Vísir - 21.09.1956, Page 4

Vísir - 21.09.1956, Page 4
vísm Föstudaginn 21. september 1956, „East, west, home is best“, ■segir enskur málsháttur. Við, íslendingar, eigum málshætti, sem tjá svipaSa hugsun, svo sem: „römm er sú taug, sem rekka dregur föður- túna til“, og „holt es heima livat“. Allar þjóðir eiga sína farþrá og ekki sízt við, sem byggjum „Einbúann í Atlants- hafi“. Nú orðið eru ferðalög til útlanda orðin daglegt brauð og margfalt aúðveldari en : áður fyrr. Nú telst sá, sem ekki •skreppur út fyrir pollijin að minnsta kosti einu.sinni á ári, varla maður með mönnum. Og því sumarleyfi þykir illa varið, sem ekki er notað til utanlands- ferðar. Fyrir bragðið hættir mörgum til að .gleyma að skoða sitt eigið land. Rauðmagastemnmg yfir Selsvör. Kunningi minn sagði mér eitt sinn eftirfarandi sögu: „Hann var einu sinni á kvöldgöngu með konu sinni. hað var dýrlegt vorkvöld með rauðmagastemningu yfir Sels- vör. Þau mættu mörgum hj.ón- um, sem leiddust í blíðu vor- kvöldsins og hann veitti þýí eftirtekt, að margar . af kon- unum voru þungaðar. Hann: varð hrifinn af grózkunni og frjóseminni í náttúrunni og mannlífinu og loks gat hann ekki orða bundizt og lét í Ij.ós við konu sína gleði sína pg hrifningu yfir öllum þessum gróanda. Þá sagði konan af mikilli raunsæi: — Já, það. er. nú svonaý að þegar menn eru loksins orðnir leiðir og uppgefnir á að' eltast við aðrar konur, getur svo farið, að þeir glæpist á sínum eigin .konum.“ ' Svipað er farið um ferðalög, bæði í sumarleyfum og utan sumarleyfa, Þegar menn éru loksins orðnir leiðir á því að ,,eltast“ við að skoða önnur lönd, getur svo farið, að þeir „glæpist“ á sínu eigin landi. Að minnsta kosti var það svo um mig. Eg hafði enga löngun til að fara til útlanda í sumar- leyfinu að þessu sinni. Eg var orðinn leiður á útlöndum. Þau voru orðin mér eins og vátn. ísland, aftur á móti, var: mér eins og vín. Og því skyldi eg þá ekki breyta vatni í vín og skoða mitt eigið land í sumar- leyfinu? Þar með var ákvörðunin tek- in. En hitt var eg lengi í vafa um, hvert á land eg ætti að' fara og hvernig, Eg gat farii-f einsamall eitthvað út í busk-' ann, eg gat farið' fjallaférð með Ferðafélaginu, Páli Ara- syni, Orlofi eða einhverjum. Sem sagt: Eg gat enga ákvörð- un'tekið um þetta atriði, en úr því leystist bæði skyndilega og óvænt. Undir hnífi rakarans. Eg var staddur inni í rakara- stofu, til að fá mér mína dag- legu snyrtingu til höfuðsins. JEtétt sem rakarinn minn er staddur með flugbeitt morð- vopnið á barkakýlinu á mér, snarást ágætur kunningi minn inn til að láta snurfusa skegg- kragann á hökunni á sér. Þegar i’akarinn var kominn með hníf- inn bars.t frá barkakýlinu á mé-r, tjáði eg kunningja mínum vandræði mín í sambandi við sumarleyfið, Hann veitti skjóta úrlausri. -— Ef þú vilt, sagði hann — i sjá seiri mest af ísla^di á sem 1 skemmstum tíma, þá farðu eina hringferð með Esju. Eg er að fara með Esju klukkan hálf fimm í dag ög komdú með! Eg sagði honum, að eg gæti ékki farið með svo stUtthm fyr- irvara, en hins vegar lofaði eg honum þýí, að eg skyldi fara næst. Nú er það svo um þennan kunningja minn, að hann er gæddur sams konar hæfileika og Valdimar heitinn Ásmunds- son ritstjóri. Hann getur snúið : manni við á götu, án þess mað- ur hafi hugmynd um, og látið mann labba með sér, enda þótt maður eigi brýnt erindi í þver- öfuga átt. Svo máttugur og heillandi er persónuleiki hans. Auk þess er hann mesti sam- ræðusnillingur, sem eg: hefi nokkru sinni þekkt og segir skemmtisögur. allra manna bezt. Hann bókstaflega talar. í stíl. Hann talar eins og beztu rithöfundar skrifa. Hann hefir oft leikið þá list, að snúa mér við á götu. Eri að hann gæti Játið mig- elta sig hálfan hring kringum landið og inn á hvern einast'a fjörð ög flóa, vílc og vog og sömu leið til baka aftxir, það hefði eg þó svarið fyrir. Til Himlen med fuld Musik. „Jacta est alea,“ sagði Sesar sálugi, þegar hann ók yfir gömlu Ölvusárbrúna í kádil- jáknum sínum, model 49 f. K. En það þýðir: „Teningunum er kastað.“ Eg var kominn um borð í Esju og hún lögð frá landi. Teningunum var kastað. Eg snaraði mér inn í reyk- ingasal til að athuga væntan- íega samferðamenn. Þar var margt um manninn og ýmis- konar fólk: Sægarpar og sáuma konur, útgerðarmenn og ævin- týrarar, bókbindarar og bólstr- arar, lögmenn og lausingjar. En mest bár á tónlistarmönn- um. Þar var þekktur hljóm- sveitarstjóri, þekkt tónskáld og þekktur söngvari. Jæja, hugs- aði eg, ef við förumst í þessari ferð,þá‘ förum við þó að minnsta kosti „til Himlen með fuld Mu- sik“, — eða þá hina leiðina. Sama er mér, hvora leiðina eg fer. „Jeg har Venner begge Steder.“ Söngvarinn var Krist- ján Kristjánsson. Tókst brátt með okkur hin mesta vinátta og er skjótt frá að segja, að betri ferðafélaga en Kristján Kristjánsson get eg ekki hugs- að mér. Og ef eitthvað ætlaði að slettast upp á vinskapinn, þurfti eg ekki annað en að hóta því, að syngja fyrir hann. Þá lét hann sig alltaf. Svo váveif- legan hlut vildi hann ekki eiga yfir höfði sér. Og lái honum hver sem vill. Mest blöskraði honum, hvað eg blótaði mikið, en eg sagði honum, eins og satt var, að þetta væri barnsvani og því ekki gott viðgei’ðar. Þá trúði hann mér fyrir því, að lxann hefði ekki blótað nema þrisvar sinnum síðán í rnaí í vor. Eg bar svo mikla virðingu fyrir honum fyrir þessa ofur- mannlegu sjálfsafneitun, að eg steinhætti að blóta í návist hans, en skryppi hann úr hind- arhíjóði, þótt ekki væri nema andai'taksstund, bætti eg mér þetta svo hressilega upp, að eg held, að eg hafi engu íaþn Hljómsveitarstjórinn; sem áður getur, var dr.Victor Úr- bancic og tðnskáidið Þórarinri Jónsson. Eg taldi mig-eiga Tít— ilsháttar erindi v ið Þórarin og bað Kristján að kynna mig j fyrir honum.- Að því ioknu sett- umst við Þörarinn við borð inni í í'eykingasal og' tókum tal saman. Gerðirðu þetta Mhendis?“ Þórarinn Jónsson er jafn- gamall öldinni. Hann fæddist árið 1900 í svonefndum Kast- ala við Mjóafjörð.' Hanri er af fátæku fólki kominn. Faðir hans var sjómaður og dó; þegar Þórarimx var kprnungur: Var þá oft þröngt í búi.-á heimilinu. Þegar Þórarinn var ellefu ára gamall, skeði það eitt sinn, að kýr bar á bæ einum í ná- grenninu og var Þórarinn send- ur út af örkinni til að ná í mjólkursopa. Á leiðinni fór Þórarinn, í fyrstá sinn, að brjóta heilann um þa'ð, hvernig farið væri að því að semja tónverk. (Updirritaður. er. búinn að velta þessu sama fyrir sér í bráðum fjörutíu ár og hefir ek-ki komizt að neinni niðurstöðu ennþá. En hinsvegar er Þórar- inn búinn að ráða rebúsinn fyrir löngu). Þegar Þórárinn var fjórtán ára gamalþ varð hann að fara á sjó, og sjómennsku stundaði hann til tuttugu og fjögurra ára aldurs. Þegar hann var um tví- t.ugt, tók hann að krota alls- konar óskiljanlegar rúriir innan á súðina í vélarrúmi bátsins. Það voru fyrstu tónverkin hans. Eitt sinn kóm formaður- inn niðtir í vélarrúmið til hans og vii'ti þessar rúnir lengi fyrir sér. Formaðurinn var prúð- j menni hið mesta og langaði til ; að segja einlxver viðurkenning- i arorð um mótoristann, en vissi. | ekki almennilega, hvernig hann ætti að '■ haga oi’ðum sínum. Loks ' ságði hann: „Gerðirðu þetta fríhendis?“ Reyndar. hafði Þórarinn ékki „gert þetta fríhendis“. Ein- hvers staðar niðri í dallinum hafði hann fundið gamla og ryðgaða handsög þeirrar teg- undar, sem á gömlu sveitamáli var kölluð húsfans, sem ef sennilega afbökun eða hljóð- þýðing á þýzka orðinu Fuchs- schwans, sem þýðir, ofurein- faldlega, tófuskott. Þessa hand- sög hafði Þórarinn notað sem reglustriku. En krotið innan á súð vélarrúmsins, sem Þórar- inn hafði ekki „gert Mhendis“, var „Heiðbláa fjólan mín fríða,“ þetta dásamlega melódiska lag, sem hvert mannsbai’n á íslandi, sem eyra hefir fyrir tónum, kann og ann. Lagið ;,Nú máttu hægt um heiminn líða“ er líka krotað á súð í véfgrrúm- inu — að ógleymdu hinu grát- broslega tónljóði um eitt hið á- takanlegasta sjósþ-s, sem eg hei nokkurntíma heyrt getið um: Þegar legiilinn hans Láka hi’ökk fyrir borð. „Engiim verður eiiunana eins og í stórri borg.“ Þegar Þórarinn Jónsson var tuttugu og fjögurra ára gam- all hætti hann sjómennsku og fór til Reykjavíkur. Þar var hann í læri um skeið hjá á- gætum tónlistai'mönnurn þeim Páli ísólfssyni og Þórarni Guð- mundssyni. Því næst fór hann til Þýzkalands og dvaldist þar um áratuga skeið. Oft mun hafa verið þröngt í búi hjá honum á þeim .ái’um eins og á bernsku- árunum í Kastala við Mjóa- fjörð. Og oft mun hann hafa kennt ömurleika einmanaleik- ans/ ekki sízt á árunum. eftir stríðið, skömmu áður en hann fluttist heim,. Árið 1947 var um skeið aðeins eimi íslending- ur í Berlínarborg: Þórarinn Jónsson. Þá bjó hann í einu herbergi í Kaiserallee, sem hann notaði fyrir svefnherbergi og vinnustofu og eini verð- mæti hlúturinn, sem þar var inni, var slagharparí hans. En alltaf var hann ísténdingur, þrátt fyrir áratuga útivist. Og á síðustu árum sinum í Berlín. bar hann alltaf íslenzka fán- ann í frakkahneppslunni sinni. Austfirðir í tónvjerkum Þórarins Jónssonar. Þó að Þórarinn Jónssn hafi alltaf verið fsleixdingur, hvar sem hann hefir farið, hefir hann þó fyrst og fremst verið Aust- firðingur. Austfii'ðir eru í tón- verkum hans. Þar er hinn þungi niður hafsins við strenduri Austfjarða, þegar óveður erú S ðsigi, ömurleiki og uggur; langra skammdegisstunda^ þegar legið er yfir .línu ein.~ . hvers staðar á áttlausum mið- unum úti af Mjóafirði, klið- mjúkt öldugjálíi’ið, þegar bárani lóar á fjörusteinunum í logni, friðsæld og unaður Austfjarð- ardala í sunnudagshelgi sum- ardagsins, hin djúpa kyi’rð,. þegar björt og heið júlínóttiní liður hægt yfir heiminn ogi svæfir heið-bláu fjóluna viðí bai’m sinn, mildur og sefandl kliður lækjanna á Fagradal,. litirnir í fjöllum Borgarfjarð- ar eystra, sem minna. okkur á. dýrð þeirra álfheima, sem við sköpuðum í hugarheimi okkar, þegar við vorum börn, fégurS og tign Hólnratinds, hrjóstur og ördeyða. Hjálpleusu við Reyðarfjörð og dularfullt og, lokkandi hvíslið í greinunl trjánna í .Hallormsstaðaskógi í ljúfum þeyvindi sumarsins, Eni undirtónninn er hinn yndislegi tregi og harmsæli söknuður yfir öllu því, sem við höfum, átt og höfum misst og horfið er; í hafdjúp eilífðárinnar, þess- arar rniklu móðu, sem aldrei. skilar neinu, sem hún hefur einu sinni hreppt og á furðu- strönd þessa dularfulla út- sævar eilífðarinnar stendur ráðvillt mannkind og spyr eins og fávíst barn. Hvar ér snjór- inn, sem féll í fýrra, golan, sem þaut í gær, bylgjan, sem brotnaði í morgun. Karl ísfeld. f '.'fiíicherssnndl. LAUGAVEG 10 - SlMi 3367 : yðar á nóttunni: Hringið og við sækjum hann að kvöldi og sendum yður hann að morgni. Kranabílar allan sólarhringinn. Ssessi við niðurskúi-ð áleggs o. II. óskast í kjöfverzlun. — Upþl. í verzluninni kl. 7—8. Danskennsla í einkatímum. Kenni gönilu og nýju dans- ana. Hef kynnt'mér nýjustu kennsluaðferðir. Sigurður Guðmundsson danskennari, Laugavegi 11, III. hæð t.h. Sími 5982.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.