Vísir - 18.01.1957, Blaðsíða 6
9
yísra
Föstudaginn 18. janúar 1957
wxsxna
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur)
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
IVióðurmáls-
1
páttut'
Nýtr strætisvagnar.
Fyrir nokkru var skýrt frá því
hér í blaðinu, að innan
skamms mundu Strætis-
j vagnar Reykjavíkur taka
) átta nýja strætisvagna í
' notkun á ýmsum leiðum um
1
bæinn. Hefir verið unnið við
) smíði yfirbygginga á suma
' þeirra í verkstæðum hér í
bænum að undanförnu, en
aðrir hafa verið fluttir til
landsins fullsmíðaðir og til-
búnir til notkunar. Eru þetta
mjög stórir og fullkomnir
j vagnar, sem taka hátt upp í
1 ■ hundrað farþega, ágæt
J aukning á vagnakosti fyrir-
' tækisins, sem hefur að vísu
farið mjög vaxandi og batn-
andi á siðustu árum, en þarf
þó enn að stækka, svo að
hægt sé að fullnægja sívax-
andi flutningaþörf.
Bæjarbúum fer jafnt og þétt
fjölgandi, en hlutverk stræt-
isvagnanna mun vaxa til-
í tölulega meira en aukning
íbúafjöldans segir til um.
j Mannfjöldinn dreifðist jafnt
og þétt um stærra svæði.
Það er af sú tið, þegar
j meirihluti bæjarbúa bjó á
tiltölulega litlum bletti. Nú
leita menn frá miðbænum,
og heil, gríðarfjölmehn
hverfi rísa upp á fáeinum
árum, og flestir verða að
fara lengri leið en áður milli
heimilis síns og vinnustað-
ar. Þar verða strætisvagn-
arnir að koma flestum til
hjálpar, því að ekki ferðast
allir með einkabifreiðum,
enda þótt þeim hafi fjölgað
st.órkostlega upp á síðkastið.
Þáttur strætisvagnanna í sam-
göngum bæjarbúa er orðinn
mikill og mikilvægur. Það
er þess vegna áhugamál og
hagsmunamál allra, sem
þurfa að skipta við þessa
stofnun, að hún hafi jafnan
sem flestum og sem beztum
vögnum á að skipa. Hún
þarfnast tiltekins fjölda
vagna árlega vegna endur-
nýjunar eldri vagna, og það
ætti ekki að vera neinum
vandkvæðum bundið að
hafa þann innflutning fastan
lið á árlegri innflutnings-
áætlun, og mætti gjarnan
sitja fyrir öðrum bifreiða-
innflutningi að öðru jöfnu.
Þrengsfín í miðbænum,
Þr
engslin í miðbænum eru eitt
mesta vandamálið í sam-
j göngumálum bæjarins. Um-
I ferðin beinist mjög um hann,
og ef til vill óeðlilega mikið,
þvi að hann er ekki lengur
sá brennidepill bæjarins og
j hann var fyrir tiltölulega
i skömmum tima. Allskonar
starfsemi, sem var bundin
1 við miðbæinn að mestu
levti áður, hefur nú færzt í
] önnur bæjarhverfi, og þyrfti
þó sennilega að ýta enn
| meira en gert hefir verið
undir þá þróun, til að létta
' enn á þröngum götum þessa
litla hluta bæjarins. Ger-
i breyting, uppbygging, þessa
] hverfis mun kosta offjár,
i svo að bið mun verða á því,
' að í hana verði ráðizt, þótt
sá tími hljóti að koma, að
' ekki verði hjá því komizt.
En meðan það verður ekki
gert, verður að neyta ann-
arra bragða. Er það hlutverk
] umferðarnefndar bæjarins
að vinna að lausn þessa máls,
og er það vissulega eitt'
helzta verk hennar. Hún
l hefur látið margt gott af sér
leið á undanförnum árum,
og verður væntanlega fram-
^ald á því.
Oft hefur verið um það rætt,
að nauðsynlegt sé að koma
strætisvögnunum af Lækj-
artorgi. Þrengsli eru þar
giiurleg, enda þótt bílstöðv-
ar hafi verið gerðar útlægar .
frá torginu, því að vögnum
þeim, sem þar hafa bæki-
stcð, hefur fjölgað til muna,
eins og allir vita. En þótt
margar raddir hafi heyrzt
um það, að strætisvagnarn-
ir verði að fara af Lækjar-
torgi, hefur engin hreyfing
komizt á þá að þvi leyti.
Verður það bó, fyrr eða síð-
ar, en ekki vevður það út af
fyrir sig endanleg lausn.
Bifreiðastæðum fjölgar vart
að mun í miðbænum, ef^kki
verður gripið til þess ráðs að
rífa hús til að láta lóðirnar
undir bifreiðatorg. Hefur því
komið til orða að reisa sér-
staka bílageymslu, eins og
tíðkast erlendis. Allstór hús
af því tagi mun leysa tals-
verðan vanda, og virðist þar
stefnt í r.'tta átt.
• •
Oryggismerkiii
siálílýsandi fást í
Söluturninum v. Arnarhól
Er rétt að segja, að einhver
hefjist höndum við eittlivað.
Spyrjandi kveður útvarpsþul
hafa komizt svo að orði fyrir
skömmu. Hér er rangt farið
með gamalt orðtak. Hefjast
handa á að segja, og merkir
orðtakið byrja á einhverju:
Þeir hófust handa við húsa-
gerðina; Jón hófst handa þegar
um vorið. Einnig getur orðtak-
ið merkt „rísa gegn leinhverj-
um“, og er þá sagt hefjast handa
(á) móti einhverjum: Þeir hóf-
ust handa (á) móti stjórninni
(eða gegn stjórninni). Villan
hefjast höndum, er að ég held,
ekki algeng, á ef til vill rætur
að rekja til ruglings á orðtök-
unum hefjast handa og taka til
höndum.
Þá spyr sá sami, hvort rétt
sé að segja: Jclin færast í hönd.
Segir hann það einnig hafa
heyrzt í útvarpinu rétt fyrir
jólin. Svar: Ég hef aldrei heyrt
þannig með þetta orðtak farið
og finn það ekki heldur á bók-
um. Aftur er algengt að tala um,
að eitthvað fari í hönd,- og hef-
ur sá, sem þetta sagði, senni-
lega ruglazt á fara í hönd og
færast nær. JcFn fara í hönd,
hefði hann átt að segja, eða
jólin færast nær. i
Leikarinn olli ekki hlutverki
sínu. Er þetta rétt notkun sagn-
arinnar að valda. Setningin er
tekin úr leikdómi fyrir skömmu.
Svar: Hér er eigi rétt farið
með sögnina að valda. Algeng-
ustu merkingar hennar í ís-
lenzku eru tvær: 1) orsaka eitt-
hvað. í þeirri merkingu beyg-
ist sögnin þannig: valda ég
vcld, við völdum, ég olli, við
ullum, þótt ég ylíi, ég hef vald-
ið (eða ollað). Dæmi: Eigi veld
ur sá, er varar; sjaldan veldur
einn, þegar tveir deila; hvað
olli þessu? óveðrin ullu því,
að skipunum seinkaði. 2) ráða
Háskélanusn af-
bení bc'kagjöf.
I dag mun sendiherra Banda-
ríkjanna hér á landi John J.
Muccio, afhenda Háskóla ís-
lands að gjöf allstórt safn, sem
inniheldur vísindarit, spjald-
skrár og ýmsar aðrar upplýs-
ingar varðandi kjarnfræði og
kjarnfræðirannsóknir, en Kjarn
orkunefnd Bandaríkjanna hefir
látið taka þetta safn saman.
Menntamálaráðherra, Gylíi
Þ. Gíslason, mun veita þessu
safni viðtöku frir hönd íslenzku
ríksstjórnarinnar^ sem ákvað,
að safnið skyldi framvegis vera
í vörzlu háskólabókasafnsins.
Afhendingin mun fara fram við
hátíðlega athöfn í Háskólanum
í dag kl. 3 e. h.
í safni þessu eru 35 bindi
bóka, sem fjalla um kjarnfræði-
vísidi, 6.500 tæknilegar skýrsl-
ur og ritgerðir um rannsóknir á
sama sviði, en auk þess eru í
safninu spjaldskrá um fjölda
annarra rita, sem fjalla um
kjarnfræði, og eru á spjöldun-
um stuttar lýsingar og tilvitn-
anir í efni þessara rita.
við eithvað, geta lyft einhverju,
ég hef valdið. Aðrar beygingar
sagnarinnar eru ekki til í þess-
ari merkingu, þátíðin alls ekki,
og aldrei getur lýsingarháttur
þátíðar verið ollað í þessari
merkingu. Rangt er því að
segja: Ég olli ekki steininum,
þótt ég ylli steininum, og verð-
ur vegna þessa að breyta hér
orðalagi, segja t. d. ég gat ekki
valdið steininum, réð ekki við
steininn, eða eitthvað slíkt. í
leikdóminum hefði átt að segja:
Leikarinn réð ekki við hlut-
verkið, gat ekki valdið hlut-
verkinu.
Bátarnir á vertíðinni í Vest-
mannaeyjum hafa flestir borið
skarðan hlut frá borði. Máls-
greinin er tekin úr fréttaklausu
í dagblaði og er spurt, hvort
þannig megi komast að orði.
Svar: Mér virðist vægast sagt
óviðkunnanlegt að taka svo til
orða, einmitt vegna þess, hvern-
ig orðtakið bera hlut frá borði
er hugsað og hve auðskilin sú
hugsun er. Merkingarlega get-
ur þetta að vísu staðizt, því að
orðtakið merkir, skv. ísl. orð-
tökum Halldórs Halldórssonar,
„bera lítið úr býtum, bíða ósig-
ur, vera órétti beittur“. En auð-
séð er, að orðtakið er frá sjó-
mönnum komið, borð merkir
borðstokk, sjómenn bera hlut
frá borðstokki, en hæpið er að
segja slíkt um báta. Um skarð-
an hlut segir dr. Halldór Hall-
dórsson: „Erfitt er að fullyrða,
hvað skarðr hlutr merkir í raun
og veru. En orðtakið bera skarð
an hlut frá borði bendir ótvírætt
til, að hlutr sé „aflahlutur".
Skarðr hlutr gæti því verið
„aflahlutur, sem .skertur hefur
verið, dregið hefur verið af“.
Slík skerðing aflahlutar gat
stafað af ýmsum sökum, t. d.
verið gerð í refsinga skyni eða
beinlínis af því, að ofbeldi hef-
ur verið beitt. Þykir mér senni-
legt, að skýra beri ofan greind
orðtök á þann veg.“
Nokkur afbrigði eru til af
orðtaki þessu, einkum í nútíð-
armáli, og mætti sjálfsagt nota
eitthvað af þeim hér. T. d. er
borði oft sleppt, og verður þá
aðeins eftir bera skarðan hlut,
og einnig er talað um að hafa
skarðan hlut, og þá virðist mér
mega nota orðtakið um báta
án þess finna þurfi að. Bátarnir
á vertíðinni í Vestmannaeyjum
hafa flestir borið skarðan hlut,
haft skarðan hlut.
E. H. F.
Markið var skæru-
hernaður.
Dómar voru upp kveðnir í
Dyflinni í gær yfir tveim
mönnum, sem grunaðir voru
um þátttöku 1 ólöglegum félags-
skap, sem hefir að markmiði
skæruhernað 1 Norður-írlandi.
Gögn fundust á mönnunum,
sem sönnuðu þátttöku þeirra í
félagsskapnum. Þeir gátu ekki
á fullnægjandi hátt gert grein
fyrir ferðum sínum og voru
dæmdir í þriggja mánaða
fangelsi.
Fólki verður, sem vonlegt er
tíðrætt um væntanlega liækkun á
öllum innfluttum vöruni. Hefur
óttans orðið vart i óeðlilegum
] kaupum á ýmsum vörutegundum
eins og t. d. ísskápum. Hefur sala
ísskápa og annarra heimilistækja
verið mikil vegn-a þess að fullyrt
er að þessi tæki eigi eftir að
hækka mikið. Kaupmönnum ber
saman um að vöruverð hækki
mikið vegna nýju álaganna, og
skyldi engan furða, þvi varla
verða álögurnar á þjóðina tvö-
faldaðar nema einhver finni tii
þess. Kaupmennirnir reikna hver
út fyrir sig verðlagið á vörunum
sem þéir selja og' komast að þess-
ari niðurstöðu. Það er sama hvar
gripið er niður. Drengur, sem
ætlaði að fá sér hjálparmótor-
hjól fyrir áramótin varð of seinn,
því þau voru uppseld. Kaupmað-
urinn segir að næsta sending
verði 1000 krónum dýrari.
Berja hausnum við steininn.
Og þó að allir muni eiga eftir
að finna fyrir hækkandi vöru-
verði er því liuldið fram af mál-
gögnum stjórnarinnar, að ekk-
ert hækki nema þá óverulega.
Það er ekki ósvipaður málflutn-
ingur og sá, er blöð undirokaðra
þjóða bjóða almenningi, þar sem
svart er sagt hvítt. Það hefur
verið fróðlegt að fylgjast með
deilunni um væntanlega hækkun
kvensokka. Það hefur ekki nægt,
þótt birtar hafi verið óyggjandi
tölur, sem styðjast við nýju toli-
skrána eins og hún hefur verið
birt í Lögbirtingablaðinu. Stjórn-
•arblöðin liafa öll sem eitt barið
hausnum við steininn og neitað
allri hækkun. En konurnar eiga
eftir að verða varar við það.
Það eru óglæsilegar framtiðar-
liorfur fyrir almenning, vaxandi
dýrtíð og kaupbinding. Það hefði
verið fróðlegt að heyra tóninn í
blaði kommúnista, ef hann hefði
í stjórnarandstöðu.
Hundar og kettir.
Ilér kemur svo litið bréf um
hunda og ketti: ,„Það var hér á
árunum, að hundar voru fjöl-
margir í bænum og liéldu þeir
vorþing á Arnarhóli. Nú sjást
engir hundar, og saknar þeirra
enginn, kannske ekki vegr.a þess
að mönnum sé illa við hunda,
heldur vegna þess, að fólk kenndi
i brjósti um flækingshunda, sem
hvergi áttu inni. Eftir því sem
hundunum fjölgaði urðu þeir
fleiri og fleiri, sem voru liús-
viltir og því til trafala. Nú er
hundaskattur og ’aðeins fáir eiga
hund, sem þá sjást ekki úti,
nema þá i fylgd með fullorðnum
(þ. e. a. s. fólki). En hvernig er
með blessaða kettir.a? Væri ekki
jafnrétt að banna allt kaUahald,
eða ef það er bannað, þá fylgjtt
banninu eftir. Ekkert lief ég á
rnóti kisu, en sárt er að siá þær
á verg-angi, soltnar og illa til
reika.
Bæta þarf úr.
Eg minnist þess að ég hef les-
ið i Bergináli eitthvað um nauð-
syn þess, að köttum sé útrýmt.
Hvernig væri að leggja skatt á
þá, sem halda ketti til þess *að
koma í veg fyrir að of mikið verði'
af þeim, eða þeir séu í reiðileysi
um allan bæinn. Það er lika illa
farið með þesoa skepnu. Allir
virðast hatast við liúsviltan kött,
þótt dæmi séu að börn og ganval-
menni taki ástfóstri við heimilis-
ketti sína. Það er lika litil ástæð*a
til þess að amast við köttum, sem
vel er gætt, og þess vegna mætti
vel gefa fólki leyfi til þess að
j halda ketti, en þó fullkomlega
upp á sir.-a ábyrgð. Dýravinur.“
| Bergmála þakkar bréfið. — kr.