Vísir - 26.10.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 26.10.1955, Blaðsíða 6
&' VÍSIR Miðvikudaginn 26. október 1955 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB HJ1. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmíðj an hJ. 1WWWWWVWWWI«VWVWtfVVWMVW«WWWWWWWWHWV Fundur utanHkisráðherra. Utaiuíkisráðherra fjögurra áhrifamestu ríkjanna í heimsmál- um — fjórvældanna svonefndu — koma saman á fund í Genf í Sviss í lok þessarrar viku. Ætlunin er — að sjálfsögðu — að reyna að samræma sjónarmið austurs og vesturs í helztu deilumálum, láta andann frá Genf ríkja á sem flestum sviðum, rneð öðrum orðum að draga úr ófriðarhættunni og tryggja þjóðum heims með því næði til að vinna að uppbyggingu á oilum sviðum og auka hagsæld manna hvarvetna. Eftir fund höfuðleiðtoganna í Genf I júlímánuði í sumar gerðu menn sér yfirleitt vcnir um, að ný öld mundi renna upp. Forvígismenn kommúnista virtust fúsir til að draga úr spenn- unni í heimsmálum, draga úr kalda stríðinu, sem svo hefur verið nefnt, og þeir hafa hvað eftir annað sagt, bæði fyrr og síðar að ekkert það deilumál sé til, sem ekki sé unnt að leysa með samningum og án vopnavalds. En þeir voru þó undarlega þöguLir um þá tillögu Eisenhowers forseta, að bæði Bandaríkin o-g Sovétríkin skyldu heimila hvorum öðrum að taka myndir af herstöðvum úr lofti til þess að færa sönnur á einlægan sam- komulagsvilja sinn. Þetta var að vísu ekki endanleg lausn, snda var því ekki haldið fram, en það hefði verið mjög mikil- væg byrjun, ómetanlegur grundvöllur fyrir frekara samstarf. En ýmislegi hefur komið fyrir síðan, sem virðist benda ó- Ivirætt til þess, að konamúnistaforingjarnir í Kreml ætli sér ekki að verða eins samvinnufúsir framvegis og menn ætluðu, mieðan Genfarfundurinn stóð og fyrst að honum loknum. í lok síðasta mánaðar ritaði til dæmis Bulganin forsætisráðherra Eisenhov/er bréf um heimsmálin og um líkt leyti flutti Molotov utanríkisráðherra ræðu á allherjarþingi Sþ í New York. Tónn- inn í hvorutveggja var' vinsamlegur, en efnið og innihaldið gaf samt til kynna, að kommúnistar ætluðu ekki að slaka til í neinu. Þykir þá fyrirsjáanlegt, hver árangurinn muni verða sí frekari viðræðum, því að án tilslakana af beggja hálfu verðui’ aldrei um viðunandi samkomulag að ræða. Af bnéfi Bulganins og ræðu Molotovs varð ekki annað ráðið, «n að afstaða kommúnista væri hin sama og fyrir Genfarfund- inn. Þeir sögðu ósköp kurteislega, að hægt væri að ná sam- kpmulagi við kommúnistaríkin með því einu að fallast á sjón- srmið þeirra og fórna öllum öðrum sjónarmiðum. SlOtt táknaði vitanlega ekkert annað en að frelsið í heiminum mundi fá hægt andlát á skömmum tíma. Og líklega telja kommúnistar sig starfa í anda Genfarfvmdarins, þegar þeir bjóða ýmsum ríkjum Araba fyrir botni Miðjarðarhafsins vopn, eir.s og al- kunn a er, en menn eiga samt erfitt að trúa því, að með því móti sé unnið fyrir friðinn. Þetta hefur óhjákvæmilega leitt til þess, að forvígismenn Jýðræðisþjóðanna, sem sækja fundi í Genf í lok vikunnar, hafa tekið ákvörðun um, að hafa samstöðu í öllum málum, enda hefur það jafnan verið keppikefli kommúnista að orsalca mis- klið þeirra í milli. Fundinum er ætlað að standa í þrjár vikur, og margt getur gerzt á skemmri tíma, svo að vert er að fylgjast vel með athöfnum fundarins. Dregur úr útlánum. TP ins og skýrt hefur verið frá, hafa bankarnir — Landsbank- inn, Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn og Iðnaðarbankinn — idkynnt viðskiptamönnum sínum, að. þeir rieyðist til að draga ór lánum til þeirra, sgm pemi tíu af hundraði á næstu mánuðum. Skýrir Latidsbarikinn svo frá, að horfur í efnahags- og pen- ingamálum þjóðarinar geri þetta nauðsynlegt, en það er kunn- era en að frá þurfi að segja, að mjög hefur sigið á ógæfuhliðina í þessum málum síðustu mánuðina, og hlýtur að fara illa, ef ckkert verður aðgert. Ýmissa ráða verður að neyta til að ■iraga úr þenslunni, og sú ráðstöfun, sem bankamir hafa gripið til, er áreiðanlega aðeins ein af mörgum, sem gera verður, ef sð gagni á að verða. Að sjálfsögðu mun þetta koma illa við ýmsa, en fyrir það verður aldrei girt, að slíkar ráðstafanir komi ekki við einhvern. Hér sannast hið fornkveðna, að betri er iiáífur en alluj', því að margfalt þungbærara yrði það fyrir allan «Jmenning, ef ekkert væri gert og allt látið.íara úr reipunum. Miimsvefi tíðindi 19. aMær koma lít í bók í baust SkysxdisaijTxcIir a£ ixelzda atburðum í bladamennskustíl. Innan skamrns kemui' út mik- ið rií — eins konar minnisverð tíðindi 19. aldarinnar — er fjallar um höfuðatburði síðustu aldar og ber enda heitið „Öldim sem leið.“ „Öldin sem leið“ er með sama sniði og fyrirkomulagi öllu sem „Öldin okkar“ er Iðunnarút- gáfan sendi á markaðinn ekki alls fyrir löngu. Iðunnarútgáf- an stendur einnig að þessari nýju bók og það er einn og sami maður sem séð hefur um báðar útgáfurnar, en það er Gils Guð- mundsson alþm, „Öldin sem leið“ kemur út í tveim bindmn.11, það fyrra um eða eftir miðjan næsta mánuð, en seinna. bindið er væntanlegt næsta haust. Fyrra bindið verð- m- um hálft þriðja hundrað sið- ur að stærð, þrídálkað og prent- að með smáu letri. í því verða um eða yfir 250 myndir, bæði manna- og staðamvndir, svo og myndir af ýmsum sviðum þjóð- lifsins. Fyrra bindið nær yfir tíma- bilið frá aldamótunum 1800 og fram til 1860. Er í bókinni dregnar upp augnabliksmyndir í blaðamennskustíl af helztu fréttnæmum viðburðum þessa tímabils. Þar eru dregnar upp skyndimyndir af hinum miklu og alræmdu glæpamálum ala- arinnar, svo sem Sjöundármái- inu, morði Natajis Ketilsson- ar o. s. frv. Jafnframt er skýrt frá pólitískum viðbrögðum og viðburuðm, siysförum, nýjung- um í þjóðlxíinu o. m. fl. Margs- konar skringilegheit eru dreg- in fram á sjónarsviðið, sem við horfum öðruv'tsi á heldur en ' samtímamaðurinn, og verka næsta broslega á okkur. Seinna bindíð er, eins og að framan getur, væntanlegt næsta haust og mun ná yfir timabilið frá 1860 til aldamóta. Bandaríska bókasafnið á nýjum stað. Upplýsmgaþjónusta Banda- ríkjanna í Reykjavík hefur nú opnað aftur bókasafn sitt meö lesstofu og er það nú til húsa á neðstu hæð liússins Lauga- vegur 13. í bókasafninu eru um það bil 4000 eintök bóka, sem gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum, margar um tæknileg og vísinda leg efni, einnig eru í bóka- safninu mikið af nýjum tíma- ritum og dagblöðum. Næstu viku mun verða sér- stök sýning á bókum, er fjalla um starfsemi Samemuðu þjóð- anna, en í fyrradag voru tíu ár liðin frá því að stofnskrá þeirra var rmdifrituð. Skrifstofan hefur til umráða um það bil 670 kvikmyndir, þar af um 65 með íslenzku tali. Þessar myndir geta félög, stofnanir, skólar og hópar majma fengið lánaðar til sýn- inga, og er hægt að fá að skoðu myndirnar áður á skrifstofu upplýsingaþjónustunnar. Einnig röynir skrifstofan að auðvelda fefðir bandarískra listamanna og nemenda til ís- lands ög 'férðir íslenzkra. lista- manna og námsmanna til Banda ríkjanna. Þá hefur Upplýsingaþjónust- an til umráða plötustafn aðal- lega af bandarískri hljómlist og getur fólk fengið þessar plöt- ur að láni. Fólk, sem hefur áhuga á að notfæra sér þetta, er velkomið í skrifstofu Upplýsingaþjón- ustunnar. Siminn er 1084. 28% af fiutitinga- skipum Dana olíuskip. Frá fréttaritara Vísis. — Khöfa, 18. okt. Danmöric heftir landa mest að tiltölu aukið oliuskipakost sinn undanfarin ár. Árið 1939 var flutningaskipa- floti Danmerkur samtals 1.122- 600 brúttólestir, þar af námu oiíuflutningaskipin ekki nema 9,1 prósent. En árið 1954 var flutningaskípafloti landsins 1.613.9000 brúttólestir, en þar af voru 27.7 prósent olíuflutn- ingaskip, og er þar meira en um þreföldun að ræða frá 1939. Alls eru olíuflutningaskipin 446.700 lestir, þar af eru 84 prósent þeirra byggð síðustu 10 árin, og 26 prósent á árunum 1950—1954. Ekkert land hefur eignast svo mörg ný skip hlut- fallslega á þessu tímabili, en næst kemur Svíþjóð með 80 prósent nýbyggð skip á sama tíma. Heyskap nýlega hætt í Dölum. Fréttabréf úr Skarðshreppi. Dalasýsiu, 19. sept. Hér má heiía ehmiunatíð mn |»etta leyti árs. Hefðu haust- annir ekki hindrað, væri enn hægt að vesra við heyskap. i Á einum bæ hér í hreppnum hafa nýlega verið heyjaðir 150 hestar af töðu og þeim kornið undir þak. Haustslátrun dilka er nú lok- ið. Yfirleitt lögðu dilkar sig vel! þrátt fyrir votviðrin í sumar. í þrem vestustu hreppum sýsl- unnar er yfirleitt heiibrigði í sauðfé og skepnuhöld ágæt. Folaldaslátrun er að hefjast. i Á laugardaginn var lokið /ið aðfyllingu á steinsteypuræsi á Vogalæk, sem er í Skarðslandi milli Skarðs og Skarðsstaðar. Jakob Benediktsson frá Þor- berg'sstöðum vegaverkstjóri ríkisvega hér só um verkið, og er að þessú mikil samgöngubót fyfib hreppsbúa, sem allt flyfja ' til og frá Skarðsföð, en þar er eina höfnin hé'rná megin , Breiðafjarðar. Stendur til að t þarna verði gerðar hafnarbætur á næsta vori, og var þvi nauð- synlegt að þessum farartálma, Vogalæknum, væri rutt úr vegi. MAGNÖS ThORLAOÍUS 1 hæstarétteriögmaður. Málflutningsskrifstofa ' Aðalstræti 9. — Sími 1875. Bergmál. Kona, sem á stálpuð börn, hringdi til Bergmáls í gær og bað dálkinn um að koma þökkum sínum á framfæri við þá þing- menn, sem flytja nú frumvarp um afnám tolla af hljóðfærum. Konan sagði að það væri ekki og hefði ekki lengi verið kleift venjulegu fólki, eins og hún orð- aði það, að láta börnin læra á eittlivert hljóðfæri, vegna þess hve dýr þau væru cirðin. Flest börn, sem eru „músíkölsk“, vilja gjarnan læra að leika á pianó, cn þau hefir verið erfitt að fá nema þá á því geipiverði, að að- eins er kleift mjög efnuðu fóiki. En allir munu sammála því, að nauðsynlegt sé að kunna að leika á eifthvert hljóðfæri, eða að minnsta kosti æskilcgt. Þannig var það áður. Og svo hefur verið á það bent, að tollar af hljóð- færainnflutningi ncma svo litlu, vegna þess live innflutningurinn sé litill, að rikissjóður myndi varla finna til þess. „Þeir gusa mest.. Eftirfarandi bréf hefur Berg- máli borizt frá B. S.: „Norðlenzkt grobb birtist í Tímanum um daginn, í samhandi við grein í Vísi. Virtist þar eitt orð Iiafa snert Iiina „máihreiniri Norðlendinga svo mikið, að einn þeirra skrifaði greinarómymd í umrætt blað, með það eitt fyrir augum að kasta rýrð á sunn- lenzka blaðamennsku, eða upp- hefja þá norðlcnzku. Þótt greinin sé stutt, eru í heuni fleiri villur og ambögur en menn eiga að venjast af sunnlenzkum blaðamönnum og sýnir okkur um leið hvers við éigum að vænta ef norðlenzk vindhana-blaða- mennska næði almennum tökmn á okkar ágætlega skrifiiðu sunn- lenzku dagblöðum. — Það er auðvitað ekki ástæða til þess að mæla bót ambögunum, er koma fyrir í skrifum blaða og heldur ekki ambögum i Vísi, en þegar verið er að finna að sliku, er gott að varast þær sjálíúr. Það særði hann. Væri gaman að vita hvort nokkur lesandi Vísis gæti fundið það út úr greininni hvað það er sem Sunnlendingiun cr „tamt“ og livað það er, sem særir hin „hreinu" eyru. Fer greinarhlut- inn liér á eftir: „Arna Hjörieil'sdóttir er góður Norðlendingur, og þess vegna úti- lokað, að hún liafi sagt þessa am- bögu. Vegna þess, að þessi am- baga, sem vitanlega cr tekin úr orðabók blaðamannsins við Vísi, sem talið átti við Örnu, og er Sunnlendingum mjög tamt, særir það svö eyru hreirina Norðlend- inga, að ég fékk ekki orða bund- izt. — Þór þögli.“ Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. — R- S.“ Bergmál getur aðeins bætt þvi við að Þór hefði mátt vera þög- ull, ef honum er það tamt. — kr. IN!ý Ijó&abók: Ber þú mig, þrá. Nýlega er komin á bóka- markaðinn ljóðabók eftir Snæ- björn Einarsson. Bókin heitir: Ber þú mig, þrá, og hefur að geyma úm fimmtíu kvæði, flestöll ort eftir 1940. Bókin er prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar h.f. á Akureyri. ., ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.