Vísir - 28.12.1955, Page 10

Vísir - 28.12.1955, Page 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 28. desember 1955. Hw4u ajftur til tn/n! E FTI R JENNIFER AMES Hann hallaði ljóshærðu hafðinu aftur og hló. „Hvemig ætti það að vekja hneyksli, að þér borðuðuð með syni vinnuveitanda yðar?“ Hún horfði alvarlega á hann og það var keskni í augunum. „Það er margt sem sannar, að það getur verið óheppilegt. í fyrsta Iagi,“ sagði hún og byrjaði að telja á fingrunum, „getur það vakið öfund hjá hinum stúlkunum á skrifstofunni. í öðru lagi getur það vakið gremju hjá föðumum, sem er húsbóndi manns. í þriðja lagi getur maður veðjað tíu á móti einum um, að það er engin alvara bak við hjá forstjórasyninum. Hann sýnir aðeins skyndiáhuga fyrir stúlkunni, og þegar áhuginn dvín......“ „Þessi verzlunarskóli, sem þér genguð í, hlýtur að hafa verið stofnaður áður en okkai’ tímátal hófst,“ tók hann fram í brosandi. „Hvar finnst yður að við ættum að borða?“ Hún hallaði ofurlítið undir flatt. „Bíðum nú hæg,“ byrjaði hún. „Þó að ég sé ekki vön að Toorða hjá Berkeley eða Ritz....“ Síminn hringdi í sömu svifum. Hann svaraði og rétti henni svo heyrnartækið. „Samtal við yður, ungfrú Carrington,“ sagði hann. „Æ,“ sagði hún, „miðstöðvarborðið hefði ekki átt að stilla símann hingað inn.“ „Það gerir ekkert til,“ svaraði hann brosandi, „svarið þér bara.“ Hún tók við símanum. Rödd Eloise heyrðist hinumegin. „Anna!“ sagði Eloise og var mikið niðri fyrir. „Ég verð að hitta þig undireins. Ég má til. Það er óhjákvæmilegt. Viltu hitta mig í matartímanum?“ „Því miður er mér ómögulegt að hitta þig í matartímanum,“ svaraði Anna. „Alveg rétt svarað — þér getið það ekki,“ hvíslaði Cyril. „En þú mátt til að hitta mig,“ hélt Eloise áfram. „Það varðar líf mitt. Ég verð að hitta þig strax. Þú verður einhvern veginn að losna frá þessu, sem bindur þig. Gleymdu ekki að þú sagðir einu sinni, að þú værir mér þakklát fyrir það, sem ég hefði gert fyrir þig.“ Örvæntingin varð lesin úr rödd hennar. Svo bætti hún við með.öndina í hálsinum: „Ég er glötuð, Anna; ef ég fæ ekki að hitta þig. Þú hefur ekki hugmynd um, hve hræðilega stendur á fyrir mér.“ Anna svaraði rólega: „Auðvitað verð ég að haga þannig til, að ég geti talað við þig í matartímanum. Hvar get ég hitt þig?“ „Einhversstaðar þar sem við getum talað saman í næði,“ sagði Eloise. „Veiztu hvar veitingastaður Mallards er?“ „Já,“ svaraði Anna. „Ég skal hitta þig þar klukkan eitt.“ Hún sleit sambandi og leit sektaraugum á Cyril. „Þér verðið að hafa mig afsakaða,“ stamaði hún, „en. . . .“ „Verið þér ekki að hafa fyrir að afsaka,“ sagði hann þurr- lega. „Úr því að þér viljið heldur borða með einhverjum öðrum....“ „Það er ekki þannig,“ tók hún fram í. „Þetta var Eloise frænka mín, sem hringdi. Þér munið kannske að ég hef minnst á hana áður — frú John Trevell. Hún hefur alltaf verið mér svo góð. Það var hún, sem kom mér á verzlunarskólann eftir að hann faðir minn dó. Hún segist verða að hitta mig strax, að sér liggi lífið á því. Ég vissi ekki hvernig ég átti að neita því. En mér finnst hræðilega leiðinlegt.... að geta ekki fengið að borða með yður.“ Þetta var sagt svo hæversklega og hreinskilnislega að hann blíðkaðist aftur. „Auðvitað, ungfrú Carrington,“ sagði hann fljótmæltur. „Ég skil þetta ofur vel. Kannske þér getið borðað með mér á morgun í staðinn?“ „Það væri gaman," sagði hún. Brúnu augun ljómuðu af hrifningu. Svo bætti hún við: „Mér þykir svo vænt um, að þér skuluð skilja þetta.“ Hún tók blöðin sín og brosti til hans. „Komið þér bara aftur, ef þér getið ekki ráðið rúnirnar yðar,“ kallaði hann. „Og gleymið ekki matnum á morgun!“ Hún leit við og brosti til hans. „Ég gleymi honum ekki,“ sagði hún. Og við sjálfa sig sagði hún: hvernig ætti ég að gleyma honum? Svo tautaði hún: Skömmin hún Eloise! Anna hefði ekki verið venjuleg manneskja ef henni hefði ekki verið órótt innanbrjósts er hún gekk fram breiða sól- bakaða götuna, áleiðis til hins kunna veitingastaðar Mallards. Það var ekki aðeins að hún hafði orðið að hafna boði Cyrils um að borða með honum — það hefði verið gaman —- heldur var henni illa við að borða með Eloise, vegna þess að frænka hennar át svo lítið. Anna hafði alltaf góða matarlyst. Ég skal að minnsta kosti eta eitthvað fleira en salat í dag, hugsaði hún með sér, er hún opnaði glerhurðina. Eloise kemur vitanlega of seint. Það gerir hún alltaf. En aldrei þessu vant var Eloise ekki of sein í þetta skipti. Hún hafði sest í forsalnum og stóð upp til að heilsa Önnu þeg- ar hún kom inn úr dyrunum. „Anna!“ stundi hún. „Ég var svo hrædd um að þú mundir ekki koma.“ Anna leit á úrið sitt. „Ég kem aðeins þremur mínútum of seint,“ sagði hún. „Þær voru eins og ár,“ sagði Eloise. „Eða kannske ég hafi komið of fljótt. . .. Ég veit það ekki með vissu. Mér hefur liðið svo illa í allan morgun, — það lá við að ég sleppti mér.“ Jú, hún leit sannarlega út eins og hún væri að sleppa sér, hugsaði Anne með sér. Fallega andlitið var bókstaflega af- myndað. „Það var leitt, Eloise,“ muldraði Anna. „Get ég gert nokkuð fyrir þig?“ „Já, það geturðu," sagði hún. „Þú getur gert -r. allt fyrir mig. Anna — þú verður að hjálpa mér!“ Anna varð forviða. „Hvað er það?“ spurði hún. „Ég skal segja þér það meðan við borðum,“ mulraði Eloise. „Það er svo viðbjóðslegt — alla saman.“ Þær voru komnar að dyrunum á matsalnum. Brytinn kom á móti þeim og vísaði þeim á hornborð. Önnu datt í hug að það væri dýri minkafeldurinn hennar Eloise, sem væri valdur að því, að þær fengu alltaf hornborð, þó að engum bryta þætti mikið til koma, að gesturinn bað um lítið annað en salat. En í þetta skifti var svo að sjá, sem hún hefði ekki einu sinni rænu á því. „Panta þú, Anna,“ sagði hún, þegar þær voru sestar. „Ég get ekki einu sinni liugsað til matar í dag.“ Anna var fús til að gera það. Hún pantaði góða máltíð, bæði handa sjálfri sér og Eloise, og afsalcaði það með því, að sér sýndist Eloise ekki veita af góðum undirstöðumat. „Jæja, hvað er það?“ spurði hún þegar þjóninn kom inn með súpudiskana. Eloise ýti sínum diski frá sér án bess að smakka á matnum. Hún studdi olnbogunum á borðið og sagði hátiðlega: „Það er hann John!“ „Áttu við að það sé eitthvað að manninum þínum?“ Eloise kinkaði kolli. „Alveg rétt. Hann kom aðvífandi í borgina í morgun, öllum á óvænt, án þess að hafa látið mig vita af sér. Sendi stúlkuna upp til mín til að biðja mig um að koma niður í bókastofuna. Á kvöldvökunni Vinkonurnar mættust á förn- um vegi, og annari varð litið á fingur hinnar. „Hvað, ertu ekki lengur með hringinn?“ spurði hún. „Nei, Henry sagði, að nú væri hann búinn að fá nóg af hinni svokölluðu ást minni.“ „Nú, hvað gerðm þú þá?“ „Nú, eg afhenti honum aftur hinn svokallaða hring.“ • Ungur maður byrjaði sem vikapiltur í .hinu stóra fyrir- tæki, eftir ár var hann orðinn sölumaður, og enn einu ári síð- ar deildarstjóri. Þegar hann hafði gegnt því starfi um hríð kallaði aðalforstjórinn hann fyrir sig og tilkynnti honum, að hann hefði vahð hann sem eftirmann sinn. „Þökk fyrir,“ sagði ungi mað- urinn. „Þökk,“ endurtók aðalfor- stjórinn. „Er það allt og sumt sem þér segið út af þessum skjóta frama, sem yður veitist?“ Ungi maðurinn hugsaði sig um stundarkorn, en segir svo: „Nú jæja, kærar þakkir þá, faðir minn.“ • Flestir ökumenn kannast við aðvörunarmerkin um gætilegan : akstur í nágrenni sjúkrahúsa, en í kanadískum bæ einum gef- ur að líta eftirfarandi aðvörun: „Ökumenn. Akið varlega. í þessum bæ er ekkert sjúkra- hús.“ Tízukonungurinn Dior, sem jsegir að konum beri að hugsa 'um klæðnað sinn dag og nótt, | og hefir komið með margar , f rumlegar hugmyndir um klæðaburð kvenfólksins, sagði eitt sinn eftirfarandi sögu: Ung og fögur kona sagði kvöld eitt við mann sinn: „Elskan mín, hvað myndir þú gera, ef eg dæi skyndilega í kvöld?“ „Það lilýtur þú að vita, ástin mín“, sagði hinn ásfangni eigin- maður, „eg gæti ekki lifað án þín — og getur þú því getið þér til, hvað eg myndi taka fyrir .. En ef' það væri nú eg sem dæi, hvað myndir þú þá gera?“ „Ó,“ sagði hún og það kom blik í augu hennar, „það hefi eg einmitt oft verið að hugsa um .... eg myndi klæðast mjög óbrotnum og einföldum kjól — alls ekki svörtum, aðeins með svörtum leggingum við hálsinn, og með svörtum ermauppslög- um.“ C & SuMtmqká - TARZAN 1977 Þar stóð Evans á gálgapállinum og fceið dauða síns en mælti ekki æðru- Drottningin sagði: — Og þú held- ur, að þér takist að draga mig fyrir lög og dóm. Allt í einu sparkaði hún bitanum undan gálgapallinum, Evans átti að deyja. Ol’ð. um, og hélt, að nú kæmist hún und- an.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.