Vísir - 17.01.1957, Blaðsíða 1
47. árg.
Fimmtudaginn 17. janúar 1957
13. íbL
Um þessar mundir er unnið við að virkja Gr ímsá á Héraði og verður það allmikið mannvirki.
Myndin hér að ofan var tekin á sl. hausti yfir virkjunarstaðnum. Stíflan verðum 350 m. á
lengd, og sést í nokkurn hluta hennar neðst til hægri á myndinni. Stöðvarhúsið sjálft verður
neðanjarðar, steypt í klöppina, og birti Vísir á sl. ári mynd af framkvœmdum við það.
Fish. News ræðir aflasölsir
iséifs e-g Akureyjar.
C-agnrýni vegna skentmcSa
f isksins úr Isáif i.
Kadar boöar kúgun.
Allar frelsiskröfur virtar
að vettugi.
Kadar flutti ræðu í gær og
kvað nauðsynlegt, að uppræta
millistéttaáhrif.
Sameinuðu þjóðirnar kallaði
hann leigutól heimsveldissinna
og fordæmdi harðlega íhlutun
þeirra í málum Ungverjalands.
Þá hafnaði hann öllum frelsis-
kröfum. Ræðuna flutti hann í
viðurvist Chou en-Lai forsætis-
og utanríkisráðherra Peking-
stjórnarinnar, sem kom fyrr um
daginn frá Varsjá til Búdapest.
Flóttamenn.
Nýr fulltrúi Ungverjalands
hjá Sameinuðu þjóðunum sagði
í gær, að fjöldi flóttamanna
frá Ungverjalandi, sem komnir
væru til annarra landa vildu
nú fara heim, en fengju það
ekki. Skoraði hann á ríkis-
stjórnir landanna, þar sem
þeir hafa fengið aðsetur, að
senda þá heim. — (í sambandi
við þessa fregn rná geta þess,
að það hefur sannazt í Bret-
landi, að kommúnistar laumuðu
sínum mönnum í flokka flótta-
Toscanisii láti
Toscanini, hljómsveitarstjór-
inn heimsfrægi, lést í New
York í gær.
Hans hefur verið minnst
látins með virðingu og aðdáun
um allan heim.
Toscanini var háaldraður.
Hann var fæddur í Milano.
manna til annara landa og í
f angabúðum haf a nokkrir menn
látið blekkjast af áróðr." þeirra
um að hverfa heim aftur).
100.000-asti
flóttamaðurinn.
Samtímis bárust fregnir
um, að 100.000-asti ungverski
flóttamaðurinn væri farinn frá
Austurríki áleiðis til framtið-
arlands. Er það íþróttamaður,
sem hyggst stofna skíðaskóla á
Nýja Sjálandi.
EStiitgateskur við
ökuþór.
I nótt var bifreið ekið utan
í aðra bifreið, er stóð á Bræðra-
borgarstíg, en ökumaðurinn
nam ekki staðar, heldur hélt
áfram.
Var hann þá eltur og er
komið var austur í Garðastræti
nam bifreiðin, sem valdið hafði
árekstrinum, staðar og tveir
menn hlupu út úr henni og
lögðu á flótta. Þar missti mað-
urinn, sem veitti þeim eftirför,
sjónar af þeim, en hélt niður á
lögreglustöð og skýrði frá at-
burðum þessum.
Skemmdarverk.
Vísir skýrði frá því nú í
vikunni að innbrctstilraun hafi
verið gerð um s.l. helgi í sæl-
gætissölu við Langholtsveg. —
Rússnesk
Jæknanefd"
í Yemen.
Fregn frá Kairo hermdi nú í
vikunni, að Rússar hefðu sent
„nefnd lækna" til Yamen.
Þetta fréttist um sama leyti
og Dulles lýsti yfir, að það jafn-
gilti „ofbeldisaðgerðum". ef
kommúnistar sendu sjálfboða-
liða til hinna nálægu Austur-
landa. — í Yemen er haldið
uppi feikna hörðum áróðri gegn
Bertuh, og árásir frá Yemen á
landamærum Aden, sem er
brezkt verndarríki, pru nú
nærri daglegir viðburðir
Fregnin um rússnesku „lækn-
ana" var höfð eftir starfs-
manni við sendiráðið í Kairó,
en hann neitaði um fleiri upp-
lýsingar
40 skip bfBa afgrelBsfy
í bndon.
Um 3000 hafnarverkamerui í
ILondcn em nú í verkfalli í
tveimur hafnarhverfum borg-
arinnar.
Hefir vinna stöðvazt við 40
'skip. — LeiStogár verkamanna
hafa ráðlagt verkamönnum a£
Ihefja vinnu aftur, svo að sam-
' komulagsumleitanir geti hafizt.
Rannsóknarlögreglan hefur
upplýst þetta mál og voru
krakkar að verki Ekki höfðu
þau brotið rúðurnar í auðgun-
arskyni, heldur af skemmdar-
.fýsn og notað til þess bæði
járn og grjót.
FISHING NEWS gerir að
umtalsefni ísfiskfarm 'þann,
sem seldur var nr ísólfi í Hull,
en 'það var fyrsta salan á ísfiski
úr íslenzkum togara þar frá
því 1952, en eins og kunnugt er
tafðist skipið í Færeyjum vegna
vélarbilunar, og var verulegur
hluti aflans seldur í fiskimjöls-
verksmiðjur vcgna skemmda.
Blaðið hefur það eftir skip-
stjóranum á ísólfi, að það valdi
miklum vonbrigðum^ að svona
skyldi fara, en orsökin sé töfin
í Færeyjum. Gat hann þess og,
að upphaflega hafi verið ráð
fyrir því gert, að togarinn land-
aði í V.-Þýzkalandi.
Gagnrýni kom þegar fram frá
skipstjóra- og stýrimannafélag-
inu í Hull og er haft eftir for-
manni félagsins, S. Ry Cornish
skipstjóra, að „svo virðist sem
ekki hafi verið staðið við lof-
orð um að landa að eins gæða-
fiski".og að fiskur sem Bretar
sjálfir veiði_ og landaður sé í
langtum betra ásigkomulagi. —
Þá er haft eftir Mr. Smith, frá
Andrew's Steam Fishing co,
sem annast afgreiðslu togarans,
að þeir hafi orðið fyrir miklum
vonbrigðum, ekki síður en
kaupendurnir, og kveðst hafa
sent umkvörtun til hinna ís-
lenzku aðila, sem hafi fullvissað
fyrirtækið um, að ekki verði
um frekari landanir að ræða af
þessum gæðum. Smith tók fram^
að það mundi hafa komið sér á-
kaflega vel að fá þetta fisk-
magn, eins og á stóð, þar sem
framboð var lítið, — ef fiskur-*
inn hefði verið góður. !.
En það kom annað hijóð í
strokkinn þegar Akurey kom
með ágætan fsk, en sama fyrir-
tæki tók á móti honum, og f jöl—:
menntu fiskkaupmenn til kaup-
anna einmitt á þessum afla,
sem var sá seinasti sem í boðii
var þennan dag. Fiskverð um'
daginn hafði heldur farið hækk-
andi, en þegar að Akurey kom
var sózt eftir aílanum fyrir 5
sípd.. 10 sh. upp í 6 stpd. á kit,
én aflinn var seldur fyrir 18.761
stpd. og 13 sh. (3349 kit), hvar
af 55 voru flatfiskur, aðalleg
iúða, 90 ýsa en hitt þorskur. j
Þótt Akurey seldi betur ens
nokkur annar togari seldi Hull-
togarinn Portia einnig betur ení
nokkur annar brezkur togari
hefur gert í Hull í meira en ár.
Portia hafði verið í 22ja daga
viðiför til Bjarnareyjar og
Hvítahafs og aflaði 2875 kit,
sem seldust fyrir 15.240 stpd. \.
Nýjar árásir frá
Yenien.
Um 200 manna flokkur vopn-
aðra manna frá Yemen garði
árás á virki innan landamæra
Aden í morgun.
Árásinni var hrundið ogl
flokknum stökkt á flótta. —
Árásir voru gerðar á flutninga-
lest, sem hafði vopnað fylgdar-
lið, og komst lestin heilu og
höldnu á áfangastað.
Bátur sekkur við bryggju
hér í Reykjavík.
Hefur að líkindum orSfö fastur undlr
bryggjunni.
Eigendur vélbátsins Farsæls
brá heldur en ekki í brún í
gærmorgun, er beir fóru að
líta eftir bátnum, sem hafði
legið bundinn utan á öðrum
bátum við innsfu bátabryggj-
una við Grandagarð.
Bátinn var hvergi að sjá, en
möstur tvö, sem stóðu upp úr
sjónum við bryggjuna, gáfu til
kynna hvað orðið hefði um
Farsæl^ sem mun vera um 20
tonna bátur.
Að öllum líkindum hefur
báturinn orðið fastur undir
bryggjunni og sjór fallið í hann
á aðfallinu,- hann síðan fyllst
og síðan sokkið.
í gær voru menn frá Vöku
fengnir til þess að athuga
möguleika á að ná bátnum upp.
Ekki er vitað með vissu hvað
olli því að báturinn lenti und-
I c
ir bryggjunni, en.talið er að1
' sjómenn á landróðrabátum
l þeim sem lágu milli Farsæls og
bryggju hafi ekki gengið nógu
vel frá bátnum þegar þeir fór'úi
í róður í fyrri nóít og báturinni
hafi þá annaðhvort sett skut
eða stefni undir bryggjuna og
sokkið. ,
Nokku brögð eru að því í
Reykjavíkurhöfn að bátar séu'
færðir til af óviðkomandi
mönnum, sem hirða ekki um
að ganga tryggilega frá bát-
unum, ef þeir af einhverjum
ástæðum þurfa að færa þá til,
þó ekki sé öruggt að svo hafi
verið í.þessu tilfelli.
Það skeður nærri árlega að
tjón verður á bátum í báta-
, höfninni af þessum ástæðum, _J