Vísir - 17.01.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 17.01.1957, Blaðsíða 8
Þeiiy eem gerast kaupendur VlSIS eftlr 10. bvers mánaðar fá blaðið ókeypis i'ú mánaðamóta. — Simi 1660. VÍSISt VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó pað fjöl- breyttasín. — Hringið í síma 1660 eg gerlst áskrifendur. Fimmtudaginn 17. janúar 1957 Mcltlillan birtir nýjan ráðherralisfa. - Sparnaðarákvörðunum stjórn- arinnar vel tekið. McMillan forsætisráðherra Bretlands hiefur birt nýjan ráð- herralista til viðbótar hinum fyrri. Nöfn 12 manna eru á hin-j um nýja lista. ! Selkirk lávarður verður flota málaráðherra, Allan Noble að- stoðar-utanríkisráðherra og fer með mál, sem varða Samein- uðu þjóðirnar, Perth lávarður tekur við embætti nýlendu- málaráðherra.o. s. frv. — Þrír ráðherrar, sem áttu sæti í stjórn Edens, láta af embætti. í blöðum í morgun er enn rætt nokkuð um þessi mál og komast sum þeirri að þeirri nið-1 urstöðu, að McMillan hafi eink-' um eflt utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, en báðum' þessum ráðuneytum hefur hann veitt forstöðu. Daily Express segir, að Mc- Millan hafi athugað vel val Ed- ens á ráðherrum, og komizt að raun ura, að hann gæti ekki bætt það val að neinu ráði. Sparnaður vinsæll. Meðal fyrstu ákvarðana rík- isstjórnarinnar ,sem til fram- kvæmda koma eftir að McMill- an tók við stjórnartaumunum, er sparnaðurinn á sviði land- varna, og er það yfirleitt álit blaðanna í morgun, að sá sparn aður sé nauðsynlegur og skyn- samlegur, og eru blöð eins og Daily Mail og Daily Herald, sem vanalega standa á öndverð- um meið, sammála um þetta. Daily Herald segir, að þessum ráðstöfunum beri að fagna sem fyrsta mikilvæga skrefinu í sparnaðarátt, en Daily Mail segir höfuðhlutverk stjórnar- innar sé að treysta efnahag- inn, en undir honum séu land- varnirnar fyrst og fremst korhn ar. Hæstiréttur: Sekt, ökuieyfis- sviptlng vegna banasiyss. í gær var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu Ákæruvaldið jegn Ólafi Jóns- syni, Þingeyri, vegna bana- slyss er þar varð í ágústmán- uði 1955. Slysið varð með þeim hætti, að Ólafur var að aka bifreið sinni gegnum Þingeyrarkaup- tún. Þegar hann kom gegnt Hafnarstræti 32, hljóp sex ára gömul telpa fyrir bílinn, lenti á framvara bifreiðarinnar og féll á götuna. Var telpunni strax ekið í sjúkrahús og lézt hún þar síðdegis sama dag. Hæstiréttur dæmdi Ólaf í 5000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 50 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Þá var hann og sviptur ökultyfi í þrjú ár. ¦éS* ^ Sjö austurrískir leiðtogar ferðast nú um Vestur-Þýzka land og haf ði Adenauer mót- töku fyrir þá í gær. Gerpir — nýi Norðfjar&artogar- inn — kom til landsins i gær. >lílvál fagnaðiir- og móttökuliátío í Neskaupstaí}. Á' hádegi í gær kom Gerpir, 804 brúttó rúmlestir að stærð og hinn nýi' togari Norcffirðinga' þangað í höfn. Hann var fánum skrýddur og lagðist að bryggju kl. 1. Viðbúnaður var mikill í Nes- kaupstað til þess að fagna skip- inu. Á hverri flaggstöng í bæn- um voru fánar við hún, allir sem vettlingi gátu valdið' voru mættir niðri á bryggju með Lúðrasveit Neskaupstaðar í far- arbroddi. Bjarni Þórðarson bæjarstjóri ávarpaöi skipshöfn- ina og bauð hana og skipið vel-, komið og árnaði þeim allra heilla. Margir fluttu ræður, Samkór Neskaupstaðar söng og lúðrasveitin lék. Að móttökuat- höfn lokinni fengu bæjarbúar að skoða skipið. Skipstjóri á því er Magnús Gíslason. Gerpir er smiðaður í Brem- .erhaven í 'Þýzkalandi, hann er í öllu hið vandaðasta skip og búið fullkomnustu tækjum. Það er 185 fetalangt og 32 feta breitt. Styrkleiki aðalvélar skipsins er 1470 hestöfl. Þá eru þrjár véiar í skipinu til raf- orkuframleiðslu, alls 312 hest- öfl. M. a. gengur togvindan fyr- ir raforku. Skipið er búið Gyro- áttavita, svo og öðrum full- komnum siglingaíækjum. Úr stjórnpalli er innangengt í borð- salinn, sem er aftur á skipinu og rúmar hann 20 manns í sæti. Frammi'á skipinu er setustofa og eru íbúðir skipverja hinar vistlegustu, en rúm eru fyrir 42 manns. Fiskilestar eru kældar og auk þess frystiklefi ískipinu fyrir góðfisk. Björgunarbátar eru þar bæði úr alúminíum og gúmmí. Gerpir fer á veiðar einhvern næstu daga. Um hvera ára- mót heiðrar Bretadrottning marga þegna sína fyrir vel- unnin störf á undanförnum ár- um. Meðal þeirra, sem heiðraðir vcru við síðustu áramót var brezki knatt- spyrnutöfra- maðurinn Stan- ley Matthews, sem lengi hefir verið talínn bezti knattspyrnu- maður í heimi, og fékk heims- veldiscrðuna. — Hann hefir 81 sinni verið í landsliði Breta. Hann verður 42ja ára 1. febr. n. k. Margir-voru óánægðir yfir því, að hann skyldi ekk verða sleginn til ridd- ara eins og knapinn Gordon Richards um áramótin áður. Nayðsyn að ísraelsher ffari ffrá Egyptalandi. ísraelsmenn vilja halda tveim stöðum. ¦ Asíu- og Afríkuhjóðirnar í samtökum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt fram tillögu, sem fel- ur í sér áskorun til Hammar- skjölds um að fá því framgengt, að Israel hverf i til gömlu vopna- hléslinunnar með allan herafla sinn í Egyptalandi. í ályktuninni er ekki gert ráð fyrir neinum refsiaðgerðum gagnvart ísrael, og sagði tals- maður þessara þjóða, að það væri vegna þess, að það kynni að verða erfiðara, að koma harðorðri ályktun gegnum þing- ið. Greinargerð Hammarskjölds. Hammarskjöld kvað ísrael Grundarbúar gestir Gamla Bíós. f gær bauð forstjóri Gamla Bíós, Hafliði Halldórsson vist- fólki á Elliheimilinu Grund að sjá kvikmyndina „Morgunn lífsins", sem gerð er eftir sam- nefndri sögu eftir Kristmann Guðmundsson. 75 vistmenn sáu kvikmyndina og skemmtu sér vel. Hefur Vísir verið beðinn að færa Hafliða Halldórssyni þakkir fyrir hug- ulsemina pg þessa ' ágætu skemmtun. Grímudansleikur í hafa lofað að flytja brott allan herafla sinn frá Egyptalandi, nema frá stöðvum á strand- lengju við Akabaflóa og Gaza- ræmunni. Um brottflutning frá þessum stöðum vilji ísrael þó semja. — Hammarskjöld kvað nauðsynlegt, að ísraelsmenn færu með allan sinn herafla frá Egyptalandi. Fásinnu. í brezku blaði í morgun er komist svo að orði, að það væri fásinna af ísraelsmönnum, að láta Gazaræmuna aftur í hend- ur Egypta. Z2i Varað vii byif- iitgu í Kashmír. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna ræddi Kashmirmálið á fundi sínum í gær. — Fundum ráðsins var bar næst frestaS þar til í næstu viku. Fulltrúi Pakistan fór frara á, að Sameinuðu þjóðirnar sæju um þjóðaratkvæ'Si í Kashmir, og sendu gæzlulið þangað með- an það færi fram. Ennfreraur að samtökin beittu sér fyrir, að Indverjar flyttu allt herlið burt úr Kashmir og indverska stjórnin hætti að fylgja ný- lendustefnu sinni gagnyart Kashmir. Kvað fulltrúinn á- standið í Kashmir lengi hafa verið ískyggilegt vegna af- stöðu og framkomu indversku stjórnarinnar og mætti svo fara, að bylting brytist út í landinu, ef ekki væri tekið sanngjarnlega á málum Kash- mirbúa, og bæri Sameinuðu þjóðunum að koma röggsam- lega fram í þessu máli. Lausn þess þyldi ekki bið. m- Fulltrúi Japan á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur mælt með banni við fram- leiðslu kjarnorkuvopna og notkun þeirra. Hann minnti á, að Japan væri fyrsta landið, sem notkun slíkra vopna hefði bitnað á. I Hæstu friðar- tsimafjárlögin. Fjárlagafrumvarp Banda- rikjastjórnar var lagt fyrir þjóð þingið í gær. Nema útgjöldin nærri 72 m'illjörðum dollara. Eru þetta útgjaldamestu f jár- lög sem lögð hafa verið fyrir þingið á friðartímum. Um 63% útgjalda fara til landvarna - og er þar með talin aðstoð við vin- samleg ríki. Eisenhower ræddi mjög aukn ar landvarnir, er hann lagði frumvarpið fyrir þinglð. M a. er gert ráð fyrir smíði kjarnorl.uknúins flugv.élaíkips. Fjármálaráðherrann hsfur varað við hættunum, sem því eru samfara, að hækka sifellt útgjöld fjárlaga. ' -------§|_____ " ' •^- 25.000 Gyðmgar í Póllandi, rom eiga við þröngan kost að búa, hafa óskað eftir aS flytja til ísraels. :"^ Heimdallur. féiag ungra I Sjálfstæðismanna efnir til grímudansleiks ¦' Sjálfstæðis- húsinu fimnitudaginn 24. þ.m. kl. 8,30 e.h. Aðgöngumiðapantanir eru af- greiddar í síma 7103. Félags- menn eru be-ðnir að panta miða í tíma. Skipbrotsmenn af bv. Goðanesi. — Myndin var tekin í sjó- mannaheimilinu í Þórshöfn skömmu eftir að mennirnir komu þangað að morgni fimmtudags sl. 3. þ.m. Myndin var 10 daga a leiðinni hingað til lands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.