Vísir


Vísir - 10.03.1956, Qupperneq 4

Vísir - 10.03.1956, Qupperneq 4
VISIB Laugardaginn 10.. marz 1956. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálssan. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skriístofur: Ingólfsstræti 3. AlgreiSaia: Ingólfrstræti 3. Sími 1660 {fimm línnr) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSffi HJ\ Lausasala 1 króna. ’ ' *1 Félagsprent&miðjan h± • #• Ijr Emira al helztu franuímöimum hins „íslenzka“ kommúnista- t.flokks, Eggert Þorbjarnarson, er fyrir skemmstu kominn heim úr Moskvu-för, eins og frá hefur verið greint, en þangað £ór hann til þess a'ð hylla bræðraflokkinn rússneska, votta harðstjóranum Krúsév hollustu sina og tjá rússneskum ráða- mönunm samstöðu sína og annarra „íslenzkra“ kommúnista. Þegar leppar rússnesku kommúnistanna x hinurn ýmsum íönduni fá að flytja ræður á hallelújasamkomum í Moskva, fara þeir ævinlega eftir einskönar „i’esepti”, þeir hafa visst form á ávörpum sínum, og reynir hver að ganga fram af öðr.um í ógeðsiegu smjáðri um leiðtoga heimskommúnismans, og gildir jþá einu, hvort leppurinn er frá íslandi, Albaníu eða Afganistan. Þeir reyna að vekja á sér athygli, sannfæra yfirboðara sína um, isð þeim megi treysta, en einkum keyrðu þessi fleðulæti úr hófi fram meöan Stalíns naut við, eins og þráíaldlega hefur •verið sagt frá í dagblöðum hér. Mönnum eru í fersku minni lofgerðarrollu r Kristins „Fjölnismanns“ Andréssonar og Bryn- ■jólfs Bjarnasonar, svo að nokkrir séu nefndir, sem skæðastir hafa reynzt á smjaðurskappmótunr í Moskvu. Eftir fall Stalíns af stallinum hefur nokkuð dregið úr þess- um fíeðurlátum, en þó eru þau enn svo ósmekkleg en um leið svo hláleg, að menn hljóta að staldra við og hugleiða. hvernig menn, sem reyna að telja öðrum trú um að séu ís- t.enzkastir ailra, geti lagzt svo lágt og gert sig að slíku við- undri. Eggeft Þorbjarnarson flutti að þessu sinni ræðu fyrir hönd „Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins“ — en Jþað er algengasta dulnefnið á íslandsdeild hins rússneska kommúnistafiokks. í upphafi þessarar ræðu segir m. a.: „Ví$ óskum Kommúnistáfloklii Ráðstjórnarríkjamia og' ráð- etjórnarþjóðunum hjartanlega til hamingju með hina stór- fenglegu árangra (sic) á sviði framleiðslu, menningar og vel- megunnr og með hina djörfu og árangursríku baráttu fyrir varð- veizlu friðarins og vináttu þjóðanna.“ íslenzkur verkalýður mynd;. áreiðanlega hugsa sig tvisvar um, ef tækist að leiða yfir hann þá „menningu“ Rússa, sem m. a. lýsir sér I því, að þar eru verkföil bönnuð og nefnd skemmdarstarfsemi, og‘ að þeir mættu aldrei kjósa nema einn flokk á þing. íslenzkir verkamennj rnyndu líka afþakka þá velmegun, sem rússneskir starfsbræður þeirra eiga við að búa. En höldurn áfram með ræðu Eggerts: „Ásanut öllum ættjarðarvinum íslands mun Sameingar- flokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn berjast ótrauðri baráttu fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, fyrir friði og lýðræði." .Eggert lofar sem sé að berjast fyrir því, að íslendingar hljóti cams konar sjglfstæði og Eistland, Lettland og Lithaugaland c-iga við að búa, og hann hyggst beita sér fyrir samskonar frið- 'arbaráttu og þeirri, sem berlegast kom fram í Kóreu og á Malakkaskaga, og hann mun leggjá sig í líma um að koma á ,ams konar lýðræði og verið hefur í Rússlandi síðan 1917, og itú hefur birzt í allri sinni dýrð í Kína, Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Ungverjalandi og’ fleiri löndum, sem nú eru nefnd hinu hlálega nafni „alþýðulýðveldi". Og Eggert Þorbjamarson er ekki að gera að garnni sínu, — síður en svo — þetta er Lonum fúlasta alvara og hjartans mál. Og til jþess að kóróna fláttskapinn og fleðulætin klykkir 'Jþessi umboðsmaður íslandsdeildar kommúnistaflokksins út með jþessum upphrópunum: „Lifi hin reynda forystusveit þeirra (Ráð ctjómamkjanna), ■ Kommúnistaflokkur Ráðstjórnamkjanna. Lifi hin sígursæla barátta þjóðshna fyrir sjálfstæði, frelsi og fdðiA . Þarna íalar þá liinn „íslenzki ættjarðarvinur“. Hin „reynda forystusveit Ráðstjórnarríkjanna“ hefur vissulega fengið nokkra reynslu í dómsmorðum, manndrápum, styrjöldum og kúgun. Reynsluna vantar ekki, það fengu þeir að. rey-na, svo að ekki Varð um villzt, þeir Sinoviev, Kamenev, Bería og margir aðrir, i:em Eggert Þorbjarnarson og „íslenzkir11 kommúnistar tilbáðu jafnmiklu ofstæki og þeir nú svívirði sömu menn. Friðarlbarátta sú, sem Eggert Þorbjarnarson vegsamar með fleðulátum í Moskvu, birtist meðal annars í stórkostlegustu hersýningum heimsins á Rauða torginu 1. maí ár hvert, — hún bírtlst í stærsta kafbátaflota heims og fjölmennasta land- h.er, sem sagan kann frá að greina, og hún birtist í skipulögðum og.þjálfuðum deildum kommúnista um heim allan, sem reyna að vinna löndum sínum allt það tjón, er þær mega, undir yfir- sfeini æítjarðarástarinnar. Em Eggerí Þorbjarnarsou hrópar Isginn upp yfir sig í liCóskTC Þair léngi lifi, húrra! Hinir smáu og hinir stóru i verzluninni. Hr. ritstjóri! Eg las með athyglí ræðu þá, sem Vilhjálmur Þór bankastjóri flutti á fundi Landsbanka- nefndar í sl. viku og birt var í blaði yðar s.l. þriðjudag. — Efast eg ekki um, að þær tölur, sem þar voru nefndar, hafi verið réttar í einu og öllu, svo að hagur landsmanna sé næsta bágborinn, eða horíur að minnsta kosti óvænlegar. En mig langar til að forvitnast lít- ið eitt um þau bjargráð, sem bankastjórinn bendir á. 'Bankastjórinn segir, að nauð- synlegt sé að gera verzluninni torveldara að fá gjaldeyri, og yrði afleiðingin þá sú, að minna yrði eytt af gjaldeyri, en það er ætlunin. Þétta yrði þá sennilega gert með þeim hætti, að menn yrðu að greiða meira inn á „rembúrs", neyddust til að draga meira fé út úr.rekstr- inum. Vafalaust mundi þetta hafa tilskilin áhrif, en mundi þetta vera réttlát lausn á vand- anum? Mundi allir verða jafn- ir fyrir þessum „lögum“? Eg er hræddur um,' að ; sVo 'yfði ekki, því áð þetta yrði fyrst og fremst til að hjáípa hinum stóru, og þeir mundu smám saman heltast úr lestinni, gefast upp í samkeppninni, þótt þeir sé samkeppnisfærir að öðru leyti, til dæmis að því er snert- ir að útvega góðar vörur við hagstæðu verði. Mér sýnist, að verzlunarstétt- inn sem heild verði að taka af- st-cðu íil þess, ef þannig á að kreppa að hinum mörgu smáu. Og sermilega hefði einginn aðili eins mikinn hag af þessu og Samband íslenzkra samvinnu- félaga, sem hefir ekki þjáðst af fjárskorti hingað íil, og hefur einmitt getað komið undir sig fótunum, af því að það hefur fjármagn mikils hluta þjóðar- innar undir höndum, en ekki vegna þess, að samvinnuverzl- irnin hafi einhverja sérstaka kosti fram yfir aðrá verzlunar- hætti. Og'vitanlega ér það ekki ónýtt fyrir Sambandið að hafa Framsóknarflokkinn sem deild innan vébandanna. Þau „fyrir- taeki“ eru eins 'og' samlokur, vinna einungis livort fyrir annað. Einn smælingjanna. VWWWAWWAWWWAUW l’.V.-.V'.'.'.-.W.-.V Messur á niorgun. Dómkii’kjan: Messa kl. 11. Síra Jón Auðuns. Síðdegisguðs- þjónusta kl. 5. Síra Óskar J. Þorláksson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. (ath. breyttan messu- tíma'). Síra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta fellur xiiður, Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8.30 árdegis. Hámessa og prédikun kl. 10 árdegis. Minnst verður 80 ára afmælis hans heilagleika Píusar páfa 12. Elliheimilið: GuðsþjónUsta kl. 2 e. h. Síra Þorsteinn Jó- hannesson fyrrv. prófastur frá Vatnsfirði (aðgætið breyttan messutíma). Háteigsprestakall: Messa í hátíðasal Sjómannaskójans kl. 2. Barnasamkoma kl. 10 árdeg- is. Síra Jón Þorvarðsson. Bústaðaprestakall: Messa í Kópavogsskóla kl. 3. Barna- samkoma kl. 10 árdegis á sama stað. Síra Gunnar Árnason. Nesprestakall: Messa í kap- ellu háskólans kl. 2. Síra Björn O. Björnsson prédikar. Síra Jón Thorarensen. Hafnarfjarðai’kirkja: Messa ld. 2. Síra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan: Messað kl. 5. Síra Þorsteinn Björnsson. Hjúskapur. Gefin verða saman á morgim af síra Þorsteini Björnssyni, Erna Konráðsdóttir, Borgar- holtsbraut 11, og' Sveinbjörn Jónsson, Laugavegi 159. — Ennfremur Sigurlaug, Jónína Jónsdóttir frá Haukadal í Dýra- firði og Ólafur Kristberg Guð- mundssQn, Selvogsgötu 22, Hafnarfirði. Hinni fyrirhuguðu firmakeppni Skíðaráðs Rvk., sem fram átti að fara á morg- un, verður frestað vegna veð- urs til næstkomandi helgar. Vínneyzla skapar Iirömun sálar og iík- ania. Umdæmisstúkan. Jívar eru skipin? Ríkisskip: Hekla fór frá Rvk. kl. 19 í gærkvöldi vestur um land í hringferð. Esja er í Rvk. Herðubreið fer frá Rvk. kl. 20 í kvöld austur um land til Þóis- hafnar. Skjaldbreið er á Húna- flóa á leið- til Akureyrar. Þyrill er í Hamfoorg. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reyðarfirði i nótt tiL London og Bpulogne. Deítifoss fer frá New York annan sunnudag til Rvk. Fjallfoss fer væntanlega frá Hull í dag til Bremen og Hamborgar. Goðaioss er í Hankö; fer þaðan til Rvk. Gull- foss kom til K.hafnar í fyrra- kvöld frá Hamfoorg. Lagarfoss hefir væntanlega farið frá Mur- mansk í fyrradag til Tromsö og Vestm.eyja. Reykjafoss fór frá Hull á þriðjudag; væntanlegur til Rvk. síðdegis i dag. Trölla- foss fór frá New York á mánu- dag til Rvk.. Tungufoss ,fer frá Ainsterdam í dag til 'Rvk. Skip S.Í.S.: Hvassafell fór 2. þ. m. frá Rvk. áleiðis til Pirae- us. Arnarfell fór í gær frá New York áleiðis til Rvk,. Jökulfell er í Vestm.eyjum. Dísarfell. er á Reyðarfirði. Litlafell keipúr væntanlega til Rvk. í' kvöld. Helgafell er í Roquetas, "" Leiðiúuing. I greininni „Bretar ánægðir með kassafiskinn“ í Vísi' í gær hafa misþrentast nöfn beggjá bátanna, ísólfur, á að vera Ás- úlfur, Valgeir, a að ýera Vað- geir. Fálkakrossiim, sem Pétur Hoffmenn fann í Selsvör, hefir nú verið seldui’. Pétur reyndi að koma krossin- um af sér í stjórnarráðinu, en þangað taldi hann rétt að skila honum gegn hæfilegum fund- arlaunum, en þar var honum ekki. veitt möttáka. Pétur tjáði Vísi, að hann hefði selt kross- inn fyxir svo sem svarar eimmi daglaunum, og hefði það verið sanngjarnt. Befgniáli hefur borizt bréf frá „Göngulúnum“, og er það á þessa leið: „Hvað dvelur Orminn langa? Á hraðferðarleiðinni Austurbær—Vesturbær og öf- ugt hafa birzt hin fegurstu far- artæki. Nú síðast er undrágóð- ur vagn kominn á leiðina Áust- urbær—Vesturbær. Áður voru tveir vagnar, allgóðir, i förum á þessari strætisvagnaleið, eða svo átti það að heita. Að vísu komu þeir áðeins af og til, svona frek- ar sem sýnishorn af þvi sem koma skyldi. Nú hefur svo brugð ið við, að hvorugur þessara vagna hefur sézt á þessúm slóðum um íangan tima. Gamall skrjóður af- skrifaður og allsendis óboðlegur á þessari mikilvægu samgöngu- æð, hefur haldið uppi ferðum. l>að er ófullnægjandi. .. Það þarf ekki að geta þess, að þessi þjónusta á slíkr! leið er allsendis ófullnægjandi, algjör- lega óboðlcg. Það munu þeir mæla, seni þurfa að neyðast til þess að nota þetta samgöngu- tæki. Hvað hefur orðið af þess- um tveimur nýjú, stóru og glæsi- legu farartækjum, sem hoffnir eru af þessum leiðum? Eru þeir orðnir uppgefnir, eða hvað? Hafa þeir verið „keyrðir i klessu“ eins og sagt er á reykvísku? Eða er endingin ekki meiri en þetta? Göngulúinn." Þessu bréfi er hér með komið áleiðis til þeirra, sem um þessi mál fjalla. Bergmál get ur ekki gefið neinar upplýsingar uni málið, en líklegt er að Stræt- isvagnar líeykjavikur hafi í mörg horn að líta. Þjónusta SVR er ávallt undir smásjá bæjarbúa, og sannar raunar ekkert annað en það live nauðsynleg hún er orð- Litið til baka. En sé litið til baka, þá sézt fljólt live geysilega Vagnarnir hafa batnað með hverju árinu, og raunar verið vel fylgzt með tímanum, Það eru ennþá ínis- jafnir vagnar í ferðum, en það á cftir að breytast, og góðir vagnar koma á allar leiðir. Það hefur verið erfitt að úppfylla kröfur. tímans undanfarin ár, þar scm Strætisvögminum liefur verið skorinn naumur fjárhags- legur stakkur. Lolcs eftir mikið jþref, fékkst það samþykkt að gjöldin með vögnunum voru jliækkuð, en hver heilvita maður var fyrir löngu búinn að sjá- fram á, að þjónustan hlyti að liða fyrir það, að ekki var raun- hæfur rekstrargrundvöllur fyr- ir vagnana. Það var þess vegna viðbúið að erfiðlega gengi með útvegun nýrra vagna, en þó furðulegt hve vagnar á mörgum leiðum hafa verið endurnýjaðir. — kr. Ekknasjóður íslands efnir til merkjasölu á morg- un og er það í fyrsta skipti. sem sjóðurinn hefur merkjasölu. — Börn og unglingar, sem vildu aðstoð við söluna, geri svo vel að koma í litla salinn í Sálfstæð ishúsinu, en þar verða. merkin afhent frá k. 10. Rakarastofur bæjarins! eru opnar til kl. 4 á laugardögum, en til kl. 6 e. h. aðra virka daga. Er rétt að vekja athygli bæjarbúa á þessu. Flugvélamar. Edda var væntanleg til Rvk. kl. 7.00 í morgun frá New York. Flugvélin fer áleiðis til Björg- vin. Stafangurs og Luxemborg'- ar kl. 8.00. — Einnig er vænt- anleg til Reykjavíkur Saga kl. 18.30 í dag frá Hambqrg, Kaup- mannahöfn og Osló. Flugvélin fer áleiðis til New York klukk- an 20.00.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.