Vísir - 17.10.1955, Blaðsíða 10
1Ö
V í S IR
Mánudaginn 17. október 1955.
— Mér er illa við þessar kveðjustundir, sagði Halifax. — Eg er
feginn þegar þeim er lokið. Eg held eg fari upp til Bedfords og
fái mér glas af bjór. Ertu með?
— Því miður þarf eg að sinna skyldustörfum.
— Ekki mundi eg hafa neitt samvizkubit af því, þótt eg
fengi mér eina laglega blökkustelpu nú, þegar eg er orðinn
einn, sagði Halifax — og er eg þó tryggðin sjálf uppmáluð. Og
Scobie vissi, að svo var.
Þegar Scobie kom upp á götuna, rakst hann á Wilson,
sem stóð þar og horfði á flóann. Scobie stanzaði. Hann komst
við, þegar hann sá, hversu dapurlegur Wilson var á svipinn.
■— Louise bað að heilsa þér, skrökvaði hann, til að hugga Wilson.
4.
Klukkan var að verða eitt, þegar hann kom aftur. Það var
dimmt í eldhúsinu og Ali mókti á útidyratröppunum. Hann
vaknaði þegar framljósin á bílnum vörpuðu glampa á andlit
hans. Hann stökk á fætur og kveikti á blysinu. Ágætt, Ali.
Farðu að hátta.
Hann fór inn í húsið. Hann hafði gleymt hinni djúpu þögn,
sem ríkti í tómu húsinu. Oft hafði hann komið seint heim,
■eftir að Louise var sofnuð, en aldrei hafði ríkt eins mikið
öryggi yfir umhverfinu eins og nú. Nú þurfti hann ekki að hlusta
eftir neinu. Hann gekk upp og leit inn í svefnherbergið. Þar
hafði verið tekið til. Þar var ekkert merki um Louise, hvorki
brottför hennar né nærveru. Ali hafði tekið myndina niður og
látið hana ofan í skúffu. Hann var vissulega einn. Hann heyrði
rottu læðast um í baðherberginu og siðbúinn gammur settist
á þakið til næturhvíldar.
Scobie settist í dagstofunni og lagði fæturna upp á stól.
Hann langaði ekki til að fara að hátta, én samt var hann syf j-
aður. Þetta hafði verið langur dagur. Nú þegar hann var orðinn
einn, gat hann leyft sér að sofa í stól í stað rúms. Hann hafði gert
skyldu sína: Louise var hamingjusöm. Hann lokaði augunum.
Hann vaknaði við að bíl var ekið heim að húsinu. Hann
hélt að þetta væri lögreglubíll. Hann bar ábyrgð á lögreglu-
vörzlunni þessa nótt. Hann hélt að skeyti væri á ferðinni,
sennilega nauðaómerkilegt. Hann opnaði dyrnar. Yusef stóð
á tröppunum.
—• Afsakið, majór Scobie. Ég sá ljós í gluggunum hjá yður,
’Og mér datt í hug....
— Komið inn, sagði Scobie. —■ Ég á viský, eða þér viljið
kannske heldur bjór?
Yusef varð undrandi og sagði:
— Þetta er mjög vingjamlegt af yður, majór Scobie.
— Maður ætti að geta verið gestrisinn við mann, sem maður
-getur verið þekktui’ fyrir að fá lánaða peninga hjá.
— Ég skal þiggja bjór, majór Scobie.
— Spámaðurinn bannar það þá ekki?
— Spámaðurinn bannar aðeins að drekka brennivín, en
minnist hvergi á viský eða bjór, majór Scobie. Það verður að
túlka orð hans í ijósi nútímans. Hann sá Scobie taka bjórinn upp
úr ískistunni.
— Eigið þér engan ísskáp, majór Scobie.
— Nei, en ég fæ mér einn, þégar stríðinu er lokið.
— Það er ófært, majór Scobie. Ég á marga ísskápa. Lofið
mér að senda yður einn.
— Ég kemst vel af með þetta, Yusef. Þetta hefur bjargast
svona í tvö ár. Svo að þér áttuð leið hér fram hjá?
— Já, ekki kannske beinlínis, major Scobie. Eg bara sagði
nú svona. Sannleikurinn er sá, að ég beið þangað til þjónamir
þínir voru sofnaðir, og ég lánaðan bíl. Bíllinn minn er svo
þekktur. Og eg ók sjálfur. Eg vildi ekki koma yður í kUpu,
major Scobie.
— Eg endurtek það, Yusef, að eg neita aldrei að þekkja mann,
sem eg hef fengið peninga lánaða hjá.
— Verið ekki alltaf að klifa á þessu, major Scobie. Það voru
bara viðskipti. Fjögur prósent eru sanngjamir vextir. Eg tek
ekki hærri vexti, nema eg telji lántakanda ótraustan. Eg vildi,
að þér vilduð leyfa mér að senda yður kæliskáp.
— Hvaða erindi eigið þér við mig?
— í fyrsta lagi langaði mig til að frétta um líðan frú Scobie.
Fékk hún góðan klefa? Er nokkuð sem hana vantar. Skipið
kemur við í Lagos, og eg gæti látið senda þar um borð allt, sem
hana vantar. Eg sendi bara umboðsmanni mínum þar skeyti.
— Eg held hana vanti ekki neitt.
— Því næst, major Scobie, langaði mig til að tala við yður
fáein orð viðvíkjandi demöntum.
Scobie setti tvær bjórflöskur í kælinn. Því næst sagði hann:
— Yusef! Eg vil að þér vitið, að eg er ekki þess háttar maður,
að eg fái lánaða peninga annan daginn til þess eins að móðga
lánveitandann daginn eftir, til að hressa upp á eigið ágæti.
— Eigið ágæti?
— Jæja, sjálfsvirðingu þá, ef þér viljið það heldur. Mér
dettur ekki í hug að láta líta svo út, sem við höfum ekkert
haft saman að sælda. En mér ber ekki skylda til annars en
greiða yður fjögur prósent.
— Sammála, major Scobie. Þér hafið sagt þetta allt áður
og eg er sammála. Eg endurtek það, að eg mvm aldrei biðja
yður að gera neitt fyrir mig. Eg vil miklu heldur gera eitthvað
fyrii' yður.
— Þér eruð skrýtinn fugl, Yusef. Eg fer að halda að yður
geðjist að mér.
— Já, mér geðjast að yður, major Scobie. Yusef sat á brún-
inni á stólnum. Honum leið illa allsstaðar, nema heima hjá sér.
—• Má eg nú tala við yður um demanta, major Scobie?
-- Þá það. Gerið svo vel.
— Þér vitið, að stjómin er að ærast út af demantasmygli.
En þeir eyða tíma sínum til ónýtis — tíma öryggislögreglunnar.
Þeir senda sérstaka njósnara hér eftir ströndinni. Það er meira
að segja einn kominn hingað — eins og þér vitið. Allir vita
það, þótt enginn eigi að vita það nema lögreglustjórinn. Hann
borgar konunglega öllum blökkumönnum og fátækum Sýrlend-
ingum, sem geta látið honum upplýsingar í té. Síðan sendir
hann skeyti um það til Englands og eftir allri ströndinnL
— Þetta kemur okkxu ekkert við, Yusef.
— Mig langar til að tala við yður sem vin Scobie. Það eru
til margir demantar og margir Sýrlendingar. En þið eltið alltaf
ranga menn. Þið viljið koma í veg fyrir, að demantar til iðnaðar-
þarfa flytjist til Portúgals og síðan til Þýzkalands, eða yfir landa-
mærin til Vichy-Frakklands. En þið eruð alltaf að eltast við
menn, sem hafa engan áhuga á demöntum til iðnaðarþarfa,
menn, sem aðeins langar til að eiga nokkra demanta í pen-
ingaskápnum sínum til að selja þá þegar striðinu er lokið.
— Með öðrum orðum þér ....
— Lögregian hefur komið sex sinnum í þessum mánuði í
búðir mínar og bylt þar öllu við. Þeir finna aldrei gimsteina
til iðnaðarþarfa á þann hátt. Það eru einungis litlir karlar, sem
hafa áhuga á demöntum til iðnaðarþarfa. Og hvers vegna?
Fyrir fullan eldspýtustokk af slíkum demöntum fær maður að-
eins skitin tvö hundruð pund. Þess háttar menn fyrirlít eg, sagði
hann með fyrirlitningarsvip.
Scobie sagði með hægð:
— Eg er sannfærður um það, Yusef, að fyrr eða seinna
heimtið þér eitthvað af mér. En þú munt aldrei fá meira en fjög-
ur prósent. Á morgun ætla ég að skýra lögreglustjóranum frá við
skiptum okkar út í yztu æsar. Auðvitað getur vel verið, að
hann krefjist þess, að eg segi af mér, en eg held, að hann geri
það ekki. Hann treystir mér. Að minnsta kosti held ég, að hann
treysti mér.
— Haldið þér, að þetta sé hyggilegt, májór Scobie?
OpiA frá
kl 6 a«
morgni.
til kl.
11% a»
kvöldi,
Heitur
matur.
Smurt
brauð.
Kaffi o. f
Vita-Bar. Beníþórugötu 21
Hvað er
hægt að
kemisk
hreinsa ?
Allar gerðir af ÚLPUM
með skinnfóðri. ■—
POPLINFRAKKA
REGNFBAKKA
PELSAR
KEIPAR
GÆRUSKINN og
aðrar skinnvörur,
hreisast sérlega vel úr
TRIC IiLOR IIREINSUN
Sólvallagötu 74, sími 3237 ©
Barmahlið S. @
“ '" 4
Svaladrykkir
Söluturnum við ArnarhóL
MARGf A 8AMA 8TAJ»'
£ Gn SwHHiqlu
TARZAN
1928
M v) -yibi.
Annar karlmannanna mælti: — Þá ,
£r allt í lagi, en Ölga ertu með
peningana?
—Það er í lagi. Hinn maðurinn
sagði: — Þú verðpr að flýta þér,
þama kcana einhverjir.
Stúlkan Olga þaut að flugvélinni
og upp í hana, én í sama bili-heyrð-
ist hófdynur.
Tveir menn þeystu að á hestum,
én félagar Olgu bjuggust til... að
stöðva þá með valdi.