Vísir - 04.11.1955, Blaðsíða 12

Vísir - 04.11.1955, Blaðsíða 12
VtSIB er ódýrasta blaðið «g þó það fjöl- breytiasta. — Hringið i eíma 1680 eg gerist áskrifendor. WM Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftír 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypi* til mánaðamóta. — Sími 1660. Föstudaginn 4. nóvember 1955. Kyrö ríliir við E Hammarskjöld ber Ifvaé ges*a Kgassar? Al't er nú ineð kyrrum kjör- um á afvopnaða svæðinu kring um EI Auja á mörkum ísraels og Egyptaíands. Ðag Hammar- skjöld framkv.stjcri Sameinuðu þjóðanna, hefur að afloknum umræðuin, sem farið liafa fram í New York, lagt fram tillögur til þess að girða fyrir, að þeir atburðir gerist, er hleyptu öílu í styrjaldarbáí. Tillögur hans hafa ekki enn verið birtar. í fregn frá Tel Aviv segir, að Hammarskjöld leggi m. a. til, að Egyptar hverfi með lið sitt af E1 Auja syæðinu, — en Egyptar segjast nú hafa her- tekið aftur stöð þá þar, sem ísraelsménn gerðu árásina á. Eins og fyrr var getið hörfuðu ísraelsmenn burt þaðan eftir að hafa veitt Egyptum ráðn- ingu, fyrir að hafa laumað heilli herdeild inn á afvopnaða svæð- ið. í blöðum í morgun kemur fram, að Egyþtar hafi valið þann kost, að bera sig manna- lega, og segjast hafa hertekið stöðina aftur í bardaga, en raun verulega munu þeir hafa kom- ið þar að öllu í rústum, eftir herferð ísraelsmanna. í brezkum blöðum í morgun er m. a. lagt til, að herlið Sam- einuðu þjóðana hafi gæzlu á hendi á afvopnunarsvæðinu, eftir að búið sé að aðskilja her- flokka Ísraelsmanna og Egypta þar. Láta ekki ögra sér — Aðalritari Arababandalagsins, sem nú er kominn til New York, sagði í gærkveldi, að ísrael mundi ekki takast með ögrun- um og ofbeldisárásum slíkum sem þeirri, er þeir gerðu í vik- unni, að knýja arabisku þjóð- irnar til styrjaldar. En ef ísra- elsmenn legðu út í algjöra styrjöld gegn þeim, myndu þeir verjast. Rússar ábyrgir. Blaðið Baily Mirror í Lon- don (róttækt), leggur til, að bandamenn viðurkenni áhrifa- aðstöðu Rússa í arabisku lönd- unum,' og taki upp samkomu- lagslumleitanir, en Daily Mail telur slíkt fráleitt. Það sé það sem Rússar vilja, og til þess sé ger sá leikur, sem Rússar hafi raunverulega byrjað og beri á- byrgð á. Glasgow Herald segir það blákalda staðreynd, sem menn verði að hafa í huga, að á vettvángi Sameinuðu þjóð- anna hafi Rússar aðstöðu (neit- unarvaldið) til þess að hindra hverskonar aðgerðir af hálfu S. þj. til að girða fyrir ófrið — og muni að öllum líkindum gera það. Yorkshire Post hvetur Egypta til þess að athuga hver „gíóði“ þeirra raunverulega yrði ef þeir yrðu lokkaðir alveg inn' í gildru Rússa. Eru að verlla ikomsreiúulstuou f|*8s verða af þessa árs baðmullar- upskeru. Egyptar eiga næstum. engan erlendan gjaldeyri, svo að það verður ekki mikið, senx þeir g'eta keypt af öðrum þjóð- um. Þá vanhagar um margt og: svo eru ýmsar samningsskuld- bindingar við aðrar þjóðir. — Sama sagan kann að gerast í fleiri Arabalöndum. En Egypt- ar hafa ekki olíutekjur eins og sumar hinna. Og um leið og; þetta gerist eru Egyptar að reyna að fá 100 millj. stpd. lán hjá vestrænum þjóðum til að beizla Níl, gera miklar fyrir- hleðslur, reisa orkuver og veita. vatni á land til ræktunar. Til vinstri á myndinni er José Maza frá Chile, forseti 10. alls- | herjarþings S. þ., en við hann ræðir John Foster DuIIes, utan- ríkismálaráðherra Bandaríkjamia. Holofof vill rússneskt kosningafyrirkomulag. Ný tillaga um hlutlaust svæði. Frjálsar kosningar bar enn á góma á umræðufundi í gær í Genf. McMillan sagði, að svo virtist sem Molotov vildi ekki frjálsar kosningar, nema hann væri viss um ú'rslifin fyrirfram. Óvíst um eidsupp- tök í Mugg. Sjóprófum út af eldsvoðanum í v.b. Mugg er nú lokið. Hafa skipstjóri, Páll Þorleifs- son, svo og skipverjar allir, komið fyrir sjórétt, en ekki tókst að upplýsa orsakir þess, að eldurinn kom upp. Eins og menn muna af frá- sögn Vísis, kom upp eldur í v.b. jMugg, VE-322, að morgni hins j 31. okt. s.l. úti á Faxaflóa. Elds- | ins varð vart í vélarrúmi bátsins kl. 5.30 urn morguninn. Magn- jiðist hann skjótt, og fengu skipverjar ekki við neitt ráð- ið, þrátt fyrir slökkvitilraunir með handslökkvitæki og öðrum tiltækilegum ráðum. Um kl. 7 bar þar að v.b. GrundfirðiPg', sem hefur sterk- ar dælur. Þá voru skipverjar á Mugg kömnir í gúmbát sinn og bjargaði Arnfirðingur þeim. —■ síðan tókst Arnfirðingi að slökkva eldinn í Mugg á leið til lands og koma bátnum í höfn. Molotov kvaðst vilja kosn- ingar, sem „þjónuðu bezt þjóð- arhagsmunum“ og lýsti sig hlynntan „eins lista fyrirkomu- laginu.“ Utanríkisráðherrarnir sátu veizlu í gærkveldi í skrauthýsi við Genfarvatn. Var þar skálað og bornar fram gagnkvæmar óskir um tilslakanir allra, til þess að árangur næðist. En ekki hyllir undir neitt samkomulag enn. Ný tillaga um híutlaust helti. Pólska útlagaráðið taer fram tillögu um hlutlaust belti. Á því skulu vera þær þjóðir, sem búa við kúgun Rússa, eða eru þeim algerlega háðar, þótt frjáls ar eigi að heita að nafninu. — Þessi lönd yrðu í beltinu: Balt- nesku smáríkin, sem Rússar inn limuðu (Lettland, Lavía og Eist land) og kommúnistisku lepp- ríkin. Það eru ekki vopn ein, sem Egyptar fá frá lönduiium aust- an tjalds. I Egyptalandi er gnægð af alls konar varningi frá þessum löndum, sem þeir greioa fyrir með baðmull, eða hafa fengið viðskiptalán til að greiða. Horfir svo, að þeir verði brátt skuldunum vafnir og að fyrir þeim verði brátt ástatt sem verzlunarfyrirtæki, sem hefur keypt meira af vörum en þeir éru borgunarmenn fyrir. Hinir kommúnistisku sölumennn láta sér vel líka, að Egyptar kaupi sem mest. „Við getum talað nánara um borgun seinna,“ er oft viðkvæði þeirra. En seinna kemur að skulda- dögunum og er þá hætt við, að krafist verði bæði fjár og fríðinda. Vopnaaaup Egypta í Tékkó- slóvakíu nema eigi minni fjár- hæð en 60 millj. stpd., og greið- ast vopnin að mestu með baðm- ull. Á sama tíma hafa kínversk- ir lofað að láta þeim í té 8 milj. stpd virði af stáli, sem einnig greiðist með baðmull. Rússar hráolíu fyrir 4 millj. stpd. og Austur-Þýzkaland ýmislegt fyrir 5 millj. stpd. Þesi kaup nema samtals um 77 millj. stpd., sem greiðast Frakkar taka íierstöð Y í Rifffjöííym. Herstjórn Frakka tilkynnir, að þeir hafi hertekið seinustu herstöðina, sem upreistarmenn tóku fyrir mánuði, í Riff-fjöll- um. Engar hryðjuverka- og upp- þotsfregnir berast nú frá Mar- okkó, eða síðan er ljóst varð, að Sidi Mohammed ben Youssef fyrrv. soldán mundi hverfa aftur til Marokkó og setjast þar á valdastól. FHaðair sissast í árekstrlc í gærkveldi varð maður fyr- ir bifreið á Melavegi og skarst í andliti. Slys þetta átti sér stað raóts • við háskólann um níuleytið í gærkveldi. Þar var þá fótgang- andi maður á ferð, en varð fyr- ir bifreið, sem ekið var suður Melaveginn. Skarst hann og skrámaðist í andliti og var fluttur í sjúkrabifreið í slysa- varðstofuna, þar sem gert var að meiðslum hans, en að því búnu var honum leyft að fara. heim. Maðurinn var undir á- hrifum áfengis. Á sunnudaginn bauð sviss- neskur áhugaflugmaður að fara með mann og 9 ára gam- alt bam Sians í flugferð. Barnið var með kíghósta, sem nokkur bót fæst á, ef flogið er í mikilli hæð. Flugvélin flaug á fjall í ferðinni og biðu flug- maður og báðir farþegar bana. >» Ms. Binar ölafsson snýr heim. Ms. Einar Ólafsson, sem lenti í hrakningunum á útleið, , er enn £ Londonderry, Norður- írlandi. Hann var á leið til Spánar með saltfiskfarm, sem kunnugt er, þegar hann séndi frá sér neyðarskeyti og baðst hjálpar, og fékk fylgd til Londonderry. Erlendir eigendur farmsins hafa gert ráðstafanir til þess, að hann yrði fluttur á ákvörðunar- stað í öðru skipi. Bráðabirgðaviðgerð á ms. Einari Ólafssyni fór fram í Londonderry og er henni nú lokið. Eklci hefir enn frézt. að skipið sé lagt af stað hingað til land^. „fírætiir66 fyrir 1,2 mlllf. kr. „Grát“-söngvarinn Johntiy Ray hefir verið ráðinn til Ja- hannesburg í S.-Afríka «nn jólin. Mun hann koma fram a. skemmtistað einum þar í eina viku, og fær fyrir það sem svar- ar 1,2 milljónum króna eða. 26,000 sterlingspund. Comet-vél send í hnattflug. Á að aiaglýsíi fseirra s snwrgisEit löiidmn. I byrjun næsta mánaðar ntunu de Havilland-verksmiðjurnar brezku senda flugvél af gerð inni Comet IIÍ í hnattflug til að sýna ágæíi hennar. Verður hér um auglýsinga- ferð að ræða, og gera verk- smiðjurnar sér vonir um, að hægt verði að afla kaupenda í för þessari, því að hvar sem flugvélin kemur við, mun hún verða sýnd stjórnarvöldum og helztu mönnum í flugmálum. Stjóm de Havilíand-verk- smiðjanna tilkynnir, að fíug- vélin mimi fara umhverfis jörðina á skemmri flugtíma en nokkur farþegaflugvél hefir gert. Löng viðstaða verður hins- vegar höíð á ýmsum etöðum, svo að tóm gefist til afi kynna flugvélina og kosti hennar, og er fyrst og fremst hugsað um. Bandaríkin og fleiri lönd vest- an hafs, og einnig verður staðið lengi við í Ástralíu, til þess að „selja“ flugvélina. Ferðin verður farin í sam- ráði við brezka flugfélagið BOAC, sem vonast einnig til að hafa góða auglýsingu af ferð- inni, miklum hraða flugvélar- innar og þægindum, en Comet- vélar munu verða í notkun hjá BOAC í framtiðinni. Er þetta mótleikur gegn amerísku far- þegaflugvélunum Boeing-707 ; og Douglas DC-8, sem báðar , verða með þrýstiloftshreyflum, I en verða ekki teknar í notkun fy.rr en miklu síðar en Comet- IV, sem verður mjög lík Comet III.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.