Vísir - 17.10.1955, Blaðsíða 12
VISIB «r édýrasta blaSið «g þó þa8 fjöl-
breynacta. — HringiS i iima HI9 9g
gerist áskrifendor.
Mánudaginn 17. október 1955.
Þeir. sem gerast kaupendur VISIS efíir
10. hverc mánaðar, ta biaðtð ókeypi* til
mánaðamóta. — Simi 1660.
Nær 4000 nemendur hafa
stundað nám í MA.
Hatiðleg athöfn vlð setningu skólans
að Mö5ruvöSkím s.l. laugardag.
Frá frétíarííara Vísis.
Akureyri í morgun.
Setning Menntaskólans á Ak-
ureyri fór fram að MöðruvöII-
um s.l. laugardag kl. 2 e. Ii. með
hátíðlegri athöfn. og að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Athöfnin fór fram í hinni 100
ára gömlu kirkju, sem Þorsteinn
á Skipalóni smíðaði og hófst
með guðsþjónustu síra Sigurð-
ar Stefánssonar, en kirkjukór
Möðruvallasóknar annaðist
kirkjusönginn.
Að guðsþjónustunni lokinni
tók skólameistari, Þórarinn
Björnsson til máls, ávarpaði
fyrst gamla nemendur Möðru-
vallaskóla, en rakti að því búnu
sögu skólans og minntist þriggja
fyrirrennara sinna við skólann,
þeirra Jóns Hjaldtalíns, Stef-
áns Stefánssonar og Sigurðar
Guðmundssonar. Þá gat skóla-
meistari þess að frá stofnun
skólans á Möðruvöllum og til
þessa dags ltafi 3908 nemendur
stundað nám í honum, þar af
brautskráðust 2453 gagnfræð-
ingar (til ársins 1950) og 988
stúdentar hafa brautskráðst. í
Möðruvallaskóla einum stund-
uðu 372 nemendur nám, þar af
brautskráðust 238 gagnfræð-
ingar. Af þeim er vitað um 65,
sem enn eru á lífi. Þó munu
allir látnir, er stunduðu nám
við skólann fyrsta árið. Sá er
lengst lifði var Ólafur Thor-
lacius héraðslæknir frá Beru-
firði, e rlézt fyrir tveim árum.
Hann kom 11 ára gamall í skól-
ann og Jauk brottfararprófi
1883.
Laitdssambaml
gegn áfengisböli
stofnað.
Að tílhlutan Áfengisvarna-
ráðs hefur verið stofnað lands-
samband gegn áfengisbölinu í
22 deildum.
Kosið hefur verið í stjórn og
fulltrúaráð. Stjórn skipa: Axel
Guðmundsson sundlaugavörð-
ur, Björn Magnússon prófessor,
Frímann Jónasson skólastjóri,
síra Magnús Guðmundsson Ól-
afsvík, Magnús Jónsson alþm.,
Stefán Runólfsson rafvirkja-
meistari og frú Viktoría Bjarna
dóttir.
- - ♦-------
Gagfræðaskóli
húsavíkur settur.
Húsavík í morgun.
Frá fréttaritara Vísis.
Gagnfræðaskóli Húsavíkur
var settur á laugardaginn af
skólastjóranum, Axel Bene-
diktssyni.
í skólanum verða um 50 nem-
endur á þessum vetri.
Af þeim, sem stunduðu nám
á 2. ári Möðruvallaskóla, eru
tveir enn á lífi, þeir Þorleifur
fyrrv. alþm. í Hólum og Árni
Hólm, kennari á Akureyri.
Alls störfuðu 10 kennarar við
Möðruvallaskólann, en síðan
hann fluttist til Akureyrar hafa
kennt við hann um 100 kenn-
arar, þar af 31 fastakennari.
Þeirra legst hefur Jónas Snæ-
björnsson kennt, í samtals 41
ár.
í vetur verða 295 nemendur
við skólann og gat skólameist-
ari þess að aðsókn að heima-
vistinni væri meiri en, hægt
væri að sinna. Alls verða 160
nemendur í henni í vetur.
Að lokinni ræðu skólameist-
ara flutti Bjarni Benediktsson
menntamálaráðherra ávarp,
þar sem hann flutti kveðju rík-
isstjórnarinnar og færði skólan-
um fyrir hennar hönd málverk
af Arnljóti Ólafssyni á Bægisá
að gjöf, en síra Arnljótur hef-
ur verið kallaður „faðir‘ Möðru
vallaskóla og aðalhvatamaður
að stofnun hans. Málverk þetta
hafði Örlygur Sigurðsson list-
málari gert eftir teikningu Sig-
urðar Guðmundssonar málara.
Um kvöldið var hóf haldið í
heimavist M.A. á Akureyri og
sátu það eldri og yngri nem-
endur skólans. Aðalræðuna
flutti Páll Hermannsson fyrrv.
alþm. er talaði þar sem fulltrúi
gamalla Möðruvellinga. Margar
fleiri ræður og ávörp voru flutt.
Skólameistari stjórnaði hófinu.
------4------
109 nemendur í
Laugaskóia.
Frá fréttaritara Vísis.
Húsavík í morgun.
Héraðsskólinn að Laugum
var settur í gær. í skólanum eru
109 nemendur og hafa þeir
aldrei verið svo margir.
Af þessum nemendum. eru
25 í gagnfræðadeild og 12 í
smíðadeild. Hlöðver Hlöðvers-
son, sem verið hefur kennari og
bryti við skólann, lætur af
störfum en við tekur Eysteinn
Sigurðsson frá Arnarvatni. —
Skólastjóri Laugaskóla er Sig-
urður Kristjánsson.
í sumar var hafin viðbótar-
bygging við eitt skólahúsið á
Laugum og eru fyrirhugaðar
tvær kennaraíbúðir í þessari
viðbótarbyggingu.
------4------
Churchill hefur borizt gjöf
frá Williamsburg í Banda-
ríkjunum að upphæð 10
þúsund dollarar og líkan af
kallarabjöllu, sem þar var
í notkun fyrr á tímum.
Þetta er 16 ára stúlka, Nelida
Bivas að nafni, sem sagt er að
hafi verið vinkona Juant.
Perons, fyrrv. Argentínuf or
seta.
LoftSeíbavéiar
fljúga víba.
Vetraráætlun Loftleiða gekk
í gildi á laugardaginn var, og
verður í vetur flogið til sömu
stað og £ sumar nema hvað
Björgvin í Noregi hefur bætzí
við hóp hinna lendingarstaðna.
Flogið verður nú til og frá 8
erlendum borgum: New York,
Stafangur, Björgvin, Osló,
Gautaborgar, Kaupmannahöfn,
Hamborg og Luxemborg. Farn-
ar verða færri ferðir í vetur til
hinna ýmsu borga en í sumar,
en þá voru reglulega farnar 10
ferðir til Evrópu og Ameríku
fram og aftur, en í vetur verða
‘þær 6 fram og til baka, 3 til
Bandaríkjanna og 3 til megin-
lands Evrópu. Flogið verður
héðan til bandaríkjanna á
mánudögum, miðvikudögum og
laugardögum, en komið aftm-
heim á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum, og
haldið áfram til meginlandsins
sömu daga.
Eins og áður hefur verið get-
ið um verður veittur afsláttur
á fargjaldi fjölskyldna sem
ferðast til Bandaríkjanna eftir
1. nóvember, og fargjöld ein-
staklinga héðan fram og aftur
til New York lækka um 730
krónm- frá sama tíma.
Frá ársbyrjuif til september-
loka ferðuðust 11,030 farþegar
með flugvélum Loftleiða en á
sama tíma í fyrra 8720 farþeg-
ar. —
Mikil nppskera
í Rúmeníu.
Búménska stjórnin hefur til-
kynnt, að uppskera hafi orðið
meiri þar 5 ár en nokkru sinni
fyrr.
Þykir sýnt, að uppskeran
verði 11,5 milljónir lesta, og er
það hálfri annarri milljón
lesta meira en árið 1953, sem
var áður hámarksár að þessu
leyti. í landinu eru nú um
2000 samyrkjubú og 160 ríkis-
bú, en um þrjár milljónir
fjölskyldna búa á eignarjörð-
um.
Hridge:
Lú&vík og Högni efstir.
Eftir þriðju umferð tvímenn-
ingskeppni Bridgefélags Beykja
víkur í 1. flokki sem spiluð var
í gær eru Lúðvík Jóhannesson
og Högni Jónsson nú orðnir
efstir með 348 stig.
Næstu 15 pör á eftir eru þessi:
2. Ingi og Sveinn 344 stig, 3.
Hilmar og Jaicob 341 st., 4.
Símon og Þorgeir 337 % st., 5.
Gísli og Vilborg 336 st., 6. Guð-
ríður og Ósk 336 st., 7. Jón og
Rafn 336 st., 8. Björn og Valtýr
333V2 st., 9. Kristrún og Sig-
i
Vestmannaeyja-
flugvöllur óviö-
unandi.
Fram er komin á Alþingi til-
laga til þingsályktunar um
endurbætur og stækkun flug-
vallarins í Vestmannaeyjum.
Flutningsmenn eru þeir
Jóhann Þ. Jósefsson og Karl
Guðjónsson.
í greínárgerð flutningsmanna
segir m.a. á þessa leið: „Ástand
vallarins er nú með þeim hætti,
að telja verður óviðunandi eink
um vegna þess, að slitlag vall-
arins er orðið svo þunnt, að
hæíta getur verið á, að flug-
vélar sökkvi í við lendingu eða
flugtak, og má öllum ljóst vera,
hverjar afleiðíngar það getur
haft. Einnig er lenging flug-
brautarinnar til vesturs mjög
aðkallandi, þar eð reynslan
sýnir, að austurhluti brautar-
innar notast ekki að fullu við
aðflug úr austri, eins og þeim
má vera Ijóst, er til staðhátt
þekkja.“
Enginn vafi er á þvf, að
bráðan bug verður að vinda að
endurbótum á hinum mikil-
væga flugvelli þeirra Vest-
mannaeyinga.
----♦------
ríður 333% st. 10. HaMur og
Júlíus 333 st. 11. Hermann og
Stefán 331% st., 12. Bjami og
Marinó 330% st., 13. Eggert og
Hólmar 330 st. 14. Eiríkur og
Pétur -330 st. 15. Guðm. Kr. og
Kristján 327 st.. og 16. Guðjón
og Þorsteinn 327 st.
Fjórða og síðasta umferð
verður spiluð annað kvöld. Átta
efstu pörin eftir þá umferð fær-
ast upp í meistaraflokk, en
keppni í honurn hefs.t n.k.
sunnudag. Þátttakendur til-
kynni stjórn Bridgefélagsins
þátttöku sína sem fyrst.
---*-----
Kennsla í Hand-
íðaskólanum
að hefjast.
Kennsla í Handíða- og mynd-
listarskólanum byrjar væntan-
lega um 20. þ. m.
Undangengin ár heíur kennsla
í myndlista- og kennaradeild
skólans byrjað á morgnana og'
staðið yfir fram eftir degi. —
Verður nú sú breyting hér á, að
öll kennsla fer fram síðdegis og'
á kvöldin, þannig að nemendur
eigi auðveldara með að vinna
fyrir sér jafnhliða náminu. Eins
og áður verður haldið uppi nám
skeiðum í teikningum og með-
ferð lita. Námskeið £ teiknun
og föndri fyrir börn byrjar um
sama leyti og barnaskólar bæj-
arins. Athygli allra er hyggjs
á nám í skólanum í vetur,. skaí
vakin á því, að innritun fer
fram í dag og næstu daga í
Miðbæjarbarnaskólanum kl'. 5>
—7 síðdegis (gengið um norð-
urdyr. Sími 4106).
---
Islenzum skogfræðsngi
veittur danskur
styrkur.
Þing V.-Þýzkalands
á fundi í Berlín.
Vestur-þýzka sambandsþing-
ið kemur saman í Vestur-Ber-
lín í dag og munu fundir
standa 5 daga.
Af um 500 þingmönnum
munu hátt á annað hundrað
fara loftleiðis frá Bonn til Ber-
línar. Adenauer getur ekki á-
varpað þingjð eins og hann
hafði ætlað sér, vegna lasleik-
ans, en hann er þó sagður á góð-
um batavegi. — Með því að láta
þingið koma saman í Berlín nú
leggur Bonnstjórnin áherzlu á,
skömmu fyrir Fjórveldafund-
inn, að stjórn og þing V.-Þ. tali
fyrir munn þjóðarinnar allrar.
----4------
~k Bandariskt vikurit skýrir
frá því, að Rússar kunni
bráðlega að skila Japönum
Habomai- og Shikotaneyj-
um fyrir norðan Japan, til
þess að herða á kröfunum
um, að Bandaríkin láti af
hendi stöðvar. sínar í Ausí-
"ur-Ásíú.
Einar G. Sæmundsen, skóg-
fræðingur hefir lilotið dansltan
styrk að upphæð 10 þúsnmi
danskar krónur, til þess aö
kynna sér sem rækilegast gréð-
ursetningu skjólgarða og skjéi-
belta.
Styrkur þessi er veittur úr
sjóði I. G. Möller, forstjóre
„Det danske Kölehus“. Sjóður
þessi var stofnaður 1954 og ber
hann nafn hans. Tekjum sjóðs-
ins skal varið til stuðnings al-
mennum velferðamálum, mann-
úðarstarfsemi, listum, vísind-
um, eftir því sem þjóðfélags-
þörfum hvers lands hentai’
bezt.
Þrjú lönd njóta góðs af tekj-
um sjóðsins, Danmörk, ísland
og Svíþóð. I. C. Möller, for-
stóri, lét þá ósk í ljós við stjórn
sjóðsins a'ð fyrsta úthlutun úr
honum yrði í íslands þágu, ef
unnt væri að benda á hæfilegt
verkefni. í samráði við Sigurð
Nordal, sendiherra, sem sæti á
í ráði sjóðsins, og Hákon Bjama
son, skógræktartjóra var svo
ákveðið að Einar skyldi hljóta
styrkinn.