Vísir - 08.11.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1955, Blaðsíða 4
VlSiK Þriðjudaginn 8. nóvember 1955 IftiyWtfWWWWWWWWWWWWVWWrtftffWWWWVWW D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstcfur: Ingólfsstræti 3. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Mesta þátttaka í ferðum Ferðafélagsins í sumar. Fálaglð hefur nú gefli út 28 árhækisr og fjaSSar sú síðasta um Austfiril. Jardhitinn í Krýsnvík. TP^að er orðið nokkuð langt síðan það kom fyrst til orða, að efnt yrði til samvinnu Réykvíkinga og Hafnfirðinga um nýtingu jarðhitans í Krýsuvik. Þar syðra er mikill hiti í jörðu, •eg nokkrar boranir hafa farið fram, til þess að athuga, hvort unnt sé að ná þar upp meiri hita með' slíkum ráðum. Hefur það 'borið þann árangur, að. menn munu gera ráð fyrir, að enn rnegi vænta þess, að frekari boranir auki hitauppstreymið. Hins- vegar munu Hafifirðingar vart hafa bolmagn til að standa straum af þeim rannsóknum einir, og þess vegna er ekki ósennilegt, að samningar takist ym að Reykjavíkurbær gangi í 3ið með þeim við þetta og jnfnvel ríkið líka. Sjálfsagt er að framkvæina, þær rannsóknir þai’ syðra, sem ■geta gefið nokkra bendingu um, hversu mikla orku sé að fá ■þar syðra, svo og til að ganga úr skugga um, hvernig hún verði }yezt hagnýtt. Hafnfirðingar hafa auðvitað áhuga fyrir hita- veitu eins og Reykvíkingar, en verið getur líka, að heppilegra sé að hagnýta orkuna á einhvern annan hétt. En vitanlega verð- ur ekkert fullyrt um það á þessu stigi málsins, enda kæmi það atriði ekki til álita þegar í stað. Það er vafalaust draumur allra Reykvíkinga, að þeir fái að njóta hitaveitunnar fyrr en síðar, og er það ekki nema eðlilegt. En til þess að það megi verða, þarf bærinn að hafa yfir meiri hita að ráða, og hann á fyrst að svipast um eftir honum á bæjarlandinu eða eins nærri bænum og unnt er, því að fjar- lægðirnar eru kostnaðarsamar. Virðist eðlilegast, að bærinn gangi úr skugga um, hversu mikinn hita sé enn að fá á bæjar- landinu, og að hve miklu gagni hann má koma, áður en farið er að verja fé til rannsókna í Krýsuvík. En sé um lítinn við- bótarhita að ræða á eða við bæjarlandið, þá verður vitan- jega að leita lengra. Hvaft éttast þei T^undum u tanrjkisráðherra fjórvcldanna hefur verið í'restað •*- í nokkra d-aga; og mtmu þeir eiga að koma saman aftur á morgun. Fram að þessu hafa fundir þeirra ekki borið neinn árangur — þeir hafa aðeins sýnt það, sem margir óttuðust og aðrh' voru sannfærðir um, að erfitt mundi verða að samræma ájónarmið þeirra í lielztu málum. Menn bíða þess að vísu meo nokkurri forvitni, sem Molotov hefur að segja eftir Moskvuför .sina, hvort einhver breyting hefur orðið á. afstöðu sovétstjórnar- innar eða hvort hún verður eins ósveigjanleg eftir sem áður. Framtíð Þýzkalands er það mál, sem talið er einna mikil- vægast að leysa. Lýðræðisþjóðirnar telja, að ekki komi annað til mála en að gefa allri þjóðinni kost á að ganga til kosninga og velja sér þá stjómarháttu, sem hun telur sér henta. Við þetta er ekki komandi, að því er sovétstjórnina snertir, og verður það varla skilið á annan veg en þann, að kommúnistar geri sér litlar vonir um, að úrslit slíkra kosninga yrðu þeim til framdráttar. Að minnsta kosti komst Pinay, utanríkisráð- herra Frakka, svo að orði í síðustu viku, að elcki ætti kommún- istar að; óttast kosningar, ef vel væri stjórnað í Austur-Þýzka- landi. Tregða þeirra vírðist einmitt sönnun þess, að ekki sé allt í 1-agi þar. Þátttaka í ferðum Ferðafélags íslands var meiri í sumar en nokkru sinni fyrr þrátt fyrr hið slæma tíðarfar. „Sviðamessa" Ferðafélags ís- lands — það er hinn árlegi sam fagnaður stjórnar þess, blaða- manna og nokkurra fleiri gesta félagsins — var lialdinn í skíða- skálanum í Hveradölum í fyrra- dag. í ræðu er forseti félagsins flutti í hófinu, kom það fram, að þrátt fyrir hið leiðinlega tíð- arfar í sumar hefðu aldrei jafn- margir ferðast á vegum félags- ins, en þátttakendur voru alls 1300 í um 50 ferðum. Þó má geta þess að Kjalvegur var ó- fær í allt sumar, en um hann þarf að fara til þess að komast í 5 af sæluhúsum félagsins, en þau eru nú oriðn 8. Var meiri- hluti þeirra því ekkert notaöur í sumar, og er það vissulega mjög þýöingarmikið fyrir starf semi félagsins, að verstu skafl- arnir á þessari leið séu lag- færðir svo að hin ágætu sælu- hús séu ekki einangruð. Aftur á móti voru mikil fei'ðalög til Þórsmerkur og i Landmanna- laugar, en eins og kunnugt er á Ferðafélagið sæluhús á báðum þeim stöðum, og' er nýjasta sæluhúsið á Þórsmörk, en bygg- ing þess kostaði um 20i).þúsund krónur; Umsjónarmaður þess í ‘ sumar var Jóhannes skáld úr Kötlum. Það hefur frá upphafi verið markmið Ferðafélagsins að kynna fólki landið, og hefur það vissulega varðað vegihn í því efni, þótt ýmsir aðrir aðii- ar hafi síðar komið við sÖgu á sama sviði. Það er því vel til fundið að ielagið skuli hafa valið gömlu vörðuna, sém íákn sitt, eh það er íélagsmérki þess, er Guðmundur frá Miðdal gerði fyrir nokkrum árum. Eh Ferða- félagið. hefur unnið’ að kynn- ingu landsins með öðrum hætti, en að efna til ferðalaga um það. Frá uppháfi hefur það, gefið út tuttuug og átta árbækur um ýmis héruð landsins, og eru þær nú orðnar 28 talsins. Sú síð asta er nýkomin út og fjallar um syðri hluta Austfjarða, rit- uð af dr. Stefáni Einassyni pró- fessor í Baltimore. Næsta bók verður um eystri hluta Árnes- sýslu og mun Gísli Gestsson safnvörður rita hana. Margar fyrstu bækur félagsins eru löngu uppseldar, enda var upp- lag þeirra fyrst og fremst mið- að við tölu félagsmanna, en íyrir 25 árum var félagatalan t. d. ekki nema 540, en er nú um 6000. Þá hefur félagið gefið út ágætt íslandskort, og er það m. a. notað við kennslu í skólum landsins. Dráttur i 11. fl happdrættis SÍBS. Á Jaugardag fór fram dráttur í 11. flokki Vöruhappdrættis SIBS, ©g fengu ‘þessi numer Jhæstu vimiinga: 50.000 kr.: Nr. 12518. 10.000 kr.: Nr. 19663 og 20579. 5.000 kr.: Nr. 8787, 10025 29674 35659 40313 40333. .2.000 kr: Nr. 2773 6007 8688 8951 9950 14698 23276 25257 25841 28190 34318 35120 39281 40929 41538 41641 42422 42475 45714 46496 48Ó51. 1000 ki\: Nr.: 1029 2912 5348 6654 7719 15605 16487 17145 19565 21592 22125 24498 25070 25959 27575 28313 32176 34046 36103 36271 370Ö6 41825 43032 44412 45115 47059. (Birt án ábyrgðar). Ný slðkkvistöB. Þ að hefur komið til orða, að gasstöðin við Hverfisgötu verði lögð niður, og þar verði slökkvilið bæjarins fenginn staður til frambúöar. Er gasstöðin engan yeginn eins mikilvæg fyrir heimilishald rrianna Hér í bænum og hún var áður fyrr:, og siðustu ■ ár.in ,muh gasnptendum frejkpr haja fsakkjað en fjölgað og gasframléiðslan einnig minnkað. Virðist því stefna að því, að rafmagnið taki alveg við hlutverki þvá; isemugasið '.'hefui' sinnt um langt árabil. Lóð gasstöðvarinnar er mjög rúmgóð, og virðist henta ■slökkviliðinu á margan hátt. Af henni má aka á þrjár eða fjórar götur, og er það að sjálfsögðu mikill kostur. Einnig er það mikiil kostur, að þessi staður, ernær raunverulegum miðdepli byggðar- innar en gamla stÖðinj érí b^efinn hefui: þanizt miklu méira austur á bóginn en til annarra átta. Kostnaður við allar breyt- ingar yrði að sjálfsögði^ mikill, og verða hinir sérfróðu að fithuga, hvort kostirnir eru meiri en því nemur eða.hvort.heppi- Aígra væri að reisa nýja stöð, og þá jafnvel annars staðár, sr Asgek Pitps= Þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem undanfarið hcfur staðið yfir' í 'Hafnarfirði, lauk í fyrradag. Eins og fyr segií', var þetta fjölmennasta þing, sem háð hef- ur verið' og mikill áhugi ríkj- andi á því. * Magnús Jónsson albm. frá Mel, sem gegnt hefur formanns störfum undanfarið vð hinn. á- gætasta orðstír, iét nú af störf- um, en í hans stað var kjörinn einróma Ásgeif Pétursson; lögþ fræðingur, en hann hefur s.tar? að ötullega í röðum SjálfstæSis- manna um langt skeið, m. a. ver ið formaður Heimdaliar, í aðalstjórn SUS, auk Ásgeirs voru kjörnir þeir Friðj ón Þórð- arson, sýslumaður í Búðardal, Gunnar G. Schram stud. juris, Jón ísberg, Blöhduósi, Sverrir Hermannsson, ísafirði, Þór Vil- hjálmsson, Reykjavík og Pétur Sæmundsen, Reykjavík. 1 síarfað í ár. Á suimudag var ár liðið frá j»ví veitingaliúsið NAUST við Vesturgötu tók til starfa, en það var opnað 6. nóvember 1954. Aðsókn hefur verið mjög mikii að þessu nýja véitinga- húsi síðan, enda öll þjónusta til mikfllar fyrirmyndar og af- burða góð á öllum sviðum. Veítingahúsið hefur nu ráðið til sín danskan matsvein, sem er ínjög fær í sinni grein. Mun hann kynna hér ýmsar nýjung- ar í matargerð og framreiða margvíslega rétti, sem ekki hafa verið hér. á boðstólum fyrr. Mafcsveinn þessi heitir Knud Lomberg, og hefur hann unnið við matreiðslu á veitingahúsum víða' um heim. Vegna verkfalls hljóðfæra- ieikara er nú leikin létt músik af stálbandi eða hljómplötum í Nausti 'eins pg öðrhm veitinga- húsitm bæjarins, ;,enda vírðist vei'kfall hljóðfæráleikarana éklff háfa néin álirif a aðsókn- ina, áð því er Halldór Gröndal, forstjórj. í Naustý hefur tjáð blaökm. Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími -1043 og 80950. Þá hefur loks tekið til starfa fyrstá raunverulega sjálfsaf- greiðsluverzlunin liér á landi, og er það auðvita'ð hin nýja og glæsilega yerzlun Sambands is- lenzkra samvinnufélaga í Austur- stræti. Mörgum hafði lengi legið mikil forvitni á að fá að sjá livern ig þar væri umhorfs. Meðan stóð á gerbreytingu verzlunarinnar, sem þar var áður; og innrétting- arinnar, liaf'ði vandlega verið girt fyrir mc'ð tréverki, svo veg- farendur gæ.tu ekki fylgzt með, eða kannske öllu líeidur til þess að forðast allan ágang, sem ann- ars niyndi liafa verið, ef ekki liefði verið þannig gengið frá. Menn vildu reyna nýja aðferð. Og svo þegar dagurinn rann upp, sem þessi nýja fullkomnasta verzlun vár opnuð fyrir helgina var þar svo miki! ös, að hafa varð vörð vi'ð dyrnar. Komu þar margir af forvitni, sem eðlilegt var, en líka var þar mikil verzl- un alían daginn. HúsmæSurnar vildu gjarnan reyna þessa nýju a'ðferS viS innkaupin, aS geta sjálfar valið allt, án nokkurrar ílilutunar afgreiSslufólks, nema þegar komið var a'ð skuldadögun- um og greiðslan fór fram. Opnast sjálfkral'a. Nýjuhgar verður strax vart þegar komi'ð er að dyrum verzl- unarinnar, því þær opnast sjálf- krafa fyrir viðskiptavini. Er þetta einkar hentugt fyrir fólk, sem fer út klyfjað pinklum og pökkum. ÞaS þái'f ekki að hafa fyrir því að opna dýrriár, það gera þær sjálfáf. Mun mörgúm hafa þótt þéssi nýjung furðuleg. Það_vant- ar einungis, sem víða er til ann- ars staðar, að fólk þiirfi ékki að ganga upp stigana, þegar næsta liæð yerður tekin i notkun fyrir að þrepin eru á lireyfingu, þannig aS.viðskiptavinir eða aðrir þurfa að viðskiptavinid, eða aðl'ir þurfá 'ekki annað en að stíga i ricðsta þrepiS, eri fsérast siðan sjálfkrafa miili iiæða. Sagt er a'ð forráða- menn verzlunarinnar hafi jafn- vel liugsað sér þessa nýjung. Mikil þægindi. Reynslan mun fljótlega sýna og sanna, að þetta' fyrirkoinulag er mjög þægilcgt fyrir viðskiptá- vinina, og iiiargt er þarna nýj- unga, seiii Íangt yrði upp að telja. Allar vörrir 'éru þarria pakk- aðar í snyrtilegar umbúðir, einn- ig ýmsar vörur, sem áður liafa ekki sézt pakkaðar i verzlunum. Allt er þetta gert til hægðarauka og flýtis fyrir viðskiptavinina. Það leikúr varla nokkur vafi á því, að þetta fyrirkomulag er það, sem koma sk'al hjá stórverzl Hinini, þótt það kunni ekki að henta minni verzlunum, sem að- eins ætla sér það hlutverk að anna litlum hópi viðskiptavina, er býr í næsta nágrenni. Það er fagnaðarefni i livert skipti, er slíkar nýjungar sjást liér og nýj- ar og fullkomnari leiðir eru farna.r, til hagræðis fyrir alla. — kr. Lömunarveilii iiiimni vestra. í Bandaríkjúnmh hefir dreg- ið úr lömunarveiki á þessu ári miðao við 1954. Lömunarveikitilfelli rauriti vart fara yfir 30.000 á þessu ári, en urðu yfir 38.000 í fyrra. Margir þakka þetta Salkbólu- setnihgu: að-hókkru-leýti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.