildarafli Hafnai’fjarðar-
báta nam á vertíðlnni 10.472
smál. í 1075 róðrum, en nam á
vertíðinni í fyrra 10.112 smál.
í 465 róðrum. Aflahæstur varð
„Ársæll Sigurðsson“ í ár með
678 smál.
Um heildarafla Reykjavíkur-
báta er ekki vitað á sl. vertíð, en
Akranesbátar öfluðu 13.564
smál. í 1776 róðrum. Á vertíð-
inni í fyrra nam heildaraflinn
10.282 smál. í 1336 róðrum.
Aflahæstur í vetur varð „Bjarni
Jóhnnesson“ með 779 smál. í 92
róðrum.
Heildai-afli Hellissandsbáta
var á vertíðinni um 1300 smál.
í 420 róðrum, en í fyrra 849
smál. í 396 róðrum.
Ólafsvíkurbátar öfluðu um
5800 smál. í 655 róði’um, en í
fyri’a 3342 smál. í 522 róðrum.
Mestan afla fekk „Fróði“, 874
smál. í 88 róðrum.
Frá Grundarfirði öfluðu bátar
4229 -smál. í 481 róðri í. stað
1958 smál. í fyrra í 304 róðrum.
Aflahæstur varð „Farsæll“ með
803 smál. (óslægt) í 79 róðrum.
Stykkishólmsbátar öfluðu
rúmlega 2800 smál. í 387 róðr-
um. í fyrra Öfl-uðu þeir 1711
smál. í 367 róðrum. „Arnfinn-
ur“ hlaut mestan aflá, 617
smál. í 82 róðrum.
Heildarafli Hornafjarðarbáta
nam 2432 smál. í 389 róðrum,
en nam í fyrra 2270 smál. í 381
róðri.
vatnsþétí.
Kjélatvveed
loðkragaefni.
Fraan
Klapparstíg 37. Síini 2937.
Móðir skrifar: „Þessa dagana
hef ég í fysta sinni haft áhyggjur
af elzta drengnum, ekki vegna
þess að um veikindi sé að ræða
né hann beri merki andlegra van-
kanta, heldur hins að hann kann
ekki að lcsa en á að hefja nám í
liaust.
Ég liélt í einfeldni minni að
skólarnir kenndu börnum að lesa
orðalaust en nú segir nágranna-
kona min mér, að skólarnir vildi
helzt að börnin séu orðin læs
þegar þau komi í skóla og séu
þau það ekki, séu þau umsvifa-
laust sett i tossabekk. Mér kross-
brá, þegar ég heyrði þessar fréttir
því ég tel mig muna þða rétt, að
sálfræðingarnir telji það til lítilla
bóta að farið sé að kenna börnum
fyrir skólaskyldualdur. Getur Vis-
ir gefið mér nokkur ráð í þessu
sambandi?"
Visir sneri sér til Ólafs Gúnn-
arssonar sálfræðings og leitaði á-
lits lians á málinu. Fer álit hans
efnisleg hér á eftir:
„Vilaniega kenna skólarnir
börnum að lesa, en það virðist
vera almennt kappsmál foreldra,
að börnin komi læs i skóla og
rétt mun það vera, að niðurröð-
un í fyrsta bekk styðjist að miklu
leyti við lestrarkunnáttu barn-
anná. Fyrirkomulag þetta er var-
hugavert þegar þess er gætt, að
flest börn hafa ekki þroska til
þess að hefja lestrárnám með
góðum árangri fyrir sjö ára ald-
ur en suiri ættu að bíða ineð það
unz þau eru 8—10 ára. Hins veg-
ar eru allmörg börn sem geta haf-
ið lestrarnámið fyrr og lxaft af
þvi fullt gagn.
Hið varlmgaverða við að raða
börnum í bekki eftir lestrárkunn-
áttu er fyrst og fremst það, að
hætt er við að foreldrar leggi ó-
eðlilega áherzlu á að kenna börn-
um léstur áður en þau fara í
skóla, og mun þá ekki alltaf gætt
sem skyldi að þroska barnanna.
Árangurinn getur orðið sá að
börnin gefist upp við lestrarnám-
ið, fyllist vanmetakennd og skóla-
leiða. Einföld mæling á minnis-
vídd barnánna myndi vera rétt'-
ari mælikvarði á námsgetu lít-
illa barna þegar þau koma í
skóla en lestrarkunnátta þeirra.
Móðurinni sem liér á í lilut skál
bent á að tala við skólastjóra éða
yfirkennara þess skóla sem barn-
ið hennar á að sækja, og greina
nokkuð frá atferli drengsins,
inunu hinir ágætu menn, sein
veita forstöðu barnaskólum Rvk-
iir árciðanJega sjá um það, að
di eiigurinu hennar verði i sveit
settur eins og efni standa til, ef
móðirin sjálf gengur á vit þeirra,
sein þéssitm málum ráða.“
s. Dronning
Áiexandrine
fer til Færeyja og Kaupmanna-
hafnar, laugardaginn 11. þ.ni.
Pantaðir farseðlar óskast sóttir
sem fyrst, ennfremur tilkynn-
ingar iim flutning.
SMpaaígreiðsla
Jes Zimsen
Eríeiidur Pctursson.
MAGNÚS THORLACIUS
hæstáréttarlögmaður.
. . .Málflutningsskrifstofa
A'ðalstræti 9.'—Sími 1875.