Vísir - 17.01.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 17.01.1957, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 17.^ janúar 1957 vfsra Hw*"jf,- Þorskalýsið var bezt fyrír berklasjiíkliiiga^ Merkilegar tilraunir gerðar vestan bafs. Magnað þorskalýsi (sem er| auðugt af náttúrulegu A-víta- míni) hefir yfirburði yfir til- búið (synthetic) A-vítamín í mataræði berklasjúklinga eftir því sem segir í grein (A Phy- siologie and Clinical Study óf Failures in Vitamin A Meta- ¦ bolism in Tuberculous Pati- ents") eftir Horace R. Getz í American Review of Tubercu- losis and Pulmonary Diseases. 'Vol. 72% no. 2. Kcrfisbundnar rannsóknir. í grein þessari segir, að stofnað hafi verið til skipulags- bundinna rannsókna til þess að fá úr því skorið, hvort hægt sé að bæta að fullu ýms sjúkleg emkenni hjá berklasjúkling- um, sem eiga rót sína að rekja til næringarefnaskorts af ein- hvei-ju tagi og þa um leið, hvort slíkar bætur hafi í för með sér aukið viðnámsþol gagnvart berklaveikinni. 1 Teknir voru til meðferðar 78 sjúklingar, sem allir þjáðust/af berklaveiki á fremur vægu stigi, en sem höfðu auk þess ýms einkenni næringarefna- skorts. Sjúklingar þessir voru látnir liggja í rúminu og fylgja tilteknu sjúkrahúss-mataræði og voru um leið undir næring- arfræðilegu eftirliti. Þegar rannsóknir þessar hóí- usí, reyndust flestir þessara 78 Viðskipti við Ungverja. Viðskipta- og greiðslusamn- ingur íslands og Ungverjalands frá 6. marz 1953, sem falla átti úr gildi við sl. áramót, hefur verið framlengdur óbreyttur til ársloka 1957. Framlengingin fór fram i Moskvu hinn 30. desember sl. með erindaskiptum milli Pét- urs Thorsteinssonar sendiherra og János Boldoczki, sendiherra Ungverjalands í Moskvu. (Fréttatilkynning frá Utan- rikisráðuneytinu). sjúklinga hafa óvenjulega lí'.iö af A og C vítamíni í blóðinu. Ýms • sjúkleg einkenni vegna skorts á A-vítamíni fundust auk þess hjá sjúklingum, •sém virtust hafa nægilegt magn af karótíni og A-vítamíni í ester- sámböndum í líkamanum. Þetta gaf til kynna, að líkami þessara sjúklinga væri ekki fær um að breyta karótíni í A-vítamín eða að losa A-vítamínið úr ester- ( samböndunum. Sjúklingar flokkaðir. Vegna rarmsókna þessara var sjúklingunum skipt í þrjá flokka. 1. flokkur fékk ein- göngu venjulegt sjúkrahúsfæði án viðbótar af vítamínum. 2. flokkur fékk sama grunnfæði og 1. flokkur að viðbættum skammti af tilbúnu (synthetic) A-vítamíni. 3. flokkur fékk sama fæði og 2. flokkur að því undanteknu% að í stað hins til- búna A-vítamíns var þeim gef- ið A-vítamín úr mögnuðu þorskalýsi. Grunnfæði sjúklingsins, sem hefði átt aS vera meira en nægi legt fyrir kalóríu- og eggja- hvítuþörf líkamans, hafði auk þess að geyma meira en meðal- magn af A og C vítamíni, en virtist þó ekki geta aukið víta- mínmagnið í blóði berklasjúk- linganna neitt verulega, en það var eins og að ofan greinir, ó- venjulega lítið. Inngjöf af A-vítamíni orsak- aði hægfara og óreglulega víta- mínaukningu í blóðinu. Þessi aukning var þó mun meiri, þeg- ar gefið var þorskalýsi en til- búið vítamín. Allir sjúklingarnir í flokkn- um, sem fékk þorskalýsi (3. flokki), náðu bata og voru út- skrifaðir með óvirka berkla. Meðal hinna sjúklinganna, sem annaðhvort höfðu fengið ein- tómt grunnfæði eða grunnfæði að viðbættu tilbúnu A-vítamíni, voru aftur á móti ýmsir^ sem ekki náðu afturbata. (Ægir eftir Commercial Fis- heries Review). Gunnþórunn Halldórsdóttir Ieikkona varð 85 ára 11. janúar sl. 1 tilefni af afmæli hennar heimsótti hana stjórn Leikfélags Reykjavíkur ásamt þeim Brynjólfi Jóhannessyni og Þorsteini Ö. Stephensen. (Frá vinstri Jón Sigurbjörnsson, Steindór Hjör- leifsson, Edda Kvnran, Brynjóffur Jóhannesson, Gunnþórunn Halldórsdóttir óg Þorsteinn Ö. Stephensen. (Myndin er tekin á hcimili Gunnþórunnar leifcfconu að Amtmannsstíg 5. I HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vinningar á ári 10000 samtals 13 440 000 kr. Hæstu vinningar Vi milijón Engir vinningar lægri en 1000 kr. AÐEINS 3 SÖLUDAGAR Edwin Arnason, Lindargötu 25. Sími 3743. | heldur skemmtifund. í Skátaheimilinu við Snorrabraut föstudaginn 18. janúar kl. 8,30. Til skemmtunar verður kvikmyndasýning, Baldur og Konni og að lokum dans. Stjórnin. t Hullsaumur Zig-Zag, mynstur og staíir í sængurfatnað. Tilbúin sængurfatnað- ur. Vöggusett. Yfir- dekktir hnappar og spennur. Hnappagöt. Hulda Kristjánsdóttir Húllsaumsstofa. VíðimeI44.Síihi6662. FE-TIME Bifreiðakertin eru sjálfhreinsandi og endast margfalt á við venjuleg kerti. Ódýrustu kertin miðað við endingu og benzínsparnað. SMYRILL, Húsi Sameinaða Simi 6439. Töskuúfselan Töskuútsalan heldur áfram. Mikið úrval af allskonar töskum. Flestar töskurnar undir kr. 100.00. Mikið úrval ennfremur af töskum á kr. 40 — 50 — 60 — 70 o. s. frv. Innlcaupatöskur — götutöskur — kvöldtöskur — hliðartöskur — boxtöskur. Kaupið meðan úrvalið er mest. Töskubúðin, Laugavegi 2.1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.