Vísir - 17.02.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 17.02.1956, Blaðsíða 10
10 —J— vlsm . .FöstudagiíUí': n4u a^tur til tn/hf 33 flAtarAaya EFTIR JENNIFER AMES Kiatinnt" hélt hún áfram í lægri róm, en l>að vár kaldhæðni og nepja í honum. Eloise horfði forviða á hana en þó skömmustuleg um leixS, það mátti hún eiga. Hún hafði að vísu gefað spilað trompunum sinum, en var þó ekki eins sigurviss og hún hafði búist við fyrirfram. Hún var ekki viss um að sér hefði tekist leikurinn. „Æ, góða Anna,“ reyndi hún að malda í móinn, „er þér alvara að ætla að fara? Við erum ekki búnar að borða — hvað vorum við nú að tala um?“ Dauft raunabros lék um varir Önnu. „Ég hef því miður misst alla matarlyst, Eloise,“ sagði húri, „ég hef hvorki lyst á matnum né samtalinu. Ég hef ékki einu sinni hugsað mér að segja, að það háfi vérið fallega hugsað af þér að bjóða mér í hádegisverð, því að það hefur varla' verið gert í góðum tilgangi. En ég vona samt, áð þú hafir átt góða stund.“ : .. . Anna flýtti sér upp götuna-og leit hvorki til hægri né vinstri. Hún gat ekki um annað hugsað en dylgjur Eloise. Annars vöru það meira en dylgjur. Eloise hafði sagt berum orðum að állir vissú að Dirk hefði verið viðriðinn hjónaskilnaðarmál Carúthers lávarðar. Allir vissu þetta —1 nema hún! Það var kaldhæðinn leikur örlaganna. En kærunni hafði verið vísað frá. Éf til vill var enginn fótur fyrir þessum söguburði, þrátt fyrir allt. Anna reyndi að halda í það hálmstrá. Þetta hafði vafalaust verið ósatt.... En hver veit.... hver veit? Anna gerði sér. ekki grein fyrir hvers vegna henni þætti þetta málefni svona mikilsvert, hvers vegna henni fannst hjartað ætla að bresta. Hún vildi ekki spyrja sjálfa sig að því. Hún var hrædd við svarið, hrædd við að horfast í augu við sannleikann. Hún vildi játa með opin augun að hún elskaði Dirk, elskaði hann heitar en hún hafði nokkurntíma elskað Cyril. Hún hafði verið allt öðru vísi þegar hún var ástfangin af Cyril — þá var hún ung stúlku með háleitar hugsjónir og gerði sér allskonar raunverulausar og rómantískar hugmyndir. 'Nú var hún þroskuð kona, og sem kona elskaði hún Dirk, sem sú kona er hann hafði faðmað og kysst þarna um kvöldið. Henni fannst allt annað þýðingarlaust — hin eina sem skipti máli var það, sem hafði gerst einmitt það kvöld. Hún elskaði hann, en núna fannst henni jafnframt að hún hataði hann ákaft, því að hann hafði auðmýkt hana svo tak- markalaust. Eloise hafði gefið í skyn að hann borgaði kaupið hennar. Það mátti ekki vera satt, hugsaði hún með sér örvingluð. Nina mundi aldrei hafa fallist á það. En ef svo væri, sem Eloise hefði gefið í ^%n, að Nina væri líka ástfangin af honum, var hún kannske fM jeg til alls, til að gera honum til geðs? Hún mundi eFtilsitt til þess að Dirk fengi tækifæri til að hafa hana að Temsopffi? Ég verð að spyrja hana að því, hugsaði hún með sér og flýtti sér fram götuna, — ég verð að spyrja hana að því strax. Ég get ekki afborið þessa óvissu, ég verð að vita hvernig í þessu liggui'. Það var blátt áfram viðbjóðslegt að verða að halda, að hún hefði lifað á náðargjöfum Dirks, allan þennan tíma, sem hún hafoi verið hjá lafði Caruthers. Hún flýtti sér áleiðis heim til Ninu. Þetta-.vari lðng íeíð og taísvert heitt í veðri, en samt fór hún gangandi. Hún gléymdi alveg að hún hefði getað sezt upp í strætisvagn eða fengið sér bifreið. Hún gekk hratt og að vissu leyti gerði áreynslan henni léttara fyrir um að komast í samt lag. Þegar hún kom heim að húsi Ninu Caruthers, var hún eigi að síður ölí í uppnáml. Hún var svo uppvæg, að hún gat ekki komið upp nokkni orði er Itun stóð andspænis Ninu inni í salnum. IJJina var ein. Hún hafði lofað Binks að aka með honum út klukkan fjögur, en khikkan var ekki orðin nema þrjú. ,,Góða Anna, hvað gengur að þér?“ sagði hún þegar hún sá hvernig Anna var útlits. „Þú ert svo.... þú ert alveg.. Hún fann ekki orð til að lýsa hvemig Anna væri — hún var náföl og virtist ætla að springa af harmi Stóru brúnu augun. voru svo ravmaleg, og Nina tók eftir að hún néri hendurnar. ,jHvað gengur að þér?“ spurði hún aftur. Anna vissi ekki hvemig hún ætti að byrja samtalið, því að henni stóð það á svo miklu. Eftir augnablik spurði hún þó formálalaust: „Ég verð að spyrja-þig að dálitlu Nina. Ert það þú eða Dirfc, sem borgar kaupið mitt?“ Nina hrökk við og fölnaðL Hikið, sem á hana kcan, kom upp- um hana. „Ég skil að það er Ðirk,“ sagði Anna loðmælt, „Þá hefur staðan mín héma aðeins verið skollaleikur? Ég hef tekið við peningum, sem ég hef ekki unnið fyrir? Ég hef lifað á ölmusu.“ „Segðu ekki þessa vitleysu, Anna,“ tók Nina fram í. „Þú hefur vissulega unnið fyrir kaupinu þínu. Og hverju máli skipt- ir þó að hann hafi borgað það eftir á?“ „Hverju máli skiptir?11 æpti Anna. „Þú sp>T _mig hvaða máli skiptir — hann hefur, borgað meðlag með mér í marga mánuði." „Hvers vegná má hann riiki gera það úr þvi að hann hefur ■gaman af því?“ sagði Nina önug. „Hann á nóga peninga, og þessi fáu pund sem hann borgar þér, skipta engu máli fyrir hann:“ „Það eru ekki peningariíir sjálfir, sem eru aðalatriðið,“ æpti Anna hamslaús. „Skilurðu ekki hvað aðalatriðið er, Nina?“ hélt hún áfram í örvæntingarróm. „Ég er orðin.... til athlægis og hef lítillækkað mig; Ég ímyndaði mér að ég væri sjálfstæð og ynni fyrir mér og þyrfti ekki að þakka neinum neitt, en svo hef ég lifað sem gustukamanneskja ókunnugs manns — eða kannske ætti maður að segja af meðaumkvun hans, vegna þess að honum hefur. kannske fundist ég hafa misst fyrri stöðuna mína hans vegna.“ „Alls ekki,“ sagði Nina brosandL „Þú þekkir alls ekki Dirk, Anna, ef þú heldur að hann sé þannig.“ Það kom einhver festa í rödd hennar er hún fór að reyna að skýra fyrir Önnu hvernig Dirk væri í raun og veru. Þegar þögn varð hjá henni spurði'Anna rólega: ■ „Hvað áttu við, Nina?“ „Dirk hefur hvorki borgað kaupið þitt af gustúkásemi né með- aumkvtm. Ef þú þekktir hann eins vel og ég geri, mundirðu skilja að hvorttveggja er fjarri honum. Hann er alls ekki gædd- ur þesskonar dyggðum. Honum leist á þig, þú hafðir áhrif á hann, og þessvegna vildi hann gefa þér tækifæri til að eignast föt, svo að þú sómdir þér vel á almanna færi, þegar þú værir með honum. Og svo hefur hann fengið þá kynlegu flugu í hausinn, að hann verði að bjarga þér frá Cyril Redwood. Að minnsta kosti segir hann það sjálfur, en mér er nú nær að halda, að hann líti þig gimdarauga sjálfur.“ „Og þess vegna þurfti hann að borga meðlag með mér í marga mánuði?“ sagði Anna með kökk í hálsinum. „Það eru margar stúlkur, sem láta karlmenn ala önn fyrir sér nú á dögum,“ sagði Nina og yþpti öxlum. „En þær eru fáar, sem komast hjá að þurfa að gefa eitthvað í staðinn — mundu það!“ Það var að yfirlögðu ráði, sem hún sagði blákaldan sann- leikann umsvifalaust. Henni fannst hlægilegt hvernig Anna' tók þessu. Henni féll að vísu vel við Önnu, en fannst gersam-I lega ástæðulaust að hún skyldi verða óð og uppvæg og tala Á kvöldvökunni. í gær vora birtar hér Í dállc- inum nokkrar vísur eftir Teit Hartmann. Hér koma fáeinar í viðbót. Eftirfarandi vísa er úr vísna- ■ flokki, sem hann kallar „Beizk- ir bitar“: Stökum mínum stilli í hóf, j stend mig við að gera þaö. Enginn kallar Þorgeir þjóf, j þó hann kunni að vera þaS. ' • Vísuna, sem hér fer á eftir, 1 nefnir hann „Hvísláð á áheýx- 1 endabekknum“: .. , i Endi má við upphaf sjá i á því skerjasundi. Blindir leiða blindá á | bæjarstjórnarfundL • Eitt sinn gekk Hartmann inn í blómagarð bak við hús og hugðist vökva blómin. Húseig- ! andinn kom út, úrillur mjög og spurði, hvem fjandann hann væri að gera hér. Hartmann svaraði: Enga frekju, haf þig hægan, heyrðu saxmleikanri: Til að gera garðinn frægan gekk eg inn í hann. • Þessi vísa er frá ástándsár- unum: Segir heimasætan blíð, sém er í ástandslátum: „Ó, að það væri alltaf stríð, og alltaf nóg af dátum“. • Eftirfarandi vísu nefnir höf- undurinn: „Hálfur ér vilji und hvötum“: Latri stúlku er létt um spor á leið að gleðimótum. Þótt hún Verði að vaða for, veik í báðum fótum. ■ • Og að lokum: Ástardreyminn löngúm læt ljóðin streyma frá mér, meðan heimasætan sæt situr feimin hjá mér. Eftirfarandi vísa er eignuð Sigurði Nordal ambassador, enda lík honum um andríki, myndauðgi og orðfæri: Yfir flúðir mæðu og meins mannlífselfur streymir. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. ' IWWVWWWWtfWWWVWVVWVVWWVWtfVWWW^VVWWWVVVVV^rWVVVWVS^/WVV^^ C & SunouífkA - TARZAN 2019 Tarzan grandskoðaði trjábolinn og Þetta var þá einn af trjábolunum, Nú varð Tarzan reiður og gekk í — Bíðið hægan, mælti hann, en komst þá að furðulegi’i niðuxstöðu. sem Olu hafði reynt að skila. áttina til mannanna tveggja. Henri var öskureiður: — Hvað er nú?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.