Vísir - 18.01.1957, Side 12
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
VI
VÍSIR er ódýrasta biaðið og þó það fjöi-
breyttasta- — Hringið í síma 1660 cg
gerlst áskrifendur.
Föstudaginn 18. janúar 1957
„Bs'etiand var, er
verður stórveidi64.
3Æ(*3f iilísat úvnrpíBi' &r&ta.
Harold McMillan forsætis-
ráðherra Eretlands flutti ræðu
í gærkveldi í útvarp o" ávarp- !
aði brezku bjóðina, hvatti til
7 r I
aukins samstarfs v’ð Evrópu
og samveldið og bað menn
hætta að tala í beim dúr, að;
Bretland væri ekki lengur stór-
veldi.
Hann kvao Bretland hafa
verið, vera og mundu verða
stórveldi Hann endurtók það,
sem hann sagði, er honum hafði
verið falið af drottningu að
mynda stjórn, að hann hrygð-
ist og gleddist í senn. Sér væri
það hrj’gðarefni, að hann tæki
við embættinu vegna burtfarar
Edens, sem væri sér kær og
verið hefði mikilhæfur leið-
togi, en jafriframt kvaðst hann
hafa glaðst yfir því trausti sem
sér væri sýnt og væri hann
stoltur af því. Hann varði og
gerðir Breta og Frakka í Súez-
málinu og kvaðst ekki óttast
dóm sögunnar, en erfiðleikarn- I
ir sem nú steðjuðu að ættu
rætur sínar að rekja til þess,!
að Eden hefði haft djörfungu'
til að taka af skarið og grípa
til vopna. Heíði allt verið látið
reka á raiðanum hefði allt glat-
ast.
Þá bcðaði McMillan, að ekki
yrði efnt til kosninga fyrr en
kjörtímabilið væri á enda
runnið, en því hafði hann og
lýst yfir áður. Hann kvað út-
gjöld til hernaðarþarfa hafa
verið skorin niður af nauðsyn.
Bretar myndu bera sinn hlut,
en ekki lengur bera byrðar
annara.
Hann boðaði aukið samstarf
við Evrópuþjóðir og samveldið
og hagnýtingu orkulinda í þágu
atvinnuveganna, lands og þjóð- '
ar. Bretar hefffu haft forustu
í hagnýtingu kjarnorku til,
friðsamlegra nota og myndu j
halda henni, og erm væru kol
og olía það, sem mest ylti á. |
í blöðum er ræðunni mis-!
jafnlega tekið. Yorkshire Post, |
sem var heizta stuðningsblað
Edens, tekur ræðunni ákaflega
vel, sörnuleiðis Daily Mail, sem
bæði ræða öryggi, festu og
einurð McMiIlans, og telja hann
mikinn leiðtoga, ósmeykan við
að gera það, sem hann álítur
rétt, hvort sem það er gera
verður er vinsæit eða ekki. ,
Daily Express er hinsvegar
óánægt með viðskiptastefnu
McMilIans og segir hann hafá
horfið frá þeirri stefnu, sem
var viðurkennd stefna flokks-
Nýtt flugcneft.
Bandarísk herflugvél af
gerðinni B-52, eða risasprengju
flugvél, flaug í gær viðkomu-
laust frr. Kaliforníu til Eng-
lands.
Vegalengdin er um 8800 km.
og er þetía í fyrsta skipti, sem
slíkt flug hefur átt sér stað. |
ins í kosningunum 1955, þ. e.
að leggja megináherzlu á við-
skipti við samveldið, og eina
heiðarlega leiðin, ef breytt sé
um stefnu í þeim málum, að
efna til kosninga, og geti Mc-
Millan ekki hafnað þeirri kröfu,
en hann hefur nú samt ein-
dregið hafnað slíkum kröfum,
bæði í ræðunni í gærkvöldi og
fyrr. Daily Herald, blað jafn-
aðarmanna gagnrýnir McMill-
an og stefnu hans og heldur
enn fram kröfunni um nýjar
kosningar.
Óvanalegt skíðamót.
Brezkir og svissneskir
þingmenn kepptu.
Óvanalegt skíðamót átti sér
stað í hlíðunum nálægt Davos í
Svisslandi fyrir nokkru. Kepptu
þar brezkir og svissneskir þing-
menn:
Þingmenn Svissara unnu með
210 stigum gegn 160, en þó .var
það brezkur þingmaður, sem
gat sér mest frægðarorð, því að
hann sigraði þrjá Svisslend-
inga í keppni í bruni, á 14
sekúndum og einnig í Alpa-
tvíkeppni. Þingmaðurinn Isaac
Pitman, er 55 ára, í íhalds-
flokknum og þingmaður fyrir
Bath-kjördæmi.
Agæt kvöldvaka
Ferðafélagsins.
Fyrsta kvöldvaka Ferðafé-
lags Islands á þessu nýbyrjaða
ári var haldin í gærkvöldi í
Sjálfstæðishúsinu.
Margt manna var saman-
komið á skemmtun þessari.
| Björn Björnsson frá Norðfirði
I sýndi vel teknar litskugga-
: myndir af fuglum víðsvegar að
! af landinu. Dr. Finnur Guð-
mundsson fuglafr. skýrði
myndirnar skemmtilega. Síðan
i voru myndagetraunir og veitt
verðlaun fyrir.
Að lokum lék hljómsveit
Björns R. Einarssonar til kl. 1.
Má segja að þessi fyrsta kvöld-
vaka félagsins á árinu hafi tek-
izt mjög vel og vonandi að líði
ekki langt til þeirra næstu.
Hden á leid <51
N.-§jáIand§.
Sir Anthony Eden og kona
hans löeðu af stað í morgun í
Nýja Sjálands ferðina.
Þau fara sjóleiðis og munu
verða komin til Nýja Sjálands
eftir mánuff'. — Þau hjón fara
í boði nýsjálenzku stjórnarinn-
ar. — _____
★ Lögreglan í Ulster handtók
í gær 2 menn norðarlega í
Londonderry héraði. Báðir
kváðust eiga heima í Bel-
fast. — Litlu munaði í gær,
að margir menn særðust af
völdum sprengju í Úlster.
íinn fégræðgi gaf Eækuir
sjúkiingum sinnm eiturlyf.
Frá réttarhöldunum yfir Adams
lækni í Eastbourne.
Réttarhöldum er haldið á-
j fram í máli Adams læknis í
Eastbcume. Saksóknari hefir
nú'nefnt tvo sjúklinga til við-
hótar, sem Adams læknir er
talinn hafa yefið sterka skammt
af eiturlyfjum, áður hafði
vorið nefnd frú Edith Morrell,
81. árs.
Þessir tveir sjúklingar voru
maður að nafni Hullett, 71 árs,
auðugur, farlama maður, og
ekkja hans, um fimmtugt, en
hún lézt í júlí, fjórum mánuð-
um eftir andlát hans.
Saksóknari kvað Adams hafa
verið ánafnað samkvæmt erfða-
skrám þessa fólks: Frá frú
Morrel kistu með silfurmun-
um og Rolls Royle bifreið, frá
Hullet 500 stpd., frá ekkju hans
Rolls-Royce bifreið, en auk þess
hafði Adams fengið frá henni
1000 stpd. ávísun 6 dögum áð-
ur en hún dó.
Frú Morrell hafði Adams
stundað í tvö ár. 12. nóvember
kom hann til hennar í sjúkra-
vitjun, fyllti sprautu með mor-
fíni, og skipaði hjúkrunarkon-
unni, að sprauta því í sjúkling-
inn, sem lézt fjórum klst. síðar.
13. marz 1956 kom Adams í
sjúkravitjun til Hulletts.
Hjúkrunarkona sá hann taka
upp meðalaglas með morfíni. í
horni herbergisins, þar sem
skugga bar á, sá hún hann
fylla sprautu og sprauta mor-
fíninu í vinstri handlegg sjúk-
lingsins. Átta klst. síðar lézt
Hullett.
Saksóknari kvað fjárgræðgi
ákærða hafa verið svo mikla,
að hann gat ekki beðið eðlilegs
dauða sjúklinganna, en hann
vissi, að hann mundi hagnast
á dauða þeirra.
Lik frú Morrells og Hulletts
voru brennd, en hann gat ekki
leynt hinni sönnu dauðaorsök
frú Hullett.
Eins og fyrr hefur verið getið
var Adams handtekinn og á-
kærður fyrir að hafa myrt frú
Morrell, á ,,því augnabliki, er
honum hentaði“, en hún var
allt af að breyta erfðaskrá sinni.
Hvað er tekið af þei m, er
nota fiður, hálfdiín?
„Bjargráðin^ hækka þá nauð-
synjavöru stórlega •
Flestir munu hafa eitthvað ofan á sér, meðan þeir sofa
og það eru ekki allir sem sofa undir dúnsængum. —
Það munu helzt vera þeir, sem hafa harla lítil efni,
sem verða að láta sér nægja fiður og hálfdún. Það er
þess vegna fróðlegt að kynnast því, hversu mikið stjórn
„vinnandi stétta“ ætlar að taka af þeim, sem notast verða
við fiður og hálfdún í sængur sínar. Reiknað er skv. aug-
lýsingu ríkistjórnarinnar í Lögbirtingablaðinu.
1956 1957
Kr. Kr.
Innkaup 18.608,63 18.608,63
Flutningsgjald 293,60 293,60
Vátrygging 274,00 274,00
Cifverð 19.176,23 19.176,23
Vörumagnstollur 104,72 104,72
Verðtollur % 10.355,16 10.355,16
Tollstöðvargjald 104,60
Uppskipun 60,00 60,00
Akstur 60,00 60,00
Vörugjald 10,50 10,50
Lcyfisgjald Yfiríærslugjald . . 2977,38
Bankakostnaður 272,16 272,16
Geymlsa 4,00 4,00
Innfl.gj. 60,5 af kr. 32.613,49 19,731,16
Vextir 1% 300,53 528,56
Kostnaðarverð 30.343,20 53.384,47 i
Söluskattur í tolli 5215,95 2281,98
Heildarupphæð 35.559,15 55.666,45
Ilækkun á kostnaðarverði 56,5%.
Yfirheyrzlur enn í
Hverageróismálinu.
Enn bá er unnið £ Hv<?rage?ð-
ismálinu og hafa yfirheyrzlur
farið fram síðan sá hörmulegi
atburffur skeði sem sagt 'Iiefir
verið frá í blöðunum.
Beinist rannsóknin aðallega
að því að rekja dagleg atvik,
því að staðreyndir lágu ljóslega
fyrir.
Hafa allmargir verið yfir-
heyrðir, en eftir er að yfirheyra
fáeinar aukapersónur enn svo
og samræma framburði.
Huiles lækkar
seglin.
Birt hefur verið í Washington
tilkynning um yfirlýsingu John.
Foster Dulles á fundi utan-
ríkisnefnda fyrir nokkru, en
áður hafði verið sagt, að þaffi
mundi verða litið á það sem
ofbeldisárás, ef sjálfboðaliðar
væru sendir frá Rússlandi og
Kína til nálægra Austurlanda.
Samkvæmt tilkynningunni
sagði Dulles, að ef slíkir sjálf-
boðaliðar héldu kyrru fyrir í
landi þeirra þjóðar, sem hefði
boðið þeim að koma yrði ekki
litið á það sem ofbeldisaðgerð,
en hinsvegar, ef þeir færu út
fyrir landamærin þessara
landa.
@ Vegna benzín-kreppunnar
hraffa Frakkar sem mest þeir
mega að liúka lagningut
1600 kílómetra olíuleiðslu-
kerfis, sem nær yfir landið.
NATO fær mikilvæg not af
þessu kerfi.
„Saxast
ii
o © ©
Bæjarfulltrúi segir sig úr
SósíaEistaflokknuui.
Petrína Jakobsson, einn af
þremur bæjarfulltrúum Sósíal-
istaflokksins stóð upp á bæjar-
stjórnarfundi í gær og lýsti yfir
því, að hún hefði sagt sig úr
Sósíalistaflokknum og sæti því
ekki í bæjarstjórn sem fulltrúi
þess stjórnmálaflokks.
Á fundinum gaf Petrína þá
skýringu, að hún um langt skeð
hefði ekki getað sætt sig við
stefnu flokksins, sem hún sagði
að væri stjórnað í einræðisanda
af fáum forystumönnum, en
starfaði ekki á þjóðlegum lýð-
ræðislegum grundvelli.
Þá sagði Petrína, að hún gæti
ekki fylgt þeim flokki, sem
gerðist talsmaður ofbeldisverka
þeirra, sem Rússar og kommún-
istar frömdu á ungversku þjóð-
inni og benti á það að Þjóðvilj-
inn hefur varið þessar svívirði-
legu aðgerðir Rússa í Ungverja-
landi.
Það kom ekki alveg á óvart
þótt einn af frammámönnum.
kommúnista segði sig úr flokkn
um, því það er á allra vitorði að
fylgi kommúnista fer stórlega
minnkandi, enda hafa atburð-
irnir í Ungverjalandi opnað
augu margra, sem ánetjast
höfðu kommúnistum. f t