Vísir - 14.01.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 14.01.1957, Blaðsíða 6
VÍSIR Mánudaginn 14. janúar 1957 SIE DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálssón. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Á landinu eru nú 140 isarnaskóiar. Fii skóíantáia varið mii&ij* ki\ Er okur niðurgreiðsla ? 1 í í>að er einhver veila í vits- munastarfsemi framsóknar- [ manna — eða þeir gera ráð | fyxir, að einhver veila sé í \ vitsmunastarfsemi almenn- j ings. Að minnsta kosti halda ; þeir, að þeir geti fengið al- I menning til að trúa þvi, að j þegar skip eins og Hamrafell 1 tekur um fram þarfir fyrir flutninga á olíu landsins, en þó heldur minna en önnur skip, sem fáanleg eru til flutninganna þá sé skipið raunverulega að greiða nið- ur verðið á oiíunni, sem landsmenn verða að kaupa! Dæmið er í rauninni mjög einfalt. Þegar Hamrafellið var keypt, mun hafa verið reiknað með því, að það þyrfti að fá 60—70 shill-' i inga fyrir hverja smálest oiíu, sem það flytti til lands- j ins. Átti þessi leiga að nægja ! til aiis kostnaðar, sem venja j er að reikna með við rekstur skipa, enda var slík leiga hærri en almennt var reikn- að með fyrir olíuskip um þær mundir. En svo geröust þeir atburðir, sem öllum eru kunnir, að innrás var gerð á Suez-eiði og Egyptar sökktu skipum í skurðinn til að loka honum. Skipaleigur fóru hækkandi dag frá degi, margfölduðust á skammri stundu, fóru yfir 200 shillinga á smálest, sem kunnugt er. Framsóknarmcnnum kom þá | ekki til hugav að standa við j það, sem þeir iiöfðu sagt um ] ílutningsgjöld hins nýja skips síns, enda þótt ekki væri vitað, að kostnaður hefði hækkað. Þeir spenntu bogann eins hátt og þeir þorðu, og gerðust svo náð- ugir að flytja olíuna til landsins fyrir eina 160 shill- inga smálestina. Tárfelldu margir þeirra yfir örlæti sínu og töldu jafnvel ósenni- legt, að íslenzk alþýðu mundi vilja þiggja slíkar ölmusur af þeim, snauðum mönnunum. Það er mergurinn málsins, að reiknað var með miklu lægra verði en tekið er. Það er því ekkert annað en okur, þegar verðið er sprengt upp í skjóli óeðlilegt ástands, og engin niðurgreiðsla, þótt framsóknarmenn hafi ekki treyst sér til að setja skipið í hæsta verðflokk. En fram- sóknarmenn hefðu með sanni getaö talað um niður- greiðslur, er þeir hefðu gleymt okursjónarmiði þvi, sem er leiðarljós þeirra — þótt þeir feli sig bak við ímyndaða sparnaðarviðleitni samvinnustefnunnar — og t.ilkynnt alþjóð, að engin ( breyting jrnði á farmgjöldum j Hamrafells leigan yrði á- fram í sama verði og leiga þeirra oiíuskipa, sem bund- in eru til langs tíma. En enginn ræður við eðli sitt, og bess vegna fór sem fór. Þess vegna afrcðu eigendur Hamrafellsins að taka 14— 15 milljónir úr vasa al- mennings með blessun stjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur fengið lijá Fræðslumálaskrifstofunni námu áætluð útgjöld til skólamála 83.4 millj. kr. árið sem leið, en árið 1955 námu gjöld ríkissjóðs til skólamála nær 74 millj. kr. I. Fjöldi skóla, kcnnara og nemenda: Starfandi eru nú 140 -fast- ir barnaskólar (þar af 5 einka- skólar) og 77 farskólar. Fastir kennEU'ar við þessa skóla eru alls 703, þar af 200 konur. Auk þess fjöldi stundakennara. Nemendur barnaskólanna síð- asta skólaár voru alls um 19200, árið áður 18270. Fjölgaö hefur enn í mörgum skólum. Mætti ] því áætla að nemendur barna- skólanna væru nú nær 20 þús. alls. II. Skólabyggingar: í fjárlögum 1956 er veitt fé til framhaldsbyggingar barna- skóla á 24 stöðum og 18 nýrra barnaskóla. Þá er í sömu lög- um veitt fé til framhaldsbygg- inga við alla héraðsskólana og Gagnfræð'askólann á Siglufirði, Vestmannaeyjum og eins nýs gagnfræðaskóla í Reykjavik. Undirbúningur að byggingu Kennaraskóla íslands og Hús- rnæðrakennaraskóla íslands er að mesíu lokið. III. Nýir skólar: Nýr gagnfræðaskóli tók til starfa i Reykjavík. Framhalds- og sérskólar eru 113 að meðtöldum nokkr- um einkaskólum og unglinga- deildum stærstu barnaskól- anna, sem starfa samkv. náms- skrá fyrst.a og_ annars bekkjar gagnfræðaskólanna. Af þessum fjölda eru 26 gagnfræðaskólar og héraðsskólar, 10 húsmæðra- skólar og 14 iðnskólar. Fastir kennarar við framhaldsskóla eru 452 alls. Þar af 11 konur og auk þess margir stundakenn- arar. í gagnffæðastigsskólunum 5930 nem., húsmæðraskólunum 343 nem., bænda- og garð- yrkjuskólum 79 nem, — Alls munu vera í framhalds- og sérskólum um 10 þús. nem- endur. j IV. Orlof fengu 8 barnakennarar á þessu ári og framhaldsskóla- kennarar. Dveljast þeir nú flestir við nám erlendis eða hér í Reykjavík. V. Gjöld vegna skólamála 1955 urðu kr. 73.863.035.63. Heildarárút- gjöld ríkissjóðs voru það ár kr. 512.492.362.17. Fjárjög 1956 gera ráð fyrir kr. 83.401.65700 til skólamála VI. Ný launalög gengu í gildi í byrjun ársins, mun hagstæðari fyrir kennara en hin eldri. Þrátt fyrir það gekk mjög treglega að ráða kennara að ýmsum skólum. — Var komið fram í nóvember þegar því var lokið. Það liefur verið drepið á það hér í dálkinum, að skortur væri nýrra og fullkominna sjúkrabila. Og hafa einnig slökkviliðsmenn, sem liafu með sjúkraflutningana að gera ritað um það sérstaklega hve aðkallandi væri að bæta við sjúkrabílum. Nú hefur verið úr þessu bætt, jní Itauði kross ís- lands hefur fengið tvo nýja, full- komna sjúkrabíla til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Það er unn- ars staðar skýrt frá bilunum, og skal það ekki cndurtekið liér. En þeir eru nijog fullkomnir, eins og vera ber. Það er auðvitað góðra gjalda vert, að útvega nýja sjúkrá ] bíla, þegar þeirra er þörf, en ým- islegt kemur þó til, sem einnig þarf að athuga, cf þeir eig-a að koma að gagni. Rekstur bílanna. 1 Sjúkra- og lijálparlið Reykja- ^ vikur eru slökkviliðsmenn og svo | lögregla, þeg'ar elcki næst í sjiikra bíl. Slökkviliðsmenn liafa haft veg og vanda af flestum sjúkra- flutningiun i bænum, og verður ekki annað sagt en þeim liafi far- ist það miklu bctur lir hendi, en Igera liefði mátt ráð fyrir miðað Ivið j>ær aðstæður, er þcir hafa I liaft. Auk þess að vera til taks þegar slys eða veikindi ber að höndum, þurfa þeir að sinna til- kynningum um eldsvoða, en það er auðvitað aðalstarfið. En mér liefur skilist, að vaktir liafi frain til þessa verið frekar fáliðaðar. Það er nefnilega til litils að hafa nægan kost fullkominna sjúkra- bifreiða, ef ekki eru nægir menn allan sókifliringinn til þess að aka þeim, þ. e. að sinna beiðn- um um sjúkraflutninga. Páttor kc.nmúnistass. ífiíargt er í Bandaríkjunum brugga menn „dalalæðu“. A sl. ári vom 11.3S0 msnsi kærðir fyHr áfengisbí,ug§. Ekki verður skilið svo við þetta mál, að ekki verði getið þáttar kommúnistans, Lúðvíks Jósepssonar. Það er ( hann sem getur leyft eða ] bannað oiíufélögunum að ) taka skip á leigu til að 1 flytja oliu til landsins. Þetta ] vald sitt notaði hann ræki- J lega í haust, þegar skipa- leigur fóru hækkandi jafnt ; og þétt, eins og flestir menn * sáu fyrir, þegar bliku dró á 1 loft fyrir botni Miðjarðar- \ hafs. Hann bannaði alltaf, , að skip væru tekin á leigu, T þótt fyrirsjáanlegt væri, að ] leigan mundi halda áfram að 1 hækka. Loks, þegar hún var 1 komin upp í 220 shillinga, f og ekki var hægt að bíða 1 lengur, ef ekki atti að verða 1 hér olíuskortur, gaf hann £ heimild sína til leigu á skipi, og um leið samþykkti hann 160 shillinga handa Hamrafelli. > Kommúnistum hefur veitzt erfitt að verja afglöp þessa manns, sem þeim fannst rétt að gera að ráðherra. Þó hafa beir verið að reyna að verja hann með þvi, að hann hafi ekki getað sér hækk-1 unina fyrir. Maðurinn hlaut ] þó að sjá, að farmgjöld hækkuðu daglega, en hafi hann verið blindur fyrir því, svo og hinu, að áfram- hald kynni að verða á þeirri þróun, hefði hann átt að láta kunnugri menn hafa vit fyrir sér. Það vildi hann ekki, og þess vegna verður almenningur nú að greiða tugi milljóna króna umfram nauðsyn. Lögreglan í Bandaríkjuivum lusrðir nú baráttuna gegn ólög- legu áfengisbruggi og leynivín- sölu. Þótt áfengisbannið sé nú fyr- ir löngu afnumið, eiga lögreglu- menn enn í höggi við leynivín- sala og bruggara þar vestra. — Upplýst hefur verið, að á seinni helmingi s. 1. árs og fyrri helm- ing þessa árs, hafi 11380 manns verið kærðir fyrir ólöglega bruggun áfengis og þar af hafi um 6000 fengið dóm. Á sama tíma voru 14498 bruggunartæki gerð upptæk, og yfir milljón lítra af ólöglegu bruggi —- ,,landa“ — sem í Bandaríkjun- um er almennt kallað ,,da!a- læða“. Þá voru yfir 34 milljón- ir lítra af áfengi í gerjun eyði- lagðar, þegar lögreglumeim gerðu húsrannsóknir hjá brugg- urum. Alls nam verðmæti þess, sem gert var upptækt, nálægt fjórum milljónum dollara. Þetta er nokkur aukning, frá því sem var næstu 12 mánuði á undan. Þannig voru kveðnir upp um 6% fleiri dómar fyrir brot á áfengislöggjcfmni og 20 % meira áfengi gert upptækt en árið áður. Ekki er þó talið, að þetta þýoi, að meira éfengi hafi komist á markaðinn á ó- löglegan hátt en áður, heldui'i hafi starf gæzlumannanna borið betri árangur, enda hafi þeim verið fjölgað verulega. Mest hefur borið á leyni- bruggi í Suðurríkjunum. Þann- ig voru um 97% bruggunar- tækjanna gei'ð upptæk í 14 Suð urríkjanna. Leynivínsala og brugg eru nú ekki lengur rekin af einstakl- ingum, heldur er hún í höndum félaga, er reka þessi ólöglegu viðskipti í allstórum stíl. í Ala- bama og Georgíu var 14 manna félag leyst upp og námu tollsvik in, sem þetta félag hafði á sam- vizkunni, yfir 400.000 dollara. Voru félagarnir dæmdir til margra ára fengelsisvistar. Er það heppilegt? Ilve márgir þurfa að vera á j vakt i einu? A jafn áriðandi ! varðstöð og slökkvistöðin er, þart' að minnsta kosti tvo mcnn sem aldrei vikja frá og auk ])ess tvo menn fyrir livern sjúkra bíl, sem liæfur er til sjúkraflutn- inga. Ef færri eru á vakt hverju sinni, þá er það ónógur mann- afli. Svo bætist við eðlilegur mannafli við slökkvibílana, en oftast má gcra ráð fyrir að kall- að sé á sjúkrabil, þegar slökkvi- liðið hefur verið kallað út. — Sjúki-aflutningar munu vera all- margir á hverjum sólarliring. — Eftir því seni bærinn stækkar fer sú spurning að vcrða hávær- ari livort rétt sé eða skynsamlegt að láta jafn þýðingarmikla lijálp- arstöð, eins og slökkviliðið, hafa cinnig á hendi sjiikraflutninga bæjarbúa. Bæði eru störiin vanda söm og oftast erfið. Og í báðum tilfellunum er nauðsynlegt að engin töl' verði á því að sinna út- kalli. Slysavarðstofan. Flestir sjúkraflutningar að undanteknuni flutningi á barns- hafandi konum, enda á slysavarð- stofunni. En oft er enginn tími til að lilkynna um komuna á undan. Væri ckki eðlilegt að sjúkraflutningár stæðu" i sam- bandi við slysavarðstofuna í Heilsuverndarstöðinni, og þang- að leit-að, þegar um sjúkra- eða slysaflutninga er að ræða? Það er a. m. k. víst, að fyrr eða síðar verður sjúkraflutningástarfið of- viða starfsfólki slökkviliðsins, nema þá aukið væri sérstáklega við það í þessu skyni, og frá því sjónarmiði kannske heppilegra að liafa þar sam-ankominn nægan mannafla æfðra inanna i því að sinna þessum störfuin. — kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.