Vísir - 05.01.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 05.01.1957, Blaðsíða 7
Laugardaginn 5. janúar 1957 VÍSIR 7 ■ ■ ■ ■ « ■ ■ ■ EDISON MARSHALL: ■ ■■■ Vtki\i(furim m 17 ■ (■■■■■■■BBtaBBHBSBHeHlQBaÐnHBaflBHaBHBHIB inum, þar sem seiðkonan bjó, sem aldrei yfirgaf bústað sinn í jarðnesku líki, enda þótt skæðar tungur segðu, að oft sæist hrafn hefja sig til flugs af turninum í dögum og koma aftur um sólsetur með blóði roðnar fjaðrir. Skip Hastings lágu á höfninni. Þar var allt hljótt og kyrr- látt um borð. Hin vopnaða áhöfn virtist ekkert giöð yfir því að sjá aftur heimabyggð sína. Víkingarnir stóðu í smáhópum á þilfarinu. Ég sá hvergi foringja þeirra og áleit, að hann hefði farið til turnsins eða eitthvað annað. Á votum fjölum skipakvíarinnar sá ég tvær konur. Þær sneru baki við mér og leiddust. Þegar ég kom nær þóttist ég vita, að hærri konan, með gullnu flétturnar, væri dóttir Rhodri kon- nngs, en hin rneð dökkt slegið hár, væri þerna hennar af ein- hverjum svipuðum kynþætti og Kitti. Sannleikurinn var sá, að Lappar voru eini þjóðflokkurinn, sem ég vissi að hafði svart hár. Þá tók ég eftir því, að lægri konán var miklu ríkmannlegar klædd og hafði gullfesti um hálsinn. Ég varð mjög undrándi á þessu. En þá sneru konurnar sér við og komu í áttina til mín. Að undanteknum háralitnum svipað Morgana prinsessu ekki hið minnsta til Kitti. Húð hennar var fannhvítt ög mér sýnd- ist hún ekki geta verið meira en fimmtán ára. Hún var ekki gul á hörund eins og Kitti ekki með kartöflu* nef né með þunnar varir og munn eins og strik. Augu hennar virtust miklu fremur vera blá en svört. Þegar ég kom nær sá ég, að andlitsdrættir hennar voru allt öðru vísi, en á dönsku kvenfólki. Varir hennar voru þykkar og rauðar. Mér fannst andlit hennar einkennilegt, og þar eð það var umgirt dökkum lokkum og mjög framandlegt var engin furða þótt fólk héldi, að hún væri galdranorn. Við fyrstu sýn fannst mér hún ljót. Samt gat ég ekki annað en dáðst að svip hennar. Hin konan 'var lagleg, mjög lík dönskum konum á vöxt, háralit og andlits- fall. Mér datt í hug, að hún væri ef til vill saxnesk, frá landa- mærum konungsríkis Rhodris. Þegar ég steig til hliðar til að hleypa þeim fram hjá, varð ég var einkennilegrar tilfinningar. Mér fannst hún ekki lengur vera Ijót. Mér fannst hún enn þá vera framandleg, en á ein- kennilegan hátt. Mér fannst ég aldrei hafa séð ljúfmannlegri manneskju. Augu hennar voru tindrandi eins og gimsteinar, undir hrafnsvörtum augnabrúnum. Allt í einu langaði mig til að kyssa rauðár varir hennar. Þetta fannst mér ákaflega heimskuleg löngun, en hún var sterk. En nú minntist ég þess, sem Kitti hafði sagt mér um konur og meyjar, og þá varð mér ljóst, hvers vegna hún þorði að ganga svona djarflega. Ég vissi, hvers vegna vangar hennar voru rjóðir en ekki fölir. Ég vildi, áð henni hefði verið fleygt fyrir hákarlana, áður en ég sá hana. — Morgána, sagði ég lágt og gekk fram. Hún nam staðar og leit á mig barnslegum augum. Því næst mælti hún á framandi tungu. Ég óskaði, að hún hefði verið bæði blind og daufdumb. Það skipti engu, hvað ég sagði við hana. Hún talaði mállýzku, sem kölluð var Welska og skildi mig ekki. Ég gat sagt við hana það sem mér þóknaðist og ef Hasting langaði til að berjast við mig, mundi ég drepa hann eða hann mig. Samt ávarpaði ég hana á ensku, og hirti ekkert um það hvort þerna hennar skildi eða ekki. — Það er auðséð, að þú héfur samið frið við Hasting fyrstu köldu nóttina, sagði ég. — En það er ekki víst, að þér gangi eins vel að töfra Ragnar gamla. Þú munt svngja annað lag þá. Hún hló, reigði höfuðið og hrækti framan í mig. Þvi næst hélt hún áfram göngu sinni. Þegar Hasting kæmi aftur, kynni svo að fara, að einhver víkinganna segði honum, að ég hefði ávarpað fanga hans og vildi hann ef til vill hafa tal af mér. Þar sem ég var nú frjáls maður, varð ég að bíða eftir honum. En á meðan ætlaði ég að ganga til grófarinnar. Á leiðinni þangað kallaði einhver á mig með nafni. Ég þekkti vel málróminn, og greip um meðalkafli sverðsins og sneri mér snarlega við. Þar stóð Hasting og glotti háðslega, af því að mér hafði orðið svo bilt við. Ég var jafnhræddur við hann og' áðúr, en hataði hann miklu meira. Ég hafði ekkert gaman af að sjá' hin hræði- legu ör á andlitinu á honum. — Ég var hræddur um, að þú ætlaðir að fara að draga sverðið úr slíðrum, sagði hann rólega. — Er hinn mikli Hasting hræddur? spurði ég og ég hataði hann of mikið til að vera varkár. * ktcUttökuMÍ ♦ Gvendur kemur á skattstof- una. „Þegar eg var að biðla til konunnar minnar hafði eg af því margvíslegan kostnað, rós- ir, hring og aðrar gjafir. Þetta kostaði mig alls urn þúsund krónur. Er þetta ekki frádrátt- arhæft?“ Skattstjórinn neitaði því ein- dregið. ,-,Nú, hvað er þetta?“ segir Gvendur. „Eg hélt að þetta mætti skoðast sem risna eða í öllu falli sem viðhaldskostnað- ur.“ „Hvernig dettur þér í hug að láta konuna þína komast upp — Já, hræddur við það, að völvan kynni að sjá til þín. Ef|með það að segja alís staðar frá hermaður ógnar öðrum á þessum heilaga stað, er hann brennd-1 þvl að j^^ jlafgi j0jís gert ur til bana. I mann úr þér?“ — Eg veit það, sagði ég og blygðaðist mín. — En ég var búinn að gleyma því. — Það er eðlilegt um mann, sem er hér í fyrsta sinni. Þú trúðir á Þór, þegar ég fór, en nú ert þú orðinn hermaður Óðins og þarft að læra margt. Hvernig lízt þér á ungu stúlkuna, sem ég kom með? — Hún er ljót eins og galdranorn. — Ég sá þig ávarpa hana og hélt að hún yrði fegin að fá einhvern til að tala við annan en Berthu, þérnuna sína. Hún hefur verið mjög einmana, og ég lofaði henni því áð fá að tala við ykkur Egbert. Hana langar mikið til að fá að tala ensku. En ég er hræddur um, að þú hafið móðgað hana. Af því að ég hafði verið í hættu staddur oft áður, hafði ég lært að athuga vel svip hans meðan ég talaði við hann. Meðan Hasting talaði, hlustaði ég meira á raddhreiminn en orðin og athugaði andlit hans og mér virtist hann vera ólíkur öllum Norðurlandabúum, sem ég hafði séð. Ég gat aldrei vitað‘, hvað hann ætlaði að gerá næst. — Þú getur spurt þessa welsku dækju, hvað ég hafi sagt við hana. — Það mun verða erfitt á merkjamáli. — Mér kemur það svo fyrir sjónir, sem hún skilji merkja- mál þitt. — Nú, þú átt við það? sagði Hasting og hló hátt. — Þar veður þú í villu og svima. Ef henni verður ekki skilað, eins og ég tók við henni, mun Aella ekki borga túskilding fyrir hana. Þess bar fyrst að gæta. — Hún hefur þá reynt að freista þín, en ekki tekizt það. — Rangt líka, Ogier. Að vísu skal ég viðurkenna, að freist- „Ó, bíddu bara þangað til þín er búin að gera mann úr þér; það verður engin hætta á því, að hún þegi um það.“ ★ 1 Parisarblaði mátti lesá eftir- farandi áúglýsingu: Einkabíl- stjóri iijá ráðherrá óskar eftir fastri stöðu. Tilboð frá stjó’rn- málamönnum vérða ekki tekin til greina. ★ Tveir eiginmenn slöguðu heim á leið undir morguninn. „Á ég að ségja þér nokkuð? Ég ér alveg hættur að undlrbúa mfg með afsökunarsögúm Ef hún er sofandi, þá er allt í lági. Ef hún er vakandi, kemst ég hvort sem er ekki að.“ óskast strax á nýtt gistiKús, ekki langt frá Reykja- vík. Gott kaup. Uppl í síma 6504. NÆ8FATNA00R i. yrkf karlmanae 9g drengja M ^ fyrirliggjandi ! í ¥1 L Uf. Muiler Knáttspýrhúfél; Þrót'tiir: Handknattlciksæfin'g í dág að Hálógálandi kl. 6. — Áríðahcíi rabbfúnchir á eítif. € & Sumtfki —TARZAIM — Ráðið til að veiða Tantor var að króa hann inni í uppþornuðum árfar- vegi og nú tóku svertingjarnir til óspiltra málanna að búa til girðingu Við hinn enda ’árfarvegarins var úr staurum og voru oddhvassir _? samskonar girðing sett upp en hún. staurar bundnir á milli þeirra. var a híörum og'nú var allt tilbúið,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.