Vísir


Vísir - 18.05.1956, Qupperneq 4

Vísir - 18.05.1956, Qupperneq 4
víism' Föstudaginn 18. maí 1956. ♦ Áhrif htbýla á börn. Íbúdirnar hafa ótrulcga mikii áhrif á andlega heiisn barna. Eitt af þýðingarmestu innan-( landsmálefnum okkar, er eins «g kunnugt er húsnæðisleysið. Til að bæta úr því hefir meira að segja verið stofnað nýtt ráðimeyti, sem (þó á aðallega að annast nýbyggingar íbúðar- húsa, segir í dönsku blaði. Það eru fleiri viðfangsefni í þessu sambandi en sjálft hús- næðisleysið. Á eg hér við að nytja sem bezt það húnsæði, sem til er, -sérstaklega litlu íbúðirnar^ 1—2 herbergja, sem þarnmargar fjölskyldur verða að láta sér nægja. Þeir, sem innrrétta íbúðir efnaðra manna, leika sér að því að hafa allt fallegt og hent- ugt inni. Húsgagnsmiðir kepp- ast við að smíða fallega og hent- uga innanstokksmuni, og smám saman hafa danskar húsgagna- vipnustofur framleitt úrval af fallegum og sterkum húsmun- um, sem eru framleiddir með hóflegu verði. Einnig eru frem- leiddar mai’gar tegundir af hentugum og fyrirferðarlitlum húsgögnum, enda þótt eftir- spurnin sé mest eftir venju- hundnum tegundum. íhalds- semi á þessu sviði er mikil, og þótt merkilegt kunni að virðast, mest meðal almennings. Áhrif á heilsu harna. Hér í Danmörku — og sjálf- sagt einnig í öðrum löndum — vantar hreyfingu sem berðíst fyrh' því að útbreiða víðtæka þekkingu um það, hvernig al- menningur á að innrétta íbúð- ir sínar á hentugan hátt. í Kaupm.höfn eru þúsundir af tveggja herbergja íbúðum, sumar nýmóðins, aðrar gamal- dags, sem búið verður í a. m. k. mannsaldur ennþá af barn- mörgum fjölskyldum. Um allt landið er tiltölulega mikill hluti barnanna, sem alast upp í litlum íbúðum, sem eru óhent- uglega innréttaðar og með ó- hentugum húsgögnum og, það er skaðlegt bæði líkamlegri og andlegri heilbrigði barnanna að búa í slíkum íbúðum þar 'sem frjáls og eðlilegt fjöl- skyldulíf er ómögulegt. Það er ekki nóg að vilja byggja ný hús og rífa hrörleg og óheilnæm niður, og reyna að deila því húsnæði sem til er niður á sem réttlátastan hátt. Það er heldur ekki nóg að byggja skólahús, orlofsheimili, æskulýðshallir og íþróttahallir, þar sem lyndiseinkunn og per- sónuleiki barnanna mótast að- allega á heimilunum. Þjóðfélagslegt viðfangsefni. Fyrrnefndar byggingar eru auðvitað ágætar, sjálfsagt að halda þeim áfram, en jafnframt verðum við að horfast í augu við^ að gamaldags íbúðir munu verða byggðar í áratugi ennþá og börnin sem alast upp í þeim, munu alla ævi bera meiri eða minni áhrif bernskuheimilisins. Það er því þjóðfélagslegt við- fangsefni og það mjög þýðing- armikið, hvernig hægt er að samríma þær staðreyndir að stórar fjölskyldur búi í litlum íbúðum og svo hitt, að heil- brigður þroski barnanna krefst góðs rýmis, einnig heima. Er mögulegt að leysa þessa þraut? Húsrýmið er ekki meira og fjölskyldan eins mannmörg og raun ber vitni um. Og það verður að vera svefnrúm fyrir alla, pláss til að borða, leika, sau.ma, búa til mat. Þar þurfa einnig að vera skápar og skúff- ur undir föt og plögg allskonar, skápar fyrir bækur^ leikföng, skólabækur, jólatrésskraut, auk einkamuna svo sem sauma- dót mömmu og margt fleira, og loks þarf pláss fyrir tvo eða fleiri fullorðna og svo eða svo mörg börn — í tveggja her- bergja íbúð. Þarfir barn- anna fyrst. Þessa gátu er hægt að leysa og það meira að segja með hægu móti. En til þess þarf að varpa fyrir borð ýmsum hefð- bundnum venjum, svo sem að hafa setustofu, borðstofu og svefnherbergi og koma því þannig fyrir að þarfir barnanna siti í fyrirrúmi og þarfir for- eldranna komi á eftir. Árarig- urinn mun sýna að þetta verður til ómetanlegs gagns og gleði fyrir foreldrana. Fagmenn eiga að gera uppá- stungur að lausn þessari, og meðal þeirra eru margir ungir og hugkvæmir menn sem skilja skyldur sínar við yngstu þegna þjóðfélagsins. En auk þeirra þurfa þeir sem af eigin reynslu vita hvar skórinn kreppir, að leggja sitt til þessa máls. Oft geta smávægilegar breyt- ingar við innréttingu íbúðar bætt að miklum mun úr rúm- leysinu. Sama er að segja um húsgögn. Stór rúmstæði eru miklum mun rúmfrekari en legubekkir (ottomanar) eða harmonikurúm og beddar og ,,hákojur“ handa börnunum. Plássið yfir kommóðum og skápum er venjulega ónotað og er það oft þriðjungur af pláss- inu. Þetta ætti að nota alveg upp í loft. Óskir foreldr- anna aðeins. í 99% tilfella ákveða nýgiftu hjónin allt skipulag í íbúðirini með tilliti til síns eigin smekks. í miðri annarri stof- unni stendur borðstofuborð og stólar og í hinni stendur stórt hjónarúm. Eftir því sem börn- unum fjölgar er bætt við rúm- um eftir því sem rúm leyfir. Það má líka segja þetta á þá leið að höfuðgallinn er, að for- eldrarnir innrétta íbúðina eftir sínum óskum og eftir því sem þau álíta þægilegast fyrir sig án þess að taka nokkurt tillit til ibarnanna eða þeirra réttmætu óska. Ef menn vilja ekki veita börnum sínum eins góðar að- stæður og mögulegt er, er rétt að vera ekki að eigriast börn. Börnin fyrst, foreldrarnir á eftir. Framar öllu á það við um litlu íbúðirnar að þær verður að innrétta með þarfir barn- anria fyrir augúm. Aage F. Krebs. Plato ræddi fyrirmyndarríkið, sem koma skyldi, dró hann upp mynd af velsæld manna,. sem voru hraustir af því að þeir hefðu gnægð af heilhveitibrauð- um sér til matar. Á Englandi, á 19. öld, gerði Sylvester Graham þetta næst- um að trúaratriði. (Banda- ríkjamenn fóru að framleiða Graham-kex í heiðurs skyni við hann). — í heimsstyrjöld- unum var meira um dökku brauðin en áður og fólk kvart- aði, en læknarnir héldu því fram, að brúna brauðið væri hollara. McCance og Widdowson, segja, að þeir búist ekki við, að menn fallist þegar á niðurstöð- ur þeirra. Þeir, sem trúi á dökku brauðin, muni rísa upp og rfeyna að hrekja rök þeirra eftir beztu getu eða sniðganga þau. Hvítu brauðln jafnholl þeim dökku. Tvelr brezklr lækeiar segja frá tilraunuin stmnn e§ Ri&urstö&um. Það hefur Iöngum verið áeilt um hollustu hinna ýmsu brauð- tegunda — einkum hefir „ó- hollustu" brauða úr hvítu hveiti, óblönduðu öðrum hveiti- tegundum, verið haldið mjög á Ioft. Nú er mjög rætt r.m merkilegar tilraunir á börnum, sem sýna að þau þrifust álíka vel á ýmsum hveititegundnm. Tveir vísindamenn frá Cam- bridge, sem gert hafa grein fyr- ir tilraunum, benda á, að börn sem neyta heilhveitibrauðs, virðast ekki þrífast betur en krakkar, sem aiin eru upp á1 brauði, sem er úr hvítu hveiti eingöngu. Læknarnir, R. A. McCance og E. M. Widdowson segja í læknaritinu Lancet frá tilraun- um, sem þeir gerðu á 150 þýzk- um börnum, sem höfðu verið í hálfsvelti, en þetta var 1946. Mataræði þeirra allra var ná- kvæmlega hið sama, að brauð- inu undanteknu. Sur i fengu al- gerlega hvít brauð, önnur hveitibrauð, sem bökuð voru úr hveiti, sem heilhveiti hafði ver- ið blandað í, og loks fengu sum einvörðungu heilhveitibrauð. Öll áttu að fá 75% hitaeininga sinna úr brauðum. Þrátt fyrir skoðanir þeirra, sem haldið hafa fram brúna brauðinu, kom í Ijós að börnin döfnuðu ámóta vel, og hratt, alveg án tillits til brauðtegund anna, sem þau nærðust á. Litið um öxl. Læknar þessir hafa litið um öxl — skygnst aftur í tímann, til þess að grafast fyrir um or- sakir þess, að trúin á hollustu brúna og svarta brauðsins kom til. Komust þeir að raun um, að meðal Grikkja og Rómerja til forna fór brauðát eftir stéttum. Höfðingjarnir neyttu hins hvíta og dýrara brauðs, en bændur og öll alþýða manna svarts brauðs og af því voru dregnar þær ályktanir, að hraustleiki sveitamanna staf- aði af því, að þeir neyttu hins holla, svarta brauðs. Þegar öíi gegis taimskemmdiim. Pencillin og önnur fúkalyf hafa á síðustu áriun gefizt vel við ýmsar tannaðgerðir, svo og gegn ígerðum í tönnum. Kennari einn í tannlækning- um héfir skýrt frá því, að tönn- um, sem hafi verið orðnar svo lausar vegna skemmda í tann- garði, að taka mátti þær úr með fingrunum, hafi verið bjargað með aureomycin eða penicillin. Kennari við háskól- ann í Pittsburgh hefir sömu sögu að segja — að bjargað hafi verið tönnum 30 manna,. sem hefðu misst þær, ef ekki hefði verið hægt að nota lyí' þessi. Nú þykir t. d. ekki alltaf nauðsynlegt að draga tennur úr mönnum vegna ígerða, sem gera níein annars staðar í lílcaman- um. TIL SOLU’ Rabarbara- hiaau&ar rauður Victoríu í góðri ; rækt. Heimkeyrður 15,00 kr. pr. stk. — Sími 7812. BEZTAÐAUGLYSAIVIS! þangað til hinn sídvínandi lífs- neisti slokknaði. Nokkrum dögum seinna rankaði hinn þreytti heili Maw- sons við óttalega staðreynd. Þessi dagur var 17. janúar; það war tveim dögum eftir þann dag, sem sleðaleiðangrarnir áttu að koma aftur til aðal- stöðvanna, í síðasta lagi. í vorleysingunum, er stæðu að- eins nokkrar vikur, átti birgða- skipið „Aurora“ að koma til að sækja landkönnuðina. Þegar ekkert kæmi fram um afdrif þeirra félaga, yrði talið, að þeir væru týndir — og skipið myndi hadla heimleiðis. Brátt yrði hann eina lifandi mannver- an á öllu meginlandi Suður- Þeimskautsins.. Meðan hann þrammaði áfram hægt og hægt og hugleiddi þessi skelfilegu örlög, fánn Mawson snjóinn allt í einu hrynja undan sér. 'Hann féll lengra . . lengra .. með útrétta arma. Allt í einu stanz- aði hann í fallinu við það, að sleðataumurinn kippti í hann. Harin.hékk þarna í sleðataumn- um rúma fjóra metra neðan við sprungubrúnina. „Þettá er endirinn,“ hugsaði hann. Hann beið þess að sleðinn hrapaði ofan á sig. Bandið gaf svolítið eftir, þumlung eða svo, og aftur, hægt og hægt. En svo stanzaði það alveg. Þetta gekk kraftaverki næst. Sleðinn hafði skorðazt á sterkum ísstalli. Mawson var svo máttfarinn, áð honum lá við yfirliði, svo þetta virtist naumast geta end- að nema á einn veg'. En smám- saman og með seiglunni gat hann dregið sig- upp þumlung eftir þumlung. Svitinn spratt úf á honurn þrátt fyrir kuldann, er hann streittist við að ná til hnúts á taumnum nokkrum fet- um ofar. Hann hafði gert þessa hnúta einmitt í þessum tilgangi. Nú greip hann um neðri hnút- inn og seildist til þess næsta. Titrandi af áreynslunni var hann einmitt að komast upp á brúnina. Um leið og hann dró sig upp yfir brúnina, fann hami snjóinri brotna undan sér. Á næsta óg- urlega aúgnabliki hékk hann aftur á enda sleðataumsins og sveiflaðist fi’am og aftur í miðri j ökulsprungunni. Hann þoldi ekki meira — þetta gekk yfir mannlegan mátt. í örvæntingu þreifaði hann eftir tigilkníf sínum. Hann ætlaði að skera sundur sleða- tauminn og enda þessa mar- tröð. Myi'krið fyrir neðan virt- ist honum nú fýsandi. Það yrði svo auðvelt að deyja — svo óumræðilega erfitt að halda áfram. En samt... með hjálp guðs skyldi harin reyna aftur ... aðeins einu sinni. Titrandi frá hvirfli til ilja byrjaði hann hið kralafulla á- tak. Nýr þróttur streymdi um líkama hans —■ orka, sem hann vissi ekki til að hann hefði. Með ógurlegu átaki komst hann. upp og smeygði sér upp á brúnina með fætuma á undan. Átakið kostaði Mawson alla varaorku hans; hann var ger- samlega þrotinn að orku og lá flatur í snjónum tímum sam- an með elcka og stunum og gat sig ekki hreyft. Að síðustu setti hann upp tjaldræksnið og’ skreiddist í svefnpokann nær dauða en lífi. Hann hafði bjarg- azt. En til hvers var það? hugsaði hann. Upp úr þessari voðalegu reynslu kom honum í hug að búa sér til kaðalstiga úr fjall- gönguvaðnum. Daginn eftir framkvæmdi hann þetta. Síðan; batt hann annan enda stigans við sleðnn en hafði hinn. á

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.