Vísir - 07.06.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 07.06.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 7. júní 1955 VlSIR Heimsókn borgarstjóra í Grand Forks. Þegar Gunnar Thoroddsen borgarstjóri kom vestur um haf í vetur var honum hvar- vetna fagnað og vel tekið þar sem hann fór, og hér fer á eftir grein, sem próf. Richard Beck skrifaði í Heimskringhi mn koinu borgarstjórans ti! Grand Forks og móttökurnar þar. Eftir rúma hálfrar annarrar viku dvöl á slóðum íslendinga í Manitoba komu þau Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri í ! Reykjavík, og frú Vala Thor- oddsen, með flugvél frá Winni- peg til Grand Gorks, N. Dakota, isnemma dags þriðjudaginn 5. apríl. Á flugvellinum tóku á móti hinum kærkomnu gestum þeir herra Oscar Lunseth, borg- arstjóri í Grand Forks, dr. George W. Starcher, forseti ríkisháskólans í N. Dakota (University of N. Dakota), dr. Riehard Beck, ræðismaður ís- lands þar í ríkinu, og ‘frú Bertha Beck. — Að móttöku- athöfninni lokinni, var ekið beint til Dacota Hotel, þar sem borgarstjórahjónin höfðu dvalarstað, meðan þau voru í Grand Forks. Rak nú hver at- burðurinn annan. Kl. 11 f.h. hélt Gunnar borgarstjóri fyrirlestur í laga- skóla ríkisháskólans fyrir fjöl- mennum áheyrendahópi há- skólakennara og stúdenta. — Skólastjóri lagaskólans, dr. Olaf H. Thormodsgaard, stýrði samkomunni og kvaddi ræðis- mann íslands til að kynna fyrirlesarann. Flutti borgar- stjóri því næst ítarlegt og fræðimannlegt erindi um Al- þingi hið forna; fór þar saman prýðileg efnismeðferð og sam- bærilegur flutningur, enda var fyrirlesarinn örlátlega hylltur í ræðulok, og þakkaði skólastjóri honum komuna og hið gagn- merka erindi hans fögrum orð- um. Hafa margir háskólakenn- arar og stúdentar einnig farið miklum lofs- og þakkarorðum um fyrirlesturinn í samtali við höfund þessarar greinar. Að loknum fyrirlestrinum var Gunnar borgarstjóri í mið- degisverði og á vikulegum fundi Rotaryklúbbsins í Grand Forks, er var mjög fjölsóttur, enda hafði ýmsum utanfélags- mönnum verið sérstaklega boð- ið til þess að hlýða á ræðumann og kynnast honum. Gat að lita á fundinum fjölda fremstu og kunnustu manna Grand Forks borgar á ýmsum sviðum. Stjórn skemmtiskár hafði með höndum Paul Benson lögfræðingur, fyrrv. dómsmálaráðherra í N. Dakota. Lunseth boi’garstjóri í Grand Forks bauð hinn reykvíska embættisbróður sinn velkominn með hlýjum orðum og bað hann síðan fyrir vinsamlegar kveðj- ur til Reykvíkinga og íslend- ínga almennt. Þá kynnti dr Beck ræðismaður Gunnar borg- arstjóra sem aðalræðumann fundarins. Hóf hann mál sitt með þvi að þakira hinar ágætu viðtökur, en flutti áð þvi búnu snjalla ræðu um Reykjavík og sýndi kvikmynd af henni. Var máli hans að verðugu framúrskar- andi vel tekið og höfðu margir arhöfund, að Reykjavík væri með meiri nútíðar- og menning- arbrag, en þeir hefðu áður gert sér grein fyrir. Samtímis því er Gunnar borgarstjóri sat fund Rotary- klúbbsins, var frú Vala Thor- oddsen gestur frú Berthu Beck í hádegisverði, ásamt nokkrum öðrum konum borgarinnar. Seinna um daginn var haldin virðuleg móttaka til heiðurs íslenzku borgarstjórahjónunum á hinu fagra heimili dr. Starchers háskólaforseta og' frú Starchers, er ræðismannshjón- in íslenzku í Grand Forks stöðu einnig að. Var þar margt manna viðstatt, sérstaklega úr hópi forustumanna ríkisháskólans og forráðamanna Grand Forks borgar, ásamt frúm þeirra. — Meðal þeirra var Olger B. Burtnes dómari sem íslend- ingum er að góðu kunnur síð- an hann kom til íslands sem einn af fulltrúum Bandaríkj- anna á Alþingishátíðina 1930. Af íslendingum voru þar, auk ræðismannshjónanna, þau Frí- mann M. Einarsson, ríkisþing- maður frá Moutain, N.D., og frú Einarsson, og Andrew L. Freeman verkfærðingur i Grand Forks og framkvæmda- stjóri Rafvæðingar sveita á þeim slóðum, að nokkrir séu taldir. Á þriðjudagskvöldið voru þau Gunnar borgarstjóri og frú Vala heiðursgestir í veizlu á ríkisáhskólanum, og tóku þátt í þeim ánægjulega mannfagnaði margir háskólakennarar og frúr þeirra og íslendingar í Grand Forks. Dr. Starcher háskólaforseti flutti kveðjur háskólans, og gat þess sérstaklega, að háskólinn í N. Dakota hefði brautskráð fleiri stúdenta af íslenzkum ættum en nokkur annar háskóli í Bandaríkjunum; síðan þakk- aði forseti hinum ágætU gestum komuna og afhenti þeim fagra gjöf frá háskólanum í þakk- lætisskyni og til minja um heimsóknina. Frímann Einarsson ríkis- þingm., frá Moutain, og sonur eins íslenzka landnemans þar, flutti borgarstjórahjónunum kærar kveðjur og velfarnaðar- óskir íslendinga í þeim byggð- um, jafnframt því að hann rakti í nokkrum megindráttum sögu íslenzka landnámsins pg benti á merkilégt framlag þess til þróunar . ríkisheildarinnar með mörgum hætti. Þótti hön- um vel mælast og sanngjarn- lega. Aðalræðu kvöldsins flutti Gunnar borgarst., um Reykja- vík, sögu hennar, öran vöxt og víðtæka hlutdeild hennar í at- hafna- og menningarlífi þjóð- arinnar, og sýndi hina fróðlegu og skemmtilegu kvikmynd af borginni. Var máli hans tekið með miklum fögnuði, og þau hjónin bæði ákaft hyllt af sam- kamugestum. Var samþykkt einum rómi að senda forseta íslands og fi'ú, og íslenzku þjóðinni, símkveðju í virðingu og þakkar skyni fyrir komu hinna virðulega gesta. Rihard Beck ræðismaður stjórnaði hófinu og lauk sam- komunni með því aðr biðja. kveðjur heim um haf, eigi að- eins frá þeim ræðismannshjón- unum, meS innilegum þökkum fyrir síðast, heldur einnig í nafni íslendinga í Norður Dakota og annarra vina og vel- unnara íslands þar í ríkinu. Dagblaðið í Grand Forks, — „Grand Forks Herald“, eitt af allra víðlesnustu blöðum ríkis- ins, flutti ítarlegar frásagnir um heimsókn borgarstjórahjónanna meðal annar langan útdrátt úr hinum merkilega háskólafyrir- lestri Gunnars borgarstjóra um Alþingi, og tók blaðið sérstak- lega fram, hvað fyrirlesturinn liefði verið fluttur á ágætri ensku. Einnig var heimsóknar þeirra hjónanna getið í öðrurn blöðum ríkisins og í útvarpi: ennfremur komu þau fram í sjónvarpi frá Fargo, N. Dakota. Með glæsilegri og prúðmann- legri framkomu sinni heilluðu þau borgarstjórahjónin hugi ís- lendinga og annarra, sem kynntust þeim í Grand Forks, og þeir voru margir, og með þenn hætti öfluðu þau hjónin íslandi einnig nýrra vina á þeim slóðum. Með ræðum sín- um vann Gunnar borgarstjóri auk þess ágætt landkynningar- starf. Hafi þau hjónin því hjartans þakkir fyrir komuna og kynninguna. Góðhugur allra,. sem kynntumst þeim á þessum slóðum, fylgi þeim á veg. Slikum fulltrúum, íslands er gott að fagna á erlendri grund. Richard Beck. fundarmdnWttfcf á^þvT VIð tréin J bórgarstjórahjónin fyrir 'kærar Sigurður Reynir Pétursson Iiæstaréttarlögmaður Laugavegi 10. Sími 82478. Hör-Ialcaléreft á kr. 20,45 Hvít Iéreft, 140 m br. á kr. 13.45 og 12.60. Hvítt Léreft, 90 cm br. á kr. 10.30 og 8.45. Millifóðurstrigi á kr. 11,00 Hárdúkur ú kr. 20.00 Vasaefni á kr. 17.50 Ermaföður á kr. 20.00 Cretonne-efni á kr. 14.85. Frotté-sloppaefni, 150 cm. br. á kr. 82.00. Barnasportsokkar, hvítir og misl. Kjólabelti, mikið úrval. II. Taft Skólavörðustíg 8, sími 1035 Trillubátur 23 feta með 10 ha. Penta- vél til sölu. Uppl. í síma 4531. rn?r); ivbtO'H | Sumar- | I nasrföt | i \ T-skyrtur j hvítar og gular ‘I 5 L.H. MULLER ÖW Spíee vörur [■ Einkaumboð: PÉTUR PÉTURSSON Heildverzlun, Veltusundi 1, sími 82062. Verzlunin Hafnarstræti 7, sími 1219. Laugavegl 38. Svaladrykkir Söluturninn við Arnarhól. TföMd -Sóitskýli Ga röstálaf Ecröapritnwsat' <» fyrirliggjandi í góðu úrvali. ; „Geysir" b.f. Veiðarf æradeíldin. með belti. Fjölbreytt úrval. vEmmmT ÞVOTTALÖGURÍNN er stöðugt not- aður af þúsundum ánægðra húsmæðra. Fæst í flestum verzlunum. b % Stebic ntttfíts btjssnr Tvær gerðir. Verð kr. 1100 og kr. 1700. Sýnishorn fyrirliggjandi. Aliiiciiiia Iivggiiigakélaíííð h.f. Borgartúni 7, sími 7490. ■•■t’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.