Vísir - 07.06.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 07.06.1955, Blaðsíða 7
J?riðjudagiim 7. júní 1955 vlsm ? Emile Zola: ÓVÆTTURIN 31 1 i Stúlka öskast til hússtarfa. — Helzt fullorðin kona. Gunnbórunn Halldórsdótiir, Amtmannsstíg 5. inn í hugleiðingar sínar. Hann sá allt fyrir sér mjög ljóslega. Vitanlega hafði Grandmorin svívirt stúlkuna. Hann var al- ræmdur. Þessi staðreynd gerði málið mjög viðkvæmt, og hann hét sjálfum sér, að hann skyldi fara mjög varlega, þar til ráðuneytið hefði gefið honum bendingu um, hvernig hann ætti að hegða sér. En með sjálfum sér hrósaði hann sigri, því að hann var sannfærður um, að hann hefði handsamað hinn seka. — Komið inn með Jacques Latier, sagði hann. Roubaud-hjónin sátu á bekknum frammi á ganginum, þolin- móð og hirðulaus á svip, eiginlega hálfsofandi að því er virtist, nema þegar kippir fóru um andlit þeirra við og við. Þau virtust vakna með andfælum, þogar varðmaðurinn kallaði á Jacques. Þau störðu á hann, er hann hvarf inn um dyrnar. Svo héldu þau áfram að bíða með sama hætti og áður. í þrjár vikur hafði Jacques verið kvíðinn vegna málsins, eins og hann óttaðist, að það kynni að snúast gegn honum. Það var algerlega ástæðulaust, því að hann hafði ekkert á samvizkunni, ekki' einu sinni tilraun til að þegja um það, sem hann vissi. Samt var hann kvíðinn, er hann fór inn til dómarans, og ef hann hefði átt von á, að upp kæmist um sekt hans. Það var líka staðreynd, að hann var mögulegur morðingi, og það var hætta á, að menn læsu það úr augum hans. Hann var að verða tauga- óstyrkur af þessum sífelldum tilkynningum dómarans. Hann vildi fá að vera í friði vegna máls, sem skipti hann ekki neinu. í þetta skipti bað monsieur Denizet hann aðeins um að gefa lýsingu á morðingjanum. Hann var eini sjónarvotturinn að morðinu, og dómarinn gerði sér enn vönir um, að hann gæti gefið einhverjar ákveðnar upplýsingar. En Jacques bætti engu orði við það, sem hann hafði sagt áður. Hann hafði séð ódæðið á broti úr sekúndu, er lestin þaut framhjá honum, og endur- minningin um hann var óljós og þokukennd. Þetta hafði ekki verið annað en leiftursýn, þar sem maður var að stinga annan. í hálfa klukkustund spurði dómarinn hann sömu spurningar- innar aftur og aftur með ýmsu orðalagi. Var morðínginn há- vaxinn eða lágvaxinn? Var hann stutt hærður eða síðhærður? Var hann skeggjaður eða rakaður? Hvernig var hann til fara? 1 hvaða þjóðfélagsstétt virtist hann vera? En Jacques gaf að- eins mjög óljós svör. — Segið þér þá, sagði monsieur Denizet, — hvort þér haldið, að þér munduð bera kennsl á hann, ef hann væri leiddur fyrir yður? Jacques deplaði augunum, er dómarinn hvessti á hann sjón- irnar. — Bera kennsl á hann? tautaði hann, hálfvegis fyrir sjálf- um sér. — Já, kannske . . . En svo sá hann sig um hönd, því að hann varð allt í einu hræddur við að flækjast einhvern veginn í glæpinn. — Nei, það held eg eiginlega ekki. Eg mundi aldrei þora að vinna eið að því. Þér verðið að muna, að lestin fór með attatíu kílómetra hraða. Monsieur Denizet bandaði frá sér með hendinni, eins og hann gæfist alveg upp á vitninu, Og ætlaði að fara að gefa honum merki um að fara aftur fram á ganginn. Svo hugsaði hann sig betur um. — Fáið yður sæti, skipaði hann. Síðan hringdi hann eftir varðmanninum. ÚTBOÐ Tilboð óskast í eina setuliðsskemmu (stærð 12Í4X30 m.) í götustæði Skipasunds til niðurrifs. Tilboð verða opnuð í skrifstofu minni, Ingólfsstræti 5, þ. 10. þ.m. kl. 10 f.h. og gefur hún nánari upplýsingar. Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík. Borðstofu- og svefnherbergishúsgögn fynrliggjandi. Hstsfftt gnaversl u n Guðmundar Guðtnttndssonar Laugavegi 166. A kvöldvökuni!!. Amerískur kvikmyndastjórj kom til Parísar og hitti þar rit- höfundinn Jean Cocteau, og er honum var sagt, hversu frægur Cocteau væri, spurði hann þeg'- ar, hvort höfundui'inn vildi ekki rita kvikmyndahandrit fyrir sig. „Jú,“ sagði höfundurinn. „Eg hef einmitt fengið ágæta hug- mjmd að kvikmyndasögu.“ Og, hann tók að útskýra hugmynd sína með fettum og brettum, eins og honum er tamt. „Nei, nei!“ sagði kvikmynda- stjórinn. „Þetta er alveg út við kvörn. Þegar menn búa til kvik- mynd nú á dögum, verður efniS að vera um eitthvað, sem hve? fáviti getur skilið.“ „Nú,“ sagði höfundurinn. „Leyfist mér að spyrja: Hváð er það þá í kvikmyndasögu minni, sem þér getið ekki skilð?“ • Þær ræddust við, vinkönurn- ar, og önnur sagði: „Við erum nú áð skilja, hann Jón og ég.“ „Hvað er að heyra þetta!“ svaraði hin. „Eg hélt; að hjóna- band ykkar væri fram úr skari- andi gott.“ „Já, þú hélzt það,“ sagði sú jfyrri. „En það hefur orðið breyt- ing á því.“ „Og hver er hún?“ „Þegar við giftumst sló hjarta hans, en nú slá hendur hans!“ • Jean Galtier-Boissiere er frægur um allt Frakkland fyrir ósvífni sína. Og vinir hans full- yrða, að þegar hann fari úr samkvæmi hugsi hann sem svo: „Það vona ég, að ég hafi nú ekki látið hjálíðá að móðga alla, sem þarna voru!“ Einu sinni var hann stáddur í mannmargri leikhússveizlu. Kom hann þá mjög fleðulégur til leikkonu frá Theátre Fran- caise, sem var af léttasta skeiði, og sagði við hana: • Gamall þrjótur var færður fyrir lögregludómarann eitis og svo öft áður. Dómarinn hélt yfir honum stranga ræðu og sagðí að síðustu, að það væri hart fyrir hanna að hugsa til þess, að hann hefði aldrei látið neitt gott af sér leiða á sínum langa lífsferli. „Segið þér það ekki, herra dómari,“ sagði syndasélurinn. „Það eru þó tveir eða þrír leynilögregluþjónar, sem ég hef útvegað atvinnu.“ ílka öskast til afgreiðslu í sælgætisbúðinni og einnig til framreiðslu- starfa. Upplýsingar á staðnum milli kl. 3—6. Vehingaslofan Adlon Laugavegi 11. ÍUVWyWVVWVWUWWVWmVVWWUWJVtfWUWWUVUW SStlíMSiihi Mílaleiga Chevrolet sendibíll 1955 model til sölu í dag. Sérstaklega glæsilegur vagn. Bílamiðstöðin s.í. Hallveigarstíg 9. f. SuwuykA - TARZAN - 1832 picifVAtfftje&J Copr IHl. Cdgor RlceBurTOUgh...Xnc—Tm K*«. V S P»t Ott. Distr. by Uniteil Feature Syndtcate, Inc. Meðan hann var að athuga þetta, þaut ör fram hjá honum í trjábol. Við örina var bundinn pappírsmiði, Hvaða skilaboð gátu það verið. Tarzan var í könnunarför, rakst á beinagrind af manni. Þetta benti til, að einhverjir menn hefðust við í frumskóginum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.