Vísir - 17.01.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 17. janúar 1957
VÍSIR
■
■
■
■
■
flf
m
H
■■■■
■■■■
EDISOtV MARSHALL:
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
unm
27
— Hasting! Hasting meyjarkinn! Þetta var ekki jarðnesk
xödd.
— Hver er þetta?
— Snúðu við! Farðu heim til þín. Það hvílir íormæling yfir
ferðalagi þínu.
— Hvaða skip er þetta?
— Það er frísneska skipið, sem þú sökktir í mynni Humru-
fljóts, þegar þú rændir meynni.
— Farið þangað og gerist hákarlafæða.
— Augu okkar eru upplituð af sjónum og marflær hafa
nartað í þau, en samt munum við elta ykkur. Eigum við að
sigla upp að hliðinni á ykkur, Hasting?
— Komið, ef þið þorið. Ég skal taka úr ykkur augasteinana
og búa til úr þeim hálfesti handa unnustu minni.
— Hasting! Hasting!
— Ert það þú, Björn?
— Nei, ég er Gormur þjónn þinn, sem saxneska stúlkan
felldi við úlfatréð. Það er stunga í bakið á mér, þar sem stúlk-
an stakk hnífnum. Vindurinn fer þar út, þegar ég reyni að
tala, og það dreyrir úr því. Því næst heyrðist hræðilegur hósti
— mjög nálægt í þokunni.
Morgana stökk á fætur og fleygði sér í faðm mér. Ég vafði
hana örmum, og áður en ég vissi af, þrýsti ég kossi á varir
benni. Ég gerði það, sem mig hafði oft dreymt um að sjá Hast-
ing gera. Áður en hún vissi af hafði hún þrýst vörum sínum
á mumi mér, svona eins og börn gera, þegar þau leita trausts
og huggunar. Svo varð hún köld og stirð í faðmi mínum, því að
hún fann koss minn brenna á vörum sínum.
— Ertu hræddur? spurði hún og hrökk til baka.
— Hver vegna ætti ég að vera það? Þetta er svona álíka og
kappreiðar.
— Já, þú segir það.
— Það kemur oft fyrir þegar þoka er, að víkingar látast vera
draugar. En sannleikurinn er sá, að þeir eru hræddir við drauga.
Margir þeirra eru ágætar hermikrákur og þjóðsagnamenn. Og
þeir eru ákaflega gamansamir. Eftir andartak mun Hasting snúa
aftur, og þá munu þeir hlæja, ef ég þekki þá rétt.
— Hasting! Hasting! Þessi rödd var mjó og skræk.
— Hver er þetta? Rupert Dangleyard? Þetta var nafn vanaðs
þræls, sem ívar átti.
— Ég er nunnan, sem var á frísneska skipinu ásamt prins-
essunni, og þú skarst mig á háls. Láttu hana fara í friði. Ef þú
eltir hana, liggur leið þín til helju.
Nú barst skellihlátur yfir öldurnar. Allt í einu sneri ég mér
að Berthu, þar sem ég stóð við stjórnvölinn og sagði:
— Viltu kalla það, sem ég segi þér?
— Já. —
— Þegar hláturinum linnir skaltu kalla eins hátt og þú
getur:
— Hasting! Hasting!
Það varð dauðaþögn.
— Hver er þetta? kallaði Hasting, eftir langa þögn. Hann var
skjálfraddaður.
— Ég er Judit, móðir þín.
Berta endurtók orðin, sem ég lagði henni í munn, en þó dálítið
bjagað.
— Hvað viltu gamla norn?
— Snúðu við! Snúðu við! Snúðu við!
Það var ekkert hlegið að þessum orðum. Ég sigldi fram úr
fremsta skipinu og heyrði að‘ skipverjar voru að tala saman í
hálfum hljóðum.
IV. KAFLI.
JÓMFKÚ MORGANA.
1.
Við höfðum ekki ennþá þorað að sigla um Skagerak á leið
okkar til Jótlands. Landgolan hafði verið mjög lítil og stopul.
Ofviðri voru sjaldgæf um þetta leyti árs, en ef þau skullu á,
voru þau hættuleg. Þau gátu hrakið litla báta afleiðs þannig,
að maður villtist og komst ekki á rétta leið aftur. Og þokur
voru tíðar. Þess vegna höfðum við siglt með ströndum fram og
farið milli Oslófjarðar og eyjanna.
Við vorum komin fram hjá Marstrand. í Kattegat var opið
fyrir öllum vindum nema norðanvindum. Augu Morgana, sem
höfðu verið dökk, voru nú orðin blá.
Síðustu dagana hafði liún verið þögul. Hún svaf mikið, en
át lítið og talaði sama og ekkert. Hún var mjög föl. Það hryggði
mig að sjá hana í svona ástandi.
— Ég hef verið að hugsa um það, sem þú sagðir við mig,
sagði Morgana.
— Ég skal kyssa þig fyrir það, sagði ég djarflega.
— Nei, n(ú færð þú kossa af frjálsum og fúsum vilja. Kossar
þínir ógna ekki meydómi mínum. Það er ég orðin sannfærð
um, Mér þykir vænt um, að þú kysstir mig, svo að ég gerði
mér þetta ljóst.
— Þú kysstir mig aftur.
— Gerðir ég það? Ég var hrædd og þar sem þú ert verndari
minn á þessu ferðalagi leit ég á þig sem föður minn.
— Þínir kossar eru ekki eins mjúkir og kossar aðalsmann-
anna við hirð föður rníns.
— Satt bezt að segja, fann ég engan mun. Sannleikurinn er
sá, að mér geðjast að þér. Ég get aldrei fullþakkað þér allt
sem þú hefur gert fyrir mig.
Það var ekki þetta, sem hún hafði ætlað sér að segja.
— Ég ætlaði að segja þér, að varnarorð þín hefðu verið
óþörf, en þau voru sögð í góðum tilgangi og ég þakka þér fyrir
þau. • 1 ■ ;
— Ég held þú ættir að geyma þér þákklætið þangað til ferð-
inrti er lokið. ,
kfcl4d'ckuMí ♦
I Nagoya í Japan hefur um
fjölda ára starfað félag, sem
hefur það að markiði að glæða
siðferðishugsjónir meðal al-
mennings og berjast gegn
glæpum og glæpahneigð. Nú
hefur formaður þessa félags,
sem gegnt hefur starfinu í mörg
ár verið dæmdur til 10 ára
fangelsisvistar fyrir fjárkúgun
og fjárdrátt.
Frú Yvonne Webster krafðist
skilnaðar við bónda sinn Bob
Webstér, þar eð manngarmur-
inn lét sér vaxa alskegg hvað
sem hver sagði og þrátt fyrir
hótanir eða blíðuatlot konunn-
ar í því skyni að fá bónda sinn
til að raka af sér skeggið.
Rétturinn leit svo á- að Bob
Webster hefði með skeggi sínu
sýnt eiginkonu sinni andlegt of-
beldi og misþyrmt fegurðártil-
finningu hennar og dæímdi
henni skilnaðinn. Fimm minút-
um eftir dómsúrskurðinn var
Bob Webster kominn inn í rak-
arastofu og rakarinn tekinn að
raka af honum skeggið.
Dýrasta gerð, er til sýnis og sölu á bifreiðöstæði Þjóð-
leikhússins í dag kl. 4—6. Uppl. gefur einnig Hörður
Ólafsson lögræðingui', Smiðjustíg 4.
ÆSisðhssrSmr
Vísi vantar unglinga til að bera blaðið í eftir-
taiin hverfi:
Rauðarárholt
Sólvellir
Upplýsingar í afgr. — Sími 1660.
Vísir
Frú Rompe frá Brownsfield í
Bandaríkjunum — en hún veg-
ur 240 pund — varð fýrir því
óhappi þégar hún fór í ker-
laugarbað fyrir skemmstu að
hún festist í baðkeriu, sem
sýnilega var of mjótt fyrir þéssa
líkamsstærð, og náði sér ekki
upp hvernig sem hún reyndi.
Hún kallaði þá á hjálp, en
hversu mjög sem reynt var að
ná frú Rompe upp úr baðker-
inu tókst það ekki að héldur.
Var nú úr vöndu að ráða, en
loks hallast að því að kalla
slölckviliðið á vettvang og var
það gert. Þegar allar tilraunir
til þess að ná konunni upp' úr
kerinu fóru út um þúfur var
gripið til þess ráðs að ná ker-
inu sundur með logsuðutækjum.
Árangurinn af þeim aðgerðuni
varð að vísu sá að kálla varð
tvo lækna til konunnar — en
baðkerið r.áðist utan af henni.
Nú hefur kvenfélagasambandð
í Alabama gefið út yfirlýsingu
þar sem það telur þessa bjöfg-
imaraðferð hina svívirði'I'egustu
sern um getur á 20. öld.
£ Buwuqká
TARZAN
Oji
rcOilít
Tarzan og Hemu hvöttu hina inn-
fæddu til að grafa gryfju og hinir
ottasiegnu svertingjar hömuðust
við að grafa.
Þegar þeir voru búnir að fela
moldina, sem upp úr gryfjunni kom,
settu þeir oddhvassa staura á botn-
inn.
Að lokum huldu þeir svo gryfjuna,
með bambusstöngum- og laufi.