Vísir - 28.12.1955, Síða 6

Vísir - 28.12.1955, Síða 6
VISIH Miðvikudaginn 28. desember 1955. atMWWWWWWWVVWVyVWWWWWWWWV^ m Ék íÁ D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Leiðir aisíiif í sveltir. Þrjár leiðir iiggja austur í sveitir héðan úr höfuðstaðnum, fyrst og fremst yfir Hellisheiði, sem er stytzt, en önnur um Þingvallasveit og hin þriðja um Krýsuvík og Selvog. Að sumar- lagi fara nær allir flutningar austur og austan um veginn yfir Hellisheiði, því að enginn fer að leggja lykkju á leið sína Mður að sjó eða um Þingvöll að nauðsynjalausu, en þeir eru hins- vegar tiltölulega margir, sem fara þessa leið á skemmtiferðum að sumarlagi, eins og kunnugt er. Aðrir flutningar íara að sjálfsögðu einnig um þessa vegi, en þeir eru f jarri því eins mikil- vægir fyrir samgöngurnar við Suðurlandsundirlendið um bjarg'- ræðistímanna og Hellisheiðarvegurinn, ein fjölfarnasta þjóð- braut landsins. I En leiðin yfir Hellisheiði hefur verið hálfgert vandræðabarn frá öndverðu, því að segja má, að hún verði ófær — eða að minnsta kosti miög illfær — jafnskjótt og eitthvað verður að veðri. Er það kunnara en frá þurfi. að segja hverjar torfærur myndast á þessari leið. Var það ekki nema eðlilegt áður fyrr, að vegurinn lokaðist fljótlega, þegar bifreiðar voru aflminni en nú, ög engar vélar til að halda samgönguleiðum opnum í fahnkomu. En í þessum efnum eins og öðrum stenzt vélin ekki hamfarir náttúruaflanna, þegar þau æða í íslenzkum vetrarham, svo að inú gengur litlu betur en áður að halda ,,fjallinu“ opnu, og er þörfin þó miklu meiri nú en áður vegna stórum vaxandi flutn- Snga. ' Leiðin um Krýsuvík og Selvog var talin af talsmönnum hénnar allra meina bót í sambandi við flutninga alla austur í sveitir, þvi að hún væri svo snjólétt, að hún mundi verða fær, þótt allt færi í kaf á Hellisheiði. Raunin hefur líka orðið sú, að þessi leið er mun greiðfærari en hinar norðlægari, enda þótt hún geti orðið seinfarin, þegar veður er illt, svo sem komið hefux á ljós síðustu dagana, og öilum mun í fersku minni, er það hefur tekið margfalt lengri tíma en venjulega að fara þessa leið, þótt ýtur hafí verið hafðar til aðstoðar. 1 Ýmsir liafa taliS, að til vseri leið austur yfir fjalþ sem tæki Krýsuvíkurleiðinni fram, því að hún væri svo miklu snjólétt- ari en jafnvel sú leið, en auk þess væri sá kostur við hana, að hún væri miklu styttri, því að ekki þyrfti að fara hinn Janga krók suður að sjó á miðju Reykjanesi. Bæri þess vegna að leggja veg þessa leið, um Þrengslin svonefndu, því að þá mundi ekki verða um samgöngutruflanir af völdum veðui's og ! snjóa að ræða. Munu einhverjar athuganir hafa farið fram á þessu, og svo mikið er víst, að einhvern undirbúning á veg'ar- j lagningu á þessari leið hefur Alþingi látið framkvæma, þótt það. muni enn eiga langt í land, að vegurinn verði lagður, ef engin breyting verður á þeim vínnubrögðum eða hraðanum á þeím, sem verið hefur í þessu máli undanfarið. . j Um það verður engu spáð nú, hversu erfiður þessi vetur verður, en hætt er við, að hann verði mönnum erfiður í meira lagi, ef framhaldið verður í samræmi við byriunina, eða siðustu vikurnar, o-g venjan er, að Vetur konungur sýni ekki veldi sitt verulega fyrr en komið er fram yfir nýár. Það er að miimsta, kosti hyggilegast að vera við öllu búinn í þessu efni eins og öðrum, því að hið góða skaðar eklti, þótt það komi mönnum á óvart. I Vísindamenn hafa haldið því fram, að veður færi hlýnandi á jörðinni að undanförnu, og skal því ekki mótmælt. En þeir hafa einnig gert ráð fyrir því, að nú mundi veður fara kóln- amdi á ný, því að um sveiflur væri að ræða í þessu efni, k skíptust hlýinda- og kuldatímabil. Nú mundi hlýindatímabilíð vera á enda eða urn það bil, og mætti því að gera ráð fyrir, að veðurfar færi aftur kóhiandi, að minnsta kosti á norður-. hjara héims, og illviðra því frekar von, ekki sízt í þeim löndum, sem eru mjög norðarlega, og til þeirra telst ísland að sjálísögðu. Það er alls ekki ósennileg-í, að við megum vænía kólnanai og versnandi veðráttu á næstu árum. Tæknin og batnandi fjárhagur munu koma í veg fyrir, að slíkt veðurfar valdi hallæri í landinu eins og áður hefði orðið, en það getur bakað' okkur ýmsa eríið- leíka, ef við reynum ekki að finna einhver ráð til úrbóta í tæka tíð. Órofnar samgöngúr milli Reykjavíkur og Suðurlands- undirlendis t'ru eitt af því, sem leggja verður kapp á, og ætti því að reyna að ganga úr skúgga um það, hvernig bezt má Hyggja þær m. a. með því að athuga vegarstæði það, sem nefnt er hér að framan. I KagsnovÉtsj ré5 mestu helma - á Qarrern ffljtnlganiiis :Mi*ais|evs. Lazar M. Kagnovitsj, fyrsti v a r a forsæ íisráð her r a Ráð- „framdi sjálfsmorð“ varð Rosa systir Kaganovitsj ástmey ein- stjórnarríkjaima, er. sayðtir sá ræðisherralis (stundum kölluð þriðja kona hans). — Aðalrit- ineísal ráðstjórnarleiðtogaima er hafi tekið allar hinar mikil- vægustu ákvarð'anir 1 fjarvem Buganins og Krusjevs. Og hann er, í stutíu mált sá, meðal ráðstjórnarleiðtoganna, að margra ætlan, sem vestrænir leiðtogar ættu að hafa vökul augu á. Það var hann, sem flutti aðalræðuna í Bolshoi-leikhús- inu á byltingarafmælinu 7. nóv, s.l. og sagði þá m. a.: „Hafi 19. öldin verið öld auð- valdsstefnunnar, þá er 20. öldin vissulega öld kommúnismans.“ Hann er líkur Molotov í því, að hann fyrirlítur fagurgala og brös, er kaldur, ákveðinn og' þrái'. Hann er sjálfmenntaður, hefur brotizt áfram af ótrúlegri þraútseigju og vinnuhörku við sjálfan sig, síðan hann ari Kommúnistaflokksi.ns var hann orðinn 1930 og gegndi því starfi til 1935, og ásamt Bulgan- in, þá borgarstjóra Moskvu, endurskipulagði hann. borgina á nútíma vísu. í seinni heims- styrjöldinni var hann lofaður mjög í vestrænum löndum fyrir að vinna það kraftaverk, að halda járnbrautaneti Ráð- stjórnarríkjanna starfhæfu, en iykillinn að því leyndarmáli var, að hann lét dauðahegningu við liggja, ef áætlanir stóðust ekki. Hann varð varaforsætis- ráðherra 1947 og mundi næst- um vaíalaust hafa orðið eftir- maður Stalins, ef hann væri ekki af Gyðingaættum. Engiim maður í Ráðstjómarríkjunum hafði búið sig eins samvisku gerðist bolsvíkingur 18 ára, og samlega undir hiutverkið. Mal- þótt hann sé orðinn 62ja ára, enkov ]lafði hetur vílar hann ekki fyrir sér að vinna 18 klst. á. sólarhring. — Hann er eini ráðstjórnarleið- toginn af Gyðingaættum, sem eftir er. Stalin tók fyrst eftir honum 1924, og ltomst fljótt að raun um, að hér var maður, sem innti af höndum hvert verk svo honum líkaði röggsamlega, miskunnarlaust, hversu óvin- sælt og illt sem það var, svo sem að gera upptækar upp- skerubii’gðir sjálfseignarbænda til þess að skapa neyð meðal þeirra og knýja þá til þess að aohyllast samyrkjukerfið, og eigi síður reyndist Kaganaovitsj duglegur við ,,hreinsanir“. — Þegar önnur kona Stalins .wwwwv wvvwvvwvvvvwvvvvvvvvwvyvvvv'. ílar er okrai en hér. Í Pakistan eru wextis1 25% á í þessum á- tökum, en Kaganovitsj fann þá upp á því, að forystan skyldi ekki vera í eins manns hönd- um, heldur nokkurra helztu leiotoga. Hann er mestur hugs- uður og skipuleggjari í þeim flokki. I tíð Stalins var hann sjöundi í röð forsprakkanna, nú er hann sá þriðji. Um fram- tiðina skal engu spáð, en hon- um er veitt sívaxandi athygli, —; ekki sízt í vestrænum lönd- um, þar sem allir gera sér ljóst, að hann er maður, sem_ á í rík- um mæli hörku og ósveigjan- leik bolsvíldnga af gamla skól- anum, sem harðastir voru í horn að taka. (Þýtt.) Okrarar þeir, sem mest er talað um hér á íslandi, virð- ast vera næsta meiniausir í samanburði við . starfsbræður þeirra í Pakistan. Samkvæmt fregnum frá Kar- achi, höfuðborg Pakistans, eru okrarar þar svo harðir og ó- svífnir, að fyrir hefur komið, að menn, sem komizt hafa í klær þeirra, hafa ekki séð aðra leið vænlegri en að fremja sjálfsmorð, Enda þótt okur sé bannað í lögum Múhameðstrú- armánna, er það stundað af hinu mesta kappi og á ótrú- léga ósvífinn hátt, enda óspart notfært sér af fráfræði manna. Okrararnir hafa einkum átt auðvelt með að ná tökum á þjónustufólki, verzlunarmönn- um og starfsmönnum ríkisins. Þeir taka 25% á mánuði af 100, rúpía láni ( um 500 krónur), allt að 500 rúpíum. Stundum hefur þáð kpmið fyrir, að þeir hafa tekið þessa vexti alla tíð síðan lánið var. tekið fyr.ir 13 —14 árum. Oft hafa fórnarlömbin neyðst til að taka lánið, sem átti að vera ,,skyndiláii“ til þess að greiða iæknislijálp fyrir sjúkt barn sitt, eða til þess að kaupa föt, vagn eða eitthvað þess hátt Okrararnir eiga það sam- merkt, að þeir fara aldrei fram á, að lánsfjárupphæðin sé end- usrgreidd, og þegar boðið er upp á fulla greiðslu, ypta þeir öxlum og segja, að ekkert liggi á, svo höfðinglyndir séu þeir. Hins vegar ganga þeir ríkt eft- ir, að vextir séu greiddir á mán uði hverjum. Lántakan fer t. d. fram á þann hátt, að maður ætlar að fá 300 rúpíur að láni. Hann gef- ur kvittun fyrir 600 rúpía láni, en það er ,,öryggisráðstöfun“ okrarans, ef til þess kæmi, að málið færi fyrr rétt, en þá er stundum úrskurðað, að lántak- andinn endurgreiði helming lánsfjárins. Lántakandinn fær ekki nema 225 rúpíur greiddar, — 75 rúpíur eru vextir í einn mánuð. Sagt hef.ur verið frá manni elnum, Mohan að nafni, sem stundar þvotta. Hann tók 100 rúpía lán (um 500 krónur) ár- ið 1941. Síðan he.fur hann greifct í vexti samtals 3925 rúpí- ur, eða um 20.000 krónur. Ný- lega losnaði hann úr þessu skuldabasli, en hann lítur á okr arann sem ágætan ýin sinn. Þe’ir, sem reýnt hafa að leita til lögreglunnar, hafa orðið fyr- ar)barsmíðum áf eigðum þýjum okraranna.' Heldur virðist vera uggur í mönnum út af því ao enn er ætl- að láta hitaveitukerfið ná til I fleiri íbúðarhverfa, en verið hefur, Þeir, sem hafa notið hita- veitunnar undanfarið telja hana varla til fleiri skiptanna, hve ] gott sem það annars væri, að allir bæjarbúar . mættu njóta vatnsins. Þetta kemur meöal annars fram í bréfi, er dálkin- um hefur borizt núna eftir há- tiðina. Vesturbæingur skrifar á þessa leið: „Betur má ef duga skal, segir ég um blessaða hita- veituna, sem mönnum eráð von- um ótæmandi umræðuefni. Það hefði ekki mátt vera mi’kið frostið sums staðar í Vesturbæn- um um jóladagana til þess að mönnum liði ekki bókstaflega illa. Volgnuðu aðeins. | Þáð var nú svo, þar sem ég bý, og víðar í nágrenninu, að ofnar 'hitnuðu litið um eftirmiðdaga, j og var fyrst þegar nokkuð var j liðið á kvöldið, að einhver veru- ' legur hiti var á þeim. Það þótti mér kynlegast að þó var aldrei kalt í veði'i, og hefði því álagið J ekki átt að vera óskaplegt. Mér ' datt aðeins til hugar að hripa þessar hugleiðingar mínar nið- uý því nú líður að áramótunum og þá daga eru menn gjarnan heima við og vaka fram eftir, ef þess er kostur vegna kulda. Þeg- ar svo stendur á ætti að sjá um, eftir því sem föng eru á, að heitt vatn renni inn á hitaveitu- kerfið. Svo ekki valdi misskilningi. I mínu fróma hjarta er ég sannfærður um, að ekki stafar skorturinn á heitu vatni af því að stórbyggingar miðbæjarins taki svo mikið vatn, eins og um- ræður hafa spunnizt um. Enda því verið lýst yfir að þær séu ekki látnar sitja fyrir heitu vatni. En meðan hitaveitan er ekki betri en hún er þann dag í dag, finnst mér varla vera tíma- bært að ráðgera að dreifa vatn- inu meira en gert er. Rannsaka þarf fyrst hvort hún raunveru- lega nægir þeim hverfum, sem þegar háfa hana. Kvartanir út af heita vatninu eru ekki mark- leysa út í loftið. Það er stað- reynd, að hitaveitan er ónóg, ef eitthvað að ráði kólnar í veðri." Álmgamál allra. Satt er það, að hitaveitan er sameiginlegt áhugamál allra. Þeir, sem eru svo heppnir að njóta hennar þegar, myndu alls ekki vilja skipta og fá aðra upp- hitun, hve mikið sem kvartað er. Og eðlilegt er að þeir, sem þurfa að notast við aðra og miklu dýrari upphitun óski eftir því að verö'a hlunnindanna að- njótandi. En alltaf er verið að bora eftir heitu vatni og von- andi helzt það í hendur að heita vatni eykst í hlutfalli við út- þensluna, þótt ýmsir séu ugg- andi vegna þess að oí oft verða menn þes.s varir, að upphitunin er ekki fullnægjandi. — kr. vwvwvvvwvvwK^v.vvw SíSar VerS kr. 24,50. I’ ! Fischersiindi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.