Vísir - 31.10.1955, Qupperneq 10
\MSIR
R
UjartMA mL
Eftir Graham Greene.
37
Yusef sprautaði sódavatni úr ,,siffóninum“ framan í sig. Þvi
næst rumdi hann af ánægju. — Hvað gengur á, major Scobie?
Er eitthvað að?
— Það verður ekki höfðað mál gegn Tallit.
Yusef var eins og örmagna maður, sem nýlega hefur verið
bjargað af skipsbroti. Hann sagði. — Afsakið, major Scobie.
Eg var ekki sofandi. Aðeins mókti. Þér voruð eitthvað að tala
um Tallit, major Scobie.
— Tallit verður ekki ákærður, sagði Scobie.
— Það skiptir engu. Pyrr eða seinna mun hann fara yfir
strikið.
— Áttuð þér demantana, Yusef?
— Átti eg demantana? Þeir hafa rægt mig við yður, Scobie.
— Var strákurinn í yðar þjónustu, Yusef?
Yusef þurrkaði sódavatnið af andlitinu á sér með handar-
bakinu. — Auðvitað, major Scobie. Þannig fékk eg mínar upp-
lýsingar.
Yusef var nú alveg laus við minnimáttarkendina. Hann var
búinn að hrista áhrif brómsins úr kollinum á sér, enda þótt
líkaminn lægi enn þá hálfmáttlaus á sófanum. — Ég er ekki
óvinur yðar, Yusef, sagði Scobie. — Mér geðjast að yður.
— Þegar þér segið það, majór Scobie, titrar hjarta mitt,
svaraði hann.
— Mér þætti vænt um að mega treysta yður, Yusef. Segið
inér sannleikann. Áttuð þér demantana, eða Tallit?
— Ég hef alltaf viljað segja yður sannleikann, majór Scobie.
Og ég hef aldrei sagt yður að Tallit ætti demantana.
— Áttuð þér þá?
— Já.
— Þér hafið sannarlega gert mig að fífli, Yusef. Ef ég hefði
vitni hérna, mundi ég stefna yður.
— Ég ætlaði mér aldrei að gera yður að fífli, majór Scobie.
Ég ætlaði aðeins að reyna að koma Tallit burt. Það væri öllum
fyrir beztu, að hann færi. Það er ekki gott ástand, þegar Sýr-
lendingar eru hver upp á móti öðrum. Ef hér væri aðeins einn
flokkur, gæti stjórnin komið og sagt: Yusef! Stjórnin vill,
að Sýrlendingarnir geri þetta og þetta. Og ég mundi geta
svarað: Skal gert. .
— Og þá yrði demantasmyglið á einni hendi.
—Ó, demantarnir, demantarnir, demantarnir! sagði Yusef
mæðulega. — Ég get fullvissað yður um, herra Scobie, að
ég græði meira á minstu búðinni minni á einu ári en ég mundi
græða á demantasmygli á einu ári. Þér hafið ekki hugmynd
um, hve mikið fé fer í mútur í sambandi við smygl.
— Jæja, Yusef. Ég ætla ekki framar að leita upplýsinga hjá
yður. Hér með lýkur kunningsskap okkar. Auðvitað sendi
eg yður mánaðarlega vexti, og afborganir af láninu.
Yusef settist framan á og setti fæturna á gólfið. Hann sagði:
-— Major Scobie. þér hafið tekið þetta gaman mitt fullalvar-
lega.
— Verið þér sælir, Yusef. Þér eruð ekki slæmur náungi, en
verið þér sælir.
— Þér hafið á röngu að standa, major Scobie. Eg er slæmur
maður. Hann hélt áfram, alvarlegur í bragði. — Hlýhugur minn
í yðar garð er það eina, sem gott er í þessu svarta hjarta. Eg
get ekki misst vináttu yðar. Við verðum alltaf að vera vinir.
— Eg er hræddur um ekki, Yusef.
— Heyrið mig, major Scobie. Eg er ekki að biðja vður um
annað en að heimsækja mig einstöku sinnum eftir að dimmt
er orðið, sitja hjá mér og rabba við mig. Ekkert annað. Aðeins
það. Eg skal aldrei minnast á Tallit framar. Við bara sitjum
’nér með „siffóninn“ og viskýflösku.
— Eg er ekki fábjáni, Yusef. Eg veit að yður yrði það ómetan-
leg hjálp ef fólk áliti, að við værum vinir. En eg ætla ekki að
láta yður þá hjálp í té.
Yusef horfði á hann stundarkorn og sagði:
— Major Scobie. Hafið þér nokkurn tíma sagt lögreglu-
stjóranum frá hinum lítiifjörlegu viðskiptum okkar, eða voru
það látalæti? |
— Spyrjið hann sjálfur!
— Eg er að hugsa um að gera það. Eg er í beizku skapi. Mig
iangar til að fara til lögreglustjórans og segja honum allt
saman.
j — Gerið það, Yusef.
— Eg segi honum, að þér hafið þegið af mér peninga og að
| við höfum í félagi ákveðið að koma Tallit í fangelsi. En að þér
■ iiafið ekki staðið við samninginn, og að þess vegna ætli eg nú
j að hefna mín á yður. Hefna min. Yusef endurtók þetta skugga-
i iegur á svip.
— Látið slag standa, Yusef. Gerið það, sem yður þóknast.
j Kunningsskap okkar er lokið. En hann hafði enga trú á
i alvöru þessa leiks, þótt hann liti alvarlega út. Þetta var eins
j og rifrildi milli tveggja elskenda. Hann hafði enga trú á hót-
j unum Yusefs. Og hann botnaði ekki heldur neitt í sínu eigin
rólyndi. Hann varð því ekkert hissa, þegar Yusef leit upp og
sagði:
— Auðvitað fer eg ekki og einn góðan veðurdag komið þér
aftur og viljið vera vinur minn. Og eg mun taka yður opnum
örmum.
Verð eg virkilega svo langt niðri? hugsaði Scobie Því að
málrómur Sýrlendingsins hafði hljómað eins og spámannsrödd.
Á leiðinni heim stöðvaði Scobie bílinn sinn fyrir framan
kaþólsku kirkjuna og gekk inn. Þetta var fyrsti laugardagur-
inn í mánuðinum, og hann gekk alltaf til skrifta þann dag.
Nokkrar gamlar konur biðu þar inni og hann heyrði róm séra
I Ranks í skriftastólnum.
Scobie horfði á krossinn og las Faðirvor og Maríubænir.
Ein af annarri gengu gömlu konurnar inn í skriftastólinn.
j Scobie bað þess, að hann leiddi aldrei neina ógæfu yfir Louise.
Hermaður nokkur kom út úr skriftastólnum og hann stóð á
j fætur.
— í nafni föður, sonar og heilags anda, sagði hann. — Síðan
eg skriftaði síðast fyrir um mánuði síðan hef eg vanrækt eina
messu.
— Voruð þér vant við látinn?
— Já, en með ofurlítilli fyrirhöfn hefði eg nú samt getað
rækt skyldur mínar betur við kirkjuna.
— Einmitt. -
— í þessum mánuði hef eg verið óþarflega stranrur við einn
af mönnum mínum. . . . Hann þagnaði stendar1-
— Er það allt og sumt?
— Eg veit ekki, hvernig eg á að orða það, faðir en eg er að
verða þreyttur á trú minni. Hún er að verða mér rskis virði.
Eg hef reynt að elska guð, en eg er ekki viss u að eg trúi
lengur.
— Það hafa margir slíka sögu að segja, sagði nresturinn.
-— Einkum hér. Loftslagið hefur sín áhrif. Eg mundi ráðleggja
sex mánaða orlof. Það er auðvelt að ímynda sér, að þreyta sé
sama og vantrú.
—• Eg vií ekki tefja fyrir yður, faðir. Það eru fleiri, sem bíða.
Eg veit, að þetta er bara ímyndun. En eg finn til: svo mikils
tómleika.
— Það er oft sú stund, sem drottinn velur, sagðf prestur-
inn. — Farið nú og biðjið tíu bænir á talnabanrl
—- Eg Hef ekki talnaband.
— Jæja, lesið þá fimm sinnum Fáðir yor og"fir>- n sinnum
Maríubæn.
Mánudaginn 31. október 1955»
Á kvöldvökunni.
Maður nokkur stóð frammi
fyrir dómaranum öðru sinni x
sömu vikunni ákærður fyrir
ölvun á almannafæri.
„Skammist þér yðar ekki
maður minn?“ spurði dómarinn,
„að koma hingað tvisvar £
sömu vikuni?“
„Jú,“ svaraði maðurinn ösköp>
undirleitur..„Það sagði eg
einmitt lögregluþjóninurrr, sem
sem tók mig, en hann viídi ekki
hlusta á mig.“
Hinn frægi amerískx leikari
Paul Muni lenti eitt sinn á sín-
um unglingsárum í áflogum
við annan ungling og þegar
þeir voru leiddir fýrir rétt,
reyndi mótstöðumaðui hans að
gera hann hlægilegan með því
að nefna hann stöðugt hinn.
skegglausa mótstöðumann sum.
Að lokum varð Muni þreyttur
á þessu og sagði:
— Mótstöðumaður minn
virðist harma mjög skeggl'eysi
mitt. í því sambandi langar mig
til þess að segja honum dálitla
sögu:
Konungur Spánar valdl eitt
sinn mjög ungan og grannan
sendiboða tif þess að færa öðr-
um þjóðhöfðingja mikilvæg'
skilaboð.
Þegar séndiboðinn gekk á
fund þjóðhöfðingjans varð
hann undrandi og sagði:
— Hefir konungur Spánar
ekki annan sendiboða, til þess
að senda á minn fund, en skegg-
lausan dreng?
Hinn ungi sendiboðí svaraði:
— ííerra, ef hans hátign hefði
álitið að skegg og gáfur færu
saman hefði hann áreíðanlega
sent yður geithafurí
•
Það var í hinu vilta vestri,
Þegar ..ferðamaður einn kom í
bifreið sinni frá New York til
Arizona, sá hann manri nokk-
urn sem líktist helzt námu-
manni. Fei^ðamaðurinn ,,gtöðV-
aði bifreið sína og gaf. gíg.á tal
við manninn.
— Eruð þér kannski ,að leitá
að gulli? spuy.ði hanu, ,
— Nei, að Uranium.:
—• Ilvernig lítur það út?
— Það veit eg ekki.
— En maður. getur þó ekkert
fundið.. sem maður veit ekki
hverni.g lítur út.
— Nú, ekki það. Ef Kolum-
bus hefði hugsað svona, væri
Amerika enn ófundin.
í„ &
TAHZAM
1939
Sjáið gullpa .hárið, æpti Turo.
Krjúpið á kné fyrir hinni nýju
iflrottningu ykkar. Og þeir hlýddu.
Fiytið ykkur nú áð útbúa hið kon-
unglega aðsetur.
Hinir innfæddu hiýddu skipun
hans, en. hann. hallaði sér að Glgu og
h ;slaði: —Eftir fimm mínútur ska
eg útskýra allt fyrir yður.