Vísir - 07.06.1955, Blaðsíða 4
s
vlsm
Þriðjudaginn 7. júnx 1955
WÍISXH.
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson,
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
AfgreiOsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
tltgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSm H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sjöundi jtíní 1905.
*T sögu Noregs síðustu hálfa aðra öld eða svo ber tvo daga
hæst, að sjálfsögðu 17. maí, en þann dag árið 1814 var
stjórnarskrá landsins undirrituð að Eiðsvelli, eins og kunnugt
er, — og 7. júní, en þann dag fyrir fimmtíu árum lýsti norska
Stórþingið því yfir á fundi sínum, að Svía-konungur væri
ekki lengur konungur Noregs, og þar með var rofið konungs-
samband þessara ríkja, sem staðið hafði frá 1814.
Þess vegna minnast Noi-ðmenn um allan heim dagsins í dag
sem hálfrar aldar afmælis fullveldis Noregs og algers sjálf-
stæðis, en aðdragandinn að þessum mei'ka atburði er langur og
verður ekki rakinn hér. En víst er um það, að beztu synir
Noregs höfðu barizt hinni ótrauðu baráttu þjóðar sinnar um
áratugabil, og sú barátta bar ávöxt þenna eftirminnilega júní-
dag fyrir fimmtíu árum.
Með friðarsamningunum, sem gerðir voru í Kiel í lok Nap-
oleonsstyrjaldanna árið 1814, rofnuðu tengsl Noregs og Dan-
m.ei'kur, sem lotið höfðu sömu konungum síðan konungsætt
Norðmanna var aldauða á 14. öld, en um leið varð Svíakonung-
ur, sem þá var Karl 13., konungur .Noregs. Þó tókst Norð-
mönnum að ganga svo frá samningum um þetta, að stjórnar-
skráin norska, sem samþykkt var á Eiðsvelli 17. maí árið 1814,
þótti frjálslyndust allra, sem þá þekktust í álfunni, og enn er
í góðu gildi. Sagt er, að Eiðsvallarmenn hafi skilið með orðunum
„Enige og tro til Dovre faller“, og ekki verður annað sagt, að
Norðmenn hafi verið einhuga og trúir sjálfstæði sínu fram á
þenna dág, traustir á verðinum, eins og Dofrafjöll sjálf.
Við íslenclingai- eigum svipaða sögu að segja og Norðmenn.
Við háðum okkar sjálfstæðisbaráttu, að mörgu leyti örðugri, þar
sem við vorum færri og smærri í samskiptum okkar við erlent
konuhgsvald, en sama hugsjónin brann okkur í brjósti og
frændum okkar austan Atlantsála. Þess vegna skiljum við
tilfinningar norsku þjóðarinnar í dag, og sendum henni árnað-
aróskir.
í dag minnast Norðmenn ýmissa afbragðsmanna sinna, sem
hæst ber í sjálfstæðisbaráttunni, . sem lyktaði með fullum
sigri 1905. Þar gnæfir hæst Christian Michelsen, sem var
forsætisráðherra landsins þá. Með dæmafárri þrautseigju og
stjórnvizku tókst honum að koma máli þessu farsællega í höfn,
enda þótt ófriðlega liorfði um stund. Við borð lá, að báðar
þjóðirnar gripu til vopna, en viðskilnaður þeirra varð þó fi'ið-
samlegur, og hefur síðan oft verið vitnað til hans, þegar í-ætt
hefur verið um samskipti siðaðra þjóða.
Auk Miehelsens lögðu fjölmargir aðrir ættjarðarvinir hönd
að verki, og má þar nefna Björnsterne Björnson og Friðþjóf
Nansen, báðir heimsfrægir afburðamenn. Björnson eggjaði þjóð
sína til dáða, en Nansen talaði máli hennar á mannfundum út
á við, og leitaði jafnframt hófanna hjá stórveldunum um
væntanlegan skilnað Norðmanna og Svía. Nansen varð síðan
fyrsti sendiherra Noregs' í Lundúnum. Síðan var yfirlýsing
Stórþingsins' borin undir þjóðaratkvæði í Noregi og samþykkt
með 368.208 atkvæðum gegn 184, og sýnir sú niður-
istaða betur en flest annað hver hugur fylgi xnáli hjá Norð-
mönnum.
Norðmenn og Svíar gerðu síðan með sér Karlstad-samkomu-
lagið um viðskilnaðinn, þegar sýnt var, hvernig fara myndi,
og samþykktu það fulltrúar beggja þjóða, og hnýttu þar með
vináttubönd, sem hafa styrkzt æ meir með hverju ári, sem
liðið hefur, eins og sæmir bræðraþjóðum. Nokkrar umræður,
en ekki miklar urðu um það, hvort Noregur skyldi gerast
lýðveldi eða taka upp aftur hið forna konungdæmi, en yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar vildi heldur að uþp væri
tekið merkið, þar sem niður féll. Var þá komið að máli við
Karl Danaprins, son Friðrikí 8. konungs, en hann vár bróður
Kristjáns, sem síðar varð konungur íslands og Danmerkur, og
þess farið á leit við hann, að hann tæki við konungdómi í
Noregi. Karl prins kvaðst vilja taka að sér tignarstöðuna, en
því aðeins, að Norðmenn samþykktu það með þjóðaratkvæða-
greiðslu. Var það og gert, og var Karl prins, sem tók sér
nafnið Hákon 7., og enn ríkir í dag, krýndur í Niðaróssdóm-
kii'kju síðar um árið.
i Á þessum merku tímamótum i sögu Noregs, senda íslend-
ingar bræðraþjóðinni norsku heillaóskir um vaxandi gengi.
Jafnfi’amt berast hinum aldna konungi þeirra beztu árnaðar-
óskir héðan. Stjórn hans hefur verið farsæl svo að af ber,
jnótuð af festu og karlmennsku, eins og bezt kom fram á stríðs-
■áriimun. ★
Skemmtileg hugmynd
um grasgarð í Rvík.
Garðyrkjufélag ísland hefur frá Sovétríkjunum. Mun marga
unnið að mörgum nytsemdar-
málum á sinni 70 ára ævi. Nú
vill það m. a. stuðla að því að
settur verði á stofn grasagarður
í Reykjavík. í þann garð skal
safna íslenzkum jurtum og
jafnframt skrautjurtum, runn-
um og trjám, sem hér geta
þrifist. Nafnspjald verður að
sjálfsögðu sett hjá hverri teg-
und. Blómavinir geta þá gengið
um garðinn, valið tegundir í
garða sína og fræðst um gróð-
urinn. Slíkur grasgarður yrði
jafnframt bæði skrúðgarður og
kennslugarður; mikill menn-
ingarauki fyrir höfuðborgina og
raunar allt landið. Nú er liðin
nær hálf öld síðan þeir Einar
Helgason garðyrkjustjóri og
Helgi Jónsson grasafræðingur
vöktu máls á grasgarðinum og
bentu á að Reykjavík væri
eina grasgarðslausa höfuðborg-
in í Evrópu. Heyrst hefur að
bæjaryfirvöld taki vel í málið
og hefjast vonandi bráðlega
framkvæmdir. — Grasfræðing-
ur og skrúðgarðafræðingur
þurfa að sjálfsögðu að annast
í félagi skipulag garðsins, val
jurta og niðurstöður þeirra, en
garðyi'kjumaður að annast
dagleg störf. — — — Hið
sjötuga afmælisbarn Garðyrkju
félagið hefur gefið út myndar-
legt ársrit í tilefni afmælisins.
Er þar fyrst rakin saga fé-
lagsins í aðalatriðum og birtar
myndir af öllum helztu starfs-
mönnum þess fyrr og síðar og
heiðursfélögum. Þrjár ágætar
garðyrkjukonur eru heiðurs-
félagar þær frú Guðbjörg í
Múlakoti, Hjaltlína á Núpi og
Margrethe Schiöth Akureyri.
Hafa þær allar gert garðinn
frægan. Elzti núlifandi heið-
ursfélaginn er séra Sigtryggur
Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði,
sem gert hefur garðinn Skrúð.
Séra Sigtryggur mun nú vera
um nírætt og hann skrifar
fróðlega grein í ritið um al-
kunna te- og heilsudi'ykkjarjurt
brúðbergið eða blóðbergið og
hyggur brúðbergsnafnið eldra
og réttara. Þrír erlendir gestir
félagsins skrifa í ritið’ (eða sagt
er frá fyrirlestrum þeirra hér);
það eru pi'óf. Arne Tharsrud
frá Noregi, dr. Post frá Banda-
ríkjunum og próf. Usjakava
fýsa að heyra álit þeirra um
ástand og horfur í íslenzkri
garðyrkju og hvað helzt megi
gera til framfara. — Sturla
Friðriksson segir frá græn-
metisrækt í Ráðstjórnarríkjun-
um. Var Sturla þar á ferð í
fyrrasumar og sá margt ný-
Hinn ágæti skemmtigarður
Reykvíkinga, Tívoli, er nú lek-
inn til starfa að nýju fyrir nokkru
og er þar ágætt að koma eins og
fyrr. Þetta þarf auðvitað ekki að
segja neinum, því þúsundir
manna liafa þegar lcomið þangað
i heimsókn á þessu sumri, og
sjálfsagt skemmt sér vel. Og vel
getur lika verið að mörgurn hafi
stárlegt og hefur fengið þaðan flmdizt eins og mér, að sumt
ívæ til reynslu. f ritinu er sagt mætti betur l'ara, cn nú er og vel
frá þeirri reglu með ýms villi-
grös til lækninga t. d. smyrsl úr
vallhundi, græðjurtir, tejurt-
ir o. fl.
Ingólfur Davíðsson annast
ritstjórn ritsins og skrifar á-
grip af sögu félagsins, ýmislegt
um jurtasjúkdóma, um gras-
garð í Reykjavík; val garð-
stæða, ræktun rósa í görðum o.
fl. Oli Valur Hansson skrifar
fréttir frá Hveragerði, frá
garðyrkjuumræðufundi í
Hveragerði o. fl. og segir ásamt
Jóni H. Björnssyni frá um-
ræðufundum erlendu gestanna
—- við íslenzka garðyrkjumenn.
Þá er grein um ræktun jarð-
ai'berja, verðlag grænmetis og
blóma og innflutning ávaxta
(fyrir nær 18 milljóhir kr.).
Ýmsar fleiri greinar eru í rit-
inu og á það erindi inn á hvert
heimili. Útgáfa ritsins er mikið
átak fyrir fátækt félag.
Ræktunarmaður.
væri Iiægt að bæta úr fyrír gest-
ina.
„Nútíminn“ ný Chaplin-
mynd í Trípolibíó.
Nútíminn nefnist ný Chaplin-
mynd, sem Tripólíbíó hefur
sýningar á í dag.
Þetta er talin skemmtilegasta
mynd, sem Chaplin hefur fram-
leitt og leikið í, en hún er
skrifuð, framleidd og stjórnuð
af honum sjálfum. f mynd
þessari gerir Chaplin ósvikið
gys að vélamenningunni, en
sjálfur leikur hann verkamann,
og hlutverk hans í lífinú er að
festa skrúfu í vél um leið og
þær berast fram hjá honum á
flutningabandi, en til lengdar
verður þetta tilbreytingaleysi
honum andleg ofráun, og lend-
ir hann í mai'gvíslegum ævin-
týrum eftir það.
Veðreiðar Fáks háðar
á laugardaginn.
Veðreiðar Fáks, sem fram
áttu að fara annan í hvítsunnu en
var frestað þá sökuni veðurs,
voru háðar á Skeiðvellinum við
Elliðaár s.l. laugardag og hófust
kl. 3 e. h.
Jafnhliða sjálfum veðreiðunum
voru sýndir góðhestar. Þar af
‘voru 12 kvenliestar sem konur
sátu sjálfar, en áhorfendnr
greiddu atlcvæði um hver hest-
anna þeim þœtti föngulegastur.
Hlaut flest atkvæði hestur sem
Sólveig Einarsdóttir frá Laugar-
nesi sat. Þá vorti sýndir 16 gæð-
ingar karla, og hlaut liestur, sem
Sigurður Ólafsson sat, flest at-
kvæði
í sjálfum veðreiðunum urðu úr-
$lít sem hér segir:
- : '> ■ • . t <«. . * $ «•* ■» ■***>■■’■*■ ■
Skeið (met 22.G sek).
1. Fengur Haraldar Svein'sson-
ar 26.8 sek. — 2. Bleikur Frí-
ínanns ísleiíssonar 28.4 sek. —
3. Harpa Guðmundár Ólafssonaj'
29.1 sek.
300 metra stókk (met 22.2):
1. Blcikur Guðmundar Agnars-
sonar 23.9 sek, — 2. Vinur Guð-
mundar Guðjónssonar 24.7 sek. •—
3. Léttir Sverris Guðmundssonar
24.7 sek.
; 350 metrar (mét 25.5):
1. Fáni Sólrúnar Kristjánsdótt-
ur 28 sek. — 2. Léttir Sveri'is Guð
mundssonar 28 sck. — 3. Sóti Leós
Sveínssönái*; " . . . .
■ * ;-ijj •/i-J ii; •uíolti -; wagiwi
Óþægileg miðasala.
Það skal þá fyrst byrjað á þvi
að kvarta undan því ð miðasal-
an að skemmtitækjunum er mjög
óþægileg fyrir gestina og reynd-
ar ekki hagstæð fyrir sjálfan
skemmtigarðinn. Það er vont að
hafa aðeins tvo miðasölustaði
fyrir öll tæki garðsins, þvi með
þvi móti skapast allt of miklar
biðraðir, þegar gestkvæmt er, og
fei' ótrúlega langur tími i það, að
standa þar í biðröðum. Og öðru
tók ég líka eftir í sambandi við
þetta s.l. sunnudag, þegar ég var
þarna á ferð, að einmitt vegna
þess hve treglega tókst að af-
greiða miða að skemmtitækjunum
voru þau oft í gangi hálftóm.
Það voru aúðvitað þau tæki, sem
minni aðsókn var að, en fléiri
hefðu viljað skemmta sér í, ef
ekki hefði verið jafn erfitt að ná
í miða.
Dýr ísinn.
Þess mætti og geta, að hreinn
óþarfi virðist vera að selja þarna
ís handa börnUnum fyrir fjórar
krónur, þegar það cr sama magn
og fæst fyrir kr. 2,50 alls staðar
niðri i bæ. Og fannst mér það at'-
leitt að liorfa á börnin vera að
kaupa þetta sælgæti sitt á þessu
háa verði. Það getur ekki kostað
svona mikið á hvern ís að koma
ísdúnkinum suður eftir. í slíkum
almennum skemmtigörðum er
bókstaflega nauðsynlegt að öllu
verði sé stillt í hóf, því þangað
'sækir oftast auralítill almenning-
ur. Og ]xað verður heldur ekki
sagt annað en að garðurinn sjálf-
ur, þ. e. aðgngseyrir og gjölci
fyrir skemmtitsékin, hafi ekki
hóflega álagningu.
Mætti líka bæta.
Þarna eru líka skúr eða skúrar
og tjöld, sem ekkert er notað eii
er til óprýði. Þetta þyrfti að
flýtja á brott og nokkrar smávægi
legar aðrar umbætur mætti gera
til þess að fegra þarna umhverf-
ið. í stórum dráttum er samt Tí-
volígarðurinn ágætur og fer batn
andi með liverjti ári. Þó að ég
sé að finna að einu og öðru í
sambandi við liann tel ég hann
mikla hót l'yrir skemmtanalifið
einkum fyrir barnaf jölskyldur,
énda mik’ið notaður af þeim. w
í góðu veðri er gaman að vera
í Tívolí, en það er lika drjúgur
peningur sem fer í skemmtanir
þar, ef ekki er vel á haldið. En
það horfir enginn i aurana, ef
góð skemmtun fíe'st fyrir og sýni-
lega er ekki vérið að okra að
óþörfu á veitingunum eða öðru.
— kr.
Bandarísk flutningaflugvél
sótti nýlega' til Hongkong 4
bandaríska flugmenn, ’ sem
kínverskir kommúnistar hafa
skilað aftur. Enn hafa þeir 11
bandríska flugmenn i haldi og
40 bandttrís^a borgar,